24.4.2010
Eru gosefnin kannski til góða ...
Við megum þakka máttarvöldunum fyrir í rauninni, hversu varfærnum höndum náttúran fer um okkur hér heima. T.d varðandi líf manna og dýra ásamt litlum skemmdum á mannvirkjum í eldgosunum á Fimmvörðuháli og Eyjafjallajökli. Hugur okkar allra er og hefur verið með fólkinu og skepnunum undir Eyjafjöllum og nágrenni þess hverja klukkustund þessa dagana og síðustu vikurnar.
Þegar hamfarirnar eru að baki og kyrrð komin á, munum við öll sem eitt leggja hjálparhönd, sem unnt er við hreinsun og lagfæringa þeirra svæða, sem öskufallið hefur hulið. Þjóðin hefur sýnt það, að á ögurstundum stendur hún ætíð saman.
Einnig er ég viss um að sjálfboðaliðar erlendis frá, munu koma í hreinsunina, líkt og eftir eldgosið í Vestmannaeyjum.
Um daginn ætlaði ég að pára á blað um eitthvað jákvætt í kjölfar eldgosanna. Ekkert varð úr því þá, þegar andinn kom yfir mig, þannig að nú munda ég mig í mitt fingrapikk og sendi orðin áfram nú, þarna út.
Þannig var að ég fór að hugsa um gosefnin, úr hverju þau væru. Hef lítið sem ekkert fundið á netinu, hvernig þessi aska er samansett, nema ég rak augun í orðið Andesit um daginn. Mundi það, en hef ekki enn fundið greinina þar sem á það var minnst. Og fyrst ég er andvaka og hugur minn leitar í þessar fyrrum hugsanir, þá ákvað ég að koma þessu frá mér.
En allavega þá líta þessar blessaðar hugmyndir eitthvað á þessa vegu;
Nr.1 Fá fólk á atvinnuleysisbótum, austur í þrif og hjálp við uppbyggingu á sveitabæjunum og löndum þess.
Nr.2 Fá landbúnaðar-vinnuvélar, sem standa og bíða eftir verkefnum austur og mannskap á þær,(sem eru á atvinnuleysisskrá með vinnuvélaréttindi). Eiga ekki bankar og stofnanir orðið fullt af vinnuvélatækjum, sem þeir hafa leyst til sín ? Ríkissjóður eða Viðlagasjóður gæti þá annars borgað laun fyrir aðra vinnuvéla-eigendur, sem eflaust eru einhverir á lausu ef þyrfti. Olíufélögin gætu svo gefið olíurnar á tækin.
Nr.3 Sá fyrir mér þrennt í stöðunni, gagnvart öskunni, sem liggur þarna yfir öllu sem leirteppi.
A. Moka henni til og safna á einn stað í hauga. Byrgja síðan með einhverjum netum, þannig að hún verði til friðs, sé ekki að fjúka um.
Því ég sá fyrir mér einhversskonar verkstæði-smiðju, þar sem sem mótaðir væru og og unnir mynjagripir t.d. styttur, vasar, myndir eða ker úr leir. (eða steyptir) Eitthver efni (Andesit !) notuð úr öskunni með einhveri annari blöndu. Bændurnir gætu þá unnið listmuni og selt úr þessum gosefnum, meðan landið væri að gróa upp og ná sér.
(þyrfti að kanna hvort einhver öskuefnanna væri unnt að nota.)
Einhversstaðar væri eflaust þá hægt, að nýta góða skemmu eða gamla hlöðu til þessa verkefnis og breyta með litlum tilkosnaði í leirmuna-verkstæði-smiðju.
B. Og í annan stað minnir mig að ég hafi heyrt, að gosefni almennt hafa reynst bara vel til að bæta jarðveginn, þegar búið er að plægja hann saman við þann gamla.
C. En eflaust þyrfti, að reyna að skola sem fyrst flúor efnunum úr, hvernig sem á allt er litið eða hvernig það yrði gert. Sjálfsagt væri hægt að tengja stórvirkt úðunarkerfi út á túnum og einhverjum högum. (dettur í hug vatnsúðunar-kerfi eins og eru á ökrum erlendis)
Nr.4 Spurning væri síðan hvort skepnurnar gætu farið á góð heimili í tímabundið fóstur um tíma, á meðan að uppbyggingu væri staðið. Og tún og hagar væru komin í gott stand að nýju.
Þetta er innlegg mitt að sinni til sveitarinnar fallegu, bænda og búaliðs undir Eyjafjöllum. Alveg sorglegt, að hugsa til þess að bændur þurfi kannski að leggja niður þar bú sín og ævistörf.
Iceland Volcano Eruption early 70's rare footage
Verum minnug þess hvílíku grettistaki var lyft í Vestmannaeyjum eftir gosið 1973 og bærinn varð blómlegur á ný með hjálp og elju margra mætra manna og kvenna, sem með von í hjarta og dugmiklar hjálparhendur lögðust á eitt og gerðu þann draum að veruleika, að byggð hæfist þar að nýju.
Í kjölfar þessara hugmynda minna (sýnar) fór ég á netið að afla mér einhverra upplýsinga um þetta orð Andesit, sem leitaði á mig (og er þá með e í endann á ensku.) Og það kom mér skemmtilega á óvart, að frá fornu fari hefur þetta efni verið notað. (hálfgert steypuefni, eflaust með blöndu annara efna) til notkunar t.d. í byggingar og styttur.
Hof Aþenu á Acropolis hæð
Seated man made of andesite Near Eastern, Anatolian, Neo-Hittite, Neo-Hittite or Aramaean, 10th8th century B.C.
Sun Gate in Tiahuanacu Bolivia
4000m above sea level, on the Altiplano in Bolivia, lies Tiahuanacu with the famous sun gate. No one knows for certain when this culture developed, from which culture it originated and, when and why it disappeared again. It is assumed that the Tiwanaku culture came from the Huari, a old peruvian culture. The culture site, located at the Titicaca Lake between Peru and Bolivia, was once a temple complex. The numerous images of presumed gods are proof of this. The complex and the stones are done with such a precision that it cannot be considered only a profane center.og annað ævagamalt handverk úr andesite að mér skilst ...
Í Suður-Afríku eru ýmsir nýmóðins hlutir steyptir úr andesite (örugglega ásamt einhverjum öðrum efnum)
og hugmyndir einhversstaðar annarsstaðar frá,
Þannig að mér sýnist nú margir möguleikar búa í þessum náttúrunnar nýju Íslands gjafarefnum.
Þökkum fyrir alla þá guðdómlegu ljóssins vernd, sem við höfum fengið hér á Íslandinu og höldum áfram að biðja fyrir landi og þjóð, sem og öðrum löndum og þjóðum og að alheimskærleikur og heilunarorka umvefji móðir jörð og allt hennar lífríki á þessum umbreytingartímum, sem við mannkyn erum að ganga í gegn um.
Í átt að nýjum og manneskjulegri þjóðfélögum, með auknu réttlæti, samkennd og raunsærri stjórnun, sem stuðlar einnig að mannfrelsi og friði.
josira
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Menning og listir, Stjórnmál og samfélag, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 05:38 | Facebook
Tenglar
ÝMSAR JÓLAVEFSÍÐUR
- Jólin-Þjóðminjasafnið jólasíður Þjóðminjasafnið
- jólavefur Júlla á Dalvík fullt af fróðleik um jólin
- Jólavefur Valla, sem geymir marga aðra jólavefi fjölbreytur jólavefur
- jóla-og áramótavefkort ýmis önnur vefræn tækiæriskort
BLANDAÐAR ÁHUGAVERÐAR VEFSÍÐUR
- LJÓSMYNDAKEPPNI Canon og mbl.
- VILTU VITA MEIRA Leiðsögn með lestri .. Sigríður Svavars - Leiðbeining - heilun- fyrirbænir
- ÓMAR RUN - Ljósmyndir Magnaðar myndir
- MADDÝ - Ljósmyndir Meiriháttar myndasmiður
ÝMSAR VEFMYNDAVÉLAR
- Nýjar Íslands vefmyndavélar Frábærir tenglar hérlendis og erlendis
- Vefmyndavélar - Vegagerðin - Suðausturland
- Vefmyndavélar víðs vegar um Ísland
VEÐUR - FÆRÐ - LOFTSLAG
LANDSBYGGÐIN LIFI...
- BETRI BYGGÐ UM LAND ALLT...
- LANDAKORT.IS Frábær síða um Ísland; m.a. Góðar upplýsinga-og þjónustusíður-Vefsjár sveitafélaga-Fjölbreytt efni um ferðamál og ferðalög á Íslandi.
- ICELAND WORLDWIDE Iceland, the land of the midnight sun, is becoming a favorite with those who seek adventure and freedom. Be it nature, sagas, geology or people that interest you, Iceland is the place to go
ÍSLENSK TÍMARIT ALLT FRÁ 1696 -
- FRÁ FYRSTU TÍMARITUM LANDSSINS TIL DAGSSINS Í DAG Ýmislegt að skoða ..
FRÁ A-Ö...
- TRÚARBRÖGÐ HEIMSSINS...
- VÍSINDAVEFUR H.Í Að vita meira og meira .
- ALMENNINGSBÓKASÖFN LANDSINS
- WIKIPEDIA
- BÓKASÖFN LANDSINS
TÆKNI og VÍSINDI
FJÖLBREYTTIR ÞÆTTIR...
- ÍSLAND Í DAG
- KASTLJÓS
- N4 SJÓNVARPSSTÖÐ NORÐAN HEIÐA
- GAMLA ÍNN TV SJÓNVARPSSTÖÐIN
- HRINGBRAUT SJÓNVARPSSTÖÐ
MATSELD
- MATARBLOGG SOFFÍU gómsætir réttir af öllum stærðum og gerðum...
- UPPSKRIFTIR SOLLU
- MARGAR MATAR UPPSKRIFTARSÍÐUR Eflaust eitthvað gott að finna ..
- KÖKUR OG EFTIRRÉTTIR Án hveiti sykurs og ger
- GULUR,RAUÐUR,GRÆNN OG SALT Hráfæði
HJÁLPARSTOFNANIR...
Fibromyalga...vefjagigt
Blekking í þjóðfélaginu...
Blekking í þjóðfélaginu...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2014
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.