Leita í fréttum mbl.is

Atvinnuleysi og menntun...

slsection

Hef verið að husga um ungmennin okkar undanfarið...Hvar eru þau stödd núna í kreppunni og atvinnuleysinu...svona almennt...Og þá er ég aðallega að hugsa um aldurshópinn 16-20+ára.

Við vitum auðvitað að all mörg ungmenni þurfa að sækja námið í framhaldsskólana burtu frá heimilum sínum. T.d. sérstaklega þau sem búa á landsbyggðinni, sem og annarsstaðar.

Hvað skyldu mörg þessara ungmenna hafa hætt námi vegna aðstæðna fjöldskyldanna í þjóðfélaginu ?  Eflaust margir foreldrar sem geta ekki stutt þau fjárhagslega til náms í burtu nú í þessu þjóðfélagsástandi. Og ákaflega litla atvinnu með skóla að fá fyrir þennan aldurshóp og sennilega barist um hvert aukastarf t.d. í verslunum og þjónustustörfum.  

 

Hvað ætli sé stór hópur ungmenna heima í iðjuleysi og bið vegna peningaskorts til menntunar.?  Því eflaust er einhver hluti þeirra væntanlega á atvinnuleysisbótum og hugsanlega stór hluti þeirra frá 18-20 +ára. Og eru föst þar. Því atvinnubætur falla niður ef þau hefja nám t.d. í mennaskóla og fjölbrautaskóla, og þá er enginn framfærslueyrir. En fá þó lán frá LÍN http://lin.is/Forsida.html ef þau stunda iðnskólanám.

En ekki hafa allir huga þangað. Nú, börn eru á framfæri foreldra til 18 ára og hvað svo...?

Hvað tekur við ef þau eru flutt að heiman og farin að sjá um sig sjálf ? Og löngun þeirra liggur til mennta. Hvaða úrræði eru fyrir þau ungmenni, sem ekki geta notið aðstoðar foreldra vegna þeirra eigin bágs fjárhags eða annara aðstæðna ?

Hvaða skilaboð er þjóðfélagið að senda til þessa unga fólks sem tekur við blessaðri framtíð þessa lands. Á hvaða grunni byggist þeirra líf.

Það er ekki þeim að kenna að þjóðfélagið sé eins og það er í dag og hræðilega ósanngjarnt að gjörðir annara, þ.e. þeirra er settu landið í forina, sem og hafa jafnvel úr milljónum úr að moða í dag.  

Ákvörðunartökur þessara manna fara víða og hafa áhrif á svo ótrúlega marga þætti í þjóðfélaginu og inn í framtíðina og hart er það, að þau teygast jafnvel til menntunarmöguleika.

learn_res_web_img                                                                     

Þannig var að dóttir mín sem farin er að heiman og fetar sín spor sem einstaklingur nú, var við að gefast upp andlega að vera heima á atvinnuleysisbótum, nú á haustdögum.

Alveg búin að fá nóg af iðjuleysi og dofa og ákvað að venda sínu lífi við og hefja nám að nýju eftir nokkurt hlé. Lét hún vita hjá atvinnuleysissjóði og féllu bæturnar auðvitað niður.  Ekki var peningur aflögu frá mér til að hjálpa henni, svo hún hringdi í Félagsþjónustuna í sínu bæjarfélagi til að panta tíma og til fara yfir sín mál þar.  

Hringdi hún í mig síðan, frekar niðurbrotin, því henni var tjáð í símasamtalinu að fyrst hún væri ekki sjúklingur eða í atvinnuleit ætti hún engan rétt að svo stöddu, á aðstoð, en henni var sagt að hún hefði getað sótt um námstyrk 2 mánuðum áður en skólinn byrjaði. En hún var of sein að sækja um núna, þannig að hún skildi sækja um fyrir vorönnina.  

 

Og að hún ætti engan rétt á fjárhagsaðstoð samkvæmt ofansögðu ( sjúklingur eða í atvinnuleit ) og að hún hefði átt að hugsa fyrirfram um hvernig hún hefði ætlað að framfleyta sér. Og fyrst hún hefði ekki efni á skólagöngu, þá ætti hún bara að fá sér vinnu eða fara á atvinnuleysisbætur.  

 

 

Svo mörg voru þau orð. Mér féllust hendur þegar hún sagði mér þetta og fékk sting í hjartað og tár í augun. Fann fyrir vanmættinum að geta ekki stutt hana og hjálpað henni með fjárhagslega. Ég kannaðist alveg við tilfinninguna að geta ekki verið eða farið i skóla. Ég hætti á sínum tíma í námi vegna svipaðra aðstæðna. Og tók 3 og 4 bekk í gaggó forðum daga, í kvöldskóla og vann á daginn og missti þar af leiðandi tengsl við mína jafnaldra og skólafélaga. Því ekki var til peningur í strætó til að komast í skólann.  Er það bara ríkt fólk sem á rétt til að mennta sig?  Þetta er spurning sem ég spurði sjálfa á þeim tíma og finnst við standa í sömu sporum og fyrir 35 árum...

learning%20community                                                                         

En svo fór að ég kannaði betur með þátt Félagsþjónustunar vegna dóttir minnar og sé að ;    

Félagsþjónusta í hverju bæjarfélagi er skylt að veita fjárhagsaðstoð til framfærslu einstaklinga sem ekki geta séð sér og sínum farborða án aðstoðar.   

 

Heimilt er að veita einstaklingum og fjölskyldum aðstoð vegna sérstakra aðstæðna, m.a. vegna heimilisaðstoðar, náms eða óvæntra áfalla.   

En kanna þarf til þrautar rétt til annarra greiðslna áður en leitað er eftir fjárhagsaðstoð, þar með talið frá almannatryggingum, atvinnuleysistryggingum, lífeyrissjóðum og sjúkrasjóðum stéttarfélaga.

Og létti mér mikið þegar ég sá að það er von fyrir ungmennin okkar, sem eru stödd á sjálfs síns vegum að stunda nám, með fjárhagsaðstoð Félagsþjónustunar. Þó svo að svörin segðu annað en dóttir mín fékk í símtalinu...

En eflaust er ekki öfundsvert að vera í sporum þeirra er vinna hjá Félagsþjónustunni og þurfa jafnvel að neita aðstoð. En væntanlega er hvert mál sérstakt og ætti að vera skoðað frá öllum hliðum í gegn um viðtal, áður en eitthvað er staðhæft í gegnum síma...

Josira. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Agný

ÞETTA SKRIFAÐI ÉG ÁRIÐ 2005... og gaf þær forsendur í þjóðfélaginu sem eru núna orðnar og ég tel að ef við eigum að geta gert unga fólkinu okkar öllum sama rétt á menntun sé þetta eina vitræna leiðin..

En síðan hvenær hafa íslensk stjórnvöld kunnað á vitræna leið?

Allavega virðist það ekkert hafa aukist eða breyst til batnaðar nema síður sé ..Það fylgja ekkert endilega nýjir siðir nýjum herrum ..bara önnur útfærsla...

En þetta er það sem ég myndi gera ef ég væri mentamálaráðherra núna.. og ég hugsa að frekar sé betra að borga með unglingunum laun fyrir að vera í framhaldsnámi heldur en lifa á féló..eða á öðru enn verra...en þetta ástand mun ýta undir það...

Grunnskólinn, þættir sem mætti skoða, hvað er hagkvæmast til lengri tíma litið.

http://alvaran.com/forum/index.php?showtopic=119

Í sambandi við grunnskóla sem allir eru skyldaðir til að vera í af ríkinu, þó svo sumir hætti fyrr en honum er lokið, oft vegna eineltis.

Það sem mér finnst rangt er þetta:

Langar að biðja ykkur um að lesa þetta hér fordómalaust til að byrja með allavega .

Það átti ALDREI að setja grunnskólana á sveitarfélögin, þar sem einstaklingurinn er SKYLDAÐUR af ríkinu til að vera í grunnskóla í 10ár.

Þá á ríkið, sem er náttúrulega við öll sem búum hér á landi, þó svo oft látum við sem ríkið sé eitthvað batterí sem reki sig sjálft , að standa straum af þeim kostnaði.

Öll viljum við jú að börnin okkar mennti sig eða eins og sagt var í gamla daga "verði að manni."

Ef við viljum á einhvern hátt hafa jafnræði og jafnvægi þá er menntun á jafnréttisgrundvelli óháð búsetu og mannfægð eða vöntun á góðum kennurum, ekki tækið til þess að svo megi verða.

Annað sem mér finnst að mætti alveg skoða og ég tel að þegar upp verði staðið myndi skila þjóðarbúinu meiri arði en það er af þessum forsendum sem ég gef hér:

Það er mikið atvinnuleysi, ungt fólk fær ekki vinnu , það á ekki/hefur ekki réttinda til atvinnuleysisbóta ,hefur heldur ekki efni á að fara í skóla þó að vilji væri fyrir hendi.

Foreldrarnir kanski sjálfir án atvinnu líka þannig að ekki geta þeir aðstoðað við að fjármagna skólagöngu eftir að Grunnskóla lýkur.

Hvað haldið þið að þetta fólk komi til með að leiðast út í eða lenda í.?

Kanski þetta margumrædda vændi ?

Dópneysla /sala.? Rán og innbrot.?

ER það þetta sem við viljum sjá?

Því hvar á liðið að fá peninga ef engin er vinnan og ekki hægt að fá bætur nema frá féló sem er náttúrulega að fá peninga frá ríkinu = okkur.

Er þá ekki betra að láta þá aura sem við greiðum til ríkisins frekar fara þessa leið sem ég bendi á hér á eftir heldur en í gegnum féló.

Persónulega finndist mér réttara að gera það sem ég tel upp hér, það kæmi betur út fyrir þjóðfélagið í heild þegar upp yrði staðið :

Að ríkið myndi borga einstaklingum fyrir að vera í skóla eftir að grunnskólanámi lýkur.

Það myndi þýða það að þegar atvinnuástand batnar, þá væru til einstaklingar sem eru menntaðir, en ekki búnir að mæla göturnar og í ýmsu misjöfnu jafnt konur sem karlar. Það yrði að mínu mati ódýrara fyrir ríkið þegar til lengri tíma er litið.

Þessir einstaklingar myndu síður leiðast út í það sem ég taldi upp fyrr og þetta fólk yrði þjóðfélasvænni þegn heldur en sá sem hvorki hefur haft menntun eða vinnu.

Orkan sem maður notar við að vera í skóla hverfur ekkert þó að maður mæli göturnar, þú ferð bara með hana í eitthvað annað.

Það nefnilega kostar ekkert smá fyrir ríkið ef að eru sífelld innbrot, sem skapar þörf á stærri fangelsum,

fleiri meðferðarheimili fyrir þá sem lenda í eiturlyfjaneyslu, meiri félagslegan og fjárhagslegan stuðning fyrirþá sem leiðast út í vændi, meiri lyfja og lækniskostnaður myndi örrugglega verða líka.

Þannig að ég tel að það myndi spara stórlega til lengri tíma litið og við eiga til fólk sem gæti gengið inn á vinnumarkaðinn þegar atvinnuástand yrði gott, þegar það kæmi þetta virkilega svokallaða góðæri.

Þeir sem eru búnir að vera án atvinnu í langan tíma, hafa jafnvel aldrei fengið vinnu eftir að grunnskóla er lokið, þetta eru ekki einstaklingar sem vinnuveitendur vilja fá í vinnu því miður.

Þá myndu atvinnurekendur frekar leita eftir erlendu vinnuafli.

Ég veit ekki betur en að i Danmörk sé það þannig að ríkið borgi einstaklingum " laun" á meðan þeir eru í framhaldsnámi eftir grunnskólanámi er lokið.

Þetta tel ég að sé það sem við Íslendingar ættum að taka upp eins og Danir frændur okkar.

En þetta er jú bara mín hugmynd um hvernig þjóðfélagið megi breytast, til hins betra að mínu mati þegar

á heildina er litið.

Agný.

Agný, 18.9.2009 kl. 04:05

2 Smámynd: josira

 Takk fyrir þessi orð kæra Agný, mikið er ég sammála þér í framsýn þinni...

Það væri frábært að geta fjárfest til framtíðar í unga fólkinu okkar gegnum skynsamlegra og víðsýnna skóla- og menntakerfi...

Það er gríðalega margt sem ég myndi vilja breyta í uppeldis-og menntamálum, sem ég tel að myndi einungis vera í átt til betri þroska og velferðar á komandi tímum...fyrir alla

josira, 19.9.2009 kl. 16:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

josira
josira

Orðin... Pára með penna á óskrifað blað, orðin um hugann renna. Með suð í eyra ég skrifa það, sem ég fæ að heyra. Hvaðan þau koma veit ég ei, en í höfði mínu óma. Líkt og eilífðin, sem gefur frá sér tóna og um himnasali hljóma.

Lítil síða lítur dagssins ljós... Hér hef ég hugsað mér að skrifa um allt og ekkert ... eða bara það sem mig langar til hverju sinni ... Vertu velkomin(n) kæri ferðalangur... í heimsókn hingað, þar sem þú hefur nú fundið vegaslóðan minn litla, í netheiminum stóra ...

 

Lyngrósin Ljóðin mín

Josiraice youtube ljóð og tónlist

Rósin Eldri heimasíða, sem ég get ekki uppfært lengur, en læt hana fylgja hér með.  (Hún virkar einungis í gegnum Internet Explorer)

Light Bearer -poem - josira 

Guðrún Lilja; mánadísin, mín eldri dóttir og Ljóðin hennar

Nýjustu myndböndin

Movie

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband