Leita í fréttum mbl.is

Í öllu sem lifir...

 

 waterhaven3

Vorið er svo sannarlega komið og grundirnar gróa og sólin skín...Enn einar kosningar yfirstaðnar...og ekki urðu miklar sjáanlegar breytingar á yfirborðinu....En undir niðri er vitund þjóðarinnar að vakna og fræum hefur verið sáð, sem hlúð verður að og munu vaxa í átt til sólar með nýrri hugsjón framfara, náttúru- og umhverfismála, þökk sé Íslandsyninum Ómari Ragnarssyni, ljósbera hins lifandi lands...

Í síðustu bloggfærslu minni notaði ég setningarnar " Hálfnað verk þá hafið er " ásamt  " þolinmæði þrautir vinnur allar " og finnst mér þær passa 100% við þessa nýju vaknandi þjóðarvitund...

Átakalust fuglinn flýgur og frjókorn upp úr moldu smýgur... ( meir um lífsspeki og heilræði )

 

Fyrir nokkrum árum samdi ég ljóð, um móðir jörð... 

azl1   

 

Í öllu sem lifir...

 

Við sjóndeildarhringinn himininn logar

logagylltan bjarma á skýin slær.

Og regnbogalitina til sín sogar

jörðin sem er okkur svo kær.

 

Móðir jörð sem allt hefur að gefa

sem við ætíð þörfnumst hér.

Hún fæðir, klæðir og umvefur alla

sem sannleikann skynja og til hennar kalla.

 

Í hjarta hvers manns var fræi sáð

og öll sú vitneskja, ef að er gáð.

Sem hver og einn þarfnast hverju sinni

í hlutverki sínu í lífsgöngunni.

 

Hvert spor, hver hugsun, hver gjörð

áhrif hefur á alheim og jörð.

Í öllu sem lifir er lífssins eldur

frá Almættinu sem um okkur heldur.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

josira
josira

Orðin... Pára með penna á óskrifað blað, orðin um hugann renna. Með suð í eyra ég skrifa það, sem ég fæ að heyra. Hvaðan þau koma veit ég ei, en í höfði mínu óma. Líkt og eilífðin, sem gefur frá sér tóna og um himnasali hljóma.

Lítil síða lítur dagssins ljós... Hér hef ég hugsað mér að skrifa um allt og ekkert ... eða bara það sem mig langar til hverju sinni ... Vertu velkomin(n) kæri ferðalangur... í heimsókn hingað, þar sem þú hefur nú fundið vegaslóðan minn litla, í netheiminum stóra ...

 

Lyngrósin Ljóðin mín

Josiraice youtube ljóð og tónlist

Rósin Eldri heimasíða, sem ég get ekki uppfært lengur, en læt hana fylgja hér með.  (Hún virkar einungis í gegnum Internet Explorer)

Light Bearer -poem - josira 

Guðrún Lilja; mánadísin, mín eldri dóttir og Ljóðin hennar

Nýjustu myndböndin

Movie

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband