Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2010

Allt er gott sem endar vel ... Kúm bjargað úr haughúsi

 

Hjálpar-og björgunarsveitirnar okkar hugum djörfu, eru ætíð tilbúnir hvar og hvenær sem er um land allt, sé hjálpar þörf. Og skiptir þá ekki máli hvort sé um menn eða skepnur um að ráða.

Ég get svo sannarlega sett mig í spor blessaðra kúnna, sem sátu fastar þarna, því einu sinni  hlunkaðist ég niður um flórhlera niður í haughús í fjósi og það var afar óþægileg lífsreynsla, svo ekki sé meira sagt. En ég komst nú af sjálfsdáðum út um fjóshaugargatið eftir mikið puð og andþrengsli. Og var lánsöm líkt og kýrnar, að nýbúið var að moka að hluta til úr haughúsinu og fagnaði ég frelsinu er komst ég út.

cow-dolphin

Björgunarsveitarmenn frá Blönduósi og Hvammstanga voru kallaðir til í gær þegar þrjár kýr á bænum Litlu-Ásgeirsá í Víðidal lentu ofan í haughúsi. Hausinn á kúnum stóð einn upp úr haugnum að sögn Sigtryggs Sigurvaldasonar bónda. Björgunarmenn urðu haugskítugir við björgunina - í orðsins fyllstu merkingu.

„Það var bara rétt hausinn uppúr,“ sagði Sigurgeir um aðkomuna að kúnum. „Þær gátu lítið hreyft sig í þessu.“ Hann sagði að draga hafi þurft kýrnar á spili eftir endilöngu haughúsinu, um 15 metra vegalengd, að gati á húsinu.

 

josira

 

 


mbl.is Kúm bjargað úr haughúsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Betri byggð um land allt - Landsbyggðin lifi ...

island 

Má til með að benda á þessa áhugaverðu vefsíðu um störf og hugsjónir manna landshornanna á milli.

 " Meginmarkmið og framtíðarsýn Landsbyggðin lifi er að stuðla að myndun samstöðuhópa, þ.e. framfara-, velferðar- eða þróunarfélaga, helst í hverju sveitarfélagi landsins, og jafnframt að miðla og dreifa upplýsingum og mynda góð tengsl þeirra á milli þeim til uppörvunar og leiðbeiningar og góðum málum til framdráttar.

Landsbyggðin lifi - LBL, er hreyfing fólks á Íslandi sem vill örva og efla byggð um land allt.

Áhersla er lögð á að tengja fólk saman og hjálpast að við að mynda sterk heildarsamtök, samstarfsvettvang fyrir einstaklinga og hvers konar óháð áhugamannafélög sem hafa það á stefnuskrá sinni að styrkja og efla heimabyggð sína og stuðla þannig að samstiga þróun byggðamála um land allt bæði efnahags- og menningarlega "

josira

 


Úr búið til úr ösku úr eldgosinu í Eyjafjallajökli – Tugmilljóna króna virði

" Úr þetta er auðvitað einstakt í sinni röð, því að ekki verða smíðuð fleiri en þetta eina, og hefur ekki enn verið settur verðmiði á það – en það þarf enginn að efast um að það verður dýrt. Þegar Romain  Gerome lék þennan leik áður og notaði þá málm úr hinu sokkna skemmtiferðaskipi Títanik í eitt einasta úr var það selt á sem svarar 65 milljónum íslenskra króna.

Talsmaður úrframleiðandans telur að úrið með gosöskunni úr Eyjafjallajökli muni vekja athygli sömuleiðis."

Frétt þessa fann ég á Pressunni; Hratt flýgur stund  

Ekki datt mér nú í hug, þessi úr-vinnsla, þó eitthvað listrænt gildi gosöskunnar hafði leitað á mig...

Eru gosefnin kannski til góða og nytsöm til listmunagerðar;

http://josira.blog.is/blog/josira/entry/1046735/

 

josira


Eliza Geirsdottir Newman: Eyjafjallajokull ... alveg eldsnjallt lag ...

 

 

Hér má sjá og heyra stutta útgáfu af óvæntu, en væntanlegu lengra útgefnu lagi sönggyðjunnar Elízu, sem nú minnir heiminn á sig, samhliða náttúru Íslands, með þessu eldsnjalla lagi, Eyjafjallajökull ;

 

josira

 


Haförn - ernir og tákn þeirra ... er verið að færa okkur skilaboð ! ...

 

“Örninn táknar andlega vernd, flytur bænir, og færir styrk, hugrekki, visku, lýsingu í anda, lækningu, sköpun og þekkingu á leyndardóma “ 

(The Eagle represents spiritual protection, carries prayers, and brings strength, courage, wisdom, illumination of spirit, healing, creation, and a knowledge of magic. The eagle has an ability to see hidden spiritual truths, rising above the material to see the spiritual. The eagle represents great power and balance, dignity with grace, a connection with higher truths, intuition and a creative spirit grace achieved through knowledge and hard work.) 

Eru þeir ekki að hjálpa okkur að takast á við þær breytingar, sem eru að gerast í þjóðarvitundunni og lýsa okkur leiðina til hins nýja Íslands, að því þjóðfélagi, sem við viljum skapa og búa í. Táknmynd þeirra er slík.

Er einnig að hugsa nú hvort þeir séu að koma með einhverja vernd norður, sem þörf er fyrir.

Því til Ólafsfjarðar kom í heimsókn ungur Haförn í morgun; 

Þá kom hann fljúgandi inn yfir bæinn og settist síðan á flugvöllinn - rétt framan við vinnubúðirnar við munna Héðinsfjarðarganganna “ sagði Gísli Kristinsson.

Einnig sást til Hafarnar í Skagafirði og nágrenni nú um miðja mánuðin.

Ég er þess fullviss að læra má margt af veru þeirra hér og hef ég áður skrifað þessa mögnuðu fugla og hvaða orku, styrk eða lærdóm þeir færa okkur ... Haförn í Hvalfjarðarsveit 5 nóvember... ásamt öðrum fuglum ;

skjaldarmerki

Munum að hann telst einn af landsvættunum okkar ... 

Og í sambandi við fugls-landvættinn okkar ... Er Gammurinn ekki einnig sam - táknberi; fyrir Örn ... Griffin ...  og  Fönix.... ! sem og fyrir finnast í hinum ýmsu menningarsamfélögum um allan heim.

1241166504

Ríki Seifs og guðanna var á Ólympsfjalli, hæsta tindi Grikklands. Seifur var talin almáttugur og alsjáandi. Seifur var giftur gyðjunni Heru og tákn hans var Örn og þrumufleygur.

Hliðstæða Júpíters í norrænni goðafræði er þrumuguðinn Þór og í mörgum tungumálum er fimmtudagur dagur Þórs, samanber Torsdag í dönsku og Thursday í ensku.

Og hér má til gamans fylgjast með vefmyndavél við arnarhreiðrið í ónefndum breiðfirskum hólma, sem þau Bergsveinn G. Reynisson og Signý M. Jónsdóttir á Gróustöðum í Reykhólahreppi standa að (Arnarsetur Íslands)

Tökum á móti með þakklæti í hug og hjarta veru þeirra hér, skilaboð og vernd.

josira

 


mbl.is Haförn á flugi í Ólafsfirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hera heilla mun heiminn - Je Ne Sais Quoi - eflist á eldgosamyndbandi ...

 

Hera Björk - Je Ne Sais Quoi (Volcano Version) Eurovision 2010 Iceland

Örugglega sú eina, sem fær lifandi náttúruöflin til liðs við sig, í bakgrunn á eldfimu myndbandi fyrir Eurovision 2010 ... Þarna skína tvær Dívur dásamlega saman ...

josira


2010 ... Almúganum má blæða á meðan bankar og stofnanir græða ...

too_bad_so_sad_tshirt-p235325576082829783q08p_400 easily-debt-pay-off-bills-200X200

Er andvaka og ...

get ekki orða bundist, mér svíður í hjartanu, hve einföldum augum ég hef litið á ástandið í þjóðfélaginu ...  

Þegar svo margar fjölskyldur, öryrkjar og ellilífeyrisþegar geta vart haldið út hvern mánuð, að eiga til hnífs og skeiðar, ásamt því að reyna að borga þær föstu greiðslur sem inna þarf af hendi ... s.br. húsnæði, rafmagn, hiti, sími, sjónvarp, tryggingar og s.fr.

leabul1e

Og hve virkilega er orðið óþolandi hve hægt hlutirnir gerast hjá blessaðri ríkisstjórninni við að bæta ástandið fyrir okkur þegnana. Bara barrlómur, “ erfitt um vik, lítill sem enginn peningur og blablabla ... og á þingiðv antar meiri samstöðu flokka og manna á milli, með úrlausn mála.

leabul1e

left-brain-right-brain

leabul1e

Ég hef nú verið að vafra aðeins um netið og skoða, spá og spegluera ...

leabul1e

Og að ég, sem hélt að þjóðfélagið lægi þvílíkt á hliðinni ...

leabul1e

ja hérna, nei ekki aldeilis virðist það vera, allavega ekki hjá hinum ýmsu bönkum og stofnunum, sem eru svo samtvinnuð hinu daglega lífi okkar landsmanna ...

leabul1e

Kannski væri ráð að fá eitthvað af þessu fólki, sem kann að nota jákvæða orku peningana, til að halda um fjármálatauma ríkistjórnarinnar til að rétta halla ríkissins af og læra þá af þeim hvernig hlutirnir gerast í fjármálaheiminum.

leabul1e

Eða fá eitthvað af pening frá þessum bönkum og stofnunum til að styrkja atvinnumálin og reyna að koma þeim hjólunum af stað. Þá fara öll hin tannhjólin að snúast og vænkast þá hagur margra þjóðfélagsþegna. (lottó vinningurinn í dag er hjá þeim er halda vinnu). 

leabul1e

Samt finnst mér ekki einleikið með allan þennan pening sem er í umferð, en er lítt sjáanlegur.

Eru maðkar enn að svamla í mysunni. ?

leabul1e

Eru þessir peningar til ?

Hvaðan komu þeir ?

Hvað er verið að gera við alla þessa peninga ?

Er verið að láta þá hlaða á sig vöxtum ?

Eða er þetta enn, allt leikur að tölum, sem eru frambærilegar á hvítu blaði ?

moneypensiondrawou2 

collapse-of-iceland-in-10-easy-steps1

Ég reyni nú að vera með jákvæðar hugsanir og að heiðarleiki í fjármálum og gegnsæi, séu orðin raunveruleg, bæði í orði og á borði. Og ætla að trúa því að unnt væri, að fá aðgang að einhverju af þessu fjármagni - til að koma pening út í þjóðfélagið.

Gætum við þá ekki frekar tekið að láni peninga hér á landinu hjá þessum bönkum og stofnunum, en ekki hjá AGS. Það hlýtur að vera hagstæðara fyrir okkur öll. Hér má finna litla samantekt á þeim slóðum sem ég rataði inn á; 

2010 - Hagnaður einhverra banka og stofnana s.l. mánaða. Hér er ekki verið að tala um einhverjar milljónir...heldur milljarða...

bigstockphoto_heavy_question_thoughts_2558783

Peningamagn í umferð aldrei meira en um síðustu áramót  

Eignir verðbréfa og fjárfestingasjóða hækkuðu um 11,6 milljarða í mars  

Staða Seðlabankans ..." Heildareignastaða bankans lækkaði lítillega á árinu, en stendur þó enn í tæplega 1.200 milljörðum króna líkt og í árslok 2008. Í árslok 2009 námu erlendar eignir bankans um 41% af heildareignum. Í lok ársins á undan námu erlendar eignir bankans 47% af heildareignum."

Hvaða eignir á Seðlabankinn erlendis ?

Eru það alls skonar fjármögnunar- verðbréf eða húseignir ?

Innstæður ríkissjóðs hjá Seðlabankanum 446 milljarða kr ( þarna koma erlend lán við sögu)

(Á árinu 2008 varð hins vegar tæplega 184 milljarða króna tap á rekstri bankans fyrir endurheimtur frá ríkissjóði sem endurreistu eigið fé bankans. Þær endurheimtur námu 175 milljörðum króna).

leabul1e

(Eitthvað fór þetta nú fram hjá mér á sínum tíma .... Var Seðlabankinn sjálfur, eign ríkissins að fara á hausinn 2008. Hvernig gat hann tapað 184 milljörðum ? Í hvað fór þessi peningur ?)

money-main_Full 

Bankar; 

14,3 milljarða hagnaður Landsbanka 

Hagnaður Glitnis 38,2 milljarðar króna  

Finn ekkert um Arion banka, nema gamalt; ( Og hverjir eiga svo hann nú aftur ?)  

Afkoma Nýja Kaupþings banka (nú Arion banka) frá 22. október til ársloka 2008 Hagnaður eftir skatta 4,8 milljarða króna 

Sparisjóðir í sjöunda himni 2007 

(Efnahagsreikningar stærstu sparisjóðanna héldu áfram að tútna út á síðasta ári eins og árin á undan. Við lok síðasta árs stóðu eignir í 391 milljarði króna og höfðu vaxið um 120 milljarða á árinu eða um 45 prósent). Veit ekki alveg söguna á bakvið breytinga hjá Sparisjóðunum.

Hagnaður Íslandssjóða 

leabul1e

Í lok desember 2009 voru 16 sjóðir í rekstri hjá félaginu og nam hrein eign þeirra 89,7 milljörðum króna. Tveir sjóðir sem eru skráðir í Lúxemborg eru í stýringu félagsins og nam hrein eign þeirra 20,4 milljörðum króna í árslok 2009.

(Hafði ekkert heyrt um þessa sjóði fyrr en ég rakst á þá áðan -sýnir hvað maður fylgist lítið með þessum fjármálaheimi)

Tryggingarfélög;

Hagnaður TM 2,9 milljarðar króna 

1,2 milljarða hagnaður VÍS 

Peningarnir dansa fyrir framan augu mín, nú er ég hætt ... Kollurinn á mér meðtekur ekki allar þessar spurnigar, sem flögra um huga minn.

Og ég einfeldningurinn, sem hélt að lítill sem enginn peningur væri nú til á Litla-Stóra Íslandinu.

Gömul færsla síðan 2007 hjá mér; Eiga bankar og stofnanir-félög orðið landann ..?

leabul1e 

Nóg í bili. Þetta er svakalegt þegar manni hitnar svona í hamsi og finnur fyrir löngun að tjá sig um svo margt, fær hálfgerða ritræpu, svo að varla verður vært fyrir manni ...

leabul1e 

Nú held ég að mín sé farin í bloggfrí ...

leabul1e 

edmund_dulac_princess_and_pea

leabul1e 

josira

leabul1e

(p.s. læt þetta fara svona núna, þó eitthvað sé í belg og biðu í þessum blessuðu línubilum hér. Búin að reyna mitt besta, set lítið lauf til að reyna að skifta línubilunum...(arrg...)


Sammála að þurfi rannsókn á þessu mikla falli Sparisjóðanna ...

logo_islandi 

En eflaust verður erfitt um vik, að finna einhverja sem ekki tengjast þessum bönkum, Sparisjóðirnir voru um allt land. Og fljótt að myndast alls skonar krosstengsl og hugsanlega eitthvað meira.

Kannski þarf ótengda rannsóknarnefnd erlendis frá, ef hún skyldi nú myndi finnast.

Og alveg er synd hvernig þessir blómlegu bankar virðast hafa farið í súginn;

Sparisjóðirnir í sjöunda himni 2007 

(Efnahagsreikningar stærstu sparisjóðanna héldu áfram að tútna út á síðasta ári eins og árin á undan. Við lok síðasta árs stóðu eignir í 391 milljarði króna og höfðu vaxið um 120 milljarða á árinu eða um 45 prósent)

Skjótt skipast veður í lofti.

 

josira

 


mbl.is Vilja rannsókn á sparisjóðunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Var forsetinn ekki bara að segja sannleikann ...

Og heldur finnst mér tekið djúft tekið á lýsingarorðum morgunblaðsmanna í inngangi greinarinnar um ummæli Ólafs.

" Forsetinn var háfleygur í orðavali að vanda "

(átti þetta að vera frekar last en lof ...eða hvað)

Hálf fáránlegt er einnig að halda því fram að þessi orð Ólafs forseta kunni að hafa kostað þjóðarbúið milljarða króna.

Varðandi þessa viðvörun forsetans, sé ég ekki betur en þetta séu lýsingar á því, sem við Íslendingar erum að heyra þessa dagana, sem og aðra frá vísindamönnum. Og þarf ekkert að fela það. Gott er að geta verið viðbúin(n) því sem þarf að takast á við hverju sinni.

Og höfum við nú Íslendingar reyndar alist upp við frá fornu fari að lifa í nágvígi náttúrunnar hér í blíðu og stríðu.

National_Park_Skaftafell

Og síðustu árin meðal annars fengið að heyra að hugsanlegt Kötlugos gæti fylgt á eftir eldgosi í Eyjafjallajökli. (sem ekkert er víst að hún fylgi endilega eftir) Hún hefur bara sína hentisemi á því. Við búum í okkar sérstaka landi elds, íss og vatns. Þannig er nú það. Kæmi mér ekkert á óvart þó annars staðar, þyrfti landsins orka að losa sig á undan.

Munurinn nú og áður fyrr er að tækni og vísindi nútímans geta séð á nokkuð öruggan máta, sé eitthvað í uppsiglingu með jarðskjálfta, eldgos eða ofan-flóð eða hlaup í ám eða jöklum.

Þar að auki eru mælitæki og myndavélar á helstu stöðum, þar sem sjást og finnast hin ýmsu merki um hvað sé í gangi hverju sinni hjá náttúruöflunum okkar. Það eitt eru breyttir tímar.

current27 

Og við skulum fylgjast bara með í rólegheitum hvað gerist með hækkandi sól og vita hvort ferðamannastraumurinn muni ekki liggja hingað sem endranær. Spurning hvort við þurfum ekki að koma sem flestum skemmtiferðaskipum hingað og helst stefna að því að eignast sjálf 1-2 eða taka á leigu með einhverjum fjárfestum. Þeir ku finnast bæði hér á landi og erlendis.

guitar-boat3

Og hvað varðar ferðalangana, sem hingað munu koma er gott fyrir þá að kynna sér sögu landssins og vita að heimsóknin er enn eftirtektarverðari fyrir það eitt, að hér er lifandi land, sem er enn í vexti og mótun.

20090630103644_gullfoss&geysir-27june_27062009_0089

josira

 


mbl.is Dýrkeypt yfirlýsing forsetans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er ekki hægt að nýta öskuna t.d. til listmunagerðar !

Gott að heyra að hreinsunarstarf undir Fjöllunum skuli vera með miklum krafti heimamanna og hjálpenda víðsvegar að ... og að bændur bugast ei ... því viljinn knýr vængi vonarinnar ... 

Vísa hér á hugmyndir í kolli konu, um hugsanlega nýtingu gosefnanna, sem legið hafa sem leirteppi yfir sveitinni fallegu undir Eyjafjöllum...

eldri bloggfærsla mín;    Eru gosefnin kannski til góða ...

josira 
mbl.is Moka ösku á sturtuvagna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Höfundur

josira
josira

Orðin... Pára með penna á óskrifað blað, orðin um hugann renna. Með suð í eyra ég skrifa það, sem ég fæ að heyra. Hvaðan þau koma veit ég ei, en í höfði mínu óma. Líkt og eilífðin, sem gefur frá sér tóna og um himnasali hljóma.

Lítil síða lítur dagssins ljós... Hér hef ég hugsað mér að skrifa um allt og ekkert ... eða bara það sem mig langar til hverju sinni ... Vertu velkomin(n) kæri ferðalangur... í heimsókn hingað, þar sem þú hefur nú fundið vegaslóðan minn litla, í netheiminum stóra ...

 

Lyngrósin Ljóðin mín

Josiraice youtube ljóð og tónlist

Rósin Eldri heimasíða, sem ég get ekki uppfært lengur, en læt hana fylgja hér með.  (Hún virkar einungis í gegnum Internet Explorer)

Light Bearer -poem - josira 

Guðrún Lilja; mánadísin, mín eldri dóttir og Ljóðin hennar

Nýjustu myndböndin

Movie

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband