Leita í fréttum mbl.is

Allt er gott sem endar vel ... Kúm bjargað úr haughúsi

 

Hjálpar-og björgunarsveitirnar okkar hugum djörfu, eru ætíð tilbúnir hvar og hvenær sem er um land allt, sé hjálpar þörf. Og skiptir þá ekki máli hvort sé um menn eða skepnur um að ráða.

Ég get svo sannarlega sett mig í spor blessaðra kúnna, sem sátu fastar þarna, því einu sinni  hlunkaðist ég niður um flórhlera niður í haughús í fjósi og það var afar óþægileg lífsreynsla, svo ekki sé meira sagt. En ég komst nú af sjálfsdáðum út um fjóshaugargatið eftir mikið puð og andþrengsli. Og var lánsöm líkt og kýrnar, að nýbúið var að moka að hluta til úr haughúsinu og fagnaði ég frelsinu er komst ég út.

cow-dolphin

Björgunarsveitarmenn frá Blönduósi og Hvammstanga voru kallaðir til í gær þegar þrjár kýr á bænum Litlu-Ásgeirsá í Víðidal lentu ofan í haughúsi. Hausinn á kúnum stóð einn upp úr haugnum að sögn Sigtryggs Sigurvaldasonar bónda. Björgunarmenn urðu haugskítugir við björgunina - í orðsins fyllstu merkingu.

„Það var bara rétt hausinn uppúr,“ sagði Sigurgeir um aðkomuna að kúnum. „Þær gátu lítið hreyft sig í þessu.“ Hann sagði að draga hafi þurft kýrnar á spili eftir endilöngu haughúsinu, um 15 metra vegalengd, að gati á húsinu.

 

josira

 

 


mbl.is Kúm bjargað úr haughúsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: ThoR-E

Þetta gerðist nú einusinni þegar ég var í sveit fyrir norðan.

Engir voru nú björgunarsveitarmennirnir mættir þá og þurftum við að drösla þeim þrír, fimm kvígum í gegnum allt haughúsið.

Ég þurfti að fara 3 í sturtu eftir þetta $%#$%"#%$

ThoR-E, 29.4.2010 kl. 12:14

2 Smámynd: josira

Takk fyrir innlitið og orðin, AceR .

Þetta hefur verið svaka atgangur og örugglega reynt á þol og þrek ykkar allra átta. Vá get alveg séð þetta fyrir mér og finn hreinlega fnykinn af ykkur og mér ... svona í leiðinni hahhaa  já og lyktin tók sinn tíma i að hverfa   ...og segja má að lokum, takk fyrir, að öll björguðumst við ...

josira, 29.4.2010 kl. 20:08

3 Smámynd: josira

Takk fyrir innlitið og orðin, AceR .

Þetta gerðist líka hjá mér í sveit fyrir norðan, en var ein úti í fjósi að þrífa er ég hrasaði og datt ofní haughúsið á bólakaf. Útilokað var fyrir mig að komast aftur upp um lúguna, þannig að ég varð að hálf- mjaka mér - synda áfram. Og ekki voru nú neinir gemmsar í boði þá til að getað hringt úr.

Ég hefði getað átt mín síðustu andartök þarna í haughúsinu. Ég held satt að segja að ekki hafi munað miklu.

Og þetta hefur verið svaka atgangur og örugglega reynt á þol og þrek ykkar allra átta. Vá get alveg séð þetta fyrir mér og finn hreinlega fnykinn af ykkur og mér ... svona í leiðinni hahhaa  já og lyktin tók sinn tíma i að hverfa   ...og segja má að lokum, takk fyrir, að öll björguðumst við ...

josira, 29.4.2010 kl. 20:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

josira
josira

Orðin... Pára með penna á óskrifað blað, orðin um hugann renna. Með suð í eyra ég skrifa það, sem ég fæ að heyra. Hvaðan þau koma veit ég ei, en í höfði mínu óma. Líkt og eilífðin, sem gefur frá sér tóna og um himnasali hljóma.

Lítil síða lítur dagssins ljós... Hér hef ég hugsað mér að skrifa um allt og ekkert ... eða bara það sem mig langar til hverju sinni ... Vertu velkomin(n) kæri ferðalangur... í heimsókn hingað, þar sem þú hefur nú fundið vegaslóðan minn litla, í netheiminum stóra ...

 

Lyngrósin Ljóðin mín

Josiraice youtube ljóð og tónlist

Rósin Eldri heimasíða, sem ég get ekki uppfært lengur, en læt hana fylgja hér með.  (Hún virkar einungis í gegnum Internet Explorer)

Light Bearer -poem - josira 

Guðrún Lilja; mánadísin, mín eldri dóttir og Ljóðin hennar

Nýjustu myndböndin

Movie

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband