Leita í fréttum mbl.is

Við vegginn...



Ljósin í bænum
tindra í takt
við trén,
sem sveigjast
og svigna
undan
vanga vindsins

í hviðunum hvín og
kveinkar sér strá
við vegginn,
sem vakir
og verndar
undan
vanga vindsins.

josira


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Agný

Kærar þakkir fyrir falleg ljóð og góð skrif almennt

Agný, 17.9.2007 kl. 11:31

2 Smámynd: Unnur R. H.

Yndislegt Og hvenær kemur ljóðabókin svo út

Unnur R. H., 18.9.2007 kl. 09:38

3 Smámynd: josira

Kæra Agný, takk fyrir góð og hlý orð, þau hvetja mig að halda áfram skrif-tjáningu minni og þín bloggsíða er frábær, takk fyrir myndirnar þínar fallegu og athyglisverðar greinar og slóðir sem vekja mann til umhugsunar um svo margt.

josira, 18.9.2007 kl. 13:19

4 Smámynd: josira

Og takk fyrir þína hvatningu Unnur mín,  þú segir nokkuð. Er reyndar lengi búin að ganga með hugmyndina um ljóðabók í maganum. Meðgangan er farin að verða kannski full löng,  Það fer að verða tímabært að koma fæðingunni af stað, meinarðu  Hver veit hvað gerist, allt hefur sinn eigin tíma í bráð og lengd.

Og takk mín kæra fyrir skrifin þín og þú átt nú stærstan þátt í að virkja bloggsíðuna mína

josira, 18.9.2007 kl. 13:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

josira
josira

Orðin... Pára með penna á óskrifað blað, orðin um hugann renna. Með suð í eyra ég skrifa það, sem ég fæ að heyra. Hvaðan þau koma veit ég ei, en í höfði mínu óma. Líkt og eilífðin, sem gefur frá sér tóna og um himnasali hljóma.

Lítil síða lítur dagssins ljós... Hér hef ég hugsað mér að skrifa um allt og ekkert ... eða bara það sem mig langar til hverju sinni ... Vertu velkomin(n) kæri ferðalangur... í heimsókn hingað, þar sem þú hefur nú fundið vegaslóðan minn litla, í netheiminum stóra ...

 

Lyngrósin Ljóðin mín

Josiraice youtube ljóð og tónlist

Rósin Eldri heimasíða, sem ég get ekki uppfært lengur, en læt hana fylgja hér með.  (Hún virkar einungis í gegnum Internet Explorer)

Light Bearer -poem - josira 

Guðrún Lilja; mánadísin, mín eldri dóttir og Ljóðin hennar

Nýjustu myndböndin

Movie

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 123107

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband