Leita í fréttum mbl.is

Allsstaðar er fegurð að finna...

Tók þessa mynd í gær útí garði....

tungl25okt07 067

Vetur, sumar, vor og haust...

Allar árstíðar hafa sinn tíma, sínn tilgang, og sína  fegurð. Það er okkar skynjun og skilningur hverju sinni, hvernig við nýtum og njótum þeirra...

Nú er bara um að gera að klæða sig eftir veðri veturs konungs hér á Íslandinu...

author_icon_11024

Finna vetrarfötin...gera bílinn klárann í vetrartékk með dekkjaskiptum, frostlegi o.fl. ...birgja sig upp af kertum til að kveikja á í skammdeginu, finna hlýju teppinn og passa að nóg sé til af svissmiss kakói. Dusta rykið af bókunum sem átti að vera búið að lesa eða kaupa sér eitthvað nýtt sálarfóður. Gramsa í dótinu sínu og finna eitthvað sem hægt er að nota til föndurgerðar eða kíkja eftir einhverju sniðugu, sem hægt sé að nota sem virkjar hugmyndarflugið, þá sérstaklega fyrir þá sem ekki geta notið útiverunnar...

mislit_kerti

lát ljós þitt skína...

okt07 252

Semsagt gera eitthvað skemmtilegt fyrir hug og hönd... Joyful...

sept.07 271

Ósla snjóinn, fara á snjóþotu, skíði eða skauta, finna gleði barnssins innra með okkur í leik og starfi.

snjobretti_271102

Og ekki gleyma að leggjast í snjóinn og búa til engill með höndunum og njóta þess að horfa til himins og láta sig dreyma... 

snow%20angel

Allt er í eðli sínu hlutlaust, þar til við gefum hlutunum merkingu. Það er undir okkur sjálfum komið hvort við veljum jákvæða eða neikvæða afstöðu hverju sinni...

Frosthiti.

Sem glitrandi gimsteinabreiða
sjá glampa á hrímhvíta fold
slík fegurð frá hafi til heiða
hitar hug, en kælir hold.

josira


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: josira

Takk kæri Valgeir og sömuleiðis eigðu góðan og skemmtilegan dag...

josira, 30.10.2007 kl. 10:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

josira
josira

Orðin... Pára með penna á óskrifað blað, orðin um hugann renna. Með suð í eyra ég skrifa það, sem ég fæ að heyra. Hvaðan þau koma veit ég ei, en í höfði mínu óma. Líkt og eilífðin, sem gefur frá sér tóna og um himnasali hljóma.

Lítil síða lítur dagssins ljós... Hér hef ég hugsað mér að skrifa um allt og ekkert ... eða bara það sem mig langar til hverju sinni ... Vertu velkomin(n) kæri ferðalangur... í heimsókn hingað, þar sem þú hefur nú fundið vegaslóðan minn litla, í netheiminum stóra ...

 

Lyngrósin Ljóðin mín

Josiraice youtube ljóð og tónlist

Rósin Eldri heimasíða, sem ég get ekki uppfært lengur, en læt hana fylgja hér með.  (Hún virkar einungis í gegnum Internet Explorer)

Light Bearer -poem - josira 

Guðrún Lilja; mánadísin, mín eldri dóttir og Ljóðin hennar

Nýjustu myndböndin

Movie

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 122228

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband