Leita í fréttum mbl.is

Hver á sér fegra föðurland ... Hulda skáldkona

Mátti til með að deila með ykkur, þessu yndislega ljóði, sem fangaði augu mín, en höfundur þess er Hulda skáldkona ... ( Unnur Benetiktsdóttir Bjarklind )

Manni hlýnar nú bara um hjartarætur ... Heart

 

island 

Hver á sér fegra föðurland

 

Hver á sér fegra föðurland,

með fjöll og dal og bláan sand,

með norðurljósa bjarmaband

og björk og lind í hlíð?

Með friðsæl býli, ljós og ljóð,

svo langt frá heimsins vígaslóð.

Geym, drottinn, okkar dýra land

er duna jarðarstríð.

                   

leabul1e

Hver á sér meðal þjóða þjóð,

er þekkir hvorki sverð né blóð

en lifir sæl við ást og óð

og auð, sem friðsæld gaf?

Við heita brunna, hreinan blæ

og hátign jökla, bláan sæ,

hún unir grandvör, farsæl, fróð

og frjáls - við ysta haf.

                  

leabul1e

Ó, Ísland, fagra ættarbyggð,

um eilífð sé þín gæfa tryggð,

öll grimmd frá þinni ströndu styggð

og stöðugt allt þitt ráð.

Hver dagur líti dáð á ný,

hver draumur rætist verkum í

svo verði Íslands ástkær byggð

ei öðrum þjóðum háð.

Svo aldrei framar Íslands byggð

sé öðrum þjóðum háð.

                    

leabul1e

Höf:  Hulda skáldkona ( Unnur Benetiktsdóttir Bjarklind )

leabul1e

Eigið góðan dag, sem og alla aðra ... josira

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Agný

Takk fyrir að deila þessu með okkur Joshira..

Þetta væri fallegt sem þjóðsöngur.

Má ég biðja þig um eitt Joshira..en það er að kíkja á bloggið mitt..eitthvað skrítið í gangi því að síðasta færslan birtist ekki em forsíða en kemur fram á hliðarstikunni..Kanski er þetta bara svona hjá mér ..á síðasta ári þá sést sko ekki einn mánuður á hliðarstikunni..mætti halda að ég hefði ekkert skrifað þá en svo er ekki..En þessi síðasta færsla er sko enn skelfilegri en sú sem þú skrifaðir athugasemdir við..

Forced abortions and mass sterilization needed to save the planet, says John P. Holdren Obama´s science Car.

http://agny.blog.is/blog/agny/entry/1036915/

þarna kemur þú beint á færsluna en á forsíðunni

http://www.agny.blog.is er þessi enn

Brzezinski’s Lament - ‘Jewish Lobby Controls Obama’

Kanski er ég að gera eitthvað vitlaust eða mbl líkar ekki síðasta færslan mín....

Agný, 5.4.2010 kl. 19:44

2 Smámynd: josira

Sæl Agný og takk fyrir innlitið og orð þín  já og ljóðið hennar Huldu er yndislegt og vel frambærilegt sem þjóðsöngur . Gaman væri að vita hvort sé til lag með ljóðinu !

Og annað mín kæra, ég kíkti á bloggið þitt og þetta kemur eins hjá mér og þér með forsíðumálin...strange, en ég sé alla bloggmánuðina og árin

josira, 6.4.2010 kl. 00:27

3 Smámynd: Þórarinn Baldursson

Þetta er frábært ljóð! og það er til lag við það.

Þórarinn Baldursson, 8.4.2010 kl. 01:28

4 Smámynd: josira

 Sæll Þórarinn og takk fyrir innlitið og orð þin.  Var núna fyrst að taka eftir heimsókn þinni.

Vona að lagið sé jafn fallegt og ljóðið ... Gætir þú bent mér á lagið  

josira, 24.4.2010 kl. 14:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

josira
josira

Orðin... Pára með penna á óskrifað blað, orðin um hugann renna. Með suð í eyra ég skrifa það, sem ég fæ að heyra. Hvaðan þau koma veit ég ei, en í höfði mínu óma. Líkt og eilífðin, sem gefur frá sér tóna og um himnasali hljóma.

Lítil síða lítur dagssins ljós... Hér hef ég hugsað mér að skrifa um allt og ekkert ... eða bara það sem mig langar til hverju sinni ... Vertu velkomin(n) kæri ferðalangur... í heimsókn hingað, þar sem þú hefur nú fundið vegaslóðan minn litla, í netheiminum stóra ...

 

Lyngrósin Ljóðin mín

Josiraice youtube ljóð og tónlist

Rósin Eldri heimasíða, sem ég get ekki uppfært lengur, en læt hana fylgja hér með.  (Hún virkar einungis í gegnum Internet Explorer)

Light Bearer -poem - josira 

Guðrún Lilja; mánadísin, mín eldri dóttir og Ljóðin hennar

Nýjustu myndböndin

Movie

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 38
  • Frá upphafi: 122255

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband