Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2010

Trúarbrögð heimssins ... er ekki eitthvað gott hægt að finna í þeim ?

 

home-image

 

     m_and_d 

 

Mikið vildi ég; að hægt væri að sameina trúarbrögð- (stefnur) heimssins. Því eigi er víst hægt að leggja þau niður, þó hjá allflestum þeirra séu undirót af valdabaráttu, spillingu ýmisskonar og ófriði manna á millum og heilu þjóðana í gegnum aldirnar þar að finna ...

 

MillenniumTree   648005nw8134egz3

Mikið vildi ég; að hægt væri að taka fram, samstilla og leggja áherslu á þau lífsgildi, sem er að finna í allflestum trúarbrögðum-(stefnum), sem snúa að friði, kærleika, fyrirgefningu, mannúð, andlegri og líkamlegri heilsu og geta haft að sameiginlegu leiðarljósi og veganesti út í lífið ásamt því að læra að elska, virða, vernda og lifa í jafnvægi við sjálfan sig og aðrar manneskjur, lífríki náttúrunnar, móðir jörð og alheim allan ... finna og upplifa ljóssins leið ...

natures Ascension 

 

nokkur lífsspeki - eða  heilræðisorð mín, sem mig langaði hér fram að færa;

 

Innsigluð í vitund okkar, er þráin eftir leit að sannleika lífssins ...

Vegur sannleikans leiðir okkur, að uppruna okkar ...

Innst í hjörtum allra það býr. kærleiksaflið, sem öllu snýr ...

Verkir í lífsins þrautargöngu, verða okkur síðar til góðs er vitund okkar vaknar ...

Er vitund okkar vaknar, sameinast hugur, líkami og sál ...

Hvert spor, hver hugsun, hver gjörð, áhrif hefur á alheim og jörð ...

Andans auður er dýrmæt perla ...

 

image_035  

 

josira

 


Mögnuð rödd - magnaður texti - Hver á hvað og hvað er hvurs ? - Maggi þeysari

 

 

Segir allt sem segja þarf ... um þjóðarástandið ... Meiriháttar að hlusta á þennan mann, sem kallaður er Maggi þeysari - Magnús Guðmundsson. sem eitt sinn var söngvari hljómsveitarinnar Þeyr og hefur enn skarpar skoðanir á stjórnmálum. 

 

josira


Er að leita að Lífsgleðinni ...

lifsgledi_m

minni, sem annaðhvort liggur einhversstaðar sofandi, týnd eða hefur í svo smáum og hægum skrefum fjarlægst mig, að ég tók ekki eftir því fyrr ég uppgvötaði að ég hef einkennilega lítinn áhuga á lífinu almennt. Finnst sem ég sitji og horfi álengdar, á lífið líða áfram allt í kringum mig. Þessi tilfinning er ekki góð. Engu líkara en eitthvað hlutleysi eða einmannaleiki hugar, líkama og sálar ríki og stjórni.

rainbow-joy 

Ég sakna minnar yndislegu og ómissandi vinkonu, Lífsgleði mér við hlið. Það hlýtur þó allavega að vita á gott og jákvætt að svo sé. Það titra ennþá einhverjir strengir tilfinninga minna, þó veiklast hafi ómurinn frá þeim. Nú mun ég reyna allt til að missa ekki aðra vinu frá mér, sem Von heitir.

SoulSisters 

Því í þessum rituðu orðum gerði ég mér grein fyrir því að hún hefur verið einnig verið að undirbúa för sína í burtu, því hún var komin í skóna, búin að reima og taka fyrstu skrefin. En ákvað að snúa við er hún heyrði hróp og hjálparbeiðni mína um að yfirgefa mig ekki, heldur standa sterk við hlið mér og fá Lífsgleðina til liðs við okkur á ný. Og að við munum samstilltar, haldast hönd í hönd. finna og vekja glæður eldmóðs okkar. Samtvinnaðar, sterkar takast á við lífið og tilveruna á ný.

bigstockphoto_heavy_question_thoughts_2558783

Erfitt er að skilgreina afhverju og hversvega ég hef verið að finna fyrir einhverri tómleikatilfinningu innra með mér. Þó má segja, að fjárhagsáhyggur komi þar sterkt við sögu, líkt og hjá þorra þjóðarinnar. Því nú er ekki svo að maður hugsi það stórt, að endar nái saman fram að næstu mánaðarmótum og að allar skuldbindingar manns standist, heldur er það orðið spurnig um afkomu frá degi til dags.

Ríkidæmi mitt hefur aldrei falist eða talist í peningaauðæfum, heldur í fjölskyldu minni og vinum. Það hefur ætíð ríkt þakklæti og kærleikur í hjarta mínu fyrir að eiga að svo yndislega afkomendur, foreldri, stóran systkinahóp, mikinn ættboga frændfólks, góða vini og vandamenn. Margir eiga minni fjölskyldu eða eru einstæðingar.

FamilyLivingPicture 

Og það er eilítið einkennilegt, að hafa upplifað samt þennan einmannaleik-hlutleysis-tómleika innra með sér og eiga allt þetta yndislega fólk að í kringum sig. Og svo margt í rauninni að lifa fyrir ...

Er kannski einhverja samsvörun við þetta ástand í þjóðfélaginu að finna ! Því margt má segja um visst aðgerðarleysi, hlutleysi og tómleika ásamt lökum tengslum ríkisstjórnarinnar við stóran hluta þjóðarinnar. Og baráttúþrek þjóðarinnar hefur dvínað. Margir hafa einangrast frá þátttöku lífssins. Og bíða bara og bíða eftir einhverjum breytingum ( í umburðarlyndi sínu - kannski meðvirkni) um að eitthvað fari eða muni gerast ...

Í upphafi höfðu allmargir einhverja trú, vissu og draum um að þessi blessaða ríkisstjórn, sem kosin var af þorra fólkssins gæti hjálpað við endurreisn landssins, fjölskyldna og fyrirtækja en annað segir blákaldur sannleikur í dag um stöðu mála.

shake-down-money

    

Er þjóðarsálin að bugast !

Er vonin og lífsgleðin að fjarlægjast !

Er hluti þjóðarinnar í tómleika og horfir á lífið líða framhjá !

Hvar liggja rætur okkar í dag  ?

Eru þær að veslast upp, losna og deyja ?

 Er ekki orðið tímabært að vakna, finna rætur þjóðarinnar, taka höndum saman, vökva og hlúa að þeim svo þær styrkist, vaxi og blómstri og að þegnarnir njóti sameiginlega, ávaxtanna; 

Með réttlæti, samkennd og raunsærri stjórnun !

Á Íslandi er allt er til alls, ef að er gáð.

Stöndum samam  

... Eflum vonina,  Vekjum gleðina,  Virkjum kraftinn …     sæl að sinni  josira

 

 

 

 


Höfundur

josira
josira

Orðin... Pára með penna á óskrifað blað, orðin um hugann renna. Með suð í eyra ég skrifa það, sem ég fæ að heyra. Hvaðan þau koma veit ég ei, en í höfði mínu óma. Líkt og eilífðin, sem gefur frá sér tóna og um himnasali hljóma.

Lítil síða lítur dagssins ljós... Hér hef ég hugsað mér að skrifa um allt og ekkert ... eða bara það sem mig langar til hverju sinni ... Vertu velkomin(n) kæri ferðalangur... í heimsókn hingað, þar sem þú hefur nú fundið vegaslóðan minn litla, í netheiminum stóra ...

 

Lyngrósin Ljóðin mín

Josiraice youtube ljóð og tónlist

Rósin Eldri heimasíða, sem ég get ekki uppfært lengur, en læt hana fylgja hér með.  (Hún virkar einungis í gegnum Internet Explorer)

Light Bearer -poem - josira 

Guðrún Lilja; mánadísin, mín eldri dóttir og Ljóðin hennar

Nýjustu myndböndin

Movie

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband