Leita í fréttum mbl.is

Mbl. minnist ekkert á viðtöku Ólafs forseta á Nehru friðar og afvopnunar verðlaununum í Indlandsferðinni !

( smá innskot...á meðan ég var að vinna í þessari færslu minni, tók frétt mbl. smá breytingu bæði varðandi myndir og texta ( verlaunaafhendingunni bætt við ) ... ( en ég er ekkert að breyta fyrirsögninni nú )

Einkennilegt að ekkert skuli vera í þessari grein mbl. minnst á afhendingu Nehru verðlaunanna til Ólafs forseta, sem fram í Indlandsförinni...

Það ætti nú að segja þá sögu til næsta bæja og landa...

Augu heimssins beinast að okkur þessa dagana margra hluta vegna og ættum við að nýta okkur það til góða. Aukin vináttu- og viðskiptatengsl við slíka stórþjóð lýðræðis, sem Indland er og sem telur rúman milljarð manna hlýtur að auka á virðingu okkar í alþjóðasamfélaginu.

Iceland_India_Locator

Ég held að við hér á litla landinu, gerum okkur ekki alveg grein fyrir hversu mikilsverður heiður þessi er, sem forsetinn okkar hlýtur og athygli á heimsvísu, sem einnig mun snerta landið og þjóðina alla. Við erum þekkt sem lítil friðarþjóð og munu verðlaun Ólafs forseta auka enn við þann orðstír. Og kappkosta ættum við að friður ríki meir milli ráðamanna almennt innbyrðis hér heima og meiri sameind í þjóðarmálum.

Ég er nú farin að hallast á að máttarvöldin séu okkur hliðholl...Tímasetningin er alveg mögnuð...Indland er eins og kunnugt er fjölmennasta lýðræðisríki veraldar og hugsið ykkur hversu margar milljónir manna um allan heim munu fylgjast með eða frétta af í gegnum fjölmiðlana. Vá. Þvílík landkynning og þá jákvæð fyrir friðsömu þjóðina litla Ísland í brennidepli með í för forsetans.

 

( og munið að Gordon Brown sækir innblástur til Nelsons Mandela ! )  En forsetinn okkar fer í viðurkenninga- og verðlaunahóp með Nelson Mandela sjálfum, en mr. Brown ekki !

Já þannig er það nú bara....Brown kemst ekki með tærnar þar sem Ólafur Ragnar er með hælana...

Meðal þeirra sem hlotið hafa Nehru verðlaunin sem er æðsta viðurkenning og verðlaun, sem Indland gefur og stendur fyrir fyrir friði og afvopnun í heiminum,  eru:

Martin Luther King forystumaður í réttindabaráttu blökkumanna,

Nelson Mandela leiðtogi Suður-Afríku,

Móðir Teresa leiðtogi í mannúðar- og líknarstarfi,

Helmut Kohl kanslari Þýskalands,

Aung San Suu Kyi frelsisleiðtogi íMyanmar (Burma),

Olof Palme forsætisráðherra Svíþjóðar

Og framkvæmdastjórar Sameinuðu þjóðanna, Javier Perez de Cuellar og U Thant sem fyrstur hlaut verðlaunin árið 1965.

Í fyrra var verðlaunahafinn Luiz Inacio Lula da Silva forseti Brasilíu.

Og mun forseti vor Ólafur Ragnar, bætast í hóp þessa merka fólks nú innan skamms.

Og held ég að við allflest gerum okkur ekki grein fyrir hversu mikið felst í starfi forseta og-eða forsetahjónanna í okkar þágu og landkynningu.

Forsetinn er okkar fulltrúi, þjóðhöfðingi og sameiningartákn...

Hér má finna nánari hugleiðingar mínar varðandi Indlandsför forsetahjónanna og fylgdarliðs...

http://josira.blog.is/blog/josira/entry/1002713/

 

josira


mbl.is Ólafur Ragnar á Indlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sporðdrekinn

Alveg ótrúlegur heidur! :o)

Sporðdrekinn, 13.1.2010 kl. 00:48

2 Smámynd: josira

Já kæri sporðdreki, Ólafi, land og þjóð til sóma...

josira, 14.1.2010 kl. 14:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

josira
josira

Orðin... Pára með penna á óskrifað blað, orðin um hugann renna. Með suð í eyra ég skrifa það, sem ég fæ að heyra. Hvaðan þau koma veit ég ei, en í höfði mínu óma. Líkt og eilífðin, sem gefur frá sér tóna og um himnasali hljóma.

Lítil síða lítur dagssins ljós... Hér hef ég hugsað mér að skrifa um allt og ekkert ... eða bara það sem mig langar til hverju sinni ... Vertu velkomin(n) kæri ferðalangur... í heimsókn hingað, þar sem þú hefur nú fundið vegaslóðan minn litla, í netheiminum stóra ...

 

Lyngrósin Ljóðin mín

Josiraice youtube ljóð og tónlist

Rósin Eldri heimasíða, sem ég get ekki uppfært lengur, en læt hana fylgja hér með.  (Hún virkar einungis í gegnum Internet Explorer)

Light Bearer -poem - josira 

Guðrún Lilja; mánadísin, mín eldri dóttir og Ljóðin hennar

Nýjustu myndböndin

Movie

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 123108

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband