Leita í fréttum mbl.is

Kóróna landssins...eftir Ómar Ragnarsson

 

 island

Langaði bara að minna á okkar yndislega og magnaða land, sem hefur í raun, okkur allt það að gefa, sem við ætíð þörfnumst hér.

Finnst mér þessi orð hans Ómars með fegurstu ljóðaóðum til landssins okkar. Njótið lesturssins. Vildi að ég gæti einnig boðið uppá þann stórkostlega söng og það fallega lag sem er við textann.

 

Kóróna landssins

Svíf ég af sæ
mót suðrænum blæ
upp gljúfranna göng
gegn flúðanna söng.
Þar færir hver foss
fegurðarhnoss
og ljúfasta ljóð
um land mitt og þjóð.

Allvíða leynist á Fróni þau firn
sem finnast ekki´í öðrum löndum:
Einstæðar dyngjur og gígar og gjár
með glampandi eldanna bröndum.
Við vitum ekki´enn að við eigum í raun
auðlind í hraunum og söndum,
sléttum og vinjum og auðnum og ám
og afskekktum sæbröttum ströndum.

Því Guð okkur gaf
gnægð sinni af
í sérhverri sveit
sælunnar reit.

Í ísaldarfrosti var fjallanna dís
fjötruð í jökulsins skalla
uns Herðubreið þrýsti sér upp gegnum ís,
öskunni spjó og lét falla.
Er frerinn var horfinn var frægð hennar vís, - 
svo frábær er sköpunin snjalla.
Dýrleg á sléttunni draumfögur rís
drottning íslenskra fjalla.

Að sjá slíkan tind
speglast í lind
og blómskrúðið bjart
við brunahraun svart.

Beygðir í duftið dauðlegir menn
dómsorði skaparans hlíta.
Framliðnar sálir við Öskjuvatn enn
sig ekki frá gröf sinni slíta.
Tunglfarar upplifa ósköpin tvenn:
Eldstöð og skaflana hvíta.
Alvaldsins sköpun og eyðingu í senn
í Öskju þeir gerst mega líta.

Höll íss og eims, -
upphaf vors heims, -
djúp dularmögn,
dauði og þögn.

Endalaus teygir sig auðnin, svo víð, -
ögrun við tækniheim mannsins.
Kaga við jökul með kraumandi hlíð
Kverkfjöll í hillingum sandsins.
Ísbreiðan heyr þar sitt eilífa stríð
við eldsmiðju darraðardansins.
Drottnandi gnæfa þau, dæmalaus smíð,
djásnið í kórónu landsins.

Seytlar í sál
seiðandi mál:
Fjallanna firrð,
friður og kyrrð.

Á Þingvöllum aðskiljast álfurnar tvær.
Við Heklu´er sem himinninn bláni.
Í Kverkfjöllum glóðvolg á íshellinn þvær.
Í Öskju er jarðneskur máni.
Ísland er dýrgripur alls mannkynsins
sem okkur er fenginn að láni.
Við eigum að vernda og elska það land
svo enginn það níði né smáni.

Seytlar í sál
seiðandi mál:
Fjallanna firrð,
friður og kyrrð,
íshvelið hátt,
heiðloftið blátt,
fegurðin ein
eilíf og hrein.

Höfundur:
Ómar Ragnarsson

author_icon_11024
josira
 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigríður B Svavarsdóttir

Yndislegt Hanna mín.. Takk fyrir þetta.

Sigríður B Svavarsdóttir, 18.11.2009 kl. 13:53

2 Smámynd: josira

josira, 18.11.2009 kl. 15:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

josira
josira

Orðin... Pára með penna á óskrifað blað, orðin um hugann renna. Með suð í eyra ég skrifa það, sem ég fæ að heyra. Hvaðan þau koma veit ég ei, en í höfði mínu óma. Líkt og eilífðin, sem gefur frá sér tóna og um himnasali hljóma.

Lítil síða lítur dagssins ljós... Hér hef ég hugsað mér að skrifa um allt og ekkert ... eða bara það sem mig langar til hverju sinni ... Vertu velkomin(n) kæri ferðalangur... í heimsókn hingað, þar sem þú hefur nú fundið vegaslóðan minn litla, í netheiminum stóra ...

 

Lyngrósin Ljóðin mín

Josiraice youtube ljóð og tónlist

Rósin Eldri heimasíða, sem ég get ekki uppfært lengur, en læt hana fylgja hér með.  (Hún virkar einungis í gegnum Internet Explorer)

Light Bearer -poem - josira 

Guðrún Lilja; mánadísin, mín eldri dóttir og Ljóðin hennar

Nýjustu myndböndin

Movie

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband