Leita í fréttum mbl.is

Líkt og sólargeislar, sem létta lund ... eru litlu afleggjararnir okkar

 

Hér er lítð ljóð, sem kom til mín eftir að ég eignaðist mitt fyrsta barnabarn, sonarsoninn Skúla Frey, en afmælisdagur hans er í dag. Hann er aldarmótarbarn, fæddur 10 mars á því herrans ári 2000.

 

Ömmustrákur

Líkt og fögur perla,
er döggin um stund.
Líkt og sólargeisli
sem léttir lund.
Líkt og augnablikið
sem líður hjá.

Þar sé ég
brosið þitt bjarta.

Að skynja fegurð
í öllu sem er
Sælli maður er sá,
sem það sér.
Innst í hjörtum
allra það býr.
Kærleiksaflið,
sem öllu snýr.

Þar sé ég
brosið þitt bjarta.

 

Skuli_Freyr2

 

 

 

lukka_vikugomul_skuli

 

 

 

SkuliFreyr_sumar1

Og litla ljóðið var ég að reyna að þýða yfir á ensku;

  
Granny’s Boy
 

Like a beautiful pearl

is the dew for a while.

Like a refulgent sunbeam

lighten up your mind.

Like a twinkling of the eye

as it passed by.

 

There I see

your brightly smile.

 

To perceive the beauty

in everything as it is.

A happier person

is the one who its sees

Inside of everyone’s heart it is,

the charity forces, who all turns.

 

There I see

your brightly smile.

   

Þessi yndislegi og efnilegi drengur er einn af mörgum ungum afkomendum þessa lands. Einn af æskuljómunum okkar, sem erfa munu landið og taka við búi þess og stjórnun í komandi framtíð. Ég get ekki neitað því að sárt þykir manni hvernig staðan er orðin hjá þjóðarbúinu í dag og að framtíðin virðist ekki sérlega björt í bili fyrir ungu afleggjarana okkar. En sameinuð getum við eldri kynslóðirnar, enn um sinn barist fyrir réttlátari og heiðarlegri þjóðfélagi og fært meiri birtu og von í farteskið þeirra.

 

 

josira

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

josira
josira

Orðin... Pára með penna á óskrifað blað, orðin um hugann renna. Með suð í eyra ég skrifa það, sem ég fæ að heyra. Hvaðan þau koma veit ég ei, en í höfði mínu óma. Líkt og eilífðin, sem gefur frá sér tóna og um himnasali hljóma.

Lítil síða lítur dagssins ljós... Hér hef ég hugsað mér að skrifa um allt og ekkert ... eða bara það sem mig langar til hverju sinni ... Vertu velkomin(n) kæri ferðalangur... í heimsókn hingað, þar sem þú hefur nú fundið vegaslóðan minn litla, í netheiminum stóra ...

 

Lyngrósin Ljóðin mín

Josiraice youtube ljóð og tónlist

Rósin Eldri heimasíða, sem ég get ekki uppfært lengur, en læt hana fylgja hér með.  (Hún virkar einungis í gegnum Internet Explorer)

Light Bearer -poem - josira 

Guðrún Lilja; mánadísin, mín eldri dóttir og Ljóðin hennar

Nýjustu myndböndin

Movie

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband