Leita í fréttum mbl.is

Erum föst enn í sömu dellunni ... ( skítnum )

 

Sennilega þeirri sömu og felldi okkur um koll, hér um árið í hrunadansinum.

Ég er ekki að sjá, finna eða skynja breytingar, sem lofað var að yrðu að veruleika hér í uppbyggingju lands og þjóðar eftir darraðadansinn þann og efnahagshrunið haustið 2008. Ég sé ekki betur en að enn séu það tölurnar haldgóðu ( mannanna verk), sem stjórna og stýra undirliggandi strengjum þjóðfélagssins. Ríkisstjórn, bankar, orku- og olíufyrirtæki halda öllu daglegu lífi, hjá allt of mörgum orðið í gíslingu, með sífelldum hækkunum og álögum allsskonar.

 

shake-down-money

 

Og hinn almenni borgari - alþýðan í landinu sekkur sífellt neðar og er að festast í forarpyttinn, sem fer greinilega stækkandi á ný, því ekki tókst að þurrka hann upp og eyða. Og magnvana almúgurinn hniprar sig saman auðmjúkur og lætur lítt fyrir sér fara í dellu skuggans, sem sogað hefur af þeim mörgum, þeirra eigið húsaskjól.

Og niðurbrotinn lýðurinn bíður eftir, að vonin fylli hug og sál að nýju og auki þrek og þor, ef einhver hugsanleg skíma skildi falla á það. (ljós í myrkrinu) Því loforð voru gefin er kallað var eftir umbreytingum í þjóðfélaginu, að aukið gagnsæi og réttlæti yrði notað og nýtt í hreinsunarferlinu, sem átti að gerast á öllum sviðum og hliðum í draumsýninni um hið nýja Ísland. Sorlegt ferli í raun, því landið okkar fagra hefur okkur allt að gefa með ríkidæmi sínu. Ef réttlæti, samvinna og samhyggð myndu halda um stjórnvölinn.

p.s. hef verið aðeins að hugsa um hvernig þetta blessaða hagkerfi hér funkerar. Hvernig þessi vinkona (vinnukona) fröken Vísitala er reiknuð út, sem mótar svo margt hjá okkur. Hvað er hagstætt að komi fram eða komi ekki fram á útreiknuðum blöðum hennar, hjá þeim er stjórna. Og hin vinkonan (vinnukonan) eða var það frænka einhvers hin svokallaða fröken Verðtryggingi, sem er að ég best veit, aðeins með búsetu hérlendis, hver græðir og hver tapar á hennar útreikningum. Hvaða hlutverki gegnir hún, svo allir tölulegir útreikningar séu sem bestir. O.s.fr. mætti fara um víðan völl og áfram spyrja.

upp

Hef líka verið að leiða hugann af fyrirtækjum, sem halda utan um endurskoðun t.d. eins og PwC, KPMG ásamt öðrum slíkum stórum og alþjóða þekktum nöfnum, sem sjá um ríkisstofnanir, banka, lífeyrissjóði ásamt allsskonar fyrirtækjum og stofnanir, víða um heim. Er eðlilegt að slík stór, gamalgróín fyrirtæki séu með puttana á svo vítækan máta ofan í innviðum ofangreindra viðskiptavina. Endurskoðunarfyrirtækin hafa þá væntanlega allmikla innsýn og vitneskju ofan í kjöl hjá hverju og einu þeirra. Spurning hvort heiðarleikinn, sé heill í gegn hjá þeim gagnvart viðskiptavinum, sem eru t.d. samkeppnisaðillar á einhverjum sviðum.

ancient_business 

Eru þessi sömu endurskoðunarfyrirtæki, enn að störfum, hér fyrir sömu aðila og fyrir hrun. ?

p.s. aftur. Mig bar aðeins af leið í þessum bloggorðum mínum. Þvi ég ætlaði nú eiginlega að skrifa um eitthvað jákvætt, eitthvað uppbyggjandi, eitthvað gott, eitthvað skemmtilegt ... en ég er þá allavega búin að létta af mér þessum vangaveltum, sem sóttu að mér.  

Josira

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

josira
josira

Orðin... Pára með penna á óskrifað blað, orðin um hugann renna. Með suð í eyra ég skrifa það, sem ég fæ að heyra. Hvaðan þau koma veit ég ei, en í höfði mínu óma. Líkt og eilífðin, sem gefur frá sér tóna og um himnasali hljóma.

Lítil síða lítur dagssins ljós... Hér hef ég hugsað mér að skrifa um allt og ekkert ... eða bara það sem mig langar til hverju sinni ... Vertu velkomin(n) kæri ferðalangur... í heimsókn hingað, þar sem þú hefur nú fundið vegaslóðan minn litla, í netheiminum stóra ...

 

Lyngrósin Ljóðin mín

Josiraice youtube ljóð og tónlist

Rósin Eldri heimasíða, sem ég get ekki uppfært lengur, en læt hana fylgja hér með.  (Hún virkar einungis í gegnum Internet Explorer)

Light Bearer -poem - josira 

Guðrún Lilja; mánadísin, mín eldri dóttir og Ljóðin hennar

Nýjustu myndböndin

Movie

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband