Leita í fréttum mbl.is

Heillandi og leyndardómsfullir fornir menningaheimar ....

Magnað að horfa á þessi myndbönd. Sem sýna og segja frá fornum leyndardómsfullum borgum, sem fundist hafa, ofanjarðar, neðanjarðar og í sjó.

Og vekur upp spurningar um, að mannkynssagan sé í raun ekki alveg eins og hún er sögð (talin) vera.

Gobekli Tepe, eru um það bil 12.000 ára gamlar óútskýranlegar byggingar, sem grafnar voru upp í Tyrklandi.

gobekli-full_35417_600x450

Derinkuyu, er ótrúleg neðanjarðarborg í Tyrklandi þar sem talið er að um 20.000 þús manna hafa búið.

derinkuyu

Yonaguni er talin vera um 8000 - til 10.000 þúsund ára gömul neðansjávarborg, sem fannst við Japansstrendur og er byggð úr gríðarlega stórum steinblokkum, sem minna á pýramita

yonaguni-jima-japan_thumb2 yonaguni-jima-japan_ 

Og hér er fræðandi síða um 10 leyndardómsfyllstu staði jarðarinnar, sem fundist hafa og vitað er um. 

Já það er margt óvænt, áhugavert, sumt óútskýranlegt og eða hulið leyndardómum, sem hægt er að rekast á, þegar er verið vafra um í hinum stóru netheimum.

Og ætíð er gaman að fá að fræðast bæði um gamla og nýja hluti.

josira

(ps. er að lenda í því, að bloggsíðueiningarnar mínar virðast vera stundum með sjálfsstæðan vilja, t.d. er hægri einingin að hverfa úr sínum stað í tíma og ótíma og yfir hinum megin. Kannast einhver við svona síðueiningaflakk ? )


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þessi "neðanjarðarborg" við Japansstrendur eru jarðmyndanir frá náttúrunnar hendi. 

Myndböndin eru með ólíkindum mikil vitleysa og spekúlasjónir um geimverur ofbjóða skynsemi manns. Ég legg til að þú lesir þig til um þetta á jarðbundnari miðlum. Wikipedia er ágætis byrjun. 

Gobekli Tepe er sannarlega merkileur fundur og ef rétt reynist að þessi strúktúr sé frá um 8000 fyrir krist, þá þurfa menn að endurskoða söguna aðeins.  Menn eru þó ekki að segja of mikið enn því enn hafa aðeins 5% af þessu verið grafin upp, svo of snemmt er að segja um hvað þetta er í raun.

Það eina sem þessi fundur staðfestir þá í raun er sú að borgmenning, landbúnaður, listir og vísindi eiga sér um 2-3000 árum lengri sögu en áður var haldið. Sú niðurstaða aftur á móti byggist jú á því sem þegar hefur verið uppgötvað og því er ekki rakið lengra aftur, eðlilega. 

History Channel er þekkt af svona sensationalisma og rakinni þvælu, svo taktu öllu þaðan með svona tonni af salti.

Jón Steinar Ragnarsson, 23.10.2011 kl. 05:11

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

neðansjávarborg við Japansstrendur átti þetta að vera....

Neðanjarðarborgin í Tyrklandi hefur annars fyrir löngu verið skýrð og ekkert dularfullt við hana.  En eins og ég segi...þessi myndbönd eru sorglegur branadari og viðmælendurnir hlægilegir. (geimfarafornleyfafræðingur t.d. grein sem ekki er til)

Jón Steinar Ragnarsson, 23.10.2011 kl. 05:14

3 Smámynd: josira

Já , sæll nafni JSR

kæri Jón Steinar takk fyrir innnlit, kvitt og góðar ath. Tek þær til greina. En þú getur nú rétt ímyndað þér að Þegar svona áhugaverðir staðir, líkt og margra þúsund ára gamlar týndar borgir spretta upp á skjáinn hjá manni sisona, þá er nú stutt í að ævintýra- og indiana jones fílingur grípi mann hérna fyrirvaralaust í netheimum og á augabragði er maður horfin inn í öll þessi undur. Og gleymir að kanna undirstöður sögunnar til fulls, áður en hún er gefin til þess næsta.

Ég get svosum alveg séð fyrir mér líkt og að ef eitthvað af okkar stórkostlegu stuðlabergsmyndunum myndu finnast neðansjávar við strendur landssins, gæti það jafnvel litð út sem risavaxnar steinblokkir (vísir að horfinni borg) haha smá gaman

En að öllu jöfnu þá nota ég Wikipedia mikið og vísa reyndar oft þangað í bloggskrifum mínum mínum, en gleymdi að þessu sinni að staldra þar við.

En það er alltaf gaman að fræðast og stundum fer hugurinn á flug, þar sem eigi er t.d. unnt að útskýra eða staðhæfa um hvað eða hvort séu um mannanna verk að ræða. sbr. það sem er að finna á slóðinni hér fyrir ofan um 10 leyndardómsfyllstu staði jarðarinnar. Þar á meðal er t.d.Tiahuanacu (Bolivia) að finna, sem talin er um 17.000 gömul. Þeir eru nú ekki sammála fræðingarnir um hvernig þessi borg var byggð. Á þeim tíma á ekki að hafa verið kunnátta til þess og jafnvel ekki í dag.

En gera óútskýranlegir eða dularfullir hlutir ekki lífið bara meira spennandi á stundum.

kveðja JSR

josira, 26.10.2011 kl. 11:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

josira
josira

Orðin... Pára með penna á óskrifað blað, orðin um hugann renna. Með suð í eyra ég skrifa það, sem ég fæ að heyra. Hvaðan þau koma veit ég ei, en í höfði mínu óma. Líkt og eilífðin, sem gefur frá sér tóna og um himnasali hljóma.

Lítil síða lítur dagssins ljós... Hér hef ég hugsað mér að skrifa um allt og ekkert ... eða bara það sem mig langar til hverju sinni ... Vertu velkomin(n) kæri ferðalangur... í heimsókn hingað, þar sem þú hefur nú fundið vegaslóðan minn litla, í netheiminum stóra ...

 

Lyngrósin Ljóðin mín

Josiraice youtube ljóð og tónlist

Rósin Eldri heimasíða, sem ég get ekki uppfært lengur, en læt hana fylgja hér með.  (Hún virkar einungis í gegnum Internet Explorer)

Light Bearer -poem - josira 

Guðrún Lilja; mánadísin, mín eldri dóttir og Ljóðin hennar

Nýjustu myndböndin

Movie

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband