Ég er satt að segja alveg við það að hætta að skilja hvernig þetta blessaða þjóðfélag er rekið og skilgreint, sem velferðarþjóðfélag. Velferðin er allavega engan vegin að skila sér að stórum hluta þjóðarinnar.
Og því miður eru æ fleiri, sem bætast í hóp þeirra, sem lifa við fátækaramörk, (fátækragildru) eins og t.d. þeir, sem standa í þeim sporum, að eiga í langvinnu atvinnuleysi, vegna veikinda, vera láglaunafólk eða eru í hópi einstæðra foreldra, öryrkja eða ellilífeyrisþega.
Hvenær kemur að því, að raunhæf og réttlát gildi til útreikninga lífsafkomu og launakjara einstaklinga, sem og fjölskyldufólks komi fram og að samstilling sé á borði, en ekki einungis í orði í þeim málum.
Er ég þá sérstaklega að tala um kjör láglaunafólksins í landinu, sem svo illa hefur gengið að bæta og lagfæra í áraraðir. Og lágmarkstekju - viðmiðin hafa ætíð verið ótrúlga lág. Síðan koma allvíða, þar að auki allskonar tekjutengdir útreikningar, sem skerða.
Og nefna vil ég, hversu mikil brenglun er, að mér finnst í gangi, varðandi ýmsa launaútreikninga hjá hálaunuðum. Er það raunsætt t.d. að innheimta 35.000 kr. fyrir tímavinnu sína, eins og talað er um að skilanefndarmenn geri hjá skilanefnd og slitastjórn Glitnis ? Gaman væri að vita hver uppskriftin er af svona góðri launatertu.
Svo ég víki nú aftur að þeim er minna hafa, þá held ég að lágmarkslaunin á atvinnumarkaðnum í dag, séu svona almennt einhversstaðar á bilinu 150.000 200.000. (fyrir utan skatt)
Hugleiðingar mínar nú, urðu hér til vegna lesturs greinar frá Velferðarráðherra Guðbjarti Hannessyni;
Fjögurra manna fjölskylda þarf 900 þúsund til að ná neysluviðmið.
" Séu báðir foreldrar fjögurra manna fjölskyldu útivinnandi þurfa báðir aðilar að afla sér 450 þúsund króna mánaðartekna að lágmarki til að standast neysluviðmið velferðarráðuneytisins upp á 617 þúsund krónur. Sé aðeins annar aðilinn í vinnu þarf sá að hafa 910 þúsund í mánaðarlaun."
"Séu neysluviðmiðin borin saman við skýrslu Hagstofu Íslands frá desember síðastliðnum kemur einmitt í ljós að hjá þeim er lægstar tekjur hafa nema útgjöldin 114,6 prósent af tekjum. Sömuleiðis duga tekjur næstlægsta hópsins ekki heldur fyrir nauðsynlegum útgjöldum. Það þýðir að helmingur íslenskra heimila á ekki fyrir útgjöldum og nær aðeins að halda heimilinu við með skuldsetningu eða með því að ganga á sparnað sé hann fyrir hendi"
Og læt ég fylgja með hér, úrdrátt og viðmið á útreikningum á
atvinnuleysisbótum hjá Greiðslustofu Vinnumálastofnunar
Upphæð grunnatvinnuleysisbóta reiknast í hlutfalli við bótarétt:
Atvinnuleysisbætur eru 149.523 kr. á mánuði miðað við 100% bótarétt.
Atvinnuleysisbætur eru 112.142 kr. á mánuði miðað við 75% bótarétt.
Atvinnuleysisbætur eru 74.762 kr. á mánuði miðað við 50% bótarétt.
Atvinnuleysisbætur eru 37.381 kr. á mánuði miðað við 25% bótarétt (lágmarksbótaréttur).
Vegna framfærsluskyldu barna yngri en 18 ára eru greiddar 5.981 kr. á mánuði með hverju barni (4% af óskertum grunnatvinnuleysisbótum).
"Launamenn: Tekjutenging atvinnuleysisbóta nemur 70% af meðaltali heildarlauna og er miðað við sex mánaða tímabil sem hefst tveimur mánuðum áður en umsækjandi varð atvinnulaus.
Réttur til tekjutengingar atvinnuleysisbóta gildir í 3 mánuði samtals frá upphafi bótatímabils ef skilyrði um tekjutengingu eru uppfyllt.
Sá sem sætir biðtíma eftir atvinnuleysisbótum á ekki rétt á tekjutengdum atvinnuleysisbótum."
og frá; Tryggingastofnun ; útreikningur lífeyris og tengdra bóta - janúar 2011
"Athugið að flestir bótaflokkarnir eru tekjutengdir og tekjur skerða bætur. Tekjur teljast allar greiðslur sem skattur er tekinn af, sem dæmi; eigin launatekjur, greiðslur frá lífeyrissjóðum, fjámagnstekjur (eigin og að hluta maka), ýmsir styrkir og fleira."
Og eins og sjá má er risagjá, sem ber þarna á milli meðallaunanna og þar undir, sem flestir lifa á og neysluviðmið Velferðarráðuneytissins, sem er í takt við raunveruleikann. Og ekki skrítið, að hver fjöldskyldan af annari eigi við alvarlegan fjárhag að stríð, sem oft leiðir til vonleysis og depurðar, missi eigna og að jafnvel upplausn heimila og fjölskyldna fylgir í kjölfarið. Og til sannsvegar má segja, að lottóvinningurinn í dag er að halda vinnu.
Læt fylgja hér með eldri bloggfærslu, því enn og aftur vil ég benda á að íslensk stjórnvöld ættu að taka sér, elsta og besta borgarstjórann í Kanada sér til fyrirmyndar, hana Hazel McCallion, en hennar motto hefur alltaf verið;
að halda fólki í vinnu og sköttum lágum.
... Er ekki komin tími til að úrýma fátækaramörkum og stjórna af skynsemi...
Því það er ógnarstór vandamála-og vanlíðunarbolti sem hleðst oft undarlega hratt upp, á svo víðtækan máta, sem tengist hinu daglega lífi og afkomu þess fólks, sem lifir snautt við fátækramörkin (fátækragildru) Nú þyrfti STRAX að fara í breytingar á þessu úrelta launa - útreikningakerfi hérlendis. Byrja á því að ;
Koma atvinnuhjólunum af stað, hækka grunnlaun lágtekjuhópa, hækka skattleysismörkin og afnema tekjutengingar.
Reynum að fara að byggja hér upp gott velferðarþjóðfélag, á þessari dásemdar draumaeyju, sem við búum hér á og hefur í raun okkur allt að gefa til að lifa hér í sátt og samlyndi, góðu lífi.
josira
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Vefurinn, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 17:02 | Facebook
Tenglar
ÝMSAR JÓLAVEFSÍÐUR
- Jólin-Þjóðminjasafnið jólasíður Þjóðminjasafnið
- jólavefur Júlla á Dalvík fullt af fróðleik um jólin
- Jólavefur Valla, sem geymir marga aðra jólavefi fjölbreytur jólavefur
- jóla-og áramótavefkort ýmis önnur vefræn tækiæriskort
BLANDAÐAR ÁHUGAVERÐAR VEFSÍÐUR
- LJÓSMYNDAKEPPNI Canon og mbl.
- VILTU VITA MEIRA Leiðsögn með lestri .. Sigríður Svavars - Leiðbeining - heilun- fyrirbænir
- ÓMAR RUN - Ljósmyndir Magnaðar myndir
- MADDÝ - Ljósmyndir Meiriháttar myndasmiður
ÝMSAR VEFMYNDAVÉLAR
- Nýjar Íslands vefmyndavélar Frábærir tenglar hérlendis og erlendis
- Vefmyndavélar - Vegagerðin - Suðausturland
- Vefmyndavélar víðs vegar um Ísland
VEÐUR - FÆRÐ - LOFTSLAG
LANDSBYGGÐIN LIFI...
- BETRI BYGGÐ UM LAND ALLT...
- LANDAKORT.IS Frábær síða um Ísland; m.a. Góðar upplýsinga-og þjónustusíður-Vefsjár sveitafélaga-Fjölbreytt efni um ferðamál og ferðalög á Íslandi.
- ICELAND WORLDWIDE Iceland, the land of the midnight sun, is becoming a favorite with those who seek adventure and freedom. Be it nature, sagas, geology or people that interest you, Iceland is the place to go
ÍSLENSK TÍMARIT ALLT FRÁ 1696 -
- FRÁ FYRSTU TÍMARITUM LANDSSINS TIL DAGSSINS Í DAG Ýmislegt að skoða ..
FRÁ A-Ö...
- TRÚARBRÖGÐ HEIMSSINS...
- VÍSINDAVEFUR H.Í Að vita meira og meira .
- ALMENNINGSBÓKASÖFN LANDSINS
- WIKIPEDIA
- BÓKASÖFN LANDSINS
TÆKNI og VÍSINDI
FJÖLBREYTTIR ÞÆTTIR...
- ÍSLAND Í DAG
- KASTLJÓS
- N4 SJÓNVARPSSTÖÐ NORÐAN HEIÐA
- GAMLA ÍNN TV SJÓNVARPSSTÖÐIN
- HRINGBRAUT SJÓNVARPSSTÖÐ
MATSELD
- MATARBLOGG SOFFÍU gómsætir réttir af öllum stærðum og gerðum...
- UPPSKRIFTIR SOLLU
- MARGAR MATAR UPPSKRIFTARSÍÐUR Eflaust eitthvað gott að finna ..
- KÖKUR OG EFTIRRÉTTIR Án hveiti sykurs og ger
- GULUR,RAUÐUR,GRÆNN OG SALT Hráfæði
HJÁLPARSTOFNANIR...
Fibromyalga...vefjagigt
Blekking í þjóðfélaginu...
Blekking í þjóðfélaginu...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 123108
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2014
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.