Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007
21.5.2007
Klukkan tifar, tíminn líður...
Ja hérna , komin vika síðan ég skrifaði...þá hélt ég svo sannarlega að sumarið væri komið, en í gær og í dag hefur verið sýnishorn af íslensku veðurfari...rigning, rok, sólskin og él, já og snjókoma, en blessaður snjórinn var nú bara að minna á sig held ég og að kveðja svona í leiðinni...rauðu fallegu túlipanarnir mínir úti í garði urðu alhvítir örstutta stund, svo var snjórinn á bak og burt og ég náði ekki að taka myndir...batteríin búin... svekkelsi... (en fékk þessa mynd lánaða af netinu )...
...Að sinni ætla ég ekki að skrifa meir um pólitíkina...landsmenn nær og fjær geta lesið allt um hvernig staðan þar er og verður, t.d. á síðum www.mbl.is og www.visir.is ...
Atkvæði mitt ásamt tæplega 6000 annara kjósenda, féllu dauð niður vegna 5% prósenta reglunnar í kosningalögunum um lágmarksfylgi á landsvísu...En ef ekki...þá væru komnir inn 2 nýir þingmenn hjá hinum nýja hugsjóna- og baráttuflokk; Íslandshreyfingin , en formaður þar í fararbroddi er ( svona fyrir þá sem ekki vita ) Ómar Ragnarsson, eldhuginn, sem ég kalla " ljósbera lifandi lands"
Og ég er stolt af því að mitt atkvæði skuli hafa verið með í þessum tæplega 6000 atkvæða hópi...þau hafa vakið athygli og umhugsun og þau munu ekki rykfalla ómerk ofan í skúffu...þau skipta máli nú þegar...
Áður en ég hætti bloggi mínu í dag, langar mig að vísa á þennan skemmtivef barna-og unglinga...frábært framtak félags Umhyggju langveikra barna ; www.skemmtivefur.is endilega kíkið og sendið þeim eitthvað sniðugt...
kveðja að sinni josira...
Vefurinn | Breytt s.d. kl. 21:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.5.2007
Daggardropinn...( ljóð )
Daggardropinn
Daggardropinn tær og fagur
fellur af himni, er endar dagur.
Dansandi hjúpar heitan svörð,
svalar og nærir lífssins jörð.
höf: josira
Vefurinn | Breytt s.d. kl. 14:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.5.2007
Í öllu sem lifir...
Vorið er svo sannarlega komið og grundirnar gróa og sólin skín...Enn einar kosningar yfirstaðnar...og ekki urðu miklar sjáanlegar breytingar á yfirborðinu....En undir niðri er vitund þjóðarinnar að vakna og fræum hefur verið sáð, sem hlúð verður að og munu vaxa í átt til sólar með nýrri hugsjón framfara, náttúru- og umhverfismála, þökk sé Íslandsyninum Ómari Ragnarssyni, ljósbera hins lifandi lands...
Í síðustu bloggfærslu minni notaði ég setningarnar " Hálfnað verk þá hafið er " ásamt " þolinmæði þrautir vinnur allar " og finnst mér þær passa 100% við þessa nýju vaknandi þjóðarvitund...
Átakalust fuglinn flýgur og frjókorn upp úr moldu smýgur... ( meir um lífsspeki og heilræði )
Fyrir nokkrum árum samdi ég ljóð, um móðir jörð...
Í öllu sem lifir...
Við sjóndeildarhringinn himininn logar
logagylltan bjarma á skýin slær.
Og regnbogalitina til sín sogar
jörðin sem er okkur svo kær.
Móðir jörð sem allt hefur að gefa
sem við ætíð þörfnumst hér.
Hún fæðir, klæðir og umvefur alla
sem sannleikann skynja og til hennar kalla.
Í hjarta hvers manns var fræi sáð
og öll sú vitneskja, ef að er gáð.
Sem hver og einn þarfnast hverju sinni
í hlutverki sínu í lífsgöngunni.
Hvert spor, hver hugsun, hver gjörð
áhrif hefur á alheim og jörð.
Í öllu sem lifir er lífssins eldur
frá Almættinu sem um okkur heldur.
Vefurinn | Breytt s.d. kl. 14:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.5.2007
hálfnað verk þá hafið er...
" hálfnað verk þá hafið er " stendur víst skrifað einhversstaðar...sit hér hálfsveitt að reyna að læra á allar þessar stillingar hér á þessari blessaðri nýju síðunni minni..." þolinmæði þrautir vinnur allar " stendur víst annarsstaðar...ég er ekki bara alveg að ná þessu með myndasvæðið hér. En ég hlýt á endanum að ná því...eins og allir hinir...og ekki meir um það að sinni...
nú ætla ég að hvíla kollinn aðeins frá mínum myndum og albúmum...og hvílast...
úps...nýr dagur runninn upp og ég gleymdi að slökkva á tölvunni...í nótt
þá hefst nýtt blogg á nýjum degi með nýjum áherslum..
í dag er kosningadagur þjóðarinnar...hver niðurstaðan verður er ei vitað fyrr, en dagur er að kveldi kominn...
I kosningum liðinna ára hefur komið fyrir að ég hef skilað auðum kosningaseðli. en líka þó skilað merktum Fundist oft erfitt að velja og hafna. Frekar viljað kjósa manneskjur með gott viðmót og góðar áherslur á málefnum líðandi stunda, hverju sinni og sem og munu skila skilvirkum árangri. Of oft er frambærilegt fólk á sitthvorum flokkslista, svo erfitt er að gera uppá á milli. Fundist svo sem að eitt lítið aðkvæði mitt til eða frá skipti ekki máli. En að sjálfsögðu er það ekki þannig. Það munar um að hver og einn nýti sitt atkvæði, það skiptir máli. Ég finn það svo sterkt nú, kannski er þroskamerki; að láta mér ekki standa á sama, heldur hafa skoðun...
Það sem um huga minn rennur á þessari stundu eru þau miklu áhrif, sem ég varð fyrir fáum dögum og eru greinilega búin að hreiðra um sig í sál og líkama mínum. Það gerðist í vikunni þegar ég var að horfa á í sjónvarpinu, er formenn þingflokkana voru með kosninga-kynningar sínar. Ég er ekki pólitísk manneskja og það hefur ekki heillað mig í gegnum árin að fylgjast með fjölmiðlum og umræðum fólks í kringum kosningar.
Oftast er argast og gargast yfir hverjir gerðu hvað, hverju sinni, hverjir eigna sér heiðurinn af þessu eða hinu og hverjir ætla að verða bestir næst. Meirihluti-minnihluti...Minnihluti-meirihluti. Af hverju getur ekki bara verið eitt gott afl eða góð samvinna hjá þeim þingflokkum sem kosnir eru. Af hverju þarf þessi sundrung svo að ríkja í svo mörgu...Sem tefur bara fyrir, þar sem úrlausna, breytinga og framkvæmda er þörf...
Að mörgu leyti finnst mér svo margt undirliggjandi líkt í stefnum flokkana, en með mismunandi túlkun og áherslum. Er ekki verið að stefna að því að bæta kjör fólksins í landinu allt frá yngstu kynslóðinni til þeirra elstu... á öllum sviðum...frá öllum hliðum ? Látum bæði hugvit og verkvit berast og gerast á jákvæðan hátt fyrir land og þjóð. Verum það leiðarljós, sem okkur er unnt að bera og vera, inn í hinn nýja tíma hnattrænnar vitundar. Vert er t.d. að skoða : AFS á Íslandi alþjóðleg fræðsla og samskipti
...Öll börn bera fræ framtíðar okkar og koma til með að taka við stjórnun og rekstri hverrar þjóðar á komandi tímum...
En svo ég snúi mér upphafi skrifa minna í dag, oftar en áður hef ég nú um sinn verið að hlusta með öðru eyranu og kíkt í blöö stjórnmálaflokkana, í hringiðu hugsjóna og kosningaloforða. Er ég horfði á kynningu flokkana í sjónvarpsþætti s.l. Miðvikudag hafði ég bara gaman af. Fólk kom vel fyrir með góð málefni í farteskinu og er margt orðið reynslumikið í heimi stjórnmálanna. Þegar kom að Ómari Ragnarssyni, sem flestir Íslendingar þekkja af öðru en pólítík með kynningu sína á nýasta stjórnmálaflokknum Íslandshreyfingin lifandi land og það ágæta fólk, sem þar er innanborðs.
( nú gerist ég pínu væmin ) Eitthvað hreyfðist innra með mér við kynninguna og þegar Ómar las upp ljóð sitt Kóróna landsins...fékk ég gæsahúð...og... þegar Diddú og Egill hófu að syngja lagið, þá runnu tár niður kinn...ég fann svo sannarlega fyrir okkar lifandi landi og hvað verkefni okkar að gæta þess og standa vörð um það er stórt og mikilvægt komandi kynslóðum.
Seinna um kvöldið var ég enn svo upprifin af eldmóði Ómars, að ég fór hreinlega að hugsa um Jón Sigurðsson forseta, sem kallaður var " Óskabarn Íslands, sómi þess, sverð og skjöldur " Hann var frumherji og brautryðjandi fyrir land og þjóð þó á annan hátt væri, en fræðimaður var hann og fréttaritari líkt og Ómar og ég held að Jón hefði staðið við hlið Ómars nú í dag væri hann á meðal okkar...einhverra hluta vegna finn ég sitthvað líkt með þeim...Sonur Íslands í dag er Ómar, ljósberi lifandi lands og megi hann lýsa okkar í til nýrrar lífssýnar...
hér má sjá og hlusta á kynninguna, sem endar á upplestri ljóðsins og söngsins Vá... ég á bágt með að trúa því, að ekki hreyfist við einhverjum strengjum innra með fólki, gefi það sér smá tíma að skoða stefnuskrá og hlusta á það nýja afl, sem býr í þessum flokki. Burtséð frá hvar fólk er statt í pólitíkinni. Það er orðið tímabært að fólk vakni og vaki yfir lifandi landi okkar til framtíðar. Hreyfingin hefur náð til mín...Ég veit hvað ég ætla að kjósa og er stolt af því...
Reyndar finnst mér virkilega hafa vantað inní stjórnmála-umræðurnar undanfarið hvernig taka beri á eða hvernig hægt sé að vinna í einu stærsta þjóðfélagsmeininu sem herjar á okkur í dag og er blákaldur veruleiki, en það eru fíknefnavandamálin; ...eiturlyf-dóp-drykkja...Neysla sem sífellt færist neðar í aldri. Og finnst mér að þar þurfi að lyfta grettistaki og veita verðugt fjármagn strax til þeirra stofnana sem hjálp veita og vinna með það ólánsama fólk sem ánetjast hefur fíkninni, en er svo lánsamt að komast í meðferðir, sem hjálpa svo sterkt og veita svo mikla von. Það má segja að þetta séu mestu sjálfs-og mannræktar stöðvar á Íslandi.
Og enn eitt mál, sem ég hef verið að velta vöngum yfir...Skyldi samráð vera banka í millum ? Ég hef heyrt þess dæmi að t.d. við íbúðarkaup þar sem bankalán hvíla á ( burtséð hvaða banki ) sem kannski voru tekin þegar einkavæðing bankana hóf innreið sína og síðar á markaðinn með nýju íbúðalánin sín, að ef íbúðin er síðan seld fær nýr eigandi ekki að yfirtaka lánin, nema hann sé í viðskiptum í viðkomandi banka ( sem á lánið ) eða þá færi sig þangað og það er auðvitað miklu meir sem hangir á spítunni, því nánast allir bankar eru komnir í visst samstarf við hinar og þessar stofnir og allskonar félög.
Og ef kaupandi íbúðarinnar er ekki tilbúinn að ganga inná þá skilmála, sem bankinn setur upp fær hann höfnun eða reynist jafnvel ekki hafa greiðslumat til íbúðarkaupana !... En kaupandinn hefur það í gamla bankanum sínum!...já margt er skrítið í kýrhausnum og erfitt fyrir meðalmanninn að skilja...
Bæði seljandi íbúðarinnar og kaupandinn tapa...Því seljandinn þarf að borga aukagreiðslu til bankans síns fyrir að borga upp lánið !...og kaupandi að borga gjöld fyrir nýja lánið í gamla bankanum sínum...Og báðir bankar græða hundruð þúsunda á einni íbúðarsölu...
Og ekki má gleyma hversu margir lenda þessum ótrúlega FIT kosnaði með öllum þessum síhringikortum...bankarnir vísa á verslanirnar og þær aftur á bankana...!
Og að endingu smá hugrenningar mínar á þjóðfélaginu...Svona er Ísland í dag...Í hlekkjum blekkingar
jæja þetta voru pælingar dagsins að sinni...josira
Vefurinn | Breytt 21.5.2007 kl. 17:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.5.2007
Góðan daginn...
lítil síða lítur dagsins ljós...
hér hef ég hugsað mér að skrifa um allt og ekkert...eða bara það sem mig langar til hverju sinni...
vertu velkomin (n) kæri feralangur...í heimsókn hingað þar sem þú hefur nú þegar fundið vegaslóðann minn litla, í netheiminum stóra...
reyndar er ég að vinna í nýrri heimasíðu á öðrum stað; en ákvað að vera hér líka...þannig að mitt fyrsta verk er að senda þig þangað...ef þig langar til... http://hivenet.is/rosin/
Bloggar | Breytt 22.8.2007 kl. 19:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tenglar
ÝMSAR JÓLAVEFSÍÐUR
- Jólin-Þjóðminjasafnið jólasíður Þjóðminjasafnið
- jólavefur Júlla á Dalvík fullt af fróðleik um jólin
- Jólavefur Valla, sem geymir marga aðra jólavefi fjölbreytur jólavefur
- jóla-og áramótavefkort ýmis önnur vefræn tækiæriskort
BLANDAÐAR ÁHUGAVERÐAR VEFSÍÐUR
- LJÓSMYNDAKEPPNI Canon og mbl.
- VILTU VITA MEIRA Leiðsögn með lestri .. Sigríður Svavars - Leiðbeining - heilun- fyrirbænir
- ÓMAR RUN - Ljósmyndir Magnaðar myndir
- MADDÝ - Ljósmyndir Meiriháttar myndasmiður
ÝMSAR VEFMYNDAVÉLAR
- Nýjar Íslands vefmyndavélar Frábærir tenglar hérlendis og erlendis
- Vefmyndavélar - Vegagerðin - Suðausturland
- Vefmyndavélar víðs vegar um Ísland
VEÐUR - FÆRÐ - LOFTSLAG
LANDSBYGGÐIN LIFI...
- BETRI BYGGÐ UM LAND ALLT...
- LANDAKORT.IS Frábær síða um Ísland; m.a. Góðar upplýsinga-og þjónustusíður-Vefsjár sveitafélaga-Fjölbreytt efni um ferðamál og ferðalög á Íslandi.
- ICELAND WORLDWIDE Iceland, the land of the midnight sun, is becoming a favorite with those who seek adventure and freedom. Be it nature, sagas, geology or people that interest you, Iceland is the place to go
ÍSLENSK TÍMARIT ALLT FRÁ 1696 -
- FRÁ FYRSTU TÍMARITUM LANDSSINS TIL DAGSSINS Í DAG Ýmislegt að skoða ..
FRÁ A-Ö...
- TRÚARBRÖGÐ HEIMSSINS...
- VÍSINDAVEFUR H.Í Að vita meira og meira .
- ALMENNINGSBÓKASÖFN LANDSINS
- WIKIPEDIA
- BÓKASÖFN LANDSINS
TÆKNI og VÍSINDI
FJÖLBREYTTIR ÞÆTTIR...
- ÍSLAND Í DAG
- KASTLJÓS
- N4 SJÓNVARPSSTÖÐ NORÐAN HEIÐA
- GAMLA ÍNN TV SJÓNVARPSSTÖÐIN
- HRINGBRAUT SJÓNVARPSSTÖÐ
MATSELD
- MATARBLOGG SOFFÍU gómsætir réttir af öllum stærðum og gerðum...
- UPPSKRIFTIR SOLLU
- MARGAR MATAR UPPSKRIFTARSÍÐUR Eflaust eitthvað gott að finna ..
- KÖKUR OG EFTIRRÉTTIR Án hveiti sykurs og ger
- GULUR,RAUÐUR,GRÆNN OG SALT Hráfæði
HJÁLPARSTOFNANIR...
Fibromyalga...vefjagigt
Blekking í þjóðfélaginu...
Blekking í þjóðfélaginu...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 123254
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2014
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði