Leita í fréttum mbl.is

Nýlegar myndir og lítið ljóð ... á fimmvörðuhálsi

bildeAsiLarusson

Fæðing nýs lands ...

20 mars tvöþúsund og tíu

í titrandi tjáningu hóf að nýju

Eyjafjallajökull, að spúa eldi.

endurvakinn, síðla að kveldi.

leabul1e

Kvöldroði hins nýlega mána

minnkaði, er loft fór að grána.

Gosmökkurinn á vorjafndægri,

vöðlast um til vinstri og hægri.

leabul1e

Krafturinn undir kraumar og mallar

máttugur mjakast, á logann kallar.

Klofnar þá jörðin við jöklana rönd

rösklega rifna bergssins bönd.

leabul1e

Brátt ber við himinn bjartan bjarma

breyting er á staðhættis sjarma.

Snarbrattir klettar, klungur og gil

glóa við eldgossins sjónarspil.

leabul1e

Snævi þakta jöklanna jörð

jarðeldar breyta í svartan svörð.

Sökkla nýsköpunar, þó má sjá

snarplega stækka, Fimmvörðu á.

leabul1e

Ásýnd átthaga, eldstöðva verk

vísindamönnum þykja merk.

Mörgum öðrum einnig líkar

loga leiftra og hamfarir slíkar.

leabul1e

Sjónarsviðið  sjóðheitt  brennur

bylgjast  áfram, hraunið rennur.

Reykjabólstar til himins berast,

brak og brestir, mikið að gerast.

leabul1e

Gætilega gestir, vanda skulu spor

stafað getur hættu, ef heillar þor.

Þroska skal sýna og virða ráð

rými víðu, vel sé að gáð.

leabul1e

josira

 

nyja_sprungan_ur_lofti

 

 

Frábært yfirlit ásamt mögnuðum myndum frá

fréttavef ruv. af eldstöðvunum á Fimmvörðuhálsi;

Og ekki gleyma að skoða nýju gossprunguna, sem sjá hér fyrir neðan;

Nýtt mynband mbl. af gosstöðvunum.

 

sæl að sinni

josira 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Agný

Flottar myndir.. En þetta video frá gosstöðvunum sýnir eitthvað fljúgandi fyrirbæri sem ekki er flugvél eða þyrla...líkist UFO

Ultimate UFO Collection-Iceland Volcano March 2010

http://vodpod.com/watch/3369137-ultimate-ufo-collection-iceland-volcano-march-2010?pod=ingaorama

Agný, 5.4.2010 kl. 19:47

2 Smámynd: josira

Agný, ég Kíkti á videóið og er ekki frá því að það er eitthvað torkennilegt að sjá þarna á stundum :::

Við vitum að það eru óteljandi flugvélar af öllum stærðum og gerðum ásamt öllum þyrlunum, búnar að vera þarna á ferð og flugi á hinum ýmsu tímum sólarhringssins, en sumt sem glampar á þarna fer ansi hratt og hverfur og kemur uppúr þurru ?

Það væri gaman að fleirri skoðuðu og gæfu álit sitt um hvort hugsanlega sé ekki eitthvað annað en flugvélar eða þyrlur á sveimi þarna ?

josira, 5.4.2010 kl. 22:42

3 Smámynd: josira

Sæl aftur Agný, þú vaktir áhuga minn með myndbandinu ...

Þannig ég ákvað að ath. með fleiri, sem og ég fann og lét fram á bloggið hjá mér ...

josira, 6.4.2010 kl. 00:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

josira
josira

Orðin... Pára með penna á óskrifað blað, orðin um hugann renna. Með suð í eyra ég skrifa það, sem ég fæ að heyra. Hvaðan þau koma veit ég ei, en í höfði mínu óma. Líkt og eilífðin, sem gefur frá sér tóna og um himnasali hljóma.

Lítil síða lítur dagssins ljós... Hér hef ég hugsað mér að skrifa um allt og ekkert ... eða bara það sem mig langar til hverju sinni ... Vertu velkomin(n) kæri ferðalangur... í heimsókn hingað, þar sem þú hefur nú fundið vegaslóðan minn litla, í netheiminum stóra ...

 

Lyngrósin Ljóðin mín

Josiraice youtube ljóð og tónlist

Rósin Eldri heimasíða, sem ég get ekki uppfært lengur, en læt hana fylgja hér með.  (Hún virkar einungis í gegnum Internet Explorer)

Light Bearer -poem - josira 

Guðrún Lilja; mánadísin, mín eldri dóttir og Ljóðin hennar

Nýjustu myndböndin

Movie

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 54
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband