25.9.2007
Öll hreyfing er jákvæð...
Að innan sem og að utan og kemur orku af stað...
Mér finnst t.d. alltaf þegar ég nenni að taka tíl hendinni í óreiðunni, sem virðist ætíð myndast í skápunum mínum á einhverjum óræðum örsökum... ( skil bara ekki hvernig stendur á því ! ) hmm...Þá meina ég bæði eldhús-og fataskápum...Að eftir hverja tiltekt, líður mér svo undur vel, ég hreinlega svíf um, svo létt og lipur bæði á sál og líkama...Það er líkt og þungu fargi sé af manni létt...púff...Mér finnst hreinlega að maður taki til í sálartetrinu um leið... og sé tilbúin að takast á við hvað sem er...
Og fyrir nokkru síðan flutti ég. Eftir flutninga hef ég verið að finna hjá mér ýmislegt, sem hefur verið geymt- og eða orðið gleymt, í kössum og kislum. Hef ég svona verið að sortera ýmsa hluti undanfarið. Þar á meðal hef ég verið að finna pappíra og blöð, sem ég hef einhvern tíma t.d. á síðustu öld verið pára niður á, ýmsar hugleiðingar um lífið og tilveruna.
Hér er t.d að sjá nokkur heilræði eða leiðsögn :
Erfiðleikarnir eru til að læra af.
Vandamálin eru til að leysa þau.
Skipuleggja hvern tíma. Tíminn er dýrmætur.
Ekki bíða með neitt sem hrjáir huga hverju sinni, heldur vinna á vandamálum strax.
Ekki þjaka hug, líkama og sál til lengri tíma að óþörfu
Þakklátur skal hver vera fyrir alla þá erfiðleika og raunir sem mæta þarf á lífsleiðinni.
Því það er liður í þroskagöngu hvers og eins, hvernig tekið er á málum
.Áætla tíma fyrir sjálfan sig.
Fyrr að sofa .Fyrr á fætur.
Sinna andlegu hliðinni til jafns við þá líkamlegu.
þú ert það sem þú hugsar
þú ert það sem þú borðar
þú ert það sem þú gerir
Svo mörg voru þau orð...Þegar ég fór að ath. hverja setningu fyrir sig og skoða sjálfa mig um leið, sá ég að auðveldara er að gefa heilræði en halda þau. Í dag þarf ég greinilega á að halda nánast öllum þessum ráðleggingum og byrja, helst í gær að halda þau. Að svo mörgu leyti hef ég verið í stöðugi frestun með svo margt, nú hin síðari ár. Sérstaklega hvað varðar heilræðið að þjaka ekki hug, sál og líkama að óþörfu heldur fara að vinna á vandamálum strax.
Það er viss ótti sem hefur haldið mér hreinlega í gíslingu og skapað þar með hegðunarmynstur hjá mér, sem ég kalla í dag... frestunaráráttu...og það verður viss ( orku ) stöðvun með svo margt...
Allt gerist þetta meira og minna í huganum. Þar bíður óttinn, sem aldrei sefur.Óttinn sem leikur sér og tekur á sig hinar ýmsu myndir og dregur úr manni á svo marga vegu. Og þá er ég komin að öðru, sem ég hafði líka skrifað fyrir mörgum árum og er farið að rifjast upp í gagnabankanum...( Harði diskurinn er orðinn svo yfirfullur og hæggengur hjá mér...) Það er orðið tímabært að hreinsa þar til líka...
...Allt er undir viðhörfum komið, hjá hverjum og einum, hverju sinni, hvernig tekið er á málum og úrlausn skapast eftir því...
Viðhörf mín ( í huganum ) þurfa að breytast, greinilega . 'Eg vil ekki lengur að vera í viðjum óttans. Hann er á vissan hátt búinn að stjórna huga mínum og gjörðum hin síðari ár og valdið mér bæði kvíða og þunglyndi...Nú skal verða breyting á...Hann skal feykjast á brott, út um gluggann með ilmandi ajaxlykt í miðri tiltekinni og berast með haustvindunum...Hann verður að engu, leysist upp, hlutlaus og hefur enga merkingu lengur í huga mínum. Er ekki lengur hugarfóstur, sem óx og dafnaði, dvaldi of lengi og var farinn að verða full gamall í ráðvilltum huga mínum...
En takk samt fyrir samveruna, gamli minn, því þú hefur kennt mér að horfast í augu við þig og þar af leiðandi sjálfa mig. Það var heilmikill lærdómur...
Nú tek ég við stjórnartaumum huga míns og ákveð hverju sinni, hvaða merkingu ég gef hverri hugsun og hvert skal haldið. Gef samt farkosti mínum merki um, að hann megi stundum bera mig á vit ævintýra og nýrra slóða. Óttalaust, gagnkvæmt traust skal ríkja okkar á millum...Hugur minn er nú kraftmikill, en léttur og lipur, fullur af lífsvilja, tilbúinn að bera knapa sinn og eiganda um óravíddir hugarheims og alheims og takast á við hin jarðnesku verkefni eins vel og unnt er.
Í samvinnu og sameinuð munum við, í flæði lífssins hér og nú öðlast frelsi, kærleik, kjark og bjóðum vonina og lífsgleðina í för með okkur. Saman munum við í jákvæðni, óttalaus og tilfinningalega óheft, stefna staðföst og fylgin að markmiðum okkar...
Vá, vá það stefnir bara í flikk, flakk og heljarstökk hjá minni...
Held ótrauð áfram, staldra við og við hér og veiti hlutdeild í flugi hugsana minna......Heil og sæl að sinni...
josira
Tenglar
ÝMSAR JÓLAVEFSÍÐUR
- Jólin-Þjóðminjasafnið jólasíður Þjóðminjasafnið
- jólavefur Júlla á Dalvík fullt af fróðleik um jólin
- Jólavefur Valla, sem geymir marga aðra jólavefi fjölbreytur jólavefur
- jóla-og áramótavefkort ýmis önnur vefræn tækiæriskort
BLANDAÐAR ÁHUGAVERÐAR VEFSÍÐUR
- LJÓSMYNDAKEPPNI Canon og mbl.
- VILTU VITA MEIRA Leiðsögn með lestri .. Sigríður Svavars - Leiðbeining - heilun- fyrirbænir
- ÓMAR RUN - Ljósmyndir Magnaðar myndir
- MADDÝ - Ljósmyndir Meiriháttar myndasmiður
ÝMSAR VEFMYNDAVÉLAR
- Nýjar Íslands vefmyndavélar Frábærir tenglar hérlendis og erlendis
- Vefmyndavélar - Vegagerðin - Suðausturland
- Vefmyndavélar víðs vegar um Ísland
VEÐUR - FÆRÐ - LOFTSLAG
LANDSBYGGÐIN LIFI...
- BETRI BYGGÐ UM LAND ALLT...
- LANDAKORT.IS Frábær síða um Ísland; m.a. Góðar upplýsinga-og þjónustusíður-Vefsjár sveitafélaga-Fjölbreytt efni um ferðamál og ferðalög á Íslandi.
- ICELAND WORLDWIDE Iceland, the land of the midnight sun, is becoming a favorite with those who seek adventure and freedom. Be it nature, sagas, geology or people that interest you, Iceland is the place to go
ÍSLENSK TÍMARIT ALLT FRÁ 1696 -
- FRÁ FYRSTU TÍMARITUM LANDSSINS TIL DAGSSINS Í DAG Ýmislegt að skoða ..
FRÁ A-Ö...
- TRÚARBRÖGÐ HEIMSSINS...
- VÍSINDAVEFUR H.Í Að vita meira og meira .
- ALMENNINGSBÓKASÖFN LANDSINS
- WIKIPEDIA
- BÓKASÖFN LANDSINS
TÆKNI og VÍSINDI
FJÖLBREYTTIR ÞÆTTIR...
- ÍSLAND Í DAG
- KASTLJÓS
- N4 SJÓNVARPSSTÖÐ NORÐAN HEIÐA
- GAMLA ÍNN TV SJÓNVARPSSTÖÐIN
- HRINGBRAUT SJÓNVARPSSTÖÐ
MATSELD
- MATARBLOGG SOFFÍU gómsætir réttir af öllum stærðum og gerðum...
- UPPSKRIFTIR SOLLU
- MARGAR MATAR UPPSKRIFTARSÍÐUR Eflaust eitthvað gott að finna ..
- KÖKUR OG EFTIRRÉTTIR Án hveiti sykurs og ger
- GULUR,RAUÐUR,GRÆNN OG SALT Hráfæði
HJÁLPARSTOFNANIR...
Fibromyalga...vefjagigt
Blekking í þjóðfélaginu...
Blekking í þjóðfélaginu...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2014
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Þetta var mikil og þung lesning svona snemma dags.Fær mig til að hugsaKannski er einmitt núna orðið tímabært hjá mér að gera hreingerningu innra með mer...Er alltaf að berjast við þennan ótta sem virðist bara vera fastur af einhverri þráhyggju....Tími til að taka ekki bara skápa og FRAMKVÆMA það sem þörfin liggur helst..........Frábær lesning mín kæra eins og alltaf frá þér
Unnur R. H., 26.9.2007 kl. 08:47
kæra mín, tökum höndum saman og feykjum ótta lífs okkar í burtu með breyttum lífsviðhorfum.
josira, 26.9.2007 kl. 10:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.