Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, desember 2009

Thermography – hitamyndir – hitaleiðnimyndir, infrared og slysó...

  

Til notkunar að greina sjúkdóma frekar en röngenmyndataka ?

Ég var að vafra um á netinu og rakst á nokkrar myndir, sem vöktu áhuga minn og fór þá að afla mér meiri upplýsinga...infrared myndir

Það sem mig langar til að vita er, ef einhver veit ? Hvort þessi tækni er notuð hér í heilbrigðiskerfinu ?  

Mig minnir að ég hafi lesið það einhvers staðar, að þessi tækni hafi reyndar verið notuð hér á Íslandi í fyrsta sinn !!! við Surtsey...

Síðan er þessi tækni víða notuð í iðnaði og öllu mögulegu...

þróunin er bæði mikil og hröð...

p20013a28g29002

infracam-sd+432x264

Thermographic Surveys & Reports 

image001 

Thermography or DITI (Digital Infrared Thermal Imaging) is a radiation free, no contact, pain free, and FDA approved screening tool to visualize PHYSIOLOGY.

Og þessa tækni er hægt að nota bæði á menn og skepnur...

thermal02

hér má sjá mynd af hesti ( hestafætur )

Hér eru margar áhugaverða slóðir um þessar myndatökur og tæknina á bakvið hana...

Spurning af hverju er þessi tækni ekki notuð á leitarstöðinni í brjóstamyndatökunum ?

thermography

Indications for Use:
Breast monitoring (Thermography can detect abnormalities from 8 to 10 years before mammography can detect a mass).

Muscular skeletal disorders and injuries.

Inflammation and chronic pain.

Tracking neuropathy.

Þetta virðist vera heillandi myndatökur á víðum grundvelli í átt að betri, áhættuminni og öruggari leiðum til að finna kvilla og sjúkdóma. Ekki veit ég um kosnað slíkra tækja, en sýnist mér mörg þeirra hljóta að vera á viðráðanlegu verði, því margar heilsugæslustövar þarna úti ásamt almennum læknastofum virðast verka komin með þessa myndatækni, ef ég les mig rétt í gegnum enskuna...

image004

Ég var byrjuð á þessari grein minni um daginn en hafði lagt hana til hliðar...

Það hefur eitt og annað skeð síðan þá og í raun alveg einkennilegt að í millitíðinni lenti ég inná spítala, reyndar tvo vegna óvæntra veikinda. Verkur í brjóstholi sem enn er verið að rannsaka og reyna að finna út hvað veldur. Svo nú þegar ég dríf mig inná bloggið eftir nokkra daga, sé ég hvar ég var byrjuð að pára um þessa sjúkdóma greiningatækni um daginn...( var búin að gleyma því )

Þannig að ég held þá bara áfram...Ég sé það nú að það hafði verið gott að geta farið í eina svona hitaleiðnimyndatöku til að geta séð hvað væri hugsanlega í gangi...Kannski væri sparnaður í því þegar upp væri staðið...En ég hef bara ekki vit á þessu öllu saman...

En ég verð að tjá mig um hversu við eigum og höfum í raun alveg magnaða heilbrigðisþjónustu.

Ég fór í gegn um algjöra smásjá með að útiloka að um hjartakvilla væri um að ræða eða myndun á blóðtappa...Og var mér ekki hleypt út fyrr en það var alveg víst að svo væri ekki...

Það var virkilega erfitt fyrir mig að fara í fyrsta lagi og eflaust ekki verið samvinnufús til að byrja með...Ég er nefnilega með hálfgerða læknafóbíu, einnig fyrir sprautum og meðulum, en fór niðrá slysó vegna mikilla verkja og hálgerðar andnauðar og slappleika sem yfir mig kom þegar ég var að keyra í umferðinni. Þannig að ekkert annað var í stöðunni, nema leita þangað sem styðst var eftir aðstoð, sem reyndist vera næsti spítali. Gamli Borgó, gamla slysó...

Ég lenti í læknamistökum og fleiri en einum hér á árum áður og vill sem minnst þurfa að leita til læknis...Leiddi það mig síðan inná, skulum við segja óhefðbundnar brautir. Og einn minn stærsti draumur í mörg ár til framtíðar er að sjá austurlensk læknisfræði samstillast með vestrænum lækningum...

En allvega lenti ég sem sagt inná spítala eins og ég fyrr sagði. Verð ég nú að viðurkenna að starfsfólkið á gamla slysó á heiður skilið fyrir störf sín. Á meðan ég dvaldi þar í rúman sólarhring áður en ég var flutt til, sá ég undir hversu miklu álagi þetta fólk vinnur...

Það var ekkert lát á innkomu sjúklinga allan tímann og allir á þönum að sinna fólkinu sem best...Og hjúkrunarfólkið ótrúlega umburðarlynt og hlýlegt, þrátt fyrir allt álagið...

Ég hálf skammaðist mín hversu neikvæð og hrædd ég var og að ég skyldi láta í ljós vantraust á ákvarðantökur læknanna með inntökur á meðölum og annað sem þurfti að gera...og var í rauninni nokkrum sinnum á leiðinni út, en hafði hvorki orku né þrek til að hreyfa mig fyrir utan verkina...

Síðan allt í einu, þar sem ég lá þarna samanhnipruð og skíthrædd um hvað væri í gangi með mig var sem ég heyrði rödd, sem sagði einfaldlega ...Treystu ... Þú verður að læra að treysta að nýju, lækna- og hjúkrunarfólkinu, það er valin manneskja í hverju starfi með nám og reynslu og sem leggur sig fram sem best það getur...

Og þá fór ég að hugsa auðvitað þarf að ríkja gagnkvæmt traust og virðing milli læknis og sjúklings hvort um sé að ræða það hefðbundna skulum við segja eða það óhefðbundna...

Eftir þessar hugleiðingar var sem slaknaði á innri óttanum og ég samþykkti að láta sprauta þeim efnum sem þurfti inní æðarkerfið...Ég var farin að treysta...

( Auðvitað er ekkert vit í að treysta bara einni læknafræðihlið þegar óskin er um að tvær ólíkar læknafræðihliðar komi til með að starfa saman !...)

En það er nú eflaust þannig að hver sá sem hefur við að stríða einhvern ótta á sama hvaða sviði hann nefnist t.d. innilokunarkennd, bílhræðsu, flughræðsu eða einhverjar aðrar fóbíur þarf að fara inn í óttann til að skora hann á hólm og leysa hann upp...Og það skilur eflaust enginn hvernig þessi tilfinnig er nema sá sem þekkir hana...

( vá, ákvað að skella þessu hér inn svona eftirá...var að kíkja á síðustu færslu um ernina og rakst á þessa setningu um óttann; Oft þarf að fara í gegnum eða yfirstíga óttann, sem heldur aftur af okkur á svo margvíslegan máta. Þegar sigrinum yfir honum er náð eru okkur allar leiðir og vegir færir. ) Svo mörg voru þau orð !

Í dag er ég ákaflega þakklát fyrir þá þjónustu og umönnum sem ég fékk á báðum spítölunum og mun fara í áframhaldandi rannsóknir á næstu dögum, sem ég þarf að fara í og vona að einhverjar niðurstöður fáist, sem hægt er að vinna úr á farsælan hátt, jafnvel þá með samspili beggja fræðanna.

Og áfram ætla ég að bera ósk mína og draum í mínum hug og hjarta um að saman munu starfa hlið við hlið lært starfsfólk í austurlenskum lækna-fræðum sem og vestrænum, sem munu bera bækur sínar saman, nám og reynslu með greiningu á kvillum og sjúkdómum og úrlausnum sem virka og verka sem best saman, með gagnkvæma virðingu og traust á hvort annað...

Það væri t.d. athyglisvert, hvernig læknisfræðilega menntað fólk úr röðum austurlensku og vestrænu læknastéttarinnar myndu lesa úr svona hitaleiðnimyndum !

sæl að sinni josira.

 


Haförn í Hvalfjarðarsveit 5 nóvember...(skilaboð til þjóðarvitundarinnar)...

 

SpirAspirations 

Tíminn líður og líður og ei eftir neinu bíður...

Búin að vera lítið að vasast í tölvunni eða netinu síðustu daga og vikur. En alltaf er svo sem af nógu að taka til að skrafs og ráðagerða. Ætlaði að tjá mig aðeins um hina tígulega erni og tákn ( merkingu ) þeirra þegar ég las um heimsókn Hafarnar í byrjun nóvember í Hvalfjarðarsveitina. Og hvernig ég skynja skilaboð þeirra hvað varðar umbreytingarnar í þjóðarvitundunni okkar. Umræðunni seinkaði um rúman mánuð en það er bara allt í lagi...

Allt hefur eða á sinn eigin tíma...

Haförn í Hvalfjarðarsveit 5 nóvember...Í gær sást til hafarnar norðan við Laxá í Hvalfjarðarsveit ofan við Stóra Lambhaga...þannig hljóðaði fréttin...

 haforn White-tailed_Eagle_P1_large_(Mike_Brown)

Svo að hér má lesa um það sem um huga minn rann þá...

286_dawn_invocations

Segja má að örninn og tákn hans hafa fylgt mannkyni frá örófi alda og blandast inn í menningu og líf þjóða á margan hátt. Ásamt öðrum fuglum alheims...

Örninn er til staðar í mismunandi lífsviðhorfum og heimspeki;

Örninn kennir okkur möguleikann til að sjá hinn æðsta sannleik eða hin æðstu sjónarmið.

Örninn kennir okkur að jafnvægi fylgir tengingu þess andlega og líkamlega.Örninn bendir okkur á, að í fæðingarrétti okkar er frelsið að finna, sem felst í andlegri orku okkar. Þar sem getan til að ná mikilli hæð og yfirsýn geymist, þar til við finnum eða öðlumst hugrekki til að ná þangað.

Oft þarf að fara í gegnum eða yfirstíga óttann, sem heldur aftur af okkur á svo margvíslegan máta. Þegar sigrinum yfir honum er náð eru okkur allar leiðir og vegir færir.

