Leita í fréttum mbl.is

Dalai Lama friðarleiðtogi...

 

 PERSON%20Dalai%20Lama  untitled

Það hefur nú örugglega ekki farið framhjá mörgun hér á Íslandinu,

hina síðustu daga að Dalai Lama hinn merki friðarleiðtogi er hér staddur.

Mig langaði nú bara að þakka öllum þeim sem lagt hafa hönd á plóginn og

unnið að þessum stórkostlega viðburði,

Komu hins andlega leiðtoga Tíbets, Dalai Lama til landssins
.
Þessum lítilláta, en lifsglaða manni sem óbugaður um hálfrar aldar skeið
hefur barist fyrir mannréttindum og sjálfstæði þjóðar sinnar samhliða að
veita af visku sinni og lífsspeki óspart til mannkyns
Einhvern veginn var ég búin að gera mér í hugarlund, ef að hann kæmi hingað,
yrði koma hans með öðru yfirbragði, en verið hefur.
Svona getur maður verið einfaldur í hugsun...
Ég hefði viljað sjá forsetahjón okkar taka á móti honum, ásamt ríkisstjórninni.
Burt séð frá viðskiptasamninga- og vináttu sambandi við risann í austri, Kína.
Sem er auðvitað það afl, sem heldur heljartaki um Tíbet og þjóðina þar...
Það þarf alltaf að vera í gangi einhver pólítísk viðhorf...
að sitja og standa eftir skipan og hótunum annara...
Við eigum bara að vera þau, sem við getum svo vel verið...
Sameiningartákn sem önnur lönd og þjóðarleiðtogar gætu haft sem fyrirmynd..

Þar sem stjórnvöld starfa í sameiningu en ekki í sundrungu.

Þar sem réttlæti ríkir en ekki ranglæti.
Þar sem frelsi ríkir en ekki kúgun.
Þar sem kærleikur ríkir en ekki hatur.

Þar sem friður ríkir en ekki stríð.

En það var allavega gott að eitthvað af ráðamönnum þjóðarinnar

sáu að sér og buðu honum til Alþingis í dag...

Það er bæði heiður fyrir okkur, friðarþjóðina í norðri að fá hann í heimsókn.
Og hann einnig að koma og kynnast þjóðinni okkar nánar, sem hefur svo marga
sérstöðu á svo mörgum ólíkum sviðum...
Mín ósk hefði verið upplifa Dalai Lama á útifundi á okkar gamla helga stað, Þingvöllum.
Þar sem allir hefðu getað haft tækifæri til að eiga samverustund með honum.
Útgeislunin og lífsviðhorf þessa einstaka manns er slík, að það er ekki hægt annað,
en að finna fyrir samhljómi í hjartanu...nema að vera með algjört steinhjarta...
Ég var í Hallgrímskirkju í gær og upplifði sameiginlegu 7 trúarbragða-bænastundina
sem var ákaflega sterk og gott veganesti til gagnkvæmrar virðingar í
mismunandi nálgun við Guðdómleikan, sem við öll leitumst eftir að
finna innra með ökkur...
Þjóðarvitundin á eftir að vakna enn meir
inn á ljóssins leiðir í komandi framtíð...

Með kærleika og von, að vopni
munum við hjálpa okkur sjálfum og öðrum...
 
 
sæl að sinni josira...

mbl.is Dalai Lama í Alþingishúsinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigríður B Svavarsdóttir

Heil og sæl.

Mér var gefin bókinn með viðtalinu við hann í fyrra dag. Næst á dagskrá er að lesa hana. Takk fyrir þitt kærleiksríka innlegg mín Elskuleg.

Sigríður B Svavarsdóttir, 3.6.2009 kl. 00:02

2 Smámynd: Guðný Einarsdóttir

Innlitskvitt til þín Hanna mín

Guðný Einarsdóttir, 3.6.2009 kl. 08:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

josira
josira

Orðin... Pára með penna á óskrifað blað, orðin um hugann renna. Með suð í eyra ég skrifa það, sem ég fæ að heyra. Hvaðan þau koma veit ég ei, en í höfði mínu óma. Líkt og eilífðin, sem gefur frá sér tóna og um himnasali hljóma.

Lítil síða lítur dagssins ljós... Hér hef ég hugsað mér að skrifa um allt og ekkert ... eða bara það sem mig langar til hverju sinni ... Vertu velkomin(n) kæri ferðalangur... í heimsókn hingað, þar sem þú hefur nú fundið vegaslóðan minn litla, í netheiminum stóra ...

 

Lyngrósin Ljóðin mín

Josiraice youtube ljóð og tónlist

Rósin Eldri heimasíða, sem ég get ekki uppfært lengur, en læt hana fylgja hér með.  (Hún virkar einungis í gegnum Internet Explorer)

Light Bearer -poem - josira 

Guðrún Lilja; mánadísin, mín eldri dóttir og Ljóðin hennar

Nýjustu myndböndin

Movie

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 54
  • Frá upphafi: 122150

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband