Leita í fréttum mbl.is

Skyldi það vera svo, með þessu nýja tungli og jarðskjálftahrinum ...

að nýjar gossprungur opnist aftur á Eyjafjallajökli eða jafnvel annars staðar ! ...

Get ekki neitað því þegar ég var að skrifa um hugsanleg goslok í gærkveldi, þá leið mér þannig að þetta væri, sem lognið á undan storminum, ef hægt er að segja svo. Vona að það reynist ekki rétt. 

Það hefur eitthvað innra með mér verið á varðbergi, síðan eldgosið hófst á Fimmvörðuhálsi þann 20 mars s.l. Og með hverjum degi, sem við höfum fengið að njóta þessa fallega og nokkuð örugga goss í hæfilegri fjarlægð frá byggðum bólum hefur maður þakkað máttarvöldum fyrir. Og beðið um vernd fyrir land og þjóð daglega.

natures light_fantasy

Hér fyrir neðan má lesa úr fyrstu færslu minni um eldgosið; 

P.S. var búin að sitja hér og tjá mig um eitt og annað ( þar á meðal, tengt fyrirboðum og sýnum ) í nokkuð langri grein, þegar allt fraus og hvarf á svipstundu.

Og eina ferðina enn gleymdi ég að vista reglulega !!!  Þegar hugurinn er á fleygiferð og margt þarf að rita, er athyglin ekki alveg á þeim takkanum. Manni finnst að þetta blessaða blogg umhverfi eigi að vera í lagi ... ( p.s. Kannski ég hafi bara ekkert átt að skrifa um það sem ég ætlaði mér. Best að hugsa það þannig, þá er ég sáttari ...) 

Svo mörg voru þau orð þá ...

Ég er að hugsa um nú, að segja frá þeirri sýn minni, sem flaug um hugskot mín þegar sagt var frá í fréttum, að eldgos væri hafið í Eyjafjallajökli um miðnættið þann 20-21 mars s.l. og ekkert nákvæmlega var vitað um staðsetnigu þá.

eagle_930069.jpg

Mér fannst að hraun rynni eftir Markarfljótinu, niður til sjávar, en að bæjum og búaliði í nágrenninu stafaði ekki beint hættu af því. En hafnarmannvirkin fyrir Herjólf niður í Landeyjarsandi yrðu fyrir skemmdum og þar afleiðandi seinkun yrði á opnun hafnarinnar. (en landslagsbreytingarnar þar yrðu til bóta, þegar upp væri staðið) Og Þórsmörkin væri breytt ásýndum, þó ekki eins mikið og ætla mátti.

angel2

Síðan um morgunin þegar vitað var um staðsetningu, létti mér, að þessi tilfinning mín og sýn hafði ekki við rök að styðjast og að eldstöðvarnar reyndunst, vera svo sérlega vel staðsettar, sem þær voru. Þegar ég leit sjónum fyrstu gosmyndirnar, þá sá ég þar myndast stóra bjarta veru, fyrir ofan eldstöðvarnar líkt og einhverja gyðju. Og innra með mér fann ég létti fara um mig og ég varð fullviss um að staðurinn væri undir vernd og allt færi vel, sem og reyndist vera. 

Síðar, þegar seinni sprungan opnaðist fannst mér, dökkar verur stíga þar upp með gosreyknum. Einhver uggur kom þá í mig og varð mér hugsað um, hvort nú yrði einhver breyting á hegðun gossins og endir væri á þessui ljúfa og fallega sjónarspili náttúrunnar og eitthvað miður gott mundi gerast.

En svo fannst mér það meira þó þannig, að þarna væri að losna um einhverja neikvæða orku okkar mannanna, sem samanþjappast hafði og safnast þarna undir niðri og náttúran var að hjálpa til með að koma upp á yfirborðið. Taka þátt í þeirri hreinsun og umbreytingu, sem þjóðfélagið okkar er að takast á við. ( Og á ég þá við, að samvitund okkar mannanna tengist einnig náttúrunni, sem og öllu sem lifir.)

En síðar hugsaði ég um, að kannski birtust mér þessir skuggar í reyknum, sem fyrirboði þess hörmulega slyss, sem átti sér stað á Fjallabaksleið. Ég veit það ekki. 

Reynum öll sem eitt, að fara ætíð varlega og gæta fyllstu aðgátar í samvistum við náttúruöflin. Og eins má minna á, að ekkert er fyrirsjáanlegt 100%, hvort, hvernig eða hvar eldgos hefst í kjölfar slíkra jarðhræringana, mælitækin mæla margt, en jörðin sjálf ákveður stund og stað, hverju sinni.

indiandreambackground cosmic_heart

Það eina sem við getum gert er, að vona það besta hverju sinni og að biðja þess í hjörtum okkar að mönnum og skepnum verði ætíð borgið, þegar jörðin byltist svona um og er með hugsanlegar fæðingahríðir. Og óvíst er hvort hún léttir á sér á yfirborðinu eða hulin´undir jökli eða annars staðar djúpt undir niðri ...

josira

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

josira
josira

Orðin... Pára með penna á óskrifað blað, orðin um hugann renna. Með suð í eyra ég skrifa það, sem ég fæ að heyra. Hvaðan þau koma veit ég ei, en í höfði mínu óma. Líkt og eilífðin, sem gefur frá sér tóna og um himnasali hljóma.

Lítil síða lítur dagssins ljós... Hér hef ég hugsað mér að skrifa um allt og ekkert ... eða bara það sem mig langar til hverju sinni ... Vertu velkomin(n) kæri ferðalangur... í heimsókn hingað, þar sem þú hefur nú fundið vegaslóðan minn litla, í netheiminum stóra ...

 

Lyngrósin Ljóðin mín

Josiraice youtube ljóð og tónlist

Rósin Eldri heimasíða, sem ég get ekki uppfært lengur, en læt hana fylgja hér með.  (Hún virkar einungis í gegnum Internet Explorer)

Light Bearer -poem - josira 

Guðrún Lilja; mánadísin, mín eldri dóttir og Ljóðin hennar

Nýjustu myndböndin

Movie

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 123110

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband