Æðsta viðurkenning og verðlaun, sem Indverjar veita eru Nehru verðlaunin og standa þau fyrir baráttu fyrir friði og afvopnun. Þau hafa á undanförnum áratugum m.a. verið veitt ýmsum friðar- og mannúðarleiðtogum.
Meðal þeirra sem hlotið hafa Nehru verðlaunin eru:
Martin Luther King forystumaður í réttindabaráttu blökkumanna,
Nelson Mandela leiðtogi Suður-Afríku,
Móðir Teresa leiðtogi í mannúðar- og líknarstarfi,
Helmut Kohl kanslari Þýskalands,
Aung San Suu Kyi frelsisleiðtogi íMyanmar (Burma),
Olof Palme forsætisráðherra Svíþjóðar
Og framkvæmdastjórar Sameinuðu þjóðanna, Javier Perez de Cuellar og U Thant sem fyrstur hlaut verðlaunin árið 1965.
Í fyrra var verðlaunahafinn Luiz Inacio Lula da Silva forseti Brasilíu.
Og mun forseti vor Ólafur Ragnar, bætast í hóp þessa merka fólks nú innan skamms.
Ég er stolt að forsetanum þessa dagana og óska honum innilega til hamingju, með sitt innlegg til friðar og sátta. Bæði hér heima og úti í hinum stóra heimi.
Þetta er yndislegt að það skuli vera að gerast nú...Ég er nú farin að hallast á að máttarvöldin séu okkur hliðholl...Tímasetningin er alveg mögnuð...Indland er eins og kunnugt er fjölmennasta lýðræðisríki veraldar og hugsið ykkur hversu margar milljónir manna um allan heim munu fylgjast með eða frétta af í gegnum fjölmiðlana. Vá. Þvílík landkynning og þá jákvæð fyrir friðsömu þjóðina litla Ísland í brennidepli með í för forsetans.
Og nú líður senn að þessari opinberu heimsókn forsetans til Indlands dagana 14-18 jan. n.k. Forseti Indlands Pratibha Patil og indversk stjórnvöld buðu í nóvember s.l. Ólafi Ragnari að taka á móti Nehru verðlaununum fyrir árið 2007. Verðlaunin voru stofnuð í minningu Jawaharlal Nehru, leiðtoga í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar og fyrsta forsætisráðherra Indlands, en Nehru gegndi því embætti í um tvo áratugi.
Ég held að við hér á litla landinu, gerum okkur ekki alveg grein fyrir hversu mikilsverður heiður þessi er, sem forsetinn okkar hlýtur og athygli á heimsvísu, sem einnig mun snerta landið og þjóðina alla. Við erum þekkt sem lítil friðarþjóð og munu verðlaun Ólafs forseta auka enn við þann orðstír. Og kappkosta ættum við að friður ríki meir milli ráðamanna almennt innbyrðis hér heima og meiri sameind í þjóðarmálum.
Augu heimssins beinast að okkur þessa dagana margra hluta vegna og ættum við að nýta okkur það til góða. Aukin vináttu- og viðskiptatengsl við slíka stórþjóð lýðræðis, sem Indland er og sem telur rúman milljarð manna hlýtur að auka á virðingu okkar í alþjóðasamfélaginu.
Í frétt mbl. nóv. s.l. um opinbera heimsókn Ólafs forseta til Indlands segir; Auk forseta verða í sendinefnd Íslands, Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, og embættismenn utanríkisráðuneytis og forsetaskrifstofu. Einnig verða með í för fulltrúar háskóla- og vísindasamfélags, viðskipta og menningarstarfsemi...
Nú hefur Össur dregið sig útúr sendinefndinni, ástæðu þess veit ég ekki, en þætti það mér miður, ef væri vegna neitunar forsetans á icesavelögunum. Össur er jú utanríkisráðherrann og ætti ekki að láta þröngsýni stýra og aftra för, heldur fagna þessari ferð og auka víðsýni sitt ásamt að kynna sér hugsanleg áhugaverð tækifæri, sem þarna kunna að leynast til samvinnu landanna á hinum ýmsu sviðum. Vona ég að hann snúi vörn í sökn og fari með.
Í heimsókninni verður fjallað um ýmis samstarfsverkefni Íslendinga og Indverja, svo sem á vettvangi jarðhitanýtingar og orkumála, jökla- og loftslagsrannsókna, vísinda, menningar, viðskipta og kvikmyndagerðar.
Forseti Íslands og utanríkisráðherra munu m.a. eiga fundi með forseta Indlands Pratibha Patil, forsætisráðherranum Manmohan Singh og öðrum ráðamönnum Indlands. Þá verða margvíslegir viðburðir, málþing og viðræður í þremur borgum: höfuðborginni Delí, Mumbai, miðstöð viðskipta og kvikmyndagerðar og í Bangalore, miðstöð upplýsinga- og hátækni.
Í einni bloggfærslu minni 2.okt. s.l. voru smá pælingar í kolli mér viðvíkjandi Indlandi...
...jæja örlítið meir; Var aðeins að pæla í orðinu selur sbr. síðasta bloggi mínu...selur-seal-zeal... var bara að leika mér smá...og þá rak á fjörur mínar þessi síða; http://www.zinnov.com/ sem reyndist vera nýlegt Indverskt fyrirtæki með víðtækan metnað til framtíðar...
hér er goggle-isl. þýð. og svo árangurssögur, en þeir tengja orðið zeal við zinnov, sem er reyndar í annari merkingu en ég lagði upp með...
Það er spurning hvort blessaðir ráðamenn þjóðarinnar ættu bara ekki að leita ráða ( hjálpar ) hjá þeim...við að reyna að rétta af allt systemið hérna á litla Íslandi...
Hérna er innsýn hjá þeim...Það gengur svo hægt að stokka upp hérna í þessum gömlu úreltum kerfum okkar, sem löngu eru orðin úrbrædd...Okkur vantar svo sárlega eittvað nýtt til styrktar uppbyggingunni...
En að öllu gamni sleppt, þá veit ég ekki hvort þetta er rétt sýn hjá mér með Zinnov...en samt finnst mér eitthvað jákvætt við þetta... Ég er svo lengi að stauta mig framúr enskunni...Og verð að viðurkenna að ég er ekki búin að sitja og lesa allt það sem ég hef sett hér fram á ensku...
Bið forláts ef ég hef dregið rangar ályktanir, en mér fannst bara að ég ætti að setja þetta allt hingað...
Og aftur poppaði Indland upp hjá mér 7 okt...
HALLLÓ...en það skyldi þó ekki vera til aðrar þjóðir sem væru til í að rétta okkur hjálparhönd, með trú og traust á að við munum aftur ná þeim styrk, þor, vilja og getu til að vera þau sem við erum í raun og veru ;...
Það hljóta einhverjir að vera þarna úti, sem hafa trú á okkur, án óréttlátra klafa, skulbindinga eða jafnvel lymskulegra yfirráða og hafa vilja og getu til að hjálpa, hjálparinnar vegna...
Kannski ættum við t.d. að leita til Kína eða Indlands...Væri ekki upplagt að semja um einhver skipti ? Við gætum kennt þeim eitt og annað t.d. í sambandi við jarðboranir og orkumálin...
svo mörg voru þau orð...
Óska ég forsetahjónunum okkar áhugaverða og góðra daga ásamt fylgdarfólki á Indlandinu...
Og held ég að við allflest gerum okkur ekki grein fyrir hversu mikið felst í starfi forseta og-eða forsetahjónanna í okkar þágu og landkynningu.
Forsetinn er okkar fulltrúi, þjóðhöfðingi og sameiningartákn...
Ýmis önnur skrif mín um forsetahjónin er hér að finna ...
josira
p.s. lengsti tími við þessi bloggskrif, hafa verið að ráða við stafabil og línubil, ( geta ekki tengst linkun inná fréttir - bara hjá mbl. tengdar forsetanum og fl ) - tekst það í gegnum altavista en ekki google ! -strange...
oft er ég alveg á leiðinni að hætta að blogga vegna þess að stundum fer bara allt í belg og biðu á síðunni og útkoman öll í rugli eða dettur út-hverfur....arggg...
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Utanríkismál/alþjóðamál, Vefurinn | Breytt s.d. kl. 17:57 | Facebook
Tenglar
ÝMSAR JÓLAVEFSÍÐUR
- Jólin-Þjóðminjasafnið jólasíður Þjóðminjasafnið
- jólavefur Júlla á Dalvík fullt af fróðleik um jólin
- Jólavefur Valla, sem geymir marga aðra jólavefi fjölbreytur jólavefur
- jóla-og áramótavefkort ýmis önnur vefræn tækiæriskort
BLANDAÐAR ÁHUGAVERÐAR VEFSÍÐUR
- LJÓSMYNDAKEPPNI Canon og mbl.
- VILTU VITA MEIRA Leiðsögn með lestri .. Sigríður Svavars - Leiðbeining - heilun- fyrirbænir
- ÓMAR RUN - Ljósmyndir Magnaðar myndir
- MADDÝ - Ljósmyndir Meiriháttar myndasmiður
ÝMSAR VEFMYNDAVÉLAR
- Nýjar Íslands vefmyndavélar Frábærir tenglar hérlendis og erlendis
- Vefmyndavélar - Vegagerðin - Suðausturland
- Vefmyndavélar víðs vegar um Ísland
VEÐUR - FÆRÐ - LOFTSLAG
LANDSBYGGÐIN LIFI...
- BETRI BYGGÐ UM LAND ALLT...
- LANDAKORT.IS Frábær síða um Ísland; m.a. Góðar upplýsinga-og þjónustusíður-Vefsjár sveitafélaga-Fjölbreytt efni um ferðamál og ferðalög á Íslandi.
- ICELAND WORLDWIDE Iceland, the land of the midnight sun, is becoming a favorite with those who seek adventure and freedom. Be it nature, sagas, geology or people that interest you, Iceland is the place to go
ÍSLENSK TÍMARIT ALLT FRÁ 1696 -
- FRÁ FYRSTU TÍMARITUM LANDSSINS TIL DAGSSINS Í DAG Ýmislegt að skoða ..
FRÁ A-Ö...
- TRÚARBRÖGÐ HEIMSSINS...
- VÍSINDAVEFUR H.Í Að vita meira og meira .
- ALMENNINGSBÓKASÖFN LANDSINS
- WIKIPEDIA
- BÓKASÖFN LANDSINS
TÆKNI og VÍSINDI
FJÖLBREYTTIR ÞÆTTIR...
- ÍSLAND Í DAG
- KASTLJÓS
- N4 SJÓNVARPSSTÖÐ NORÐAN HEIÐA
- GAMLA ÍNN TV SJÓNVARPSSTÖÐIN
- HRINGBRAUT SJÓNVARPSSTÖÐ
MATSELD
- MATARBLOGG SOFFÍU gómsætir réttir af öllum stærðum og gerðum...
- UPPSKRIFTIR SOLLU
- MARGAR MATAR UPPSKRIFTARSÍÐUR Eflaust eitthvað gott að finna ..
- KÖKUR OG EFTIRRÉTTIR Án hveiti sykurs og ger
- GULUR,RAUÐUR,GRÆNN OG SALT Hráfæði
HJÁLPARSTOFNANIR...
Fibromyalga...vefjagigt
Blekking í þjóðfélaginu...
Blekking í þjóðfélaginu...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.11.): 1
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 123068
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2014
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.