Leita í fréttum mbl.is

Náttúruöfl íss og elda ...

 

Á laugardaginn s.l. var ég óvænt, áhorfandi að kraftmiklu sjónarspili katalónska fjöllistahópssins La Fura dels Baus á Austurvelli á opnunaratriði Listahátíðar Reykjavíkur. Var það áhrifamikið að heyra tónlistina og sjá listafólkið tjá sig upp í háloftunum. Þarna voru einnig með íslenskir ofurhugar.

ImageHandler 

 

 

En þegar ég kom síðan heim, byrjaði ég reyndar á því að fara á vedur.is og ath. með jarðskjálftavirki og hvort eitthvað væri í aðsigi. Því mér leið bara þannig einhvern vegin og kom mér ekki á óvart að sjá hvernig kortið leit út.

110521_1850  

110521_18500

Hófst síðan eldgos í Grímsvötnum um það leyti eða stuttu síðar. Og hefur hugur minn verið hjá fólki og skepnum fyrir austan síðan gosið hófst í, líkt og hjá öllum öðrum. Við mannfólkið erum svo varnarlaus og smá í nágvígi við náttúruöflin. Og nú er þörf fyrir að biðja máttarvöld og verndarvætti að vaka yfir og vernda land og þjóð á þessum umbrota og breytingatímum. Gildi lífssins breytast í návígi náttúruhamfara.

Um tíma hef ég fundið fyrir þyngslum í líkamanum og kuldahrolli af og til og einhvern vegin haft þá tilfinningu að stutt væri í náttúruhamfarir-eldgos. Og hafði reyndar sagt við eldri dóttir mína á fimmtudag að sennilega myndi byrja eldgos nú um helgina, sem og reyndist vera. Samt hef ég ekki fundið fyrir sterkum beyg gagnvart gosinu, sem nú er, þó aðstæður séu nöturlegar í sveitunum undir jöklinum. Einhvernvegin leitar hugur minn þá frekar í átt að Öskjusvæðinu. 

Það eina sem við getum gert er, að vona það besta hverju sinni og að biðja þess í hjörtum okkar að mönnum og skepnum verði ætíð borgið, þegar jörðin byltist svona um og er með hugsanlegar fæðingahríðir. Við erum jú einu sinni fædd hér á þessu magnaða landi, elds, íss og vatns og höfum lært að lifa með því gegnum aldirnar.

(úr fyrri skrifum um gosið í Eyjafjallajökli) 

Ætíð er óvíst hvort hún léttir á sér á yfirborðinu eða hulin undir jökli eða annars staðar djúpt undir niðri. Og eins má minna á, að ekkert er fyrirsjáanlegt 100%, hvort, hvernig eða hvar eldgos hefst í kjölfar jarðhræringana, mælitækin mæla margt, en jörðin sjálf ákveður stund og stað, hverju sinni. 

Ég er nú bara þessa dagana að hugleiða, hvað í raun og veru á svo marga vegu það er, sem náttúran með ýmsum táknum og sagan er ætíð að tala til okkar. Samspil ólíkra þátta, tengjast svo oft finnst mér.

Og nú ætla ég að snúa mér að skrifunum, sem ég byrjaði á. Því mér fannst listaatriðið á Austurvelli hafa jafnvel eitthvað táknrænt að segja til okkar. (vissi ekki þá um hvað það var og sá lítið nema fólkið í háloftagrindinni).

Langaði mig að forvitnast um hvort eitthvað væri um túlkun listaverkssins á netinu. Og reyndist það vera um fæðingu Venusar; ( Magnað myndband af sýningunni ) og var flugumferð bönnuð á meðan.

venus

Las áðan að í kringum 20. maí myndi Venus tengjast Mars í Nautinu. ! ( í stjörnuspeki-týndi linknum) Er ekki einhver þarna úti, sem er fróður í stjörnuspeki og afstöðu stjarnanna svona almennt um þessar mundir og á komandi vikum. ?

imagesCAASXQCZ

En allavega, leiddu þessar hugleiðingar huga mínum að stjörnunni  – gyðjunni - Venus. Reynist hún einnig tengjast til stjörnunnar –eld -og herguðssins – Mars . Þetta getur verið umhugsunarvert sýnist mér, sem vísar á þegar jafnvægi skapast á milli andstæðra afla (orku) t.d. kvenorkan-karlorkan-yan-yang-eldur-vatn-ljós-myrkur og s.fr.

Hér eru fleiri tenglar um þau á ísl;

http://www.stjornuskodun.is/solkerfid/venus/ 

http://www.stjornuskodun.is/solkerfid/mars

LovesWings

Ég skrifaði svo margt um hugar- og tilfinningaþanka mína um náttúruna og öfl þeirra í mars-apríl og maí 2010, sem og má finna hér til hliðar. Margt af því finnst mér eiga einnig við hér þessa dagana og þá er ég að vísa í þjóðfélagsmál okkar og ástand, sem mér finnst almennt ekki komin i þann farveg, sem þau ættu að vera.

Magician

Læt fylgja með nokkur eldri orð úr skrifum mínum þegar Eyjafjallajökull gaus;

Ég held að móðir náttúra sé í þessum fæðingarátökum (hríðum) sínum, á jöklinum, að hjálpa til um losun neikvæðrar orku, sem ríkt hefur í þjóðfélagi okkar um jafnvel miklu lengri tíma, en við gerum okkur enn grein fyrir. Sem og nær bæði yfir haf og heiðar.

Í myndlíkingu mætti segja að;

í þjóðfélaginu, heldur hún áfram hjálp sinni, með því að bylgast um og hreyfast í takt við að koma ósómanum, sem þrýstist orðið upp á yfirborðið (reykjabólstrar hennar, sem og berast erlendis) nánast á hverjum degi, hjá mönnum, stofnunum og fyrirtækjum í hinum hlykkjótta dansi hinna spilltu talna (tölur peninga á blöðum), sem stjórnað hafa og stýrt þjóðfélaginu á svo margan máta, um allt of langan tíma.

Við viljum fá að sjá nýtt Ísland, byggt á góðum mannlegum grunni, þar sem réttlæti á að ríkja, en óstjórn og svik að víkja. Þannig að enn um stund þarf orka jarðar að halda áfram með losun sína. Því hún er að létta um hjá sér og með okkur. Athugum að neikvæð orka (hugsun) mannanna síast einnig til náttúrunnar og geymist þar.

Og nú held ég að Venus og Mars séu að sameinast í dansi náttúrunnar hjá okkur og hjálpa til að sameina það neikvæða og jákvæða til jafnvægis. Og vona ég að þessi samsvörun, sem ég sé í þeim verði til þess að allt fari vel fyrir austan og að þetta karp og þras taki enda hjá stjórnmálamönnum okkar og við tökum höndum saman við að skapa hér manneskjulegra þjóðfélag. Gildi lífssins breytast í návígi náttúruhamfara.

Þökkum fyrir alla þá guðdómlegu ljóssins vernd, sem við höfum fengið hér á Íslandinu og höldum áfram að biðja fyrir landi og þjóð, sem og öðrum löndum og þjóðum og að alheimskærleikur og heilunarorka umvefji móðir jörð og allt hennar lífríki á þessum umbreytingartímum, sem við mannkyn erum að ganga í gegn um.

Í átt að nýjum og manneskjulegri þjóðfélögum, með auknu réttlæti, samkennd og raunsærri stjórnun, sem stuðlar einnig að mannfrelsi og friði.

josira

(p.s. búin að vera hér allt of lengi að bagsa við að laga línubil og fl. er hætt og vona að þetta sé læsilegt, þó þétt sé ...) er enn að reyna aðlaga þetta

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

josira
josira

Orðin... Pára með penna á óskrifað blað, orðin um hugann renna. Með suð í eyra ég skrifa það, sem ég fæ að heyra. Hvaðan þau koma veit ég ei, en í höfði mínu óma. Líkt og eilífðin, sem gefur frá sér tóna og um himnasali hljóma.

Lítil síða lítur dagssins ljós... Hér hef ég hugsað mér að skrifa um allt og ekkert ... eða bara það sem mig langar til hverju sinni ... Vertu velkomin(n) kæri ferðalangur... í heimsókn hingað, þar sem þú hefur nú fundið vegaslóðan minn litla, í netheiminum stóra ...

 

Lyngrósin Ljóðin mín

Josiraice youtube ljóð og tónlist

Rósin Eldri heimasíða, sem ég get ekki uppfært lengur, en læt hana fylgja hér með.  (Hún virkar einungis í gegnum Internet Explorer)

Light Bearer -poem - josira 

Guðrún Lilja; mánadísin, mín eldri dóttir og Ljóðin hennar

Nýjustu myndböndin

Movie

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 54
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband