Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Var að vafra um á netinu og ætlaði að slá upp orðinu...ancient...eftir minni,
en mundi ekki alveg hvernig það var stafað og skrifaði óvart ascent og í
framhaldi af því kom þessi áhugaverða og fræðandi frásögn um
( Money Make The World Go Around ........)
" The Ascent of Money" eftir mann að nafni Niall Ferguson
Ég hef gaman af því að skoða það sem fyrir augu og eyru ber í ferðalögum
mínum um óravíddir netheimanna...
Mjög oft ber mig á aðrar slóðir en þær sem átti að skoða í upphafi...
og áður þekktur og óþekktur áhugi á öllu mögulegu kviknar...
sæl að sinni...
josira
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.7.2009
Að bera í bakkafullan lækinn...
væri að fara að skrifa um það sem dunið hefur yfir land og þjóð síðasliðna mánuði...
vangavelturnar væru og eru óendanlegar frá öllum hliðum og sviðum...
Þessa suðrænu daga á Íslandinu góða hef ég verið að velta vöngum yfir þessu einstaka og frábæra veðri sem hér hefur yljað okkur í bak og fyrir um allt land...
Engu líkara, en sent af æðri máttarvöldum til að umvefja okkur með hita og birtu...sem vekur gleði, ánægju, hvatningu á meiri útveru, sem styrkir svo aftur sál og líkama og ... vermir beinin að auki...
Vellíðan eykur síðan bjartsýnina og vonin vex...Gott mál...
Ég held að landinn almennt sé búin að vera á faraldsfæti, austur, vestur norður og suður, sem aldrei fyrr...
Allavega svona eftir efni og aðstæðum og ef getan ekki mikil, þá er sælt að sitja um sólargeislana úti á svölum, í garðinum eða á göngu.
En ég veit um þó nokkra, sem ekki komast þangað sem löngun stendur til, vegna þess að það er einfaldlega orðinn of stór kosnaðarliður " eldsneytisverðið " inní ferðalags-áætluninni. Og það fer væntanlega ekki framhjá mörgum hve matarinnkaupin hafa hækkað...
En við seiglumst í gegnum sumarið, með sól í hjarta og bros á vör eftir bestu getu, hverju sinni...
Það kostar allavega ekki pening...
Ég þakka máttavöldum fyrir þessa yndislegu daga og vikur, sem við höfum fengið til uppbyggingar á sál og líkama...ég held að við höfum náð að nærast andlega, meir en okkur grunar, sem og mun hjálpa okkur á komandi mánuðum að takast á við þau verkefni sem þarf að vinna úr...
Ég er viss um, að ef sumarið hefði verið kalt, með þoku, súld, roki eða rigningu væri hugur og þróttur margra í líkingu, þannig og orðið "uppgjöf" meira sjáanlegt svo og almenn undirliggjandi reiði gagnvart ráðamönnum fyrir hægagang og ósamstillt ráð í raun...Góða veðrið gerir okkur umburðarlyndari og hefur t.d. hægt á flutningum fólks í til annara landa í leit að betra og manneskjulegra lífi.
Við verðum bara að vona að öll okkar íslendinga- og landsins mál fari að leysast á farsælan hátt, sem allra fyrst. Lán og lukka fyrir þjóðarheill hve sumar-gyðjur-goð-guðir og aðrir verndarvættir hafa verið okkur hliðholl.
Mannúð er menntun mannkyns...
josira
( Oft hafa orðin, verið komin fram í fingurgóma hjá mér, með að tjá mig um svo margt, sem mér finnst miður fara í ákvarðanatökum ráðamanna þessa dagana, en sólin og blíðan gera mig pennalata. )
Stjórnmál og samfélag | Breytt 7.9.2009 kl. 18:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.2.2009
Ég legg til og mæli með...
að við Íslendingar verðum þau fyrstu með...ný og breytt lífsviðhorf hjá stjórn landssins allavega í okkar vestræna heimi með að breyta áherslum í störfum þingssins...
Myndi þá hinn hefðbundin vinnudagur á alþingi líta svona út...( eins og ég sé hann í minni framtíðarsýn...) Þegar ráðamennirnir okkar væru komnir inn í hús, væri mættur góður leiðbeinandi ( gætu vera ýmsir góðir til skiptis... ) sem myndi hefja þá vinnudaginn með hópeflis-æfingu...
Svona til að styrkja hug, sál og líkama..
Byrjað væri á öndunaræfingum, sem væru þá einnig léttar líkamsæfingar í leiðinni og síðan myndi stundin enda á nokkurra mínútna hugleiðslu...sem myndaði jákvæða orku í húsinu og í huga og hjörtu ráðamanna okkar...
Væntanlega yrði meiri vinnufriður og samheldni í ákvarðanatökum og allt þetta tímafreka leiðindakarp yrði úr sögunni því að auðveldara væri að sameinast í úrlausn þeirra mála, sem þarf að vinna í og leysa...
Manneskjur með reynslu í slíku leiðbeinandastarfi væru t.d.
Guðjón Bergmann sem gæti tekið létt jóka...

Gunnar Eyjólfsson gæti kennt iðkun Qi Gong

og hæg heimatökin væru ef hún Ragnheiður nýja þingkonan, tæki þetta brautryðjandastarf að sér svona í fyrstu...og marga aðra mætar manneskjur mætti telja til leiks...
Við eigum svo mikið til af góðu kunnáttufólki, sem gætu leiðbeint svo vel með nálgun okkar innri manns...
En nú ætla ég að hætta þessu hugleiðingum mínum að sinni...
finna mér hlý föt og gera mig klára í kærleiksgönguna, sem hefst kl. 18 á austurvelli...
josira
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
14.2.2009
Mér lýst nú vel á að...
Ragnheiður Ólafsdóttir þingmaður Frjálslynda flokksins sé nú komin innanborðs á þingið, alþýðukona með marga hæfileika...
Sem við ættum fylgjast vel með og fá að nýta og njóta hennar innsæis og ráða...Ég trúi því að koma hennar á þingið muni hjálpa til, á leið okkar inní nýja tímahins nýja Íslands...með breyttum viðhorfum og áherslum...
Hér má sjá og heyra virkilega áhugavert viðtal við hana...
og einnig lesa umsögn um hana hjá Sigurjóni Þórðarsyni á blogginu...
josira
![]() |
Þingmaður og árulesari |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
sem allir ættu að geta leitað til...
Mörg orð hafa fallið í þann jarðveg undanfarið, að ekki hefur verið talað vel um forsetaembættið...
Ég má til með að leggja orð í belg...ég veit ekki betur en þau forsetahjón hafi yfir höfuð verið landi og þjóð til sóma á undanförnum árum...Vel frambærileg hérlendis og erlendis...alþýðleg, yndisleg og víðsýn...Og ætíð góð landkynning hvar og hvenær sem þau hafa komið fram...Myndasafn... og ekki veit ég annað, en að forseti vor, Ólafur og hans kona, Dorrit, beri ætíð hag þjóðarinnar fyrir brjósti...
Í upphafi forsetatíðar Ólafs skal ég þó viðurkenna, að ég kaus hann ekki, en hann vann sig fljótlega í áliti hjá mér og hef ég kosið hann síðan...
Og reyndar finnst mér ef einhverju mætti breyta með forsetaembættið, væri það, að því fylgdi meiri völd með ákvarðanatökur í þjóðarmálum...
josira
Ég var aðeins að velta vöngum yfir hver framtíðasýn mín væri í landslagi stjórnmálanna, eftir allt það sem er undan gengið...hvaða áherslur ætti að skoða t.d. hjá þeim hreyfingum-stjórnmálaöflum-hugsjónum, sem eru í burðaliðnum eða eru fæddar...
Ættum við að stokka alveg upp þetta hefðbundna flokkakerfi ?
hægri-vinsti-miðvængur...og hvað þetta kallast nú allt saman...
Og fá eitt afl, þverskurð af öllu samfélaginu, þar sem allir hefðu eitthvað til málanna að leggja ?
Og þá yrði þetta nýja afl að safnast saman í einn flokk væntanlega...og flokkast sem ópólitískur, eða hvað ?
Og þá yrði það einhversskonar t.d. ný-lýð-frelsis-hugsjóna-grasrótar-hreyfing...eða þannig...
Ég fór aðeins að kanna málin, hvað væri svona almennt komið í gang og eða gerjun...
Og það er á hreinu, að sáning er hafin og upp eru sprottin nú þegar nokkur fræ upp úr nýrri, grasrótinni...
Og eflaust eru þarna úti einhver fræ, sem ég fann ekki...þau koma þá síðar í ljós...
hér má sjá þau sem ég fann; ég vona að allir hlekkirnir séu á réttum stað.
í nafni lýðræðis og réttlætis...
og að síðustu,
sem er þá elsta fræið í framansögðum hóp og að mér finnst, það þroskaðasta...
Ég er þó ekki að gera hin neitt minni, því öll hafa þau sitthvað í sínum kjarna að gefa...
Svo ég fór að hugsa, að nú þegar, væru farnir að myndast sjálfstæðir hópar ( flokkar )
eins og sjá má, allavega 5 hér ef ég tel rétt...ekki satt !
( vona að þeir endi svo ekki allir í gamla jarðveginum, tvístraðir vegna þess að )...
Oftast hefur verið argast og gargast yfir hverjir gerðu hvað, hverju sinni, hverjir eigna sér heiðurinn af þessu eða hinu og hverjir ætla að verða bestir næst. Meirihluti-minnihluti...Minnihluti-meirihluti.
En aftur að nýju öflunum, ef maður skoðar stefnur og markmið hjá þeim öllum, sér maður og finnur að allir hóparnir vilja miklar breytingar inn í íslenska stjórnmálalandslagið...meiriháttar umbyltingar...það eiga þeir þó sameiginlegt..vilja sá fræjunum í nýjan og frjóan jarðveg...
Því allir vilja stefna að því að bæta kjör fólksins í landinu, allt frá yngstu kynslóðinni til þeirra elstu...á öllum sviðum...frá öllum hliðum...og nýrra hugsjóna, framfara, náttúru-og umhverfismála...
Hvernig væri að reyna að sameina það besta frá þeim öllum, svo úr yrði eitt feiknastórt blómstrandi fólksins afl...
Svona eins og falleg þjóðar-sameiningar-blóma-breiða ,
Og þjóðarblómið gæti verið merki hins nýja vaknandi þjóðarafls og sprota ...
En eins og við munum var Holtasóley kosin árið 2004 sem þjóðarblóm okkar Íslendinga...
Og svona til fróðleiks um hana;
Tilgangur verkefnisins ,,leitin að þjóðarblóminu var að finna blóm sem hefði táknrænt gildi og yrði sameiningartákn þjóðarinnar...
Og blóm sem nýta mætti til kynningar- og fræðslustarfa bæði hér á landi og erlendis. En jafnframt var markmið verkefnisins að skapa umræður um blóm og gróður til að auka samstöðu um gróðurvernd.
Áður en leitin að þjóðarblóminu hófst var ákveðið að gera ákveðnar kröfur til þjóðarblómsins. Það þurfi að vera vel sýnilegt víða um land og einkennandi fyrir gróðurfar þess. Það þurfi að vera lengi í blóma, vera auðvelt að teikna, og vel fallið til kynningarstarfa.
Og sjáið hvað það dreifir sér vel um landið og hefur marga eiginleika sér til lífs...
Holtasóley (Dryas octopetala) er af rósaætt en ekki sóleyjarætt eins og halda mætti af nafninu. Það vex á norðurhveli jarðar. Blómin eru stór með hvítum krónublöðum sem oftast eru átta eins og viðurnafnið octopetala (8 krónublöð). Holtasóleyin kallast hárbrúða eða hármey við aldinþroskun því frævurnar eru margar og verða eins og hárbrúskar. Blöðin eru gljáandi á efra borði en hvítloðin á neðra borði. Þau eru sígræn og kallast rjúpnalauf því þau eru mikilvæg fæða rjúpunnar. Plantan er algeng um allt land bæði á láglendi og hálendi. Blómgunartími er í maí og júní. Te af blöðunum þykir gott. Tegundarnafn sitt oktopetala dregur plantan af octo (átta) og petalon (blað) en blómið hefur átta krónublöð.
Svo mörg voru þau orð...og annað sem þið getið séð af lýsingu blómsins, sem er þetta...
Tegundarnafn sitt oktopetala dregur plantan af octo (átta) og petalon (blað) en blómið hefur átta krónublöð.
Og svona til gamans eitthvað táknrænt um áttuna úr talnaspekinni, fundið af netinu... ;
Köllunartala; 8
Þessi tala leggur lið sitt öllum framkvæmdastörfum. Áhrif hennar styrkja þá, sem stjórna verslunarfyrirtækjum, iðnaðarreksti eða fjármálum, og hún er sérstaklega hliðholl þeim, sem setja sér það markmið að vinna sér stöðu, auðæfi og völd, þótt við ofurefli sé að etja. Hún veitir stefnufestu og hagsýni. En þótt hún lofi ríkulegum launum að lokum, þá er hún ekki tala skjótra og auðunninna sigra. Talan 8 táknar erfitt starf og mörg vonbriði, en sigurvonir eftir margra ára harða baráttu. Þeir, sem láta fljótt bugast, meiga ekki vænta mikils af henni, því að hún gæti orðið til þess eins, að auka áhyggjur þeirra og mistök, þegar aðrir, sem gæddir eru meiri viljaþreki, halda leið sína, þrátt fyrir öll vonbrigði og alls konar öfugsteymi.
Átta er einkennandi tala fyrir byrjun eða "nýtt upphaf" - t.d. byrjun vikunnar, ný áttund í tónlist, átta sálir um borð í Örkinni hans Nóa o.fl. Talan átta er einnig tengd setningunni "Work Smarter, Not Harder", sköpun og frumkvæði.
Talan átta er tákn björgunar og hjálpræðis, nýtt upphaf, ný tækifæri, ný framrás...
Talan átta táknar endurfæðingu eða upprisu...
Og nokkur dæmi um hjátrú í kína:
Hvítur er litur móðurmjólkur. Hann stendur fyrir hægversku, heiðarleika og lífið sjálft...
og mesta happatalan í Kína er 8. Átta á kínversku hljómar líkt og kínverska orðið yfir velmegun...
Nú verð ég að fara að hægja á mínum hugsunum...það er svo auðvelt að láta sig berast á vængjum þeirra...
En samantektin úr þessum pisli, mætti einhvern vegin vera svona í færri orðum...
Væri ekki upplagt að nýta sér þann vöxt, sem kominn er af stað t.d. hjá íslandshreyfingunni
og að hin hóp-fræin myndu sameinast í þann jarðveg hvert með sína bestu eiginleika, svo upp myndi vaxa sterkur stofn sem myndu í skjóli hvers annars, bera blóm sín í fyllingu tímans...Og hafa að auki fylkingar fólks, sem stæðu vökul á vaktinni, sameinuð, fylgjandi eftir vextinum...jafnframt mætti gróðursetja með, ósýkt fræ, sem laus væru við spillingu úr gamla jarðveginum, svona til styrktar ungfræjunum...
Og að tákn hins nýja breiðfylkingar-þjóðarafls-sprota yrði hið hvíta, átta krónublaða, þjóðarblómið Holtasóley...
semsagt 1 flokka stjórnarkerfi á Íslandinu góða...
bara svona smá pælingar...josira
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Ég óska bæði henni og nýju ríkisstjórninni alls hins besta á komandi vikum og að þau hafi styrk og getu til þeirra erfiðu starfa, sem þeirra bíða...
Hún er ekki í öfundsverðum sporum, okkar nýja Björgunar-Ríkisstjórn...Og hreinlega spurning hversu miklu hún fær áorkað á ekki lengri tíma, sem henni er úthlutaður í bili...
Eflaust hefur þó hin fráfarna ríkisstjórn unnið meir í gömlu björgunaraðgerðunum, en við höldum á síðustu mánuðum...það hlýtur einhver uppbyggileg grunnvinna í þjóðarhag að hafa átt sér stað, þó lítt hafi hún verið sjáanleg...allavega má þakka henni fyrir vakningu og breytta þjóðarvitund...og nýjum tækifærum sem í því felast..
Nokkur bloggorð mín frá 12 mai 2007...
Ég er ekki pólitísk manneskja og það hefur ekki heillað mig í gegnum árin að fylgjast með fjölmiðlum og umræðum fólks í kringum kosningar. Oftast er argast og gargast yfir hverjir gerðu hvað, hverju sinni, hverjir eigna sér heiðurinn af þessu eða hinu og hverjir ætla að verða bestir næst. Meirihluti-minnihluti...Minnihluti-meirihluti.
Af hverju getur ekki bara verið eitt gott afl eða góð samvinna hjá þeim þingflokkum sem kosnir eru. Af hverju þarf þessi sundrung svo að ríkja í svo mörgu...Sem tefur bara fyrir, þar sem úrlausna, breytinga og framkvæmda er þörf...
Að mörgu leyti finnst mér svo margt undirliggjandi líkt í stefnum flokkana, en með mismunandi túlkun og áherslum.Er ekki verið að stefna að því að bæta kjör fólksins í landinu allt frá yngstu kynslóðinni til þeirra elstu... á öllum sviðum...frá öllum hliðum ?
Látum bæði hugvit og verkvit berast og gerast á jákvæðan hátt fyrir land og þjóð. Verum það leiðarljós, sem okkur er unnt að bera og vera, inn í hinn nýja tíma hnattrænnar vitundar.
Og eftir kosningar 14 mai...2007
Enn einar kosningar yfirstaðnar...og ekki urðu miklar sjáanlegar breytingar á yfirborðinu....En undir niðri er vitund þjóðarinnar að vakna og fræum hefur verið sáð, sem hlúð verður að og munu vaxa í átt til sólar með nýrri hugsjón framfara, náttúru- og umhverfismála...
Aldrei aftur verða stjórnmál liðin með líku sniði og verið hefur...Aldrei aftur mun eitt eða fleiri ósnertanleg öfl ráða...Tími bitlinga og spillinga er liðinn...Tími umbreytinga, hreinsunar og nýrra tíma er runninn upp...Hér eftir verður allri stjórnsemi landssins vel fylgt eftir, af vökulum augum landsmanna...
sem allflestir bíða nú eftir að hin svifaseina seðlabankastjórn komi sér upp úr stólunum...
og nú er niðurtalnig 80 dagana til lögmætra kosninga landans hafin...og er kemur að kjördegi þá er það í okkar valdi, fólksins í landinu, hvaða eða hversskonar ný-stjórnaröfl ( flokka ) og- eða manna við viljum og veljum til að halda um stjórnartaumana...
Sem brautryðendur og frumkvöðlar framfara og nýrra tíma munu þeir mætast og mótast saman í uppbyggingu okkar nýja Íslands, sem enn á ný mun rísa úr öskunni, líkt og fuglinn fönix forðum...
Við vorum fyrst að falla í alþjóða hagkerfis-hremmingunum og ég er einhvern vegin sannfærð um, að við verðum með þeim fyrstu til að standa á fætur, en ekki þau síðustu...
Núna þurfum við að styðja og styrkja hvort annað með auknum samskiptum og fjölskyldu- og vinatengslum í fjárhags-erfiðleikum heimilanna og atvinnuleysis...
blogg. 23 nóv.2007 Samskipti...
Erfiðleikar eru til að læra af...Oft er þar að finna dulda blessun, síðar meir...Vandamálin eru til að leysa þau...
Sameinið þar sem sundrung ríkir...Styrkið fjöldskyldutengslin, sem unnt er...Standið saman til framtíðar á öllum sviðum, frá öllum hliðum, sem unnt er...Gefið gleði þar sem sorg ríkir...Talið saman í einlægni um hvernig ykkur líður og það sem betur má fara, áar,mæður, feður, dætur, synir, systkyni, frændgarðar og vinir..
Hleypið birtu, gleði og hamingju nýrra tíma inn í lífið. Því lífið er sífelt nýtt, sem er... núið...núna. Ekki bíða og bíða eftir hinu eða þessu...eða að þetta eða hitt gerist...Lifið og njótið, kyssist og hrjótið...Gleði í hjarta, gefur framtíð bjarta...Góðra stunda, auk vinabanda og endurfunda...
Þegar búið er að hreinsa í burtu allt sem fúið er og úr sér gengið, ásamt líflausum og næringasnauðum jarðvegi...
Og við hættum að týnast í orðskrúði ólgandi hafi talna og orða,
sem öllu hafa stjórnað; sem hér má t.d. nefna,
nafnávöxtun, meðalraunávöxtun, raunávöxtun, allrahanda ávöxtun, verðtrygging, vaxtakjör, greiðslubyrði, endurfjármögnun, uppgreiðslukosnaður, greiðslustaða, stimpilgjöld, fjármagnskosnaður, vísitölutrygging, vísitöluhækkun-lækkun, eignarstýring, fjárfesting í sjóðum, fjármálamarkaðir, áhættuþol, áhættustýringasvið, innherjar, fruminnherjar, gengisþróun...
Þá byggjum við okkur sterkar þjóðfélags- undirstöður í nýjum og frjósömum úrvalsjarðvegi...
Og nýtum okkur orku nýrra hugsjóna og hugmynda..
Hér má t.d. finna eitthvað um það frumkvöðlastarf sem hafið er;
Upplýsingalandið, náttúra.info
Nýsköpunar- og frumkvöðlasetur Háskóla Íslands
Innovit, nýsköpun og stuðningur við sprotafyrirtæki
Ísland er eitt mesta velferðarríki meðal þjóða.
Við erum stolt, frjáls og dugleg þjóð sem höfum sýnt,
að á ögurstundum stöndum við ætíð saman.
Með að auki allt það stórbrotna sem landið hefur að gefa...
sæl að sinni ...josira
Stjórnmál og samfélag | Breytt 3.2.2009 kl. 02:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.5.2008
Hörmungar í austri...
Hugleiðingar mínar í dag eru um þær náttúruhamfarir, sem hafa átt sér stað í austri síðustu daga...hugur minn hefur dvalið þar...en ekki hér .... neyðaraðstoð við Ísland í hagkerfis hremmingunum...
Það hafa verið skelfingar dagar í Myanmar ( Búrma ) eftir að stór fellibylur fór þar yfir þann 2 maí s.l. og tala látinna að nálgast nú óðum 134.000.þús. Hjálparstarf gengur hægt og illa vegna herstjórnarinnar ógurlegu...
Þeir eru ekkert á því að opna landið fyrir hjálparsveitir, sem víða koma að með hjálpargögn...
Mín ósk og von til þessa sérstaklega lands ( sjáið fegurð landssins ) er sú, að einn dag muni þessi skelfilega herstjórn vera niðurlögð fyrir fullt og allt og að lýðræði verði að veruleika og þessari þjóð hjálpað eins og unnt er.
Ég bíð hreinlega eftir því að mannréttindasamtök og allir sem getað aðstoðað sameinist með einhverjar úrlausnir...og að Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu Þjóðanna komi þar sterk fram..
.
Eru kannski alheimsöflin að grípa inní verk mannanna...?
Þurftu þessar hörmungar að verða... til þess að einhverjar umtalsverðar breytingar verði hjá þessum þjóðum... í hugsun og gjörðum ...
Læt fylgja hér með; gamlar hugleiðingar mínar;
Og þessir svakalegu jarðskjálftar í kína...
Það hefur mikið verið að gerast þar í þjóðarvitundinni á mörgum sviðum...s.l.ár
Hún Björk okkar hreyfði nú aldeilis við viðkvæmum málum í mars s.l. á tónleikum sínum í kína varðandi baráttu Tíbetbúa fyrir sjálfstæði sínu.
Og Olympíuleikarnir framundan þar sem þjóðir sameinast úr öllum heimsálfum í sátt og samlyndi. Og eiga samverustundir.Í frelsi og friði í íþróttakeppnum og leikjum,undir einum fána og einum kyndli
.
Kyndillinn í sjálfu sér stendur fyrir ljósi friðar og og er í rauninni svo sterkt afl til að sameina mannkyn..
.
Og vængjast þá lífssins kraftur..
.
Hjálpumst um að halda þessari sameind og samkennt áfram eftir leikana um allan heim...til framtíðar..
Hér má finna ljóð á ensku eftir mig...Light Bearer... sem túlkar huga minn...
Er enginn söfnun í gangi hér á landinu litla fyrir til hjálpar þjóðunum í austri...
peningasöfnun, fatnaður,vatn...?
Sendum bænir okkar þangað út...
josira
p.s. er varla að halda það ut að pára her á blað og setja inn myndir...kerfið er allt i belg og biðu sama hvað ég reyni að lagfæra...kannast einhver við þetta vesen ?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
12.5.2008
Orð í draumi...
Það kemur einstaka sinnum fyrir að eitt eða fleiri orð og stundum jafnvel setningar, óma í höfði mínu eftir svefn eða skjótast í gegnum hugann upp úr þurru. Oft finnst mér þau vera svo út í hött að ég læt þau, sem vind um eyru þjóta eða þá gleymi þeim...
Kannski halda þau áfram ferðalagi sínu um óséðar eða óheyrðar óravíddir og einhver annar fangar þau, sem hefur skilning og vitneskju um þau eða uppgötvar einhverjar leiðbeiningar frá þeim...
En í seinni tíð staldra þau oftar við í minni mínu og þá hef ég párað eitthvað um þau á blað svo úr verða einhverjar hugleiðingar um lífið og tilveruna eða lítið ljóð fæðist...eða pensilinn minn mótar strokur á striga sem eitthvað geyma...
Allsstaðar
Ef á öllum sviðum,
allsstaðar
andinn, birtu baðar.
Brátt eyðast þjóða-þjáningar,
og jarðarbúar, sem jafningar.
Jákvætt, í hendur haldast
hér, þroski þúsundfaldast.
Og stundum vekur áhugi minn löngun hjá mér, til að fara í leiðangur með þessum forvitnilegu orðum, ýmist huglægan eða þá ég nýti mér nútímann og fer á leitarvélarnar í netheiminum fyrir forvitnis sakir og það er oft með ólíkindum hvert þau ferðalög hafa leitt mig ...
Nú langar mig að segja frá orði, sem kom til mín einhvern tíma um daginn... Allavega, hefur það verið að trufla mig, svo ég settist við tölvuna áðan og sló það inn...Orðið er... PANGEA... skrítið orð fannst mér...
Þetta var niðurstaðan, sem og mér finnst virkilega áhugaverð, svo ótrúlega margt sem finna má í þessu litla orði, sem vísar á móðir jörð og vekur mann sérstaklega einnig til umhugsunar um samstöðu manna og kvenna um víða veröld í dag til breyttra lífsviðhorfa og eflingu mannúðar og gagnkvæmrar virðingar menningasamfélaga. Og veitir okkur innsýn í ólik samfélög og líf og sögur fólks samtvinnast hvaðanæva úr heiminum í gegnum kvikmyndir og tónlist...
Og minnir mig á setningu, sem eitt sinn ómaði í höfði mínu...sem og ég skrifaði niður...
Mikilvægi mannúðar, er menntun mannkyns...
Endilega kíktu á slóðirnar hér fyrir neðan, ef orðið Pangea hefur vakið áhuga þinn...
http://en.wikipedia.org/wiki/Pangaea
Og hafi verið talað um þenna merka pangea-dag 10 mai í fréttum fór það framhjá mér...
http://www.pangeaday.org/takeAction.php
http://travel.latimes.com/daily-deal-blog/?p=1855
http://afp.google.com/article/ALeqM5j5JSwQhGlsg6NEmvtbuoyWZqUAkg
storyteller..
athyglisverðar kenningar um þróun og vöxt jarðar...
Er ég var að vafra um og afla mér upplýsinga um pangea-orðið, flögraði hugur minn allt í einu til mikils manns, sem barðist fyrir réttlæti og lét lífið fyrir baráttu sína...og ég fór að rifja upp mínar barnæsku minningar um hann og það leiddi mig inn á þessar netslóðir;
Þessi magnaði maður var Martin Luther King, Jr. smá uppl. um hann á íslensku; vísindavefurinn og á ensku; wikipedia og hans frægasta ræða;
I Have a Dream
er ógleymanleg þeim, sem hana hafa heyrt og finnst mér hún í rauninni tímalaus og spannar meiri sannleik en að tilheyra einu landi eða einum kynstofni...og finnst mér hún eiga hér vel við og hvatning enn á ný til;
framtíðar...friðar...frelsis...réttlætis...mannúðar...hugsjóna...vonar...mannkærleika...til góðs...á öllum sviðum frá öllum hliðum...
Og mér varð einnig hugsað til frelsis- og friðarhöfðingjans Nelson Mandela, sem mun á þessu ári halda uppá 90 ára afmælið sitt, smá uppl.um Nelson á íslensku; vísindavefurinn og á ensku; wikipedia
Í mörg ár hef ég borið leynda ósk í hjarta, en það er að fá að hitta þennan stórkostlega mann.
En við eigum reyndar tvo meiriháttar daga saman. Yngri dóttir min er fædd 11 febrúar 1990 á deginum sem hann losnaði úr fangelsisvistinni og annar sonur minn á sama afmælisdag og Mandela þann 18 júli. Ég er fullt af stolti að þau skuli fá að eiga þessa daga með honum..
.
The Ubuntu Experience (Nelson Mandela Interview)
Skoðið hvað þetta litla orð getur verið stórt UBUNTU.
Og svona til gamans er afmælisdagur eldri sonar míns 21 september, sem er hinn alþjóðlegi friðardagur... þannig að fæðingardagar þeirra tengjast á einhvern hátt friðar-frelsis og mannúðarmálum.
Mér finnst það meiriháttar...
sæl að sinni Josira.
p.s.
var alveg að gefast upp á þessari færslu. vesen með vistun ...missti allt út ...en þolinmæði vinnur víst þrautir allar. svo nú sendi ég þetta...núna en ekki í gærkveldi þegar ég var að brölta hér..Eflaust kemur textinn eitthvað i belg og biðu ásamt myndunum.. er bara orðið allt of langt síðan ég bloggaði síðast...farin að gleyma aðeins ferlinu...en er allavega komin af stað aftur hér við tölvuna...
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
10.11.2007
Bænagangan...
Bænaganga... Göngum saman í einingu gegn myrkrinu 10 nóv...
Mig langar að hvetja alla sem einn, að fylkja liði í bænagönguna, sem hefst kl. 14 í dag við Hallgrímskirkju...Beðið verður fyrir myrkrinu í Krists nafni...
Sameinumst í göngunni, burtséð frá trúleysi og trúarbragðastefnum...
Sameinumst í vinsemd með ljós og kærleika í hug og hjarta...
josira
Stjórnmál og samfélag | Breytt 20.11.2007 kl. 11:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Tenglar
ÝMSAR JÓLAVEFSÍÐUR
- Jólin-Þjóðminjasafnið jólasíður Þjóðminjasafnið
- jólavefur Júlla á Dalvík fullt af fróðleik um jólin
- Jólavefur Valla, sem geymir marga aðra jólavefi fjölbreytur jólavefur
- jóla-og áramótavefkort ýmis önnur vefræn tækiæriskort
BLANDAÐAR ÁHUGAVERÐAR VEFSÍÐUR
- LJÓSMYNDAKEPPNI Canon og mbl.
- VILTU VITA MEIRA Leiðsögn með lestri .. Sigríður Svavars - Leiðbeining - heilun- fyrirbænir
- ÓMAR RUN - Ljósmyndir Magnaðar myndir
- MADDÝ - Ljósmyndir Meiriháttar myndasmiður
ÝMSAR VEFMYNDAVÉLAR
- Nýjar Íslands vefmyndavélar Frábærir tenglar hérlendis og erlendis
- Vefmyndavélar - Vegagerðin - Suðausturland
- Vefmyndavélar víðs vegar um Ísland
VEÐUR - FÆRÐ - LOFTSLAG
LANDSBYGGÐIN LIFI...
- BETRI BYGGÐ UM LAND ALLT...
- LANDAKORT.IS Frábær síða um Ísland; m.a. Góðar upplýsinga-og þjónustusíður-Vefsjár sveitafélaga-Fjölbreytt efni um ferðamál og ferðalög á Íslandi.
- ICELAND WORLDWIDE Iceland, the land of the midnight sun, is becoming a favorite with those who seek adventure and freedom. Be it nature, sagas, geology or people that interest you, Iceland is the place to go
ÍSLENSK TÍMARIT ALLT FRÁ 1696 -
- FRÁ FYRSTU TÍMARITUM LANDSSINS TIL DAGSSINS Í DAG Ýmislegt að skoða ..
FRÁ A-Ö...
- TRÚARBRÖGÐ HEIMSSINS...
- VÍSINDAVEFUR H.Í Að vita meira og meira .
- ALMENNINGSBÓKASÖFN LANDSINS
- WIKIPEDIA
- BÓKASÖFN LANDSINS
TÆKNI og VÍSINDI
FJÖLBREYTTIR ÞÆTTIR...
- ÍSLAND Í DAG
- KASTLJÓS
- N4 SJÓNVARPSSTÖÐ NORÐAN HEIÐA
- GAMLA ÍNN TV SJÓNVARPSSTÖÐIN
- HRINGBRAUT SJÓNVARPSSTÖÐ
MATSELD
- MATARBLOGG SOFFÍU gómsætir réttir af öllum stærðum og gerðum...
- UPPSKRIFTIR SOLLU
- MARGAR MATAR UPPSKRIFTARSÍÐUR Eflaust eitthvað gott að finna ..
- KÖKUR OG EFTIRRÉTTIR Án hveiti sykurs og ger
- GULUR,RAUÐUR,GRÆNN OG SALT Hráfæði
HJÁLPARSTOFNANIR...
Fibromyalga...vefjagigt
Blekking í þjóðfélaginu...
Blekking í þjóðfélaginu...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.5.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 123653
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2014
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði