22.9.2007
Sálarflækjur...
Hvað er lífið! Hví þarf það að vera svo erfitt á stundum. Hversvegna þarf að upplifa
og ganga í gegnum þvílíkar þrengingar andlega og líkamlega ?
Tilfinningalega tættur, með kökk í hálsi. Hver er tilgangurinn ! Rifrildi, nöldur, jag. Engjast sundur og saman með tætta sál Finna hvernig orð og hegðun hjá öðrum og sjálfum sér fara í mann. Taugakerfið nötrar. Finna eins og sveiflukenndar öldur skella á manni. Af hverju þetta umburðarlyndi eilíflega í garð annara ! Af hverju fæ ég ekki að vera ég sjálf ? Að finna að heitasta óskin er að vilja mega vera hamingjusamur, eiga til hnífs og skeiðar og lifa lífinu eins og maður er, sáttur við menn og dýr.
Af hverju ætíð að taka tillit til allra annara, en manns sjálfs ? Að vera ekki nógu sterkur og ákveðin að finna sjálfan sig og fylgja ekki eftir er sannleikurinn fer að birtast manni. Hræddur við afleiðingar þess að taka af skarið og koma fram sannur. Hve margir sem berjast í glímu við sjálfan sig. Af hverju einhver innri rödd, sem segir að maður sé ekki sáttur við þetta eða hitt. En samt vill maður halda að svo sé. Það er engin nema maður sjálfur sem kemur sér í aðstæður og kringumstæður sem skapast og viðhaldast í lífi manns. En af hverju er þetta líf svona flókið á stundum og erfitt. Til hvers? Ég er ekki fullkomin. Af hverju þessi árátta að reyna að halda öllu gangandi, særa ekki aðra ! Hvað með mig. Já hver er ég ? Af hverju er einhver þarna innra með mér, sem sífellt kemur með þessar eða hinar aðfinnslur með gerðir mínar og ákvarðanatökur.
Hver er það sem truflar mig. Einhver önnur ég ? Skyldi það vera þessi svokallaða sál. Er ég þá einhver önnur en ég er hér ?
Og hver er svo þessi sál mín. Hvaðan kemur hún ? Hver er þessi innri ég. Af hverju veit hún svo margt, en ég ekki, en samt veit ég.
Af hverju er þetta allt svona flókið, en samt ekki ?
Ég finn að við erum smán saman að samlagast. Það er á einhvern einkennilegan hátt, þó svo eðlilegt.´Eg er farin að skilja og skynja, að hún þessi hin ég, er sálin mín. Það skildi þó ekki vera einhver tilgangur með þessu lífi ! Og ef hún ,þessi hin ég er svo vitur og skynsöm. Hvenær og hvernig varð hún þannig ! Hún hlýtur að hafa safnað þessari vitneskju og viturleika á lengri tíma en á einni mannsævi ? Það er útilokað að fara í gegnum alla þessa margslungnu flóru mannslífsins og vita svo margt um alla mögulega hluti neikvæða og jákvæða á einni mannsævi. Þroskaferillinn hlýtur að taka lengri tíma og eða að vitneskjan, þroskinn og Sannleikurinn sé greyftrað í sálu manns? Stórt er spurt en fátt um svör. Lífið áfram heldur. Sennilega koma svörin innra með hverjum og einum þegar rétti tíminn kemur.Tíminn er svo afstæður, einn dagur, sem þúsund ár og þúsund ár, sem einn dagur,hve mikin sannleik geyma ekki þessi orð! Meir en margan grunar. Allt hefur sinn tíma.Tíminn finnur sjálfan sig.Hlutirnir koma og fara á sinum tíma, í hverfulleik lífsins
p.s. fann þessar gömlu pælingar hjá mér ( skrifaðar í nóv. 1998.)
Kannski kannast einhver við þetta
josira
Meginflokkur: Vefurinn | Aukaflokkar: Bloggar, Lífstíll | Breytt 30.9.2007 kl. 10:52 | Facebook
Tenglar
ÝMSAR JÓLAVEFSÍÐUR
- Jólin-Þjóðminjasafnið jólasíður Þjóðminjasafnið
- jólavefur Júlla á Dalvík fullt af fróðleik um jólin
- Jólavefur Valla, sem geymir marga aðra jólavefi fjölbreytur jólavefur
- jóla-og áramótavefkort ýmis önnur vefræn tækiæriskort
BLANDAÐAR ÁHUGAVERÐAR VEFSÍÐUR
- LJÓSMYNDAKEPPNI Canon og mbl.
- VILTU VITA MEIRA Leiðsögn með lestri .. Sigríður Svavars - Leiðbeining - heilun- fyrirbænir
- ÓMAR RUN - Ljósmyndir Magnaðar myndir
- MADDÝ - Ljósmyndir Meiriháttar myndasmiður
ÝMSAR VEFMYNDAVÉLAR
- Nýjar Íslands vefmyndavélar Frábærir tenglar hérlendis og erlendis
- Vefmyndavélar - Vegagerðin - Suðausturland
- Vefmyndavélar víðs vegar um Ísland
VEÐUR - FÆRÐ - LOFTSLAG
LANDSBYGGÐIN LIFI...
- BETRI BYGGÐ UM LAND ALLT...
- LANDAKORT.IS Frábær síða um Ísland; m.a. Góðar upplýsinga-og þjónustusíður-Vefsjár sveitafélaga-Fjölbreytt efni um ferðamál og ferðalög á Íslandi.
- ICELAND WORLDWIDE Iceland, the land of the midnight sun, is becoming a favorite with those who seek adventure and freedom. Be it nature, sagas, geology or people that interest you, Iceland is the place to go
ÍSLENSK TÍMARIT ALLT FRÁ 1696 -
- FRÁ FYRSTU TÍMARITUM LANDSSINS TIL DAGSSINS Í DAG Ýmislegt að skoða ..
FRÁ A-Ö...
- TRÚARBRÖGÐ HEIMSSINS...
- VÍSINDAVEFUR H.Í Að vita meira og meira .
- ALMENNINGSBÓKASÖFN LANDSINS
- WIKIPEDIA
- BÓKASÖFN LANDSINS
TÆKNI og VÍSINDI
FJÖLBREYTTIR ÞÆTTIR...
- ÍSLAND Í DAG
- KASTLJÓS
- N4 SJÓNVARPSSTÖÐ NORÐAN HEIÐA
- GAMLA ÍNN TV SJÓNVARPSSTÖÐIN
- HRINGBRAUT SJÓNVARPSSTÖÐ
MATSELD
- MATARBLOGG SOFFÍU gómsætir réttir af öllum stærðum og gerðum...
- UPPSKRIFTIR SOLLU
- MARGAR MATAR UPPSKRIFTARSÍÐUR Eflaust eitthvað gott að finna ..
- KÖKUR OG EFTIRRÉTTIR Án hveiti sykurs og ger
- GULUR,RAUÐUR,GRÆNN OG SALT Hráfæði
HJÁLPARSTOFNANIR...
Fibromyalga...vefjagigt
Blekking í þjóðfélaginu...
Blekking í þjóðfélaginu...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 123107
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2014
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Já hugsaðu þér bara ef maður hefði alltaf hlustað á innri röddina!! En eins og þú segir þá hefði maður ekki gert mistök, en ég held einmitt að þannig læri maður og ef sömu mistök eru gerð oftar en einu sinni, þá er það líklegast það að maður er ekki tilbúin að læra!! Og auðvitað er lífið dans á rósum, heilu rósarbeði með öllum sínum þyrnum.Að stinga sig á þyrnunum ætti að vera nóg til að snúa sér til baka frá mistökum, en oftar en ekki lætur maður eins og ekkert sé og stritast á móti vindi sem aldrei fyrr...Mér finnst ég alltaf standi í miðju beðinu og vita ekki alveg hvernig ég kem mér út úr því En auðvitað hef ég stundum hlustað á sálina en það mætti vera oftar
Unnur R. H., 25.9.2007 kl. 08:59
já mín kæra, það er margt í mörgu...Það þarf víst erfiðleikana til að læra af og í gegnum þá förum við að vakna til vitundar...
josira, 26.9.2007 kl. 09:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.