Leita í fréttum mbl.is

Orð í draumi...

 

DreamCatcher

Það kemur einstaka sinnum fyrir að eitt eða fleiri orð og stundum jafnvel setningar, óma í höfði mínu eftir svefn eða skjótast í gegnum hugann upp úr þurru. Oft finnst mér þau vera svo út í hött að ég læt þau, sem vind um eyru þjóta eða þá gleymi þeim...

Kannski halda þau áfram ferðalagi sínu um óséðar eða óheyrðar óravíddir og einhver annar fangar þau, sem hefur skilning og vitneskju um þau eða uppgötvar einhverjar leiðbeiningar frá þeim...

En í seinni tíð staldra þau oftar við í minni mínu og þá hef ég párað eitthvað um þau á blað svo úr verða einhverjar hugleiðingar um lífið og tilveruna eða lítið ljóð fæðist...eða pensilinn minn mótar strokur á striga sem eitthvað geyma...

 

Allsstaðar

Ef á öllum sviðum,
allsstaðar
andinn, birtu baðar.


Brátt eyðast þjóða-þjáningar,
og jarðarbúar, sem jafningar.
Jákvætt, í hendur haldast
hér, þroski þúsundfaldast.

                                                                                                                                        

Og stundum vekur áhugi minn löngun hjá mér, til að fara í leiðangur með þessum forvitnilegu orðum, ýmist huglægan eða þá ég nýti mér nútímann og fer á leitarvélarnar í netheiminum fyrir forvitnis sakir og það er oft með ólíkindum hvert þau ferðalög hafa leitt mig ...

 

Nú langar mig að segja frá orði, sem kom til mín einhvern tíma um daginn... Allavega, hefur það verið að trufla mig, svo ég settist við tölvuna áðan og sló það inn...Orðið er... PANGEA...  skrítið orð fannst mér...

 

Þetta var niðurstaðan, sem og mér finnst virkilega áhugaverð, svo ótrúlega margt sem finna má í þessu litla orði, sem vísar á móðir jörð og vekur mann sérstaklega einnig til umhugsunar um samstöðu manna og kvenna um víða veröld í dag til breyttra lífsviðhorfa og eflingu mannúðar og gagnkvæmrar virðingar menningasamfélaga. Og veitir okkur innsýn í ólik samfélög og líf og sögur fólks samtvinnast hvaðanæva úr heiminum í gegnum kvikmyndir og tónlist... 

                                                                                       

salt_pipar

Og minnir mig á setningu, sem eitt sinn ómaði í höfði mínu...sem og ég skrifaði niður...

Mikilvægi mannúðar, er menntun mannkyns...

Endilega kíktu á slóðirnar hér fyrir neðan, ef orðið Pangea hefur vakið áhuga þinn...   

http://en.wikipedia.org/wiki/Pangaea

 

Og hafi verið talað um þenna merka pangea-dag 10 mai í fréttum fór það framhjá mér...

 

http://www.pangeaday.org/takeAction.php

 

http://www.pangeaday.org/

http://travel.latimes.com/daily-deal-blog/?p=1855

 

http://afp.google.com/article/ALeqM5j5JSwQhGlsg6NEmvtbuoyWZqUAkg

storyteller..

 

athyglisverðar kenningar um þróun og vöxt jarðar...

         

Er ég var að vafra um og afla mér upplýsinga um pangea-orðið, flögraði hugur minn allt í einu til mikils manns, sem barðist fyrir réttlæti og lét lífið fyrir baráttu sína...og ég fór að rifja upp mínar barnæsku minningar um hann og það leiddi mig inn á þessar netslóðir;  

 

Þessi magnaði maður var Martin Luther King, Jr. smá uppl. um hann á íslensku; vísindavefurinn  og á ensku; wikipedia og hans frægasta ræða;

“ I Have a Dream”

er ógleymanleg þeim, sem hana hafa heyrt og finnst mér hún í rauninni tímalaus og spannar meiri sannleik en að tilheyra einu landi eða einum kynstofni...og finnst mér hún eiga hér vel við og hvatning enn á ný til; 

framtíðar...friðar...frelsis...réttlætis...mannúðar...hugsjóna...vonar...mannkærleika...til góðs...á öllum sviðum frá öllum hliðum...

Og mér varð einnig hugsað til frelsis- og friðarhöfðingjans Nelson Mandela, sem mun á þessu ári halda uppá 90 ára afmælið sitt,  smá uppl.um Nelson á íslensku; vísindavefurinn og á ensku; wikipedia

Í mörg ár hef ég borið leynda ósk í hjarta, en það er að fá að hitta þennan stórkostlega mann. 

En við eigum reyndar tvo meiriháttar daga saman. Yngri dóttir min er fædd 11 febrúar 1990 á deginum sem hann losnaði úr fangelsisvistinni og annar sonur minn á sama afmælisdag og Mandela þann 18 júli. Ég er fullt af stolti að þau skuli fá að eiga þessa daga með honum..

.

The Ubuntu Experience (Nelson Mandela Interview)

 

Skoðið hvað þetta litla orð getur verið stórt UBUNTU.

Og svona til gamans er afmælisdagur eldri sonar míns 21 september, sem er hinn alþjóðlegi friðardagur... þannig að fæðingardagar þeirra tengjast á einhvern hátt friðar-frelsis og mannúðarmálum.

Mér finnst það meiriháttar...

sæl að sinni Josira.

p.s.

var alveg að gefast upp á þessari færslu. vesen með vistun ...missti allt út ...en þolinmæði vinnur víst þrautir allar. svo nú sendi ég þetta...núna en ekki í gærkveldi þegar ég var að brölta hér..Eflaust kemur textinn eitthvað i belg og biðu ásamt myndunum.. er bara orðið allt of langt síðan ég bloggaði síðast...farin að gleyma aðeins ferlinu...en er allavega komin af stað aftur hér við tölvuna...

  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Sæl Josira mín..mikið er gott að sjá þig hér aftur. Mjög góð færsla hjá þér og flott orðið Pangea. Einu sinni varð svona orð á vegi mínum sem var...Þergos. Mig minnir að einhver hafi sagt mér að það þýddi móteitur og það passaði vel í því samhengi sem það kom.

Kannski ég geri eins og þú og gúggli orðinu..gaman að þessum orðum og hugmyndum sem sveima allt um kring.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 12.5.2008 kl. 17:55

2 Smámynd: Guðný Einarsdóttir

Velkomin aftur,góð lesning hér..Hafðu það gott,kveðja frá Hellu

Guðný Einarsdóttir, 12.5.2008 kl. 17:59

3 Smámynd: josira

hæ elskurnar mínar og takk fyrir innlitið og orðin...

Ég var búin að skrifa og skrifa til ykkar og svo þegar ég ýtti á senda fór allt út úr kú...Arrg..AArg...Svo þá er að bara að byrja aftur...þolinmæði þrautir vinnur allar...ekki satt !!

.. Sendi sumarkveðjur til ykkar austur og norður...og lika ef einhver vill þigga vestur og suður...

Sit hér við gluggann í litla, kósý hreiðrinu mínu og horfi út til hafs og heiða...og

Er á leiðinni út í þennan fallega dag og ætla að njóta samverunnar við hann og sólina í garðtiltekt og afklæðast gigtinni......í leiðinni

já og kæra Katrín þú vaktir auðvitað áhuga minná þínu orði ÞERGOS...

Vitanlega varð ég að fara að forvitnast um það... Datt fyrst í hug eitthvað grískt...En erfiðlega gengur að finna upprunann...en eftir langan tíma og miklar krókaleiðir í netheiminum fann ég fyritæki með þessu nafni og með áhugavert viðhorf til vinnunnar...

Meiriháttar að yfirfæra það yfir á lífið og tilveruna......

Og passar jafnvel við vinnuna þína...

Tergos: ecodesign

Parce-qu'un monde plus vert commence chez-soi.

Because a greener world begins at home.

La meilleure façon de changer le monde est de se transformer soi-même, de transformer ses habitudes, son milieu de vie et son habitat afin de pouvoir y évoluer en harmonie avec ses principes de vie.

The best way to change the world is to transform itself, transforming its habits, living environment and its habitat in order to be able to evolve in harmony with its principles of life.

L'Atelier Tergos s'inscrit dans cette ligne de pensée, bâtissant des exemples concrets d'architecture écologique.

The workshop is part Tergos in this line of thought, building concrete examples of environmental architecture.

Chaque projet est une rencontre. Each project is a meeting. Une rencontre avec les individus, leur style de vie, leurs valeurs.

A meeting with individuals, their lifestyle, their values. Une rencontre avec un site, son potentiel, ses contraintes. 

C'est pourquoi chaque maison est unique et permet de faire un pas - ou plusieurs - dans le mise en valeur et l'application des principes de développement durable en habitation.

A meeting with a site, its potential, its constraints. That is why each home is unique and makes a step - or more - in the development and application of the principles of sustainable development in housing.

Nous croyons fermement que les valeurs du développement durable doivent être à la base de tout projet d'architecture et de construction et de manière encore plus impérative lorsqu'il s'agit de la mise en chantier de nos habitats. La qualité de vie qui découle de l'application des principes de l'architecture verte, se doit, par définition, d'être accessible à l'ensemble de la population.

We firmly believe that the values of sustainable development must be the basis of any proposed architecture and construction, and even more imperative when it comes to the start of our habitats. The quality of life that follows the application of principles of green architecture, must, by definition, be accessible to the general population.

www.tergos.qc.ca www.tergos.qc.ca

Pour nous rejoindre : info@tergos.qc.ca For us: info@tergos.qc.ca

josira, 14.5.2008 kl. 12:38

4 Smámynd: josira

hvað er þetta með færslunar hjá mér...skil ekki hvers vegna allt fer svona í belg og biðu með þessi blessuðu orð mín þrátt fyrir að það eru bil hjá mér á milli setninga...

josira, 14.5.2008 kl. 12:41

5 Smámynd: josira

kæra katrín...´ég var að taka eftir ( hjá mér ) að orðið þitt ÞERGUS er ekki alveg rétt hjá mér...TERGUS...en rímar þó  allavega...okkar íslenska þ er svosum ýmist túlkað sem t eða th...

josira, 14.5.2008 kl. 16:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

josira
josira

Orðin... Pára með penna á óskrifað blað, orðin um hugann renna. Með suð í eyra ég skrifa það, sem ég fæ að heyra. Hvaðan þau koma veit ég ei, en í höfði mínu óma. Líkt og eilífðin, sem gefur frá sér tóna og um himnasali hljóma.

Lítil síða lítur dagssins ljós... Hér hef ég hugsað mér að skrifa um allt og ekkert ... eða bara það sem mig langar til hverju sinni ... Vertu velkomin(n) kæri ferðalangur... í heimsókn hingað, þar sem þú hefur nú fundið vegaslóðan minn litla, í netheiminum stóra ...

 

Lyngrósin Ljóðin mín

Josiraice youtube ljóð og tónlist

Rósin Eldri heimasíða, sem ég get ekki uppfært lengur, en læt hana fylgja hér með.  (Hún virkar einungis í gegnum Internet Explorer)

Light Bearer -poem - josira 

Guðrún Lilja; mánadísin, mín eldri dóttir og Ljóðin hennar

Nýjustu myndböndin

Movie

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 122227

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband