Magnað að horfa á þessi myndbönd. Sem sýna og segja frá fornum leyndardómsfullum borgum, sem fundist hafa, ofanjarðar, neðanjarðar og í sjó.
Og vekur upp spurningar um, að mannkynssagan sé í raun ekki alveg eins og hún er sögð (talin) vera.
Gobekli Tepe, eru um það bil 12.000 ára gamlar óútskýranlegar byggingar, sem grafnar voru upp í Tyrklandi.
Derinkuyu, er ótrúleg neðanjarðarborg í Tyrklandi þar sem talið er að um 20.000 þús manna hafa búið.
Yonaguni er talin vera um 8000 - til 10.000 þúsund ára gömul neðansjávarborg, sem fannst við Japansstrendur og er byggð úr gríðarlega stórum steinblokkum, sem minna á pýramita
Og hér er fræðandi síða um 10 leyndardómsfyllstu staði jarðarinnar, sem fundist hafa og vitað er um.
Já það er margt óvænt, áhugavert, sumt óútskýranlegt og eða hulið leyndardómum, sem hægt er að rekast á, þegar er verið vafra um í hinum stóru netheimum.
Og ætíð er gaman að fá að fræðast bæði um gamla og nýja hluti.
josira
(ps. er að lenda í því, að bloggsíðueiningarnar mínar virðast vera stundum með sjálfsstæðan vilja, t.d. er hægri einingin að hverfa úr sínum stað í tíma og ótíma og yfir hinum megin. Kannast einhver við svona síðueiningaflakk ? )
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Ferðalög, Heimspeki, Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 17:26 | Facebook
Tenglar
ÝMSAR JÓLAVEFSÍÐUR
- Jólin-Þjóðminjasafnið jólasíður Þjóðminjasafnið
- jólavefur Júlla á Dalvík fullt af fróðleik um jólin
- Jólavefur Valla, sem geymir marga aðra jólavefi fjölbreytur jólavefur
- jóla-og áramótavefkort ýmis önnur vefræn tækiæriskort
BLANDAÐAR ÁHUGAVERÐAR VEFSÍÐUR
- LJÓSMYNDAKEPPNI Canon og mbl.
- VILTU VITA MEIRA Leiðsögn með lestri .. Sigríður Svavars - Leiðbeining - heilun- fyrirbænir
- ÓMAR RUN - Ljósmyndir Magnaðar myndir
- MADDÝ - Ljósmyndir Meiriháttar myndasmiður
ÝMSAR VEFMYNDAVÉLAR
- Nýjar Íslands vefmyndavélar Frábærir tenglar hérlendis og erlendis
- Vefmyndavélar - Vegagerðin - Suðausturland
- Vefmyndavélar víðs vegar um Ísland
VEÐUR - FÆRÐ - LOFTSLAG
LANDSBYGGÐIN LIFI...
- BETRI BYGGÐ UM LAND ALLT...
- LANDAKORT.IS Frábær síða um Ísland; m.a. Góðar upplýsinga-og þjónustusíður-Vefsjár sveitafélaga-Fjölbreytt efni um ferðamál og ferðalög á Íslandi.
- ICELAND WORLDWIDE Iceland, the land of the midnight sun, is becoming a favorite with those who seek adventure and freedom. Be it nature, sagas, geology or people that interest you, Iceland is the place to go
ÍSLENSK TÍMARIT ALLT FRÁ 1696 -
- FRÁ FYRSTU TÍMARITUM LANDSSINS TIL DAGSSINS Í DAG Ýmislegt að skoða ..
FRÁ A-Ö...
- TRÚARBRÖGÐ HEIMSSINS...
- VÍSINDAVEFUR H.Í Að vita meira og meira .
- ALMENNINGSBÓKASÖFN LANDSINS
- WIKIPEDIA
- BÓKASÖFN LANDSINS
TÆKNI og VÍSINDI
FJÖLBREYTTIR ÞÆTTIR...
- ÍSLAND Í DAG
- KASTLJÓS
- N4 SJÓNVARPSSTÖÐ NORÐAN HEIÐA
- GAMLA ÍNN TV SJÓNVARPSSTÖÐIN
- HRINGBRAUT SJÓNVARPSSTÖÐ
MATSELD
- MATARBLOGG SOFFÍU gómsætir réttir af öllum stærðum og gerðum...
- UPPSKRIFTIR SOLLU
- MARGAR MATAR UPPSKRIFTARSÍÐUR Eflaust eitthvað gott að finna ..
- KÖKUR OG EFTIRRÉTTIR Án hveiti sykurs og ger
- GULUR,RAUÐUR,GRÆNN OG SALT Hráfæði
HJÁLPARSTOFNANIR...
Fibromyalga...vefjagigt
Blekking í þjóðfélaginu...
Blekking í þjóðfélaginu...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2014
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Þessi "neðanjarðarborg" við Japansstrendur eru jarðmyndanir frá náttúrunnar hendi.
Myndböndin eru með ólíkindum mikil vitleysa og spekúlasjónir um geimverur ofbjóða skynsemi manns. Ég legg til að þú lesir þig til um þetta á jarðbundnari miðlum. Wikipedia er ágætis byrjun.
Gobekli Tepe er sannarlega merkileur fundur og ef rétt reynist að þessi strúktúr sé frá um 8000 fyrir krist, þá þurfa menn að endurskoða söguna aðeins. Menn eru þó ekki að segja of mikið enn því enn hafa aðeins 5% af þessu verið grafin upp, svo of snemmt er að segja um hvað þetta er í raun.
Það eina sem þessi fundur staðfestir þá í raun er sú að borgmenning, landbúnaður, listir og vísindi eiga sér um 2-3000 árum lengri sögu en áður var haldið. Sú niðurstaða aftur á móti byggist jú á því sem þegar hefur verið uppgötvað og því er ekki rakið lengra aftur, eðlilega.
History Channel er þekkt af svona sensationalisma og rakinni þvælu, svo taktu öllu þaðan með svona tonni af salti.
Jón Steinar Ragnarsson, 23.10.2011 kl. 05:11
neðansjávarborg við Japansstrendur átti þetta að vera....
Neðanjarðarborgin í Tyrklandi hefur annars fyrir löngu verið skýrð og ekkert dularfullt við hana. En eins og ég segi...þessi myndbönd eru sorglegur branadari og viðmælendurnir hlægilegir. (geimfarafornleyfafræðingur t.d. grein sem ekki er til)
Jón Steinar Ragnarsson, 23.10.2011 kl. 05:14
Já , sæll nafni JSR
kæri Jón Steinar takk fyrir innnlit, kvitt og góðar ath. Tek þær til greina. En þú getur nú rétt ímyndað þér að Þegar svona áhugaverðir staðir, líkt og margra þúsund ára gamlar týndar borgir spretta upp á skjáinn hjá manni sisona, þá er nú stutt í að ævintýra- og indiana jones fílingur grípi mann hérna fyrirvaralaust í netheimum og á augabragði er maður horfin inn í öll þessi undur. Og gleymir að kanna undirstöður sögunnar til fulls, áður en hún er gefin til þess næsta.
Ég get svosum alveg séð fyrir mér líkt og að ef eitthvað af okkar stórkostlegu stuðlabergsmyndunum myndu finnast neðansjávar við strendur landssins, gæti það jafnvel litð út sem risavaxnar steinblokkir (vísir að horfinni borg) haha smá gaman
En að öllu jöfnu þá nota ég Wikipedia mikið og vísa reyndar oft þangað í bloggskrifum mínum mínum, en gleymdi að þessu sinni að staldra þar við.
En það er alltaf gaman að fræðast og stundum fer hugurinn á flug, þar sem eigi er t.d. unnt að útskýra eða staðhæfa um hvað eða hvort séu um mannanna verk að ræða. sbr. það sem er að finna á slóðinni hér fyrir ofan um 10 leyndardómsfyllstu staði jarðarinnar. Þar á meðal er t.d.Tiahuanacu (Bolivia) að finna, sem talin er um 17.000 gömul. Þeir eru nú ekki sammála fræðingarnir um hvernig þessi borg var byggð. Á þeim tíma á ekki að hafa verið kunnátta til þess og jafnvel ekki í dag.
En gera óútskýranlegir eða dularfullir hlutir ekki lífið bara meira spennandi á stundum.
kveðja JSR
josira, 26.10.2011 kl. 11:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.