Leita í fréttum mbl.is

Sunnudagur á Suðurnesjum...

 

Hátt uppá hól...

Milli rigningadaga rann upp sólríkur sunnudagur og nefinu var stungið út úr dyragætt og sæt sólin skein á nefbroddinn...kjörinn dagur til að hreyfa sig eitthvað...að skreppa eitthvað út í náttúruna...Ákvörðun tekin og viljugur járnfákurinn beið nokkuð spakur á hlaðinu eftir að fá að spretta úr spori.

Hann fékk að ráða för og stefnan var tekin í nokkuð óvænta átt...Til Suðurnesja skyldi haldið...

Og í einstöku veðri var farið víða um völl. Fyrst var farið að Keilir og nokkur gönguspor tekin þar. Og í Bláa lóninu var komið við og keyptur ís til kælingar, en baðinu sleppt að sinni, staðurinn yfirfullur. Grindavík var næsti viðkomustaður og bærinn skoðaður. Reykjanesviti beið rólegur eftir heimsókn og var gaman að sjá þegar hann birtist  umvafinn gufubólstrum og sólargeislum.

Eftir hressilega göngu uppá Valahnjúk og glæsilegt útsýni á haf út lá næst leiðin um hlaðið á Reykjanesvirkjun og þaðan að brúnni milli heimsálfnanna Evrópu og Ameríku, það var nokkuð magnað að ganga þar yfir og undir, sem flekarnir mætast, Í rauninni alveg stórmerkilegt að upplifa að geta gengið á milli Evrópu og Ameríku þurrum fótum í nokkrum skrefum hm...Wink

Jæja , kominn var tími að halda afram, framhjá Höfnum var farið og stefnan tekin á gamla varnar-svæðið (-liðsstöðina) og staðurinn skoðaður í fyrsta skipti...Vá vá ég hafði bara aldrei gert mér í hugarlund hversu stórt þetta svæði er og byggingarnar margar, snilldarhugmynd að nota hluta þess í háskólasvæði.

Að síðustu var gamla Keflavíkin skoðuð, Garður, Sandgerði og í gegnum Njarðvíkurnar báðar. Allstaðar blöstu nýbyggingarnar við...Já það er greinilega nýir tímar runnir upp í Reykjanesbæ.

Nú var orðið tímabært að fara að halda heim...beygjunni sleppt að sinni, að Vogum og Vatnsleysuströndinni...og mótorfákurinn stefndi einbeittur og sáttur við daginn, ásamt lúnum ferðalöngum í átt til höfuðborgarinnar, sem blasti við í fjarska böðuð kvöldsólardýrð...

Frábær ferð á sólríkum sunnudegi...

hér má sjá myndir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Unnur R. H.

hæ hæ rosalega fallegar myndir hjá þér Hvernig væri að láta sjá sig meira hér á blogginu

Unnur R. H., 13.9.2007 kl. 11:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

josira
josira

Orðin... Pára með penna á óskrifað blað, orðin um hugann renna. Með suð í eyra ég skrifa það, sem ég fæ að heyra. Hvaðan þau koma veit ég ei, en í höfði mínu óma. Líkt og eilífðin, sem gefur frá sér tóna og um himnasali hljóma.

Lítil síða lítur dagssins ljós... Hér hef ég hugsað mér að skrifa um allt og ekkert ... eða bara það sem mig langar til hverju sinni ... Vertu velkomin(n) kæri ferðalangur... í heimsókn hingað, þar sem þú hefur nú fundið vegaslóðan minn litla, í netheiminum stóra ...

 

Lyngrósin Ljóðin mín

Josiraice youtube ljóð og tónlist

Rósin Eldri heimasíða, sem ég get ekki uppfært lengur, en læt hana fylgja hér með.  (Hún virkar einungis í gegnum Internet Explorer)

Light Bearer -poem - josira 

Guðrún Lilja; mánadísin, mín eldri dóttir og Ljóðin hennar

Nýjustu myndböndin

Movie

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 123107

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband