Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2010

Afdrif gömlu þjóðarskútunnar ...

shipofdreams

" Þó löskuð sé hún blessuð þjóðarskútan er í höfn kemur, munum við samhent lagfæra hana á ný og endurbygging hennar mun hefjast með breyttu hugarfari, áherslum og nýjungum. Brydda hana síðan andlegum auðæfum okkar, sem finnast munu í gömlum földum kistlum, lengst ofan í lestum hennar, sem opnast hafa í öllu öldurótinu."

Þegar að verður gáð verða þessi andlegu verðmæti það leiðarljós, sem lýsa mun hverjum og einum og þeim er það sjá og finna eða eftir leita, frá myrkri og vonleysi gamla farvegarins og inná nýjar brautir, sem gefa von í hjarta.

Því þegar þjóðin mun uppgvöta sinn innri styrk, hinn andlega auð, mun hún sameinast, sem einn maður með nýjum formerkjum, breyttum áherslum til lífviðhorfa, lífshátta og sterkari, en nokkru sinni fyrr. Og verður sú fyrirmynd, sem önnur ríki munu leita til og hafa að leiðarljósi.

Til

friðar...frelsis...réttlætis...mannúðar...hugsjóna...vonar...mannkærleika og framfara til góðs...á öllum sviðum frá öllum hliðum ... Þannig sjónum sé ég nýja Ísland fyrir mér.

( ofnan sögð orð eru að finna í einni af eldri færslum mínum )

http://www.josira.blog.is/blog/josira/entry/1044459/

dnaearthwoman
 

P.S.

var að velta vöngum yfir þjóðarástandinu svona almennt þessa dagana og hvaða breytingar megi merkja á liðnum mánuðum á hinum ýmsu sviðum þess. Mér finnst einfaldlega að góðir hlutir og breytingar gerast heldur hægt, þó sjá megi fólk nú bjartsýnni í sumarblíðunni, þá er ég farin að finna fyrir örlitlum kvíða, þegar húma mun að kveldi og haustnætur heilsa.

Því enn og aftur hugsa ég til þeirra, sem minna mega sín í þjóðfélaginu, hafa brotnað undan oki fjármála, eiga við atvinnuleysi að stríða, ásamt öldruðum og öryrkjum. Þar sem fjárhagsstaðan er einna verst. Og finnst mér, að stjórnvöld hafi ekki staðið sig nógu vel og sómasamlega að úrlausnum þar.

Segja má, að stóri Lottóvinningurinn sé hjá þeim, er halda vinnu og ná að halda sér á floti í hafi talnanna og útreikningum þeirra, sem öllu stjórna, stýra og eru upphugsuð örfárra mannanna verk. Lífsafkoman er enn afleit hjá allt of mörgum á Íslandi í dag.

Ætlaði að skrifa um eitthvað skemmtilegt og jákvætt eftir þetta bloggfrí mitt, en varð að hleypa þessum hugsunum og orðum frá mér að sinni ...

Sendi mínar bestu sumarkveðjur með von og ósk i hjarta um að ástandið almennt batnandi fari.  

josira

( enn og aftur ekki tekst mér að ráða hér línubilum ! þannig að hér er allt í belg og biðu ;-(  


Höfundur

josira
josira

Orðin... Pára með penna á óskrifað blað, orðin um hugann renna. Með suð í eyra ég skrifa það, sem ég fæ að heyra. Hvaðan þau koma veit ég ei, en í höfði mínu óma. Líkt og eilífðin, sem gefur frá sér tóna og um himnasali hljóma.

Lítil síða lítur dagssins ljós... Hér hef ég hugsað mér að skrifa um allt og ekkert ... eða bara það sem mig langar til hverju sinni ... Vertu velkomin(n) kæri ferðalangur... í heimsókn hingað, þar sem þú hefur nú fundið vegaslóðan minn litla, í netheiminum stóra ...

 

Lyngrósin Ljóðin mín

Josiraice youtube ljóð og tónlist

Rósin Eldri heimasíða, sem ég get ekki uppfært lengur, en læt hana fylgja hér með.  (Hún virkar einungis í gegnum Internet Explorer)

Light Bearer -poem - josira 

Guðrún Lilja; mánadísin, mín eldri dóttir og Ljóðin hennar

Nýjustu myndböndin

Movie

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 7
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 123251

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband