Leita í fréttum mbl.is

Stöndum vörð um loft, láð og lög...

( loft, land og sjó )

lady_pc1

Já alltaf er maður að fræðast...var að lesa...

Viðskiptavildin og Enron-Ísland, grein á dv.is  6. mars 2009.

Sem eykur að ég held skilning og sjón mína á ástandið hér á Íslandi...Mér fannst þetta góð og yfirgripsmikil grein...

Síðan las ég á pressan.is grein, þar sem Paul Rawkins sérfræðingur hjá lánshæfismatsfyrirtækinu Fitch Ratings ( sem gefur okkur lægstu einkunn í fjárfestingaflokki )...varar við slitum við AGS (alþjóða gjaldeyrissjóðinn ) ( alveg rugluð í þessum skammstöfunum, hélt það væri IMF )

og sagði að, ef Ísland myndi ganga burt frá áætluninni á þessu stigi myndi það loka fyrir aðgang að fjárhagsaðstoð utan frá og flækja til muna efnahagsbatann og samskipti landsins við umheiminn. !

Og að hann fengi ómögulega séð hvernig Ísland kæmi til með að koma stöðugleika á gengi krónunnar og afnema gjaldeyrishöft án þess að njóta fjárhagsaðstoðar að utan.“

Bídduuu,,núuu við...

Hagkerfishremmingarnar, MUNUM við yfirstíga þó erfitt verði...

Þá er einkennilegt að þessir háu herrar, sem eru búnir að halda okkur nánast í gíslingu s.l. mánuði með sínum útreikningum og loforði með lán sitt til okkar...

Og að við göngum fyrst frá greiðslu icesave reikningana, sem allir eru ekki á eitt sáttir með að gera, ásamt einu og öðru, sem hangir á spítunni...

Hvernig eru þeir að meta okkur ! Og landið okkar stóra...

Hvað eiga þeir með að gefa lægstu einkunn í fjárfestingaflokki ?

Eru þeir kannski viljandi að halda öðrum frá trausti og trúverðuleika okkar ?

    
ancient_business

Þetta er eitt verðmætasta land í heimi og nýtur algjörrar sérstöðu á svo mörgum sviðum og frá mörgum hliðum og er að auki með magnaðan mannauð, sem hér býr...

Eða eru þeir bara ekki að ásælast landið, byggð ból og auðlindir þess ?

Mér finnst nú frekar að þeir séu hægt og rólega að herða hálsólina, svo vitin lokist og máttleysið yfirbugi þrótt og baráttuvilja...

  

Helping%20Hand
 

Því vinur er vinur í raun og tekur í hönd hins hjálparvana án þess að setja upp einhver óréttlát skilyrði...

Og það sama gerir læknir er hann reynir að bjarga mannslífi...

hand_of_hope
 

Því þegar hinum hjálparvana og þeim sjúka, vex ásmegin, skýrist sjón, vonin vaknar, þróttur eykst, vilji ræður för, batinn eykur bjartsýni, viðhörf bætast, úrræði og úrlausnir munu birtast...

Og allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi, stendur einhversstaðar...

Ég fæ ekki i séð að þessir menn ( stofnanir ) séu að rétta okkur hjálparhönd nema síður sé...

Paul Rawkins sagði að, ef Ísland myndi ganga burt frá áætluninni á þessu stigi myndi það loka fyrir aðgang að fjárhagsaðstoð utan frá og flækja til muna efnahagsbatann og samskipti landsins við umheiminn...

p.s. það er alveg ljóst að blessaður maðurinn þekkir ekki þjóðina litlu, sem er að vakna til vitundar um sjálfa sig á ný og skynjar kannski þarna örlitla dulda ( kúgun-hótun ) sem hún er ekki til í að kaupa öllu lengur...

Ég hef óskað þess frá byrjun að Noregur hefði strax staðið okkur þétt við hlið í upphafi hremmingana og með styrkum höndum hjálpað okkur til að komast upp úr hjólförunum, sem við festumst í þannig að hjólin hefðu farið að snúast í rétta átt, sem allra fyrst...

En ekki bundist með skilyrðum AGS-IMF...

Og með rússalánið...u.h.ummmm...er ekki alveg að treysta hvað liggur það að baki; vinsemd eða dulin eignartaka...

Og þetta með gjaldeyrishöftin...ég skil heldur ekki það reiknisdæmi !

slsection

HALLLÓ...en það skyldi þó ekki vera til aðrar þjóðir sem væru til í að rétta okkur hjálparhönd, með trú og traust á að við munum aftur ná þeim styrk, þor, vilja og getu til að vera þau sem við erum í raun og veru ;

Ísland sem er eitt mesta velferðarríki meðal þjóða, þar sem hin smá, en stórhuga þjóð býr, sem mótast hefur af sambýli mið máttarvöldin og harða lífsbaráttu gegnum aldirnar. Með að veganesti reynslu og þekkingu genginna  kynslóða, sem aldrei létu deigan síga. Og eru meðal upplýstustu og menntuðustu þjóða, miðað við höfðatölu í heimi í dag og standa framarlega á ýmsum sviðum á heimsvísu. Og geta á svo margan hátt verið leiðandi fyrirmynd annara þjóða..

Og að virðingavert væri að vera raunsannur vinur slíkarar þjóðar...

Það hljóta einhverjir að vera þarna úti, sem hafa trú á okkur, án óréttlátra klafa, skulbindinga eða jafnvel lymskulegra yfirráða og hafa vilja og getu til að hjálpa, hjálparinnar vegna...  

Kannski ættum við t.d. að leita til Kína eða Indlands...Væri ekki upplagt að semja um einhver skipti ? Við gætum kennt þeim eitt og annað t.d. í sambandi við jarðboranir og orkumálin...

strandir

Að gefast ekki upp þó á móti blási,

er setning sem við Íslendingar eigum allflestir að kannast við...

Munum, að á Íslandi er allt ef að er gáð...

Stöndum vörð um loft, láð og lög...

Eflum vonina,  Vekjum gleðina,  Virkjum kraftinn…

josira

Ef ég reyni að hreinsa hug minn frá samsæriskenningum um ESB og valdatafli þeirra til að ná yfirráðum landanna og hlunnindum þeirra, þá hvarflar hugur minn til EES...

Það var margt jákvætt sem við fengum með því að ganga þar inn...

 

 

Fylgst með ESB úr stúkusætinu EES, viðtal við Gerhard Sabathil

 

( reyndar gamalt viðtal )

   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

josira
josira

Orðin... Pára með penna á óskrifað blað, orðin um hugann renna. Með suð í eyra ég skrifa það, sem ég fæ að heyra. Hvaðan þau koma veit ég ei, en í höfði mínu óma. Líkt og eilífðin, sem gefur frá sér tóna og um himnasali hljóma.

Lítil síða lítur dagssins ljós... Hér hef ég hugsað mér að skrifa um allt og ekkert ... eða bara það sem mig langar til hverju sinni ... Vertu velkomin(n) kæri ferðalangur... í heimsókn hingað, þar sem þú hefur nú fundið vegaslóðan minn litla, í netheiminum stóra ...

 

Lyngrósin Ljóðin mín

Josiraice youtube ljóð og tónlist

Rósin Eldri heimasíða, sem ég get ekki uppfært lengur, en læt hana fylgja hér með.  (Hún virkar einungis í gegnum Internet Explorer)

Light Bearer -poem - josira 

Guðrún Lilja; mánadísin, mín eldri dóttir og Ljóðin hennar

Nýjustu myndböndin

Movie

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 122223

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband