4.9.2007
Sunnudagur á Suðurnesjum...
Milli rigningadaga rann upp sólríkur sunnudagur og nefinu var stungið út úr dyragætt og sæt sólin skein á nefbroddinn...kjörinn dagur til að hreyfa sig eitthvað...að skreppa eitthvað út í náttúruna...Ákvörðun tekin og viljugur járnfákurinn beið nokkuð spakur á hlaðinu eftir að fá að spretta úr spori.
Hann fékk að ráða för og stefnan var tekin í nokkuð óvænta átt...Til Suðurnesja skyldi haldið...
Og í einstöku veðri var farið víða um völl. Fyrst var farið að Keilir og nokkur gönguspor tekin þar. Og í Bláa lóninu var komið við og keyptur ís til kælingar, en baðinu sleppt að sinni, staðurinn yfirfullur. Grindavík var næsti viðkomustaður og bærinn skoðaður. Reykjanesviti beið rólegur eftir heimsókn og var gaman að sjá þegar hann birtist umvafinn gufubólstrum og sólargeislum.
Eftir hressilega göngu uppá Valahnjúk og glæsilegt útsýni á haf út lá næst leiðin um hlaðið á Reykjanesvirkjun og þaðan að brúnni milli heimsálfnanna Evrópu og Ameríku, það var nokkuð magnað að ganga þar yfir og undir, sem flekarnir mætast, Í rauninni alveg stórmerkilegt að upplifa að geta gengið á milli Evrópu og Ameríku þurrum fótum í nokkrum skrefum hm...
Jæja , kominn var tími að halda afram, framhjá Höfnum var farið og stefnan tekin á gamla varnar-svæðið (-liðsstöðina) og staðurinn skoðaður í fyrsta skipti...Vá vá ég hafði bara aldrei gert mér í hugarlund hversu stórt þetta svæði er og byggingarnar margar, snilldarhugmynd að nota hluta þess í háskólasvæði.
Að síðustu var gamla Keflavíkin skoðuð, Garður, Sandgerði og í gegnum Njarðvíkurnar báðar. Allstaðar blöstu nýbyggingarnar við...Já það er greinilega nýir tímar runnir upp í Reykjanesbæ.
Nú var orðið tímabært að fara að halda heim...beygjunni sleppt að sinni, að Vogum og Vatnsleysuströndinni...og mótorfákurinn stefndi einbeittur og sáttur við daginn, ásamt lúnum ferðalöngum í átt til höfuðborgarinnar, sem blasti við í fjarska böðuð kvöldsólardýrð...
Frábær ferð á sólríkum sunnudegi...
Tenglar
ÝMSAR JÓLAVEFSÍÐUR
- Jólin-Þjóðminjasafnið jólasíður Þjóðminjasafnið
- jólavefur Júlla á Dalvík fullt af fróðleik um jólin
- Jólavefur Valla, sem geymir marga aðra jólavefi fjölbreytur jólavefur
- jóla-og áramótavefkort ýmis önnur vefræn tækiæriskort
BLANDAÐAR ÁHUGAVERÐAR VEFSÍÐUR
- LJÓSMYNDAKEPPNI Canon og mbl.
- VILTU VITA MEIRA Leiðsögn með lestri .. Sigríður Svavars - Leiðbeining - heilun- fyrirbænir
- ÓMAR RUN - Ljósmyndir Magnaðar myndir
- MADDÝ - Ljósmyndir Meiriháttar myndasmiður
ÝMSAR VEFMYNDAVÉLAR
- Nýjar Íslands vefmyndavélar Frábærir tenglar hérlendis og erlendis
- Vefmyndavélar - Vegagerðin - Suðausturland
- Vefmyndavélar víðs vegar um Ísland
VEÐUR - FÆRÐ - LOFTSLAG
LANDSBYGGÐIN LIFI...
- BETRI BYGGÐ UM LAND ALLT...
- LANDAKORT.IS Frábær síða um Ísland; m.a. Góðar upplýsinga-og þjónustusíður-Vefsjár sveitafélaga-Fjölbreytt efni um ferðamál og ferðalög á Íslandi.
- ICELAND WORLDWIDE Iceland, the land of the midnight sun, is becoming a favorite with those who seek adventure and freedom. Be it nature, sagas, geology or people that interest you, Iceland is the place to go
ÍSLENSK TÍMARIT ALLT FRÁ 1696 -
- FRÁ FYRSTU TÍMARITUM LANDSSINS TIL DAGSSINS Í DAG Ýmislegt að skoða ..
FRÁ A-Ö...
- TRÚARBRÖGÐ HEIMSSINS...
- VÍSINDAVEFUR H.Í Að vita meira og meira .
- ALMENNINGSBÓKASÖFN LANDSINS
- WIKIPEDIA
- BÓKASÖFN LANDSINS
TÆKNI og VÍSINDI
FJÖLBREYTTIR ÞÆTTIR...
- ÍSLAND Í DAG
- KASTLJÓS
- N4 SJÓNVARPSSTÖÐ NORÐAN HEIÐA
- GAMLA ÍNN TV SJÓNVARPSSTÖÐIN
- HRINGBRAUT SJÓNVARPSSTÖÐ
MATSELD
- MATARBLOGG SOFFÍU gómsætir réttir af öllum stærðum og gerðum...
- UPPSKRIFTIR SOLLU
- MARGAR MATAR UPPSKRIFTARSÍÐUR Eflaust eitthvað gott að finna ..
- KÖKUR OG EFTIRRÉTTIR Án hveiti sykurs og ger
- GULUR,RAUÐUR,GRÆNN OG SALT Hráfæði
HJÁLPARSTOFNANIR...
Fibromyalga...vefjagigt
Blekking í þjóðfélaginu...
Blekking í þjóðfélaginu...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 123107
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2014
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
hæ hæ rosalega fallegar myndir hjá þér Hvernig væri að láta sjá sig meira hér á blogginu
Unnur R. H., 13.9.2007 kl. 11:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.