18.9.2007
Langur laugardagur...
S.l. laugardag var vart hundi út sigandi vegna rigningarinnar hér á höfuðborgarsvæðinu. Örugglega einn blautasti dagur sumarsins. Ekta gamaldags sunnlensk slagveðurs-haustrigning. Kjörinn semsagt dagur til inniveru.... T.d. taka til, föndra, lesa, mála eða vera bara latur, hjúfra sig undir mjúkt teppi og horfa á imbann, maulandi einhverja öhollustu eða hollustu, dottandi. Þú kannast væntanlega við lýsinguna...
En mín gerði það ekki að þessu sinni. Það þurfti að taka til hendinni í garðinum og aðstoðarmaðurinn minn var komin á svæðið með minigröfu. Þaö var ekki aftur snúið. Tiltekinn laugardag skildi hafist handa...og það varð úr...
Gamli fallegi garðurinn með trjánum, sem nálguðust himininn óðfluga og veittu orðið fullmikinn skugga yfir grasið þar, sem fullfrjálslega döfnuðu orðið allskonar rætur og illgresi. Kominn var tími á að endurnýja og endurhanna garðinn inn í nýjan tímann, opna fyrir flæði birtu og betra rýmis. Það var annaðhvort að drífa sig af stað núna og setja rassmótorinn í gang eða sleppa því alfarið og geyma til næsta vors...Við ákváðum að hefjast handa...
Eins og það var freistandi að vera innandyra þennan dag, þá var það ótrúlega hressandi og gott að koma út, vel gölluð og til í slaginn.
Ég held það sé alltaf spurning um viðhorf manns til hlutanna hverju sinni.
Aðstoðarmaðurinn minn var vel varinn inní minigröfunni, en ég bauð rigningunni báðar kinnarnar með skóflu í hönd. Og verkið hófst. Nokkur tré voru losuð, önnur felld eða færð til. Og ansi erfitt reyndist að losa um ræturnar sumstaðar. En með þolinmæðinni hefst allt. Og þegar byrjað var að fletta grasinu af kom í ljós þvílíkt rótarkerfi gömlu trjánna að það hálfa hefði verið nóg. Ræturnar lágu undir grasinu að líkt og yfir slöngryfju var að sjá. Vá, nú skilur maður þegar fólk er að lenda í hremmingum með lagnir og annað við hús og milli garða. En sem betur fer er enginn gróður og ekkert þannig vesen við húsið hér.
Og allt hafðist þetta í ausandi úrhellinu yfir daginn, vélamaðurinn minn lagni náði að losa um rætur og annað illgresi úr gamla túnblettinum og safnaðist nú óðum í myndarlegan moldarhaug úti í horni og ásýnd garðsins tók örum breytingum milli þess er ég brá mér inn nokkrum sinnum, í þurrk og yl. Minn gigtveiki skrokkur þolir ekki mikla vosbúð eða líkamleg átök. Allt er gott í hófi...
Og þegar verkinu var lokið um kvöldmatarleytið, gat ég ekki annað en hlegið af sjálfri mér er ég leit í spegillinn þegar ég fór að þvo mér. Svo fallega súkkulaðibrún sem ég var orðin, moldin hafði séð um það á skemmtilegan máta. Segið svo að brúnka komi bara frá sólargeislum eða ljósabekkjum...
Það var þreyttur, en sæll skrokkur sem lagðist í heitt baðið og fann slökunina liðast um í vatninu ásamt moldarbrúnkunni undir hugljúfri tónlistinni sem ómaði um baðherbergið...
Að síðustu smeygði ég mér í síðar nærjur, hlýja sokka, bol og sloppinn minn góða...Stefnan var síðan tekin ínn í stofu, þar sem ég hjúfraði mig undir mjúkt teppi, maulandi óhollustu og byrjaði að dotta yfir imbanum, þreytt og ánægð með dagsverkið góða...
Þegar ég var barn sóttist ég eftir því eins og svo margir aðrir að vera sem mest útivið Þá skipti engu máli hvaða tíð ársins var eða hvernig okkar yndislega margþætta veðrátta var hverju sinni. Maður einfaldlega klæddi sig eftir okkar íslenska veðri og naut tímans úti. Með aldrinum virðist sem sérhlýfni ( gigtin hjá mér eflaust ) og kannski smá leti hamli því að vera útiveruvirkari...
Ég reyni svo oft að skora gigtina á hólm, Nú er kominn þriðjudagur og ég er enn stirð og geng eins útslitið gamalmenni með útbólgnar hendur og hef lítið getað hreyft mig eftir helgina. En ég reyni eins og ég get. Svona er þetta blessaða líf. En burtséð frá öllum verkjun og bólgum í mínum gigtarskrokki þá gerði útiveran s.l. laugardag mér gott í hug og hjarta.
Nú tek ég á honum stóra mínum og breyti um ásýnd hugsana minna. Kominn er tími á að endurnýja og endurhanna þær, svo hollusta og næg líkamshreyfing verði á hverju degi hér eftir hjá mér...
Líkt og breytingarnar í gamla garðinum mínum inn í nýjan tímann, þá ég opna fyrir flæði birtu og betra rými úti í náttúrunni fyrir hug, sál og líkama minn. 'Eg ætla að skakklappast í göngutúr í góða kvöldveðrinu...Heil og sæl að sinni...
josira
Tenglar
ÝMSAR JÓLAVEFSÍÐUR
- Jólin-Þjóðminjasafnið jólasíður Þjóðminjasafnið
- jólavefur Júlla á Dalvík fullt af fróðleik um jólin
- Jólavefur Valla, sem geymir marga aðra jólavefi fjölbreytur jólavefur
- jóla-og áramótavefkort ýmis önnur vefræn tækiæriskort
BLANDAÐAR ÁHUGAVERÐAR VEFSÍÐUR
- LJÓSMYNDAKEPPNI Canon og mbl.
- VILTU VITA MEIRA Leiðsögn með lestri .. Sigríður Svavars - Leiðbeining - heilun- fyrirbænir
- ÓMAR RUN - Ljósmyndir Magnaðar myndir
- MADDÝ - Ljósmyndir Meiriháttar myndasmiður
ÝMSAR VEFMYNDAVÉLAR
- Nýjar Íslands vefmyndavélar Frábærir tenglar hérlendis og erlendis
- Vefmyndavélar - Vegagerðin - Suðausturland
- Vefmyndavélar víðs vegar um Ísland
VEÐUR - FÆRÐ - LOFTSLAG
LANDSBYGGÐIN LIFI...
- BETRI BYGGÐ UM LAND ALLT...
- LANDAKORT.IS Frábær síða um Ísland; m.a. Góðar upplýsinga-og þjónustusíður-Vefsjár sveitafélaga-Fjölbreytt efni um ferðamál og ferðalög á Íslandi.
- ICELAND WORLDWIDE Iceland, the land of the midnight sun, is becoming a favorite with those who seek adventure and freedom. Be it nature, sagas, geology or people that interest you, Iceland is the place to go
ÍSLENSK TÍMARIT ALLT FRÁ 1696 -
- FRÁ FYRSTU TÍMARITUM LANDSSINS TIL DAGSSINS Í DAG Ýmislegt að skoða ..
FRÁ A-Ö...
- TRÚARBRÖGÐ HEIMSSINS...
- VÍSINDAVEFUR H.Í Að vita meira og meira .
- ALMENNINGSBÓKASÖFN LANDSINS
- WIKIPEDIA
- BÓKASÖFN LANDSINS
TÆKNI og VÍSINDI
FJÖLBREYTTIR ÞÆTTIR...
- ÍSLAND Í DAG
- KASTLJÓS
- N4 SJÓNVARPSSTÖÐ NORÐAN HEIÐA
- GAMLA ÍNN TV SJÓNVARPSSTÖÐIN
- HRINGBRAUT SJÓNVARPSSTÖÐ
MATSELD
- MATARBLOGG SOFFÍU gómsætir réttir af öllum stærðum og gerðum...
- UPPSKRIFTIR SOLLU
- MARGAR MATAR UPPSKRIFTARSÍÐUR Eflaust eitthvað gott að finna ..
- KÖKUR OG EFTIRRÉTTIR Án hveiti sykurs og ger
- GULUR,RAUÐUR,GRÆNN OG SALT Hráfæði
HJÁLPARSTOFNANIR...
Fibromyalga...vefjagigt
Blekking í þjóðfélaginu...
Blekking í þjóðfélaginu...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 123254
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2014
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
. Þetta hlítur að skila sér min kæra jhehehe
Unnur R. H., 18.9.2007 kl. 20:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.