Leita í fréttum mbl.is

Tími Jóhönnu, sem forsætisráðherra runninn upp...

rikisstjorn_2009

Ég óska bæði henni og nýju ríkisstjórninni alls hins besta á komandi vikum og að þau hafi styrk og getu til þeirra erfiðu starfa, sem þeirra bíða...

Hún er ekki í öfundsverðum sporum, okkar nýja Björgunar-Ríkisstjórn...Og hreinlega spurning hversu miklu hún fær áorkað á ekki lengri tíma, sem henni er úthlutaður í bili...

Eflaust hefur þó hin fráfarna ríkisstjórn unnið meir í gömlu björgunaraðgerðunum, en við höldum á síðustu mánuðum...það hlýtur einhver uppbyggileg grunnvinna í þjóðarhag að hafa átt sér stað, þó lítt hafi hún verið sjáanleg...allavega má þakka henni fyrir vakningu og breytta þjóðarvitund...og nýjum tækifærum sem í því felast..

 

Nokkur bloggorð mín frá 12 mai 2007...

Ég er ekki pólitísk manneskja og það hefur ekki heillað mig í gegnum árin að fylgjast með fjölmiðlum og umræðum fólks í kringum kosningar.  Oftast er argast og gargast yfir hverjir gerðu hvað, hverju sinni, hverjir eigna sér heiðurinn af þessu eða hinu og hverjir ætla að verða bestir næst. Meirihluti-minnihluti...Minnihluti-meirihluti.

Af hverju getur ekki bara verið eitt gott afl eða góð samvinna hjá þeim þingflokkum sem kosnir eru. Af hverju þarf þessi sundrung svo að ríkja í svo mörgu...Sem tefur bara fyrir, þar sem úrlausna, breytinga og framkvæmda er þörf...

Að mörgu leyti finnst mér svo margt undirliggjandi líkt í stefnum flokkana, en með mismunandi túlkun og áherslum.

Er ekki verið að stefna að því að bæta kjör fólksins í landinu allt frá yngstu kynslóðinni til þeirra elstu... á öllum sviðum...frá öllum hliðum ?

 

Látum bæði hugvit og verkvit berast og gerast á jákvæðan hátt fyrir land og þjóð. Verum það leiðarljós, sem okkur er unnt að bera og vera, inn í hinn nýja tíma hnattrænnar vitundar.

Og eftir kosningar 14 mai...2007

Enn einar kosningar yfirstaðnar...og ekki urðu miklar sjáanlegar breytingar á yfirborðinu....En undir niðri er vitund þjóðarinnar að vakna og fræum hefur verið sáð, sem hlúð verður að og munu vaxa í átt til sólar með nýrri hugsjón framfara, náttúru- og umhverfismála...

cosmos

Aldrei aftur verða stjórnmál liðin með líku sniði og verið hefur...Aldrei aftur mun eitt eða fleiri ósnertanleg öfl ráða...Tími bitlinga og spillinga er liðinn...Tími umbreytinga, hreinsunar og nýrra tíma er runninn upp...Hér eftir verður allri stjórnsemi landssins vel fylgt eftir, af vökulum augum landsmanna...

 

sem allflestir bíða nú eftir að hin svifaseina seðlabankastjórn komi sér upp úr stólunum...

 

og nú er niðurtalnig 80 dagana til lögmætra kosninga landans hafin...og er kemur að kjördegi þá er það í okkar valdi, fólksins í landinu, hvaða eða hversskonar ný-stjórnaröfl ( flokka ) og- eða manna við viljum og veljum til að halda um stjórnartaumana...

 

Sem brautryðendur og frumkvöðlar framfara og nýrra tíma munu þeir mætast og mótast saman í uppbyggingu okkar nýja Íslands, sem enn á ný mun rísa úr öskunni, líkt og fuglinn fönix forðum... 

 

Við vorum fyrst að falla í alþjóða hagkerfis-hremmingunum og ég er einhvern vegin sannfærð um, að við verðum með þeim fyrstu til að standa á fætur, en ekki þau síðustu...

 

Núna þurfum við að styðja og styrkja hvort annað með auknum samskiptum og fjölskyldu- og vinatengslum í fjárhags-erfiðleikum heimilanna og atvinnuleysis...

InnerChild

blogg. 23 nóv.2007  Samskipti...

Erfiðleikar eru til að læra af...Oft er þar að finna dulda blessun, síðar meir...Vandamálin eru til að leysa þau...

Sameinið þar sem sundrung ríkir...Styrkið fjöldskyldutengslin, sem unnt er...Standið saman til framtíðar á öllum sviðum, frá öllum hliðum, sem unnt er...Gefið gleði þar sem sorg ríkir...Talið saman í einlægni um hvernig ykkur líður og það sem betur má fara, áar,mæður, feður, dætur, synir, systkyni, frændgarðar og vinir..

Hleypið birtu, gleði og hamingju nýrra tíma inn í lífið. Því lífið er sífelt nýtt, sem er... núið...núna. Ekki bíða og bíða eftir hinu eða þessu...eða að þetta eða hitt gerist...Lifið og njótið, kyssist og hrjótið...Gleði í hjarta, gefur framtíð bjarta...Góðra stunda, auk vinabanda og endurfunda...

 

gledi

Þegar búið er að hreinsa í burtu allt sem fúið er og úr sér gengið, ásamt líflausum og næringasnauðum jarðvegi...

Og við hættum að týnast í orðskrúði ólgandi hafi talna og orða,

sem öllu hafa stjórnað; sem hér má t.d. nefna, 

nafnávöxtun, meðalraunávöxtun, raunávöxtun, allrahanda  ávöxtun, verðtrygging, vaxtakjör, greiðslubyrði, endurfjármögnun, uppgreiðslukosnaður, greiðslustaða, stimpilgjöld, fjármagnskosnaður, vísitölutrygging, vísitöluhækkun-lækkun, eignarstýring, fjárfesting í sjóðum, fjármálamarkaðir, áhættuþol, áhættustýringasvið, innherjar, fruminnherjar, gengisþróun...

Þá byggjum við okkur sterkar þjóðfélags- undirstöður í nýjum og frjósömum úrvalsjarðvegi...

Og nýtum okkur orku nýrra hugsjóna og hugmynda..

MillenniumTree
        
Til uppbyggingar á nýju og manneskjulegra þjóðfélagi ...
og uppskerum sameiginlega ávaxtanna,
með réttlæti, samkennd og
raunsærri stjórnun !

Hér má t.d. finna eitthvað um það frumkvöðlastarf sem hafið er;

Upplýsingalandið, náttúra.info 

 

Nýsköpunar- og frumkvöðlasetur Háskóla Íslands

Nýsköpunarmiðstöð Íslands

Innovit, nýsköpun og stuðningur við sprotafyrirtæki 

Samtök iðnaðarins      

 

Ísland er eitt mesta velferðarríki meðal þjóða.

Við erum stolt, frjáls og dugleg þjóð sem höfum sýnt,

að á ögurstundum stöndum við ætíð saman.

Með að auki allt það stórbrotna sem landið hefur að gefa...

sæl að sinni ...josira

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

josira
josira

Orðin... Pára með penna á óskrifað blað, orðin um hugann renna. Með suð í eyra ég skrifa það, sem ég fæ að heyra. Hvaðan þau koma veit ég ei, en í höfði mínu óma. Líkt og eilífðin, sem gefur frá sér tóna og um himnasali hljóma.

Lítil síða lítur dagssins ljós... Hér hef ég hugsað mér að skrifa um allt og ekkert ... eða bara það sem mig langar til hverju sinni ... Vertu velkomin(n) kæri ferðalangur... í heimsókn hingað, þar sem þú hefur nú fundið vegaslóðan minn litla, í netheiminum stóra ...

 

Lyngrósin Ljóðin mín

Josiraice youtube ljóð og tónlist

Rósin Eldri heimasíða, sem ég get ekki uppfært lengur, en læt hana fylgja hér með.  (Hún virkar einungis í gegnum Internet Explorer)

Light Bearer -poem - josira 

Guðrún Lilja; mánadísin, mín eldri dóttir og Ljóðin hennar

Nýjustu myndböndin

Movie

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband