20.11.2007
Að vakna...
Dag einn fyrir mörum árum síðan varð ég fyrir sterkri upplifun eða uppljómun um lífið og tilveruna, á nokkuð hverstaklegum stað...við eldhúsborðið heima hjá mér á miðjum degi...Og því fylgdi samsvörun í minni sál eða samhljómun...Langaði bara að deila þessari reynslu minni, hér með þér ...
Að vakna.
Æðri máttinn, þú finnur víða
vaknaðu, ekki lengur bíða.
Njóttu alls, sem lífið þér gefur
gjafmildi þess, sálina gleður.
Vitund vaknar, á þeim degi
er ljósið þú finnur, á lífsins vegi
Vegsemd slík, verðmæt er
varðveita skalt í jarðvist hér.
Er vitundin vaknar sameinast hugur, sál og líkami... Allt hefur verið sagt áður, sem sagt er... Allt hefur verið til áður, sem til er...
Er ég sat við eldhúsborðið og hugsaði um lífið og tilveruna, dag einn fyrir margt löngu síðan var sem skyndilega ég upplifði að ég væri einungis einhver pínulítil minnsta fruma í líkama hins Guðdómlega Skapara alls sem er og að allt í alheimi væri það einnig. Að hver manneskja væri sem minnsta öreind í líkama Almættisins, sem og hver ögn í alheimi öllum.
Og að hver hugsun og hver gjörð hefur áhrif á framvindu Alls sem er. Líkt og ein minnsta neikvæða frumeind í líkama mannsins getur haft neikvæð áhrif á þá næstu svo úr verði meinsemd, sem viðkomandi þarf að vinna á. Eins er með hugsun og gjörðir. Rifrildi og úlfúð í fjölskyldu getur haft stórskaðleg áhrif á fjölskyldumeðlimi, andlega og líkamlega...
Og enn stækkar meinsemdin, ef farið er útí þjóðfélög. Þar sem græðgi, hatur eða svartnætti ríkir í neikvæðum huga mannsins og lægri hvatir hans ráða ríkjum sem og birtast í formi allskonar fíkna t.d. eiturlyfja, drykkju, áhyggjna, ásamt ýmsum líkamlegum kvillum og afleiðingarnar verða, óhamingja, fátækt, sjúkdómar, ofbeldi, skuldir og í sumum þjóðfélögum eru stríðshörmungar afleiðingar margra ára og jafnvel margra alda trúarvaldabaráttu og valdagræðgi. Og neikvæð orka ræður ríkjum á öllum þessum stöðum
Í kjölfar þessa alls reynir Móðir jörð að hrista af sér þetta þunga ok, svo úr verða náttúruhamfarir. Hún vill halda heilsu eins og hver manneskja vill. Því hún er enn ein lífveran í hópi allra hinna í þessum heimi...
Skilningur mannsins verður að opnast, að við mannkynið lifum hér og nú og erum tengd orku jarðar og alheims og þar með sömu vitundinni. Við erum ljóssins börn á andans leiðum, en í fjötrum hins jarðneska líkama, sem er um stund bústaður til þroska. Sem mun kenna okkur að andinn sé húsbóndi holdsins, en holdið ekki húsbóndi andans...
Og þegar við lærum að elska okkur sjálf og virða öðlumst við jafnvægi hugar, sálar og líkama og gefum það frá okkur út í samvitundina. Við berum öll í okkur öfl ljóss og myrkurs og þroski okkar felst í því að læra að þekkja muninn. Oft þarf að upplifa hið svartasta sálarmyrkur á lífsgöngunni til að uppgvöta og finna lýsandi birtu ljóssins, sem kyndill kærleikans hið innra ber, ásamt krafti fyrirgefningarinnar...
Okkur mannkyni verður að lærast að skilja að við viðhöldum þessum drunga og sundrungu með hugsunum og atferli. Því allt þetta snýst um orsök og afleiðingu. Og hver uppsker eins og hann sáir...
Þennan sannleik má finna í flestum trúarbrögðum heims og kenningum, sem oft eru túlkuð mismunandi á mannlega vegu, en hver og einn verður að veginum hið innra. sem og mun að lokum leiða til upprunans, tengingu æðra sjálfsins, til hins Guðdómlega Skapara...
Í vitund mannsins býr öll viska alheims, því að í hverjum lífsneista er frá Almættinu kemur, er Hann einnig. Allir eru af sama meiði, hinn hæsti og hinn lægsti, og eru því sama heildin...
Okkur mannkyni verður að lærast að skilja að við viðhöldum þessum drunga og sundrungu með hugsunum og atferli. Því allt þetta snýst um orsök og afleiðingu. Þannig að hver agnarögn hefur sínu hlutverki að gegna í lífhringrás Skaparans.
Og er við finnum leiðina bætum við í hið Guðdómlega ljós samvitundarinnar, með frið, kærleika og fyrirgefningu hér á Móðir jörð og um leið og allt það neikvæða, fær að víkja fyrir því jákvæða fær hún aftur að slá í takt við hljómkviðu og í jafnvægi alheims og verður lyft í ljósið þar sem henni er ætlaður staður og hún verður sú Guðdómlega Móðir, sem henni er ber að vera...
Þyrnum þakinn er oft vegur lífssins, en þegar sú þrautarganga er að baki, er yndislegt að anda að sér hinum höfga ilmi, er stígur upp frá rósinni og þá skynjum við fegurð kærleikans, sem er leið sannleikans...
Leiðin hið innra með okkur... Leiðin til ljóssins... Leiðin til sameiningar...Leiðin til Guðdómssins...
josira
p.s. hafði að hluta til birt þetta í öðrum skrifum hér fyrr, en færði það hingað...ásamt söngnum hans Declan Galbraith. Sjáið og hlustið á þennan magnaða strák...
Declan - Tell Me Why - a children's tribute
Meginflokkur: Vefurinn | Aukaflokkar: Lífstíll, Ljóð, Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 11:56 | Facebook
Tenglar
ÝMSAR JÓLAVEFSÍÐUR
- Jólin-Þjóðminjasafnið jólasíður Þjóðminjasafnið
- jólavefur Júlla á Dalvík fullt af fróðleik um jólin
- Jólavefur Valla, sem geymir marga aðra jólavefi fjölbreytur jólavefur
- jóla-og áramótavefkort ýmis önnur vefræn tækiæriskort
BLANDAÐAR ÁHUGAVERÐAR VEFSÍÐUR
- LJÓSMYNDAKEPPNI Canon og mbl.
- VILTU VITA MEIRA Leiðsögn með lestri .. Sigríður Svavars - Leiðbeining - heilun- fyrirbænir
- ÓMAR RUN - Ljósmyndir Magnaðar myndir
- MADDÝ - Ljósmyndir Meiriháttar myndasmiður
ÝMSAR VEFMYNDAVÉLAR
- Nýjar Íslands vefmyndavélar Frábærir tenglar hérlendis og erlendis
- Vefmyndavélar - Vegagerðin - Suðausturland
- Vefmyndavélar víðs vegar um Ísland
VEÐUR - FÆRÐ - LOFTSLAG
LANDSBYGGÐIN LIFI...
- BETRI BYGGÐ UM LAND ALLT...
- LANDAKORT.IS Frábær síða um Ísland; m.a. Góðar upplýsinga-og þjónustusíður-Vefsjár sveitafélaga-Fjölbreytt efni um ferðamál og ferðalög á Íslandi.
- ICELAND WORLDWIDE Iceland, the land of the midnight sun, is becoming a favorite with those who seek adventure and freedom. Be it nature, sagas, geology or people that interest you, Iceland is the place to go
ÍSLENSK TÍMARIT ALLT FRÁ 1696 -
- FRÁ FYRSTU TÍMARITUM LANDSSINS TIL DAGSSINS Í DAG Ýmislegt að skoða ..
FRÁ A-Ö...
- TRÚARBRÖGÐ HEIMSSINS...
- VÍSINDAVEFUR H.Í Að vita meira og meira .
- ALMENNINGSBÓKASÖFN LANDSINS
- WIKIPEDIA
- BÓKASÖFN LANDSINS
TÆKNI og VÍSINDI
FJÖLBREYTTIR ÞÆTTIR...
- ÍSLAND Í DAG
- KASTLJÓS
- N4 SJÓNVARPSSTÖÐ NORÐAN HEIÐA
- GAMLA ÍNN TV SJÓNVARPSSTÖÐIN
- HRINGBRAUT SJÓNVARPSSTÖÐ
MATSELD
- MATARBLOGG SOFFÍU gómsætir réttir af öllum stærðum og gerðum...
- UPPSKRIFTIR SOLLU
- MARGAR MATAR UPPSKRIFTARSÍÐUR Eflaust eitthvað gott að finna ..
- KÖKUR OG EFTIRRÉTTIR Án hveiti sykurs og ger
- GULUR,RAUÐUR,GRÆNN OG SALT Hráfæði
HJÁLPARSTOFNANIR...
Fibromyalga...vefjagigt
Blekking í þjóðfélaginu...
Blekking í þjóðfélaginu...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2014
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
vááá fallegt.
alva (IP-tala skráð) 21.11.2007 kl. 00:53
Hæ kæra, já og takk fyrir síðast.. Já falleg grein og fallegt myndband. áfram veginn...
Margrét
Margret (IP-tala skráð) 23.11.2007 kl. 00:28
Mín kæru takk fyrir innlitið og góð orð...
já það er svo margt sem ei verður skilið, en við getum skynjað og oft er erfitt að útskyra. Einhvern veginn fann ég þarna um árið eilítið sannleik fyrir mig, sem og gaf mér svör við því hvernig ég var sem barn og hvernig ég skynjaði manneskjurnar, umhverfið og náttúruna. Þessi stund mín við eldhúsborðið forðum daga hefur létt mér lífsgönguna á svo margan hátt með styrk í hugsun og skynjum t.d. í erfiðleikum, að einhver tilgangur sé með öllu. En þó einnig vanmáttar og sorgar í hugsun og hjarta til lífssins og mannanna verka.
Það eina sem ég get gert er að taka til í eigin garði. T.d. reyna að sjá jákvæðni í neikvæðninni. Gleði í sorginni. Umbera galla í eigin fari og annara og þakka kosti. Mér hefur lærst það líka sem og hefur hjálpað mér óendanlega mikið og það er, að í sjálfu sér er allt hlutlaust þar til við sjálf gefum þvi merkingu hverju sinni. Í dag stefni ég að því að létta af oki hugsana minna, frestunar og fortíðar. Og að lífið er núið, núna. Trúi því að allt sé harla gott og fyrir öllu séð. Ég er farin að treysta. Set hér inn smá samantekt úr pári mínu;
Og þegar við lærum að elska okkur sjálf og virða öðlumst við jafnvægi hugar, sálar og líkama og gefum það frá okkur út í samvitundina. Við berum öll í okkur öfl ljóss og myrkurs og þroski okkar felst í því að læra að þekkja muninn. Oft þarf að upplifa hið svartasta sálarmyrkur á lífsgöngunni til að uppgvöta og finna lýsandi birtu ljóssins, sem kyndill kærleikans hið innra ber, ásamt krafti fyrirgefningarinnar...
Og þökkum fyrir líf, gleði og sorg sérhvern dag, allt leiðir til þroska sálarinnar. Erfiðleikarnir eru til að læra af og vandamálin til að leysa þau. Látum í ljós, í orði eða verki elskuna sem við berum til annara, á morgun getur það verið of seint...Innst í hjörtum allra það býr, kærleiksaflið sem öllu snýr...
josira, 23.11.2007 kl. 12:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.