EagleJourney eagle

Örninn táknar andlega vernd, flytur bænir, og færir styrk, hugrekki, visku, lýsingu í anda, lækningu, sköpun og þekkingu á leyndardóma.

Örninn hefur getu til að sjá hinn falda andlega sannleik og rís yfir efni til að sjá andlega.

Örninn hefur getu til að sjá heildar mynstur og tengsl við innri leiðbeinendur andans og kennara.

Örninn táknar mikla orku og jafnvægi, virðingu og náð, tenging við æðri sannleika, innsæi og skapandi anda náð með þekkingu og vinnusemi.

Við öðlumst þá styrk og yfirvegun arnarins, sem lyftir okkur á vængjum sínum um óravíddir hugar og sálar okkar og óttalaus tökum á hverri sorg og hverri gleði í ljósi lífssins.

skjaldarmerki

Örninn ( gammurinn ) er í skjaldamerki Íslands, ásamt Griðungnum ( nautið), Drekanum og Bergrisanum;

eagleswebpage

Í stjörnuspeki er talað um að örn tengist sporðdrekamerkinu...

Hér má lesa meir um heimsókn dýra hingað, t.d. úr fyrri færslum mínum

,,náttúrunnar tal og val ,, um sporðdrekamóðurina, sem komu í heimsókn í sumar...

Selir-merking innsigli... Selirnir á Hvítanesi ótrúlega spakir...

Komin með ritræpu...  hvalir, ísbirnir, fiðrildi og ýmislegt fleirra...

Örninn hefur verið tákn guðdómssins meðal margra menningarheima...

Í Grikklandi er Örninn tákn Seifs...

Hjá Indjánunum stendur hann fyrir Hinum mikla Anda...

3664~Dream-Catcher-Posters eaglespiritm

Ótrúlega margar þjóðir hafa örn sem tákn sitt, eitt og sér eða með öðrum; Bjöguð þýðing af wikipedia;

savetheanimals

Eagle represents a state of grace that is reached through inner work, understanding and passing the initiation tests that result from reclaiming our personal power.

Hér er eitthvað meir að finna ; Bjöguð þýðing af wikipedia

Við erum öll tengd náttúrunni og alheiminum öllum gegnum vitund okkar. Og ég held að blessuð dýrin skynja allar þessar breytingar sem í vændum voru og eru framundan...Með umrótum náttúru og manna.

Sem og við mannkyn þurfum að takast á við, með breyttun áherslum, þannig að heimsmyndin öll hljóti nýja framtíðarsýn, sem mun byggja á nýjum og fornum sannindum...

Við stöndum á tímamótum mannkyn allt, með svo margt...

Við þurftum á umbreytingunum að halda, þó sárar séu...

Við verðum að byggja upp; nýja lífssýn, ný lífsgildi, ný lífsviðhorf og nýja lífshætti...

Við stefnum nú til nýrrar framtíðar...Til friðar...frelsis...réttlætis...mannúðar...hugsjóna...vonar...mannkærleika og framfara til góðs...á öllum sviðum frá öllum hliðum...

 

heil og sæl að sinni... josira.

( p.s. var að setja inn link sem var sambandslaus, en komin er nú á réttan stað...)

 


Sálin mín...

outofboxmwlite

SoulSisters

Sálin mín

, já hver er ég ?

af hverju er einhver þarna

innra með mér, sem truflar mig.

 

Einhver önnur ég,

hver er þá þessi hin ég ?

Af hverju veit hún svo margt,

en ég ekki, en samt veit ég.

 

Af hverju er þetta allt svona flókið,

en samt ekki ?

  

Ég finn að við erum smán

saman að samlagast.

Það er á einhvern einkennilegan

hátt, þó svo eðlilegt.

      

   InnerChild  RainbowBridge

Ég er farin að skynja og skilja,

að hún þessi hin ég, er sálin mín.

 

 

josira


Höfundur

josira
josira

Orðin... Pára með penna á óskrifað blað, orðin um hugann renna. Með suð í eyra ég skrifa það, sem ég fæ að heyra. Hvaðan þau koma veit ég ei, en í höfði mínu óma. Líkt og eilífðin, sem gefur frá sér tóna og um himnasali hljóma.

Lítil síða lítur dagssins ljós... Hér hef ég hugsað mér að skrifa um allt og ekkert ... eða bara það sem mig langar til hverju sinni ... Vertu velkomin(n) kæri ferðalangur... í heimsókn hingað, þar sem þú hefur nú fundið vegaslóðan minn litla, í netheiminum stóra ...

 

Lyngrósin Ljóðin mín

Josiraice youtube ljóð og tónlist

Rósin Eldri heimasíða, sem ég get ekki uppfært lengur, en læt hana fylgja hér með.  (Hún virkar einungis í gegnum Internet Explorer)

Light Bearer -poem - josira 

Guðrún Lilja; mánadísin, mín eldri dóttir og Ljóðin hennar

Nýjustu myndböndin

Movie

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 123254

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband