Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2012

Sérstök og seiðandi er röddin hans Dalai Lama ...

Eiginlega er ekki hægt, að útskýra með orðum, hljóminn í orðunum og rödd hans. Og eitthvað einstakt er að loka augunum og hlusta hljómana óma. Líkt og þeir umvefji hverja frumu í líkamanum ... Að einhver samsvörun verði í sál manns ... sem erfitt er að útskýra.


" Þetta er græðandi og nærandi mantra – kjarninn í Veda. Sá græðandi kraftur sem þessi mantra vekur berst í bylgjum frá líkamanum til hugans og til sálarinnar. Hún styrkir mátt vilja, þekkingar og athafnar, losar um flæði eldmóðs, ...hugrekkis og einbeitni. Straumur þessarar möntru vekur græðandi öfl hið innra og laðar jafnframt að græðandi krafta náttúrunnar og skapar umhverfi þar sem kraftar beggja stefna saman. Þessi mantra er ómetanlegt hjálpargagn fyrir græðara og kennara. Hún tengir okkur við græðarann innra með okkur og auðveldar okkur að ná fullri næringu úr mat. "  (fengið af síðu Leifs)
Maha Mrityunjaya - mantran - Dalai Lama kyrjar forna möntru úr Rig Veda.
Eldri skrif mín um heimsókn Dalai Lama til Íslands.
josira

Hugarþankar,

að mér sækja ...

  

HeilraediHonnu2

HeilraediHonnu3

Heilræði Hönnu8

lifsvegurinn-josira


Ómar Ragnarsson og kínamúrarnir á Íslandi ...

en hann uppgötvaði þessa áhugaverðu hleðsluveggi, sem víða liggja um landið, sem og er verið að rannsaka af fornleifafræðingum.

Forvitnilegt verður að fylgjast með hvort saga þessa fornu veggja verður einhvern tíma upplýst. Ég hafði aldrei heyrt um þessa merkilegu veggi fyrr en nú og er ég viss um að það á einnig við marga.

„ Fornleifafræðingar rannsaka nú fornar íslenskar garðhleðslur en þær voru mörg hundruð kílómetrar að lengd, að meðaltali 150 sentimetra háar og allt að fimm metra breiðar. Kínamúrar Íslands hafa þær verið kallaðar en fæstir átta sig á þeim.

Þegar flogið er yfir Ísland má sjá skemmtileg mynstur á nokkrum stöðum. Mynstur sem forfeðurnir bera ábyrgð á og minna oft á völundarhús. Hvað eru þessi mynstur í raun og veru og hver var tilgangur þeirra?

Það var í raun Ómar Ragnarsson, sjónvarpsmaður sem vakti fyrstur athygli á rannsókn þessara garða í Stikluþætti en hann tók viðtal við einn rannsakanda, auk þess sem hann tók myndir af görðunum úr lofti. Ómar gaf görðunum nafnið Kínamúrar slands og hafa rannsakendur gjarnan notað það nafn.

T.d eru garðhleðslurnar í S-Þingeyjasýslu eru samtals um 400 kílómetra langar." (fengið af síðu Pressunar) http://www.pressan.is/Frettir/Lesafrett/kinamurar-islands-rannsaka-morg-hundrud-kilometra-langa-allt-ad-150-sm-haa-og-5-metra-breida-garda?Pressandate=200904251%2525252527%2525252bor%2525252b1%252525253d%2525252540%2525252540version%252525252fleggjumst-oll-a-eitt

ImageHandlerCA3SKLWY

ImageHandlerCAB1JMN0

Óhætt er að segja að mörg eru þau leyndarmálin, sem leynast í náttúru þessa dásamlega lands, sem við búum í. Og vafalaust verður Ómars Ragnarssonar, sérstakalega minnst síðar meir í sögunni, fyrir framtak hans og einstaka sýn, sem hannn veitir okkur hlutdeild í úr gluggum Frúarinnar, ásamt merku mannfólki og sögu staða á jörðu niðri og vakningu hans um að standa vörð um verndun náttúru landssins í gegn um áratugina.

Iceland wall by lady Jpg

Skemmtilega hlaðinn veggur, eftir handlagna konu, sem ég veit ekki nein deili á eða hvar veggurinn er staðsettur, en setti þessa mynd inn til gamans (fann á netinu) Gaman væri ef einhver gæti komið með nánari upplýsingar um þennan vegg og listakonuna, sem byggði hann.

josira

p.s. enn gengur ekki að setja slóðir inn hér...


Margir merkir veðurdagar í marsmánuði ...

Jeppaferd_da_ko

Vorjafndægur og einmánuður hafinn; http://ruv.is/frett/vorjafndaegur-og-einmanudur-hafinn

og vonandi fer nú að styttast í vorið okkar fallega, sem við bíðum orðið óþreyjufull eftir þennan erfiða vetur veðurfarslega um land allt, þó skaplegastur hafi hann einna verið, má segja hér á stór-Reykjavíkursvæðinu.

Eitthvað varð mér hugsað til skrifa minna í desember s.l. og fór að glugga í færslu hjá mér, síðan í lok desember s.l. Draumur fyrir fannfergi ? ,en þar koma t.d. fyrir margar hvítar kindur og hafði ég meðal annars nefnt Gvendardag, sem er 16 mars og ákvað nú að skoða ýmsa aðra daga í marsmánuði á netinu í framhaldi af drauma-hugleiðingunum mínum. (vissi eiginlega lítið, sem ekkert um alla þessa merkilegu marsdaga, sem ratað hafa nú hingað inn, eftir krókaleiðum netheimana.)

Og marga áhugaverða daga er að finna í þessum mánuði, sem á einn og annan hátt tengjast veðri.

Þá var talið vita á gott vor ef veður var vont á Gvendardag og Geirþrúðardag, sem eru 16 og 17 mars ár hvert.

17.mars er Geirþrúðardagur. Í sögu daganna eftir Árna Björnsson segir svo frá þessum degi: „Geirþrúður þessi var abbadís í Nivelles í Belgíu á 7.öld. Hennar sést naumast getið hérlendis nema þá helst á Suðurlandi í sambandi við veðurfar. Sennilega er það vegna nálægðar við Gvendardag.

Langflestir bjuggust við að veðrabrigði yrðu til hins verra og margir að það yrðu hörðustu dagar vetrarins. Töldu sumir jafnvel ills vita ef svo var ekki.

Og mikið kuldakast gekk einmitt yfir landið á þessum tíma nú. (væntanlega þá jákvætt fyrir vorkomuna)

Spáir 15 stiga frosti; http://mbl.is/frettir/innlent/2012/03/17/spair_15_stiga_frosti/

20 stiga frost við Mývatn; http://mbl.is/frettir/innlent/2012/03/18/20_stiga_frost_vid_myvatn/

Vara við versnandi veðri; http://mbl.is/frettir/innlent/2012/03/18/vara_vid_versnandi_vedri/

 

25jan2012_13   25jan2012 005

19. mars Góuþræll

Síðasti dagur góu kallast góuþræll en einmánuður hefst þann 20. mars og er hann síðasti mánuður vetrar. Sagt er að votur einmánuður boði gott vor. Í gamla daga gat þessi síðasti dagur vetrar verið fólki erfiður. Ef til vill var matur af skornum skammti og lítið hey handa búfénaði. Eftirfarandi vísa um mánuðina er úr Rangárvallasýslu og er eignuð álfkonu:

Langi Þorri leiðist mér
lata Góa á eftir fer.
Einmánuður yngstur er,
hann mun verða þyngstur þér.

20. mars Vorjafndægur
Þennan dag eru þrír mánuðir liðnir frá vetrarsólstöðum og þrír mánuðir í sumarsólstöður. Segja má að dagur og nótt séu jafnlöng en upp frá þessum degi fer birtan að hafa yfirhöndina.

22. mars Nýtt tungl (páskatungl)
Þegar tunglið er á milli jarðar og sólar snýr næturhlið þess að okkur og þá er talað um nýtt tungl. Nýtt tungl rís með sólinni við sólarupprás en sest við sólsetur. Nýtt tungl sést þar af leiðandi ekki á himninum. Hér má lesa fróðlegar upplýsingar um tunglið.

(fengið af síðu námsgagnastofnunar) http://www.nams.is/i-dagsins-onn/pistill/?NewsID=ba931fa9-3105-4600-86a4-45f9dc37834f

Ýmsar aðrar slóðir ... (get ekki tengt þær frekar, en hinar fyrri)

Á vísindavefnum; http://visindavefur.hi.is/svar.php?id=1132 má til gamans lesa um mánaðanöfnin, sem notuð voru samkvæmt gamla íslenska tímatalinu og tímabil, sem þau náðu yfir.

dagatal

 Vel viðrar á yngismannadegi; http://www.mbl.is/frettir/innlent/2012/03/20/vel_vidrar_a_yngismannadegi/

Vorjafndægur. Kveikt verður á Friðarsúlunni í viku;

http://mbl.is/frettir/innlent/2012/03/20/fridarsulan_kveikt_a_vorjafndaegri/

fridarsula---nordurljos-vef

Lóan að kveða burt snjóinn - mikill hiti um helgina; http://visir.is/loan-ad-kveda-burt-snjoinn---mikill-hiti-um-helgina/article/2012120329947

loan-elg

Vorið á leiðinni: Von á 15 til 16 stiga hita; http://www.dv.is/frettir/2012/3/19/vorid-leidinni-von-15-til-16-stiga-hita/

Vor- og páskahret á Íslandi - yfirlit 1846 til 2009; http://www.vedur.is/vedur/frodleikur/greinar/nr/1849

Árni Björnsson. 1993. Saga daganna; http://landogsaga.is/section.php?id=2684&id_art=2710

Nú er að bíða og sjá til hvernig veðrið kemur til með að vera á komandi vikum. Og hvort eða hvað af þessari eldri visku dagana gangi eftir ...

 

josira

p.s. mikið búið að reyna á mitt þolgægi í allt of langan tíma hér að sinni, hef ekki tölu á hve mörgum sinnum ég er búin að byrja uppá nýtt. Bloggumhverfið er ekkert að virka. Margbúin að reyna að stilla hér aftur á bak og áfram, bæði með myndir, stafastærð og að tengja slóðir, en ekkert gengur. (arrgg) ... kannski er komin tími á bloggpásu ...


Magnað myndbandið með Grétu og Jónsa ... Never forget ... ég fékk gæsahúð

imagesCA3GEXCS

Framlag Íslands í Eurovision-keppninni 2012 með Gretu Salóme og Jónsa. Myndbandið er framleitt af Sagafilm í leikstjórn Hannesar Þórs og var frumsýnt hjá Vodafone 19. mars 2012 og á Vodafone.is

og hér er að sjá og heyra íslensku útgáfuna;

Erfitt er að gera upp á milli enska og íslenska textans, finnst mér.

Fleiri munu nú, að sjálfsögðu skilja ensku útgáfuna, en þá íslensku. 

En íslenskan hefur þó ætíð sína sérstöðu, þetta sterka og sérstaka mál.

Og fiðlutónarnir fylla lagið einstakri fegurð.

  

Mundu eftir mér

Syngur hljótt í húminu
Harmaljóð í svartnættinu
Í draumalandi dvelur sá
Sem hjarta hennar á

Hann mænir út í myrkrið svart
Man þá tíð er allt var bjart
Er hún horfir mat það satt
Að ástin sigri allt

Og seinna þegar sólin vaknar, sameinast á ný
Þær sálir tvær sem áður skildu, ástin veldur því

Mundu eftir mér þegar morgun er hér
Þegar myrkrið loks á enda er
Við verðum eitt og því ekkert fær breytt
Og ég trúi því að dagur renni á ný

Minnist þess við mánaskin
Mættust þau í síðasta sinn
Hann geymir hana dag og nótt
Að hún komi til hans skjótt

Og seinna þegar sólin vaknar, sameinast á ný
Þær sálir tvær sem áður skildu, ástin veldur því

Mundu eftir mér þegar morgun er hér
Þegar myrkrið loks á enda er
Við verðum eitt og því ekkert fær breytt
Og ég trúi því að dagur renni á ný

Mundu eftir mér þegar morgun er hér
Þegar myrkrið loks á enda er
Við verðum eitt og því ekkert fær breytt
Og ég trúi því að dagur renni á ný

Því ég trúi því að dagur renni á ný
Já ég trúi því að dagur renni á ný

og enska þýðingin;

  

Never forget

She sings softly in the dark
A poem of sorrow in the black of night
In the land of dreams dwells the one
Who owns her heart

He stares into the dark night
He remembers the time when all was bright
Is she gone, was it true
That love conquers all?

And later, when the sun awakens, they reunite
Those two souls that once were parted, thanks to love

Remember me when the morning comes
When the darkness is finally gone
We will be one and nothing will change that
And I believe the day will rise again

She remembers when, under moonlight
They met for the last time
He dreams of her day and night
That she will come back to him soon

And later, when the sun awakens, they reunite
Those two souls that once were parted, thanks to love

Remember me when the morning comes
When the darkness is finally gone
We will be one and nothing will change that
And I believe the day will rise again

Remember me when the morning comes
When the darkness is finally gone
We will be one and nothing will change that
And I believe the day will rise again

Because I believe the day will rise again
Yes, I believe the day will rise again

josira


mbl.is Lagið heitir Never Forget
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tímabært að skoða og breyta þessari blessaðri neysluvísitölu ...

og vægi þeirra hluta, sem teknir eru inn í reiknisdæmi hennar. Sem stýra og stjórna lífsafkomu og kaupmætti þjóðarinnar hverju sinni, frá degi til dags.

Það gengur ekki öllu lengur að láta allar þessar tölur og aðra hagfræðilega útrekninga ráða för. Eða er þetta kerfi (system) allt svona háalvarlega heilagt !

hagstofa_islands_logo

Spurningar og svör um vísitölu neysluverðs (Hagstofa Íslands)

Samrænd vísitala neysluverðs (Hagstofa Íslands)

Hvað er vísitala ? (Vísindavefurinn) http://visindavefur.hi.is/svar.asp?id=1698

Og nú þegar eldsneytisdropinn er kominn í sögulegt hámark, vel yfir 260 krónurnar líterinn, er þá ekki unnt að taka t.d. þann kosnaðarlið út úr allri þessari reiknisformúlu ? Hvað skeður við það ? spyr sú, sem lítið hefur vit á allri þessari talnaspeki hagfræðinnar...

fuel

josira


mbl.is Bensínið þyngir íbúðarlán
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

josira
josira

Orðin... Pára með penna á óskrifað blað, orðin um hugann renna. Með suð í eyra ég skrifa það, sem ég fæ að heyra. Hvaðan þau koma veit ég ei, en í höfði mínu óma. Líkt og eilífðin, sem gefur frá sér tóna og um himnasali hljóma.

Lítil síða lítur dagssins ljós... Hér hef ég hugsað mér að skrifa um allt og ekkert ... eða bara það sem mig langar til hverju sinni ... Vertu velkomin(n) kæri ferðalangur... í heimsókn hingað, þar sem þú hefur nú fundið vegaslóðan minn litla, í netheiminum stóra ...

 

Lyngrósin Ljóðin mín

Josiraice youtube ljóð og tónlist

Rósin Eldri heimasíða, sem ég get ekki uppfært lengur, en læt hana fylgja hér með.  (Hún virkar einungis í gegnum Internet Explorer)

Light Bearer -poem - josira 

Guðrún Lilja; mánadísin, mín eldri dóttir og Ljóðin hennar

Nýjustu myndböndin

Movie

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 54
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband