5.12.2011
Búum til betri heim ...
Hátíð ljóssins nálgast nú óðum og einhvern vegin er það nú svo, að frá ári til árs þá hlakkar flestum til þessara hátíðisdaga, en alltof mörgum kvíður þó fyrir þeim og geta ekki notið þeirra sem skyldi, margra hluta vegna.
En flestir allavega hér á landinu okkar fallega geta þó notið ljósanna, sem tindra í skammdeginu og gefa birtu í hjartað.
Um allan heim eru jafnan friðarstundir haldnar og hátíð ljóssins fagnað á einhvern máta þó um ólíka trúarlega og eða aðra nálgun sé um að ræða og er oft gert vopnahlé þar sem stríð ríkir um tíma. Einhver lotning og kærleikur umlykur mannfólkið um stund. En síðan tekur við á ný hverdagsleikinn, strit og stríð.
Viss er ég um, að stór hluti mannkyns óskar eftir að friður og mannfrelsi fari að ríkja, en ófriður, fátækt og misrétti skuli víkja. Og að meiri jöfnun lífgæða sé landa og manna á milli.
Margur ljótleikinn í heiminum er og hefur því miður verið gerður í skjóli eða í nafni trúar og stjórnmála í gegnum aldirnar, sem og eru auðvitað mannanna verk. Þannig er nú það.
Komin er tími á að breytingar eigi sér stað jafnt og þétt, sem móta munu til framtíðar komandi kynslóða, betri heim.
Það má greina, að þær eru þó í raun hafnar og þá sérstaklega nú í kjölfar fjármála-heimskreppunar, sem skall á haustið 2008. Fólk lætur ekki rekast lengur í einhverjum hjörðum, það vill hreinsanir, umbreytingar og réttlæti á mörgum sviðum, það vill ekki stríð heldur frið og að gömul úrelt fjármála-trúar-og stjórnmálakerfi verði felld um koll.
Fólk er orðið æ upplýstara og er í auknum mæli farið að vakna til vitundar um mannlega stöðu sjálf síns, náttúrunnar og heimsmálanna og einnig meðvitaðara um hug sinn, sál og líkama, sem og kallar fram á breytta lífshætti, viðhorf og lífsgildi og gerir þátttöku þess virkari í þjóðfélags- og umhverfismálum almennt.
Breytingar hefjast innra með hverjum og einum. Hver og einn verður að taka á sínum málum, hreinsa til í eigin garði svo unnt sé að sá nýjum friðar-og ljóssins fræjum, sem munu vaxa, dafna og blómstra.
Tökum saman höndum, styðjum og styrkjum þá sem á þurfa að halda hverju sinni. Stöndum ætíð vörð um lítilmagnann. Sameinum þar, sem sundrung ríkir. Stöndum vörð um náttúruna. Njótum hverrar árstíðar og þökkum gjafir þeirra. Finnum frið og gleði í hjörtum okkar.
Og fögnum hátíð ljóssins, sem framundan er hér á norðurhveli jarðar.
" Hátíð ljóssins er að sjálfsögðu fögnuður yfir því að sólin tekur að rísa hærra og hærra með hverjum degi úr hyldýpi myrkursins. Ljósið sigrar myrkrið enn einn ganginn og við getum horft til þess að heimurinn lifir áfram. " (Þessi orð eru fengin af síðu natturan.is )
Ýmislegt annað er fróðlegt að lesa um í greinni um vetrar-og sumarsólstöður, ásamt trúarlegum siðum í hinum ýmsu löndum.
Hjálpum Þeim (Help Them) - Íslenskir Tónlistarmenn
josira
(p.s. á enn í vandræðum með síðustillingarnar, þær hoppa hér sjálfstætt um)
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Tónlist, Trúmál og siðferði | Breytt 6.12.2011 kl. 11:49 | Facebook
Tenglar
ÝMSAR JÓLAVEFSÍÐUR
- Jólin-Þjóðminjasafnið jólasíður Þjóðminjasafnið
- jólavefur Júlla á Dalvík fullt af fróðleik um jólin
- Jólavefur Valla, sem geymir marga aðra jólavefi fjölbreytur jólavefur
- jóla-og áramótavefkort ýmis önnur vefræn tækiæriskort
BLANDAÐAR ÁHUGAVERÐAR VEFSÍÐUR
- LJÓSMYNDAKEPPNI Canon og mbl.
- VILTU VITA MEIRA Leiðsögn með lestri .. Sigríður Svavars - Leiðbeining - heilun- fyrirbænir
- ÓMAR RUN - Ljósmyndir Magnaðar myndir
- MADDÝ - Ljósmyndir Meiriháttar myndasmiður
ÝMSAR VEFMYNDAVÉLAR
- Nýjar Íslands vefmyndavélar Frábærir tenglar hérlendis og erlendis
- Vefmyndavélar - Vegagerðin - Suðausturland
- Vefmyndavélar víðs vegar um Ísland
VEÐUR - FÆRÐ - LOFTSLAG
LANDSBYGGÐIN LIFI...
- BETRI BYGGÐ UM LAND ALLT...
- LANDAKORT.IS Frábær síða um Ísland; m.a. Góðar upplýsinga-og þjónustusíður-Vefsjár sveitafélaga-Fjölbreytt efni um ferðamál og ferðalög á Íslandi.
- ICELAND WORLDWIDE Iceland, the land of the midnight sun, is becoming a favorite with those who seek adventure and freedom. Be it nature, sagas, geology or people that interest you, Iceland is the place to go
ÍSLENSK TÍMARIT ALLT FRÁ 1696 -
- FRÁ FYRSTU TÍMARITUM LANDSSINS TIL DAGSSINS Í DAG Ýmislegt að skoða ..
FRÁ A-Ö...
- TRÚARBRÖGÐ HEIMSSINS...
- VÍSINDAVEFUR H.Í Að vita meira og meira .
- ALMENNINGSBÓKASÖFN LANDSINS
- WIKIPEDIA
- BÓKASÖFN LANDSINS
TÆKNI og VÍSINDI
FJÖLBREYTTIR ÞÆTTIR...
- ÍSLAND Í DAG
- KASTLJÓS
- N4 SJÓNVARPSSTÖÐ NORÐAN HEIÐA
- GAMLA ÍNN TV SJÓNVARPSSTÖÐIN
- HRINGBRAUT SJÓNVARPSSTÖÐ
MATSELD
- MATARBLOGG SOFFÍU gómsætir réttir af öllum stærðum og gerðum...
- UPPSKRIFTIR SOLLU
- MARGAR MATAR UPPSKRIFTARSÍÐUR Eflaust eitthvað gott að finna ..
- KÖKUR OG EFTIRRÉTTIR Án hveiti sykurs og ger
- GULUR,RAUÐUR,GRÆNN OG SALT Hráfæði
HJÁLPARSTOFNANIR...
Fibromyalga...vefjagigt
Blekking í þjóðfélaginu...
Blekking í þjóðfélaginu...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2014
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.