Leita í fréttum mbl.is

Skemmtileg gömul jólalög, sem hljóma á öldum ljósvakans ...

 

Minna mann á barnæskuna í desembermánuðum, þegar tónar gamla kanaútvarpssins ómuðu í Reykjavík á allt annan máta, en þungu sálmalögin á gömlu gufunni, sem var auðvitað eina íslenska útvarpsrásin þá.

Og það voru sannkallaðar dýrðar- og hátíðastundir að komast í að horfa á svarthvíta kana -kapalsjónvarpið hjá einhverjum, en það voru nokkuð margir sem áttu sjónvarpstæki á höfuðborgarsvæðinu fyrir tíma fyrstu löglegu sjónvarpsstöðvarinnar rúv.

tumblr_li67foGMTu1qhalefo1_500

Þar sem sjónvörp voru á heimilum, söfnuðust saman ættliðirnir í stofurnar á góðum stundum og gólfrýmið nýtt til fullnustu. Og allir horfðu á ýmisskonar framandi myndaefni birtast á skjánum. Hasarmyndir, gamnamyndir, spennu - og gamanþættir, barnaefni, söng-og dansmyndir ásamt ýmsu fræðsluefni. 

Tungumálið var ekki til fyrirstöðu. Það var nóg að fá að horfa á alla þennan fjölbreytileika, sem auðgaði ímyndunaraflið og jafnvel hvatti suma til aukins lesturs.

imagesCAKDPM0U

Löngunar til að fræðast og vita meir um heiminn, sem einhversstaðar var þarna úti langt í burtu frá Íslandsströndum. Já það eru breyttir tímar á litlu eyjunni, sem þótti vera á hjara veraldar, á mótum hins byggilega heims og héldu margir annarsstaðar frá, að við byggjum í snjóhúsum og værum hálfgerðir eskimóar. Þeir eru ekki margir áratugarnir síðan sýn heimssins var þannig á okkur.

364348-1878-41

Tímarnir breytast og mennirnir með. Ekki grunaði manni á sínum barnæskuárum, að svo miklar tækni-og framfaraþróun yrði á ekki lengri tíma en orðið hefur. Nú er litla eyjan orðin öllum sýnileg í heiminum á sekúntubroti ásamt upplýsingum frá landnámi til þessa dags, sem vilja um sögu hennar vita og fræðast. Sem og jörð og alheimur er hjá okkur í gegn um netheimana.

135701main_satellite_fleet_lg

 

Hér er að lokum að finna nokkur gömul og góð jólalög til gamans.

The top 15 christmas songs

The Christmas Song - Nat King Cole

 

josira

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

josira
josira

Orðin... Pára með penna á óskrifað blað, orðin um hugann renna. Með suð í eyra ég skrifa það, sem ég fæ að heyra. Hvaðan þau koma veit ég ei, en í höfði mínu óma. Líkt og eilífðin, sem gefur frá sér tóna og um himnasali hljóma.

Lítil síða lítur dagssins ljós... Hér hef ég hugsað mér að skrifa um allt og ekkert ... eða bara það sem mig langar til hverju sinni ... Vertu velkomin(n) kæri ferðalangur... í heimsókn hingað, þar sem þú hefur nú fundið vegaslóðan minn litla, í netheiminum stóra ...

 

Lyngrósin Ljóðin mín

Josiraice youtube ljóð og tónlist

Rósin Eldri heimasíða, sem ég get ekki uppfært lengur, en læt hana fylgja hér með.  (Hún virkar einungis í gegnum Internet Explorer)

Light Bearer -poem - josira 

Guðrún Lilja; mánadísin, mín eldri dóttir og Ljóðin hennar

Nýjustu myndböndin

Movie

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband