Leita í fréttum mbl.is

Sviði í lungum, vogin og fjallkonan,

Í morgun þegar ég vaknaði, var ég með einhvern sviða í lungunum og leitaði hugur minn að eldgosinu í Grímsvötnum. Sem hjaðnað hefur nú skjótt eftir öfluga virkni þess og krafta síðustu daga, ásamt geysimiklu magni ösku og annara gosefna, sem eftir það liggur og eða berst um með vindum víða.

Enn og aftur má þakka máttarvöldum fyrir að betur rættist úr, en í fyrstu var haldið.

Litlar skemmdir á eignum fólks og skepnufall í lágmarki.

24052011210_jpg_crop_display

bildeCAUQH5XA

Magnaðar myndir af upphafi gossins, tekanr af Ingólfi Bruun.

Ingolfur_KPS_samsetning7

Og nú aftur að sviðanum í lungum mínum. Í svefnrofunum var sem ég sæi vogina.

Svona í myndlíkingu sagt;

Sviðinn (erfitt að anda-aska áfram í andrúmslofti) fannst mér tengast því, að ekki væri lokið að sinni alveg dansi náttúrunnar (jarðskjálftar-elgos) En Vogin-gyðjan hallaðist ýmist til hægri eða vinstri undan misþungum vogarskálum sínum. Fannst mér hún standa einhversstaðar á milli Hofsjökuls og Vatnajökuls, fór að skoða landakort og staðsetningin fannst mér eiga við það svæði, sem kallast Háganga syðri og Háganga nyrðri.

Er hún að reyna að skapa jafnvægi, á milli landshluta ? Er hún að ákveða hvort hún eigi að halla þeirri skál, sem þyngri er ? Ætlar hún að minna á sig með haustinu, en tákn vogarinnar er 23 september-21 október eða á næstunni ? (einhver spekingur í afstöðu stjarnna með svör þarna úti ?)

Libra

Vogin er stjörnumerki  Vogin er m.a. merki félagslegra samskipta. Þær eru gæddar miklum persónutöfrum en eru oft dular og eiga líka oft erfitt með að taka ákvarðanir. Einnig er hún tákn gyðju réttlætis. Að auki fannst mér þær renna einhvern vegin saman, táknmynd fjallkonunnar okkar og vogarinnar. ( gott að ath. fyrir hvað þær standa.)

fjallkonan_180810

Upphaflega fjallkonumyndin var gerð af þýskum málara að nafni J. B. Zwecker eftir fyrirsögn Eiríks Magnússonar sem var bókavörður í Cambridge. Eiríkur lýsir táknum hennar svo í bréfi til Jóns Sigurðssonar 11. apríl 1866:
 

Konumyndin á að tákna Ísland, því hefur hún ískórónu á höfði, sem eldar gjósa upp úr. Á öxl hennar er hrafninn, Íslands einkennilegasti fugl, Óðins forni vin og skáldanna eftirlætisgoð, fréttafugl mikill og margkunnugur. Yfir sjónum flögrar már, en yfir brimsævi tíma og sögu berast rúnakefli að landi eða upp í fang konunni, og hefur hún þegar náð einu þeirra. Þetta átti svo sem að vera symbolum (tákn) bókmenntalandsins og sögulandsins okkar. Yfir er nótt og stirndur himinn og máninn uppi. Á bak við eru fjöll, tunglroðin á eggjunum.

Skrítn skynjun í kolli konu í dag. Kannski er einhverja samlíkingju að finna í þjóðfélagi okkar og ástandi þess, sem meira og minna er úr lagi gengið og hefur í raun marga bagga að bera, sem jafnvel vegna áratuga rangra ákvarðana stjórnvalda þar, sem ekki hefur verið stjórnað af réttlæti eða sanngirni til handa stórum hluta þjóðarinnar.

Við lifum í nánu sambandi við lifandi náttúru þessa lands okkar, elds, vatns og ísa. Það rís og það hnígur, það andar og er í sífellri sköpun. Vitund okkar og hugsanir tengst saman við það. Ekki þykir mér ólíklegt að á þessu ári, sé virkni hennar meiri, en og oft áður og tengist líka til s.l.ára. Of aðgerðalitlar breytingar eru í þjóðarvitundinni á þessu ljóssins landi, sem svo ótalmargt hefur að gefa okkur.

HeavenEarth

Við eigum að þakka fyrir alla þá vernd, sem æðri máttarvöld hafa gefið okkur nú um langan tíma, þegar náttúrhamfarir hafa átt sér stað hér. Og einnig að biðja um ljóssins vernd og blessun hverjum og einum til handa í bráð og lengd.

Kyrrstaðan í málum þjóðarinnar, vanmáttur hennar og erfið lífsskilirði alltof margra, sem beðið hafa eftir úrlausn til manneskjulegra lífs, meira réttlætis, sem kalla á umbreytingar og nýja þjóðfélagslegar úrbætur, sem óskað var eftir hrunadansinn 2008 eru lítt sjánlegar í hugsun og gjörð, sérstaklega þeirra er landinu stjórna og stýra.

satellite-image-of-iceland

Í ofinni samvitund lands og þjóðar þurfa að stillast strengir. Stundum finnst mér náttúran sé að hjálpa til með að kasta af sér hlekkjum gamalla hugsunar- og hegðunarmynstra og koma orku okkar í nýjan farveg með hreyfingum sínum. Við vitum líka, að gildi lífssins breytast í nágvígi náttúruhamfara. Fjármálaöflin hér vega allt of mikin þunga, í skálum réttlætis og jafnvægis. Breytum því. Og stöndum ætíð vörð um náttúruauðlindir okkar í lofti, láði og legi ...

TERRA_090202_1255 

josira  

 

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

josira
josira

Orðin... Pára með penna á óskrifað blað, orðin um hugann renna. Með suð í eyra ég skrifa það, sem ég fæ að heyra. Hvaðan þau koma veit ég ei, en í höfði mínu óma. Líkt og eilífðin, sem gefur frá sér tóna og um himnasali hljóma.

Lítil síða lítur dagssins ljós... Hér hef ég hugsað mér að skrifa um allt og ekkert ... eða bara það sem mig langar til hverju sinni ... Vertu velkomin(n) kæri ferðalangur... í heimsókn hingað, þar sem þú hefur nú fundið vegaslóðan minn litla, í netheiminum stóra ...

 

Lyngrósin Ljóðin mín

Josiraice youtube ljóð og tónlist

Rósin Eldri heimasíða, sem ég get ekki uppfært lengur, en læt hana fylgja hér með.  (Hún virkar einungis í gegnum Internet Explorer)

Light Bearer -poem - josira 

Guðrún Lilja; mánadísin, mín eldri dóttir og Ljóðin hennar

Nýjustu myndböndin

Movie

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband