Leita í fréttum mbl.is

Pæling ... dæling ... mæling ...

Nokkur þankabrot um óróa á jarðskjálftamælum þessa dagana.

Eru niðurdælingar í gangi í Hellisheiðavirkjun ?  

Ef svo er vitum við fyrir víst, hvort þessir manngerðu skjálftar geti ekki kallað á eitthvað meir, en við óskum eftir ?   

Og er öruggt að niðurdæling brennisteinsvetnissins og annara efna komist ekki í tæri við það vatn, sem safnast síðan saman og nýtist sem neysluvatn ?

 485357

Hér er ýtarlegt yfirlit um grunnvatn á höfuðborgarsvæðinu.

water-supply

eldri bloggfærsla mín;

16 okt. 2011; Manngerðir jarðskjálftar hérlendis og erlendis

111217_2105
 
111217_2105_

Af vef veðurstofunnar;

 

Í september mældust margar skjálftahrinur við Hellisheiðarvirkjun í kjölfar þess að teknar voru í notkun nýjar niðurdælingarholur við virkjunina. Um 1500 skjálftar mældust, flestir litlir, um og innan við einn, en stærri skjálftar mældust einnig. Stærstu skjálftarnir fundust í Hveragerði og sá stærsti, 3,4 stig, sem varð 23. september, fannst einnig á höfuðborgarsvæðinu. Frumniðurstöður úrvinnslu benda til þess að skjálftarnir raðist á a.m.k. 2-3 sprungur og að stefna þeirra sé austan við norður. Skjálftar hafa áður mælst við borun og prófun á borholum síðustu misseri en aldrei annar eins fjöldi og nú. Fáir jarðskjálftar mældust úti á Reykjaneshrygg. Á Reykjanesskaga var mesta virkni á Krýsuvíkursvæðinu, yfir hundrað skjálftar, og aðallega fyrstu vikur mánaðarins.”

HELLIS~1

kps06088019

 

Í október við Húsmúla í Henglinum mældust tæplega eitt þúsund jarðskjálftar. Flestir þeirra komu fram í skjálftahrinum dagana 2.-9., 15.-16. og 25.-26. október. Tveir stærstu jarðskjálftarnir þar voru að stærð 4 þann 15. október kl. 09:03 og kl. 09:45 og fundust þeir vel víða um sunnan- og vestanvert landið. Nokkrir aðrir skjálftar í þessum hrinum fundust einnig, aðallega í Hveragerði. Meginþorri jarðskjálftanna núna hefur framkallast vegna niðurrennslis á affallsvatni úr Hellisheiðarvirkjun í borholur á svæðinu.”

imagesCAO4UYAN

Í nóvember (reyndar í síðustu viku, áður en hrinan i gær og dag koma fram) Á Suðurlandsundirlendi mældust þrír smáskjálftar og sex við Ingólfsfjall. Átta smáskjálftar mældust á Krosssprungunni, einn við Geitarfell og tveir við Hengil. Við Húsmúla voru staðsettir 128 skjálftar, allir undir Ml 2 að stærð.

Nýr upplýsingavefur Orkustofnunar um smáskjálfta vegna niðurdælingar ( hér er t.d. ekki að sjá neinar dagsetningar á niðurdælingu á affallsvatni !)

Talsmaður neytenda; Bótaábyrgð vegna „ótímabærra“ jarðskjálfta 

 

Ég vona að ráðamenn hér séu með á hreinu, að það sé og verði í lagi með þessar blessaðar niðurdælingar og að þær séu ekki að hrófla við náttúruöflum eða eyðileggingu vatns.

 

 

 

josira

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

josira
josira

Orðin... Pára með penna á óskrifað blað, orðin um hugann renna. Með suð í eyra ég skrifa það, sem ég fæ að heyra. Hvaðan þau koma veit ég ei, en í höfði mínu óma. Líkt og eilífðin, sem gefur frá sér tóna og um himnasali hljóma.

Lítil síða lítur dagssins ljós... Hér hef ég hugsað mér að skrifa um allt og ekkert ... eða bara það sem mig langar til hverju sinni ... Vertu velkomin(n) kæri ferðalangur... í heimsókn hingað, þar sem þú hefur nú fundið vegaslóðan minn litla, í netheiminum stóra ...

 

Lyngrósin Ljóðin mín

Josiraice youtube ljóð og tónlist

Rósin Eldri heimasíða, sem ég get ekki uppfært lengur, en læt hana fylgja hér með.  (Hún virkar einungis í gegnum Internet Explorer)

Light Bearer -poem - josira 

Guðrún Lilja; mánadísin, mín eldri dóttir og Ljóðin hennar

Nýjustu myndböndin

Movie

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband