19.10.2011
Bóluefni til bóta eða ... bölvunar
Eftir að hafa lesið mig til um bólusetningu ungra stúlkna gegn HPV. veirunni, sé ég að það er ekki bara ein hlið á málinu. Forvörnin sem á að felast í bóluefnasprautunum
Heldur eru miklar umræður á veraldarvefnum um skaðsemi bóluefnisins Cervarix. Hversvegna eru allar þessar víðtæku upplýsingar ekki að finna hjá Landlæknisembættinu !
Ég er í raun alveg undrandi, að ekki skuli vera búið að vera meiri umræður og kynning í gangi t.d. hjá fjölmiðlum á þessum sprautum og efnisinnihaldi þeirra. Það er sláandi að lesa um skaðsemi efnanna, ég fékk bara hroll um mig.
Mér finnst það vera háalvarleg ákvörðun Landlæknisembættisins ef það hefur ekki kynnst sér til fullnustu allt um þetta bóluefni Cervarix, sem byrjað er að gefa æskuljómum landssins, ungu stúlkunum okkar sem og á að veita þeim forvörn gegn leghálskrabbameini síðar, en eru kannski í raun dulin eiturefni, sem kalla á allt annað.ATH. ER EKKI BESTA FORVÖRNIN FRÆÐSLA UM HEILBRIGT KYNLÍF OG NOKTUN Á VERJUM (SMOKKUM) frekar en að sprauta bóluefnum, sem ekki er kannski fullvitað um hver áhrifin hugsanlega geta orðið á líkama manneskju (aukaáhrif) til framtíðar.
Heilmiklar umræður er á veraldarvefnum um skaðsemi bóluefnisins Cervarix. og cervarix vs gardasil og hve hættuleg efni þetta eru. Eru HPV. bólusetningarnar góður kostur fyrir dóttir þína !
Þessar upplýsingarnar er að finna á vef Landlæknisembættisins um aukaverkanir lyfssins;
Hafa bóluefnin einhverjar aukaverkanir?HPV-bóluefnin, eins og öll önnur bóluefni, geta valdið aukaverkunum. Algengustu aukaverkanir eru roði, bólga og eymsli á stungustað, í einstaka tilfelli fylgir hiti. Þessi vægu einkenni hverfa innan fárra daga.
Geta bóluefnin haft alvarlegar aukaverkanir?
Bóluefnin gegn HPV hafa verið rannsökuð í mörg ár og eru álitin mjög örugg. Í dag er ekki vitað um neinar alvarlegar aukaverkanir sem rekja má beint til þeirra. Því er talið að HPV-bóluefni séu jafnörugg og önnur bóluefni sem notuð eru í almennum bólusetningum hér á landi.
Frétt mbl.í síðasta mánuði um að bólusetningu ungra stúlkna gegn HPV sé að hefjast.
Almenn bólusetning gegn HPV (Human Papilloma Virus) hefst hér á landi seinni hluta septembermánaðar. Í vetur verður stúlkum sem fæddar eru 1998 og 1999 boðin bólusetning og framvegis verða 12 ára stúlkur bólusettar árlega. Bólusett verður með bóluefninu Cervarix sem framleitt er af GSK og felur full bólusetning í sér þrjár sprautur sem gefnar verða á 6-12 mánaða tímabili.Einungis einn er sjáanlegur, sem bloggað hefur við frétt mbl.
Þorsteinn Sch Thorsteinsson
Áhætta eins og dauðsföll og alvarlegar aukaverkanir hluti af HPV bólusetningu
-úrdráttur-
Þær upplýsingar sem fólk getur fundið frá heilbrigðisfólki, fórnalömbum og öðrum aðilum segja okkur að HPV bóluefnin séu ekki örugg eða hvað þá fullkönnuð. Í þessum töluðu orðum hafa 102 einstaklingar látist eftir HPV- bólusetningu, 4.616 náðu ekki bata, 760 hlutu varanlega örorku, 8.926 tilfelli á bráðamóttöku, 2.287 sjúkrahúslegur eftir bólusetningu skv. VAERS- gagnagrunninum og sanevax.org/ og það má segja að allar þessar tölur hafa verið að hækka. Mikið af þessum tölum koma reyndar frá heilbrigðisfólki.
Eitt er þó nokkurn vegin víst að heilbrigðisyfirvöld (Landlæknisembættið ,sóttvarnarlæknir) hér munu alls ekki nefna eina einustu tölu í þessu sambandi um dauðsföll, alvarlegar aukaverkanir, hvað þá einu orði um innihaldsefnin í HPV- bóluefninu. Hvort sem við tölum um þetta tiltekna bóluefni eða önnur, þá fær almenningur lítið sem ekkert að vita um innihaldsefni, alvarlegar aukaverkanir, og hér hefur aldrei verið gefinn út á íslensku einn einasti bæklingur eða gögn yfir eitt einasta bóluefni.
Og nú hef ég lesið bloggpistil hjá Ingibjörgu Gunnlaugsdóttir (Agny),
DULIN ÓFRJÓSEMISEFNI Í BÓLUEFNUM. BÓLUEFNI BJARGVÆTTUR EÐA BÖÐULL?
-úrdráttur-
Um Gardasil leghálskrabbameins bóluefnið sem er verið sprauta stúlkur á aldrinum 9-26 ára.
Gardasil inniheldur Polysorbate 80, sem er tengt við ófrjósemi hjá músum, skrifaði Dee Nicholson, hjá National Communications Director for Freedom in Canadian Health Care. Það er greinilega merkt í innihalds listann sem fylgirbóluefninu.
Vertu viss um að lesa innihaldsefna lista Gardasil áður en þú lætur sprauta þig, þar sem það inniheldur efni sem valdið getur skemmdum á þínu æxlunarfærakerfi. Konur sem voru barnshafandi þegar þær voru bólusettar eða voru mjög nálægt þungun hafa einnig orðið fyrir því að missa fóstur, smkvæmt skýrslum varðhundsins, Judicial Watch. Berðu ábyrgð á því hvað þú borðar, notar eða lætur sprauta í þig til þess að vera viss um að líkami þinn sé sem best undirbúinn fyrir þungun og mögulegt er. Þeir uppgötvuðu fjölmargar skýsrslur þar um ósjálfrátt fósturlát frá FDA eftir hafa notað Freedom of Information
HPV veiraTekið af vef Landlæknisembættissins - úrdráttur- og ýmsar spurningar og svör;
HPV-veiran (Human Papilloma Virus) er aðalorsök forstigsbreytinga- og krabbameins í leghálsi. Veiran er mjög algeng og er talið að um 80% kvenna smitist af henni einhvern tímann á ævinni. Veiran smitast við kynmök og er einkum algeng hjá ungu fólki sem lifir virku kynlífi.
Úr fræðsluriti um HPV - Áhættuþættir;
Það hefur lengi verið vitað að leghálskrabbamein tengist
á einhvern hátt kynlífshegðan. Margir áhættuþættir hafa verið
nefndir og nú er ljóst að þeir tengjast allir kynsmiti með veiru sem nefnd
er HPV (human papilloma virus). Veiran ein sér veldur ekki
krabbameini heldur koma einnig aðrir þættir til, svo sem önnur
kynsmit (t.d. klamydíusmit), fjöldi rekkjunauta og reykingar
(- VARÚÐ EKKI FYRIR VIÐKVÆMA- )
( Hér má nálgast myndir af google af þessum óhugnanlega sjúkdóm )
Og áfram skal haldið frá Landlækni ; HPV-veiran hefur meir en 100 undirtegundir. Um það bil 40 þeirra geta valdið sýkingum í kynfærum bæði karla og kvenna og þar af eru 1517 stofnar sem tengjast krabbameini. Sýking af völdum ákveðinna tegunda veirunnar getur valdið forstigsbreytingum í leghálsi og leghálskrabbameini. Þessar sömu tegundir geta einnig valdið sýkingum í öðrum líffærum sem geta þróast yfir í krabbamein, s.s. í endaþarmi, leggöngum og í ytri kynfærum bæði kvenna og karla, en einnig getur veiran valdið krabbameini í hálsi og berkjum og smitast þá við munnmök.
ATH. ER EKKI BESTA FORVÖRNIN FRÆÐSLA UM HEILBRIGT KYNLÍF OG NOKTUN Á VERJUM (SMOKKUM) frekar en að sprauta bóluefnum, sem ekki er kannski fullvitað um hver áhrifin hugsanlega geta orðið á líkama manneskju (aukaáhrif) til framtíðar.
Meira lesefni frá Landlæknir;
Í flestum tilvikum eyðir ónæmiskerfi líkamans veirunni en hjá minnihluta kvenna getur sýkingin orðið viðvarandi. Við það eykst mjög hætta á alvarlegum forstigsbreytingum og krabbameini í leghálsi. Mikilvægt er að bólusetja stúlkur áður en þær hefja kynlíf, en meðalaldur íslenskra stúlkna þegar þær eiga fyrstu kynmök sín er 15,6 ár.Hvers vegna er verið að bólusetja 12 ára stelpur?
Meðalaldur íslenskra stúlkna við fyrstu kynmök eru 15,6 ár. Bóluefnin gefa bestu vörnina ef stúlkur eru bólusettar áður en þær hefja kynlíf. Til að byggja upp sem besta vörn er almennt gert ráð fyrir að bólusett sé á aldursbilinu 1025 ára. Auk þess sem bólusetning á þessum aldri fellur vel að almennum barnabólusetningum
Hversu lengi dugar bólusetningin?
Það er ekki vitað nákvæmlega þar sem bóluefnin eru tiltölulega ný en vonir standa til að áhrif bólusetningarinnar vari ævilangt. Nú, árið 2011, er þó vitað að þau veita vernd í a.m.k. 8 ár. Fylgst er mjög náið með virkni bóluefnanna svo hægt sé að meta hvort endurtaka þurfi bólusetninguna síðar á ævinni.
Bóluefnin eru fyrst og fremst fyrirbyggjandi og hafa ekki áhrif á forstigsbreytingar sem þegar eru komnar. Bóluefnin eru ekki notuð í lækningarskyni.
Þar sem ekki fæst full vörn með bólusetningunni er mikilvægt fyrir konur að fara reglulega í leghálskrabbameinsleit þar sem tekið er frumustrok frá leghálsi til greiningar forstigsbreytinga eða krabbameins á byrjunarstigi.
Þrátt fyrir að hafa fengið HPV-bólusetningu er nauðsynlegt fyrir konur að fara reglulega í leghálsskoðun.
Ég mæli með að foreldrar og ungar stúlkur kynni sér eins og hægt er allar hliðar á þessum málum, áður en ákvörðun er tekin um bólusetningu gegn HPV. veirunni ásamt því að læra og vita um hvað snýr að vörnum og heilbrigðu kynlífi.
ATH. ER EKKI BESTA FORVÖRNIN FRÆÐSLA UM HEILBRIGT KYNLÍF OG NOKTUN Á VERJUM (SMOKKUM) frekar en að sprauta bóluefnum, sem ekki er kannski fullvitað um hver áhrifin hugsanlega geta orðið á líkama manneskju (aukaáhrif) til framtíðar.
josira
p.s. á hér í leiðindabasli með hliðareiningarnar á síðunni. gengur illa að koma öllu á sinn stað -hverfur alltaf öðru megin -
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Heilbrigðismál, Lífstíll, Vinir og fjölskylda | Facebook
Tenglar
ÝMSAR JÓLAVEFSÍÐUR
- Jólin-Þjóðminjasafnið jólasíður Þjóðminjasafnið
- jólavefur Júlla á Dalvík fullt af fróðleik um jólin
- Jólavefur Valla, sem geymir marga aðra jólavefi fjölbreytur jólavefur
- jóla-og áramótavefkort ýmis önnur vefræn tækiæriskort
BLANDAÐAR ÁHUGAVERÐAR VEFSÍÐUR
- LJÓSMYNDAKEPPNI Canon og mbl.
- VILTU VITA MEIRA Leiðsögn með lestri .. Sigríður Svavars - Leiðbeining - heilun- fyrirbænir
- ÓMAR RUN - Ljósmyndir Magnaðar myndir
- MADDÝ - Ljósmyndir Meiriháttar myndasmiður
ÝMSAR VEFMYNDAVÉLAR
- Nýjar Íslands vefmyndavélar Frábærir tenglar hérlendis og erlendis
- Vefmyndavélar - Vegagerðin - Suðausturland
- Vefmyndavélar víðs vegar um Ísland
VEÐUR - FÆRÐ - LOFTSLAG
LANDSBYGGÐIN LIFI...
- BETRI BYGGÐ UM LAND ALLT...
- LANDAKORT.IS Frábær síða um Ísland; m.a. Góðar upplýsinga-og þjónustusíður-Vefsjár sveitafélaga-Fjölbreytt efni um ferðamál og ferðalög á Íslandi.
- ICELAND WORLDWIDE Iceland, the land of the midnight sun, is becoming a favorite with those who seek adventure and freedom. Be it nature, sagas, geology or people that interest you, Iceland is the place to go
ÍSLENSK TÍMARIT ALLT FRÁ 1696 -
- FRÁ FYRSTU TÍMARITUM LANDSSINS TIL DAGSSINS Í DAG Ýmislegt að skoða ..
FRÁ A-Ö...
- TRÚARBRÖGÐ HEIMSSINS...
- VÍSINDAVEFUR H.Í Að vita meira og meira .
- ALMENNINGSBÓKASÖFN LANDSINS
- WIKIPEDIA
- BÓKASÖFN LANDSINS
TÆKNI og VÍSINDI
FJÖLBREYTTIR ÞÆTTIR...
- ÍSLAND Í DAG
- KASTLJÓS
- N4 SJÓNVARPSSTÖÐ NORÐAN HEIÐA
- GAMLA ÍNN TV SJÓNVARPSSTÖÐIN
- HRINGBRAUT SJÓNVARPSSTÖÐ
MATSELD
- MATARBLOGG SOFFÍU gómsætir réttir af öllum stærðum og gerðum...
- UPPSKRIFTIR SOLLU
- MARGAR MATAR UPPSKRIFTARSÍÐUR Eflaust eitthvað gott að finna ..
- KÖKUR OG EFTIRRÉTTIR Án hveiti sykurs og ger
- GULUR,RAUÐUR,GRÆNN OG SALT Hráfæði
HJÁLPARSTOFNANIR...
Fibromyalga...vefjagigt
Blekking í þjóðfélaginu...
Blekking í þjóðfélaginu...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2014
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Góð samantekt.
halkatla, 3.11.2011 kl. 19:48
Takk fyrir innlitið kæri/kæra pirrhringur ...
Alltof litlar umræður finnst mér í fjölmiðlum vera um þau innihaldsefni, sem eru í HPV bóluefnasprautunum og af hugsanlegum aukaverkunum þeirra til framtíðar ...
Landlæknisembættið hefur t.d. ekkert látið uppi um að alvarlegar aukaverkanir, sem komið hafa upp erlendis s.b.r.´sem er að finna í bloggpislum Þorsteins og Agnýar hér að ofan ...
Á síðu embættisins er einungis að finna um að;
" Algengustu aukaverkanir eru roði, bólga og eymsli á stungustað, í einstaka tilfelli fylgir hiti. Þessi vægu einkenni hverfa innan fárra daga "
En annað hefur nú þegar komið á daginn ! Nokkrar stúlkur veiktust eftir sprautu ... http://www.mbl.is/frettir/innlent/2011/11/03/veiktust_eftir_sprautu/
Verum almennt vakandi yfir efnasamsetningu í bóluefnasprautum. !
josira, 6.11.2011 kl. 19:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.