Leita í fréttum mbl.is

Einkennileg ljós á himni yfir Vallarheiði, 4 feb. s.l.

 

ljos_a_himni_sudurnes 

Að morgni dags, þann 4 febrúar s.l. varð mér litið út um eldhúsgluggann í átt að fjallinu Keilir og sá einkennilegan bjarma á himni bregða fyrir... aftan fjallið.

Fannst mér það vera yfir ca. Vallarheiði eða Keflavíkurflugveli.

Fyrsta hugsun mín var hvort kviknað hefði í flugvél á flugi fyrir ofan flugvöllinn, eldhafið var slíkt um stund að sjá, héðan úr Kópavoginum, en himinn var heiður og blár að öðru leyti. Og tilhugsunun um að flugvél hefði verið að farast þarna, var hræðileg...

Hjartað hamaðist er ég fór að leita að kíkirnum. Þegar ég loks fann hann og leit í gegnum stækkunarglerið, sá ég að ekki gat það verið, að um eld eða sprengingu í flugvél væri um að ræða. Ljósið hélt lögun sinni, var kyrrt um stund, hvarf síðan og birtist síðan aftur á ný á öðrum stað. Og engan reyk var að sjá. Og var alveg magnað að sjá hversu bjart og gullið þetta ljós virtist vera.

Ég var alveg dolfalinn yfir að horfa á þennan ljósmikla hlut. Þá allt í einu mundi ég eftir myndavélinni og vatt ég mér úr glugganum og náði í hana. Í hita andartakssins gleymdi ég mér og súmmaði of mikið, því ég ætlaði svo sannanlega að ná skýrum og góðum myndum af þessu furðufyrirbæri.

ljos_a_himni_sudurnes3

Náði ég nokkrum myndum, en auðvitað alltof óskýrum ... Og til að kóróna stundina, þá kláruðust batteríin... Og engin auka að finna. Þannig fór nú það.

Hringdi ég þá í dóttur mína, en hún býr út á Keilissvæðinu og spurði hana hvort hún hefði séð eitthvað eða heyrt um þetta ljós. Hún hafði ekkert séð, en hafði heyrt talað um að einhver hefði séð einhver ljós á himni úr Hafnarfirði.

Ég fylgdist með fréttum, en ekkert var talað um þetta. Engum hef ég sagt frá þessari ljóssýn nema dóttur minni, fyrr en nú. Og þá einfaldlega vegna þess að þetta hefur eitthvað verið að leita á huga minn, um hvað þetta gæti hafa verið.

Hef ég aðeins verið að leita eftir einhverjum frásögnum en ekkert fundið. Gaman væri ef einhver þarna úti hefði eitthvað um þetta að segja.

 

josira

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

josira
josira

Orðin... Pára með penna á óskrifað blað, orðin um hugann renna. Með suð í eyra ég skrifa það, sem ég fæ að heyra. Hvaðan þau koma veit ég ei, en í höfði mínu óma. Líkt og eilífðin, sem gefur frá sér tóna og um himnasali hljóma.

Lítil síða lítur dagssins ljós... Hér hef ég hugsað mér að skrifa um allt og ekkert ... eða bara það sem mig langar til hverju sinni ... Vertu velkomin(n) kæri ferðalangur... í heimsókn hingað, þar sem þú hefur nú fundið vegaslóðan minn litla, í netheiminum stóra ...

 

Lyngrósin Ljóðin mín

Josiraice youtube ljóð og tónlist

Rósin Eldri heimasíða, sem ég get ekki uppfært lengur, en læt hana fylgja hér með.  (Hún virkar einungis í gegnum Internet Explorer)

Light Bearer -poem - josira 

Guðrún Lilja; mánadísin, mín eldri dóttir og Ljóðin hennar

Nýjustu myndböndin

Movie

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband