Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2011

Hef aldrei haft góða tilfinningu ...

fyrir þessu blessuðum lánshæfi-matsfyrirtækjum. 

Leyfi þessari eldri bloggfærslu minni að fljóta hér með ; (mundi eftir að einhver orð hafði ég skrifað um það)

Hvað er með þetta Moody's matsfyrirtæki

Og þegar ég fór að leita í blogginu mínu, að reyna að finna færsluna, rakst ég á aðra bloggfærslu þar sem sérfræðingurinn Paul Rawkins hjá lánshæfnimatsfyrirtækinu Fitch Ratings gaf okkur lægstu einkunn í fjárfestingaflokki haustið 2009, ásamt því að vara okkur við hinu og þessu. Jaðrar við hótunum fannst mér.

Stöndum vörð um loft, láð og lög 

(Hvað vitum við svo sem hvað liggur að baki á útreikningum þessara fyrirtækja og manna, eða hvað hangir á spítunni hjá þeim! )

 

josira

 


mbl.is Moody's: Nei sendir ríkið í ruslflokk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Velferðarþjóðfélagið hið íslenska … ef svo má segja

 

 

Ég er satt að segja alveg við það að hætta að skilja hvernig þetta blessaða þjóðfélag er rekið og skilgreint, sem velferðarþjóðfélag. Velferðin er allavega engan vegin að skila sér að stórum hluta þjóðarinnar.

Og því miður eru æ fleiri, sem bætast í hóp þeirra, sem lifa við fátækaramörk, (fátækragildru) eins og t.d. þeir, sem standa í þeim sporum, að eiga í langvinnu atvinnuleysi, vegna veikinda, vera láglaunafólk eða eru í hópi einstæðra foreldra, öryrkja eða ellilífeyrisþega.

Hvenær kemur að því, að raunhæf og réttlát gildi til útreikninga lífsafkomu og launakjara einstaklinga, sem og fjölskyldufólks komi fram og að samstilling sé á borði, en ekki einungis í orði í þeim málum.

Er ég þá sérstaklega að tala um kjör láglaunafólksins í landinu, sem svo illa hefur gengið að bæta og lagfæra í áraraðir. Og lágmarkstekju - viðmiðin hafa ætíð verið ótrúlga lág. Síðan koma allvíða, þar að auki allskonar tekjutengdir útreikningar, sem skerða.

Og nefna vil ég, hversu mikil brenglun er, að mér finnst í gangi, varðandi ýmsa launaútreikninga hjá hálaunuðum. Er það raunsætt t.d. að innheimta 35.000 kr. fyrir tímavinnu sína, eins og talað er um að skilanefndarmenn geri hjá skilanefnd og slitastjórn Glitnis ? Gaman væri að vita hver uppskriftin er af svona góðri launatertu.

 

money_cake.jpg

 

Svo ég víki nú aftur að þeim er minna hafa, þá held ég að lágmarkslaunin á atvinnumarkaðnum í dag, séu svona almennt einhversstaðar á bilinu 150.000 – 200.000. (fyrir utan skatt)

 

easily-debt-pay-off-bills-200X200  too_bad_so_sad_tshirt-p235325576082829783q08p_400

 

Hugleiðingar mínar nú, urðu hér til vegna lesturs greinar frá Velferðarráðherra Guðbjarti Hannessyni;

Fjögurra manna fjölskylda þarf 900 þúsund til að ná neysluviðmið.

" Séu báðir foreldrar fjögurra manna fjölskyldu útivinnandi þurfa báðir aðilar að afla sér 450 þúsund króna mánaðartekna að lágmarki til að standast neysluviðmið velferðarráðuneytisins upp á 617 þúsund krónur. Sé aðeins annar aðilinn í vinnu þarf sá að hafa 910 þúsund í mánaðarlaun."

"Séu neysluviðmiðin borin saman við skýrslu Hagstofu Íslands frá desember síðastliðnum kemur einmitt í ljós að hjá þeim er lægstar tekjur hafa nema útgjöldin 114,6 prósent af tekjum. Sömuleiðis duga tekjur næstlægsta hópsins ekki heldur fyrir nauðsynlegum útgjöldum. Það þýðir að helmingur íslenskra heimila á ekki fyrir útgjöldum og nær aðeins að halda heimilinu við með skuldsetningu eða með því að ganga á sparnað sé hann fyrir hendi"

Og læt ég fylgja með hér, úrdrátt og viðmið á útreikningum á

atvinnuleysisbótum hjá Greiðslustofu Vinnumálastofnunar

 Upphæð grunnatvinnuleysisbóta reiknast í hlutfalli við bótarétt:

 

• Atvinnuleysisbætur eru 149.523 kr. á mánuði miðað við 100% bótarétt.

• Atvinnuleysisbætur eru 112.142 kr. á mánuði miðað við 75% bótarétt.

• Atvinnuleysisbætur eru 74.762 kr. á mánuði miðað við 50% bótarétt.

• Atvinnuleysisbætur eru 37.381 kr. á mánuði miðað við 25% bótarétt (lágmarksbótaréttur).

Vegna framfærsluskyldu barna yngri en 18 ára eru greiddar 5.981 kr. á mánuði með hverju barni (4% af óskertum grunnatvinnuleysisbótum).

"Launamenn: Tekjutenging atvinnuleysisbóta nemur 70% af meðaltali heildarlauna og er miðað við sex mánaða tímabil sem hefst tveimur mánuðum áður en umsækjandi varð atvinnulaus.

Réttur til tekjutengingar atvinnuleysisbóta gildir í 3 mánuði samtals frá upphafi bótatímabils ef skilyrði um tekjutengingu eru uppfyllt.

Sá sem sætir biðtíma eftir atvinnuleysisbótum á ekki rétt á tekjutengdum atvinnuleysisbótum."

og frá; Tryggingastofnun ; útreikningur lífeyris og tengdra bóta - janúar 2011

"Athugið að flestir bótaflokkarnir eru tekjutengdir og tekjur skerða bætur. Tekjur teljast allar greiðslur sem skattur er tekinn af, sem dæmi; eigin launatekjur, greiðslur frá lífeyrissjóðum, fjámagnstekjur (eigin og að hluta maka), ýmsir styrkir og fleira."

Og eins og sjá má er risagjá, sem ber þarna á milli meðallaunanna og þar undir, sem flestir lifa á og neysluviðmið Velferðarráðuneytissins, sem er í takt við raunveruleikann. Og ekki skrítið, að hver fjöldskyldan af annari eigi við alvarlegan fjárhag að stríð, sem oft leiðir til vonleysis og depurðar, missi eigna og að jafnvel upplausn heimila og fjölskyldna fylgir í kjölfarið. Og til sannsvegar má segja, að lottóvinningurinn í dag er að halda vinnu.

Læt fylgja hér með eldri bloggfærslu, því enn og aftur vil ég benda á að íslensk stjórnvöld ættu að taka sér, elsta og besta borgarstjórann í Kanada sér til fyrirmyndar, hana Hazel McCallion, en hennar motto hefur alltaf verið;

að halda fólki í vinnu og sköttum lágum.

 

 

 

... Er ekki komin tími til að úrýma fátækaramörkum og stjórna af skynsemi...

Því það er ógnarstór vandamála-og vanlíðunarbolti sem hleðst oft undarlega hratt upp, á svo víðtækan máta, sem tengist hinu daglega lífi og afkomu þess fólks, sem lifir snautt við fátækramörkin (fátækragildru) Nú þyrfti STRAX að fara í breytingar á þessu úrelta launa - útreikningakerfi hérlendis. Byrja á því að ;

Koma atvinnuhjólunum af stað, hækka grunnlaun lágtekjuhópa, hækka skattleysismörkin og afnema tekjutengingar.

Reynum að fara að byggja hér upp gott velferðarþjóðfélag, á þessari dásemdar draumaeyju, sem við búum hér á og hefur í raun okkur allt að gefa til að lifa hér í sátt og samlyndi, góðu lífi.

 

 

island

 

 

josira 

 


Höfundur

josira
josira

Orðin... Pára með penna á óskrifað blað, orðin um hugann renna. Með suð í eyra ég skrifa það, sem ég fæ að heyra. Hvaðan þau koma veit ég ei, en í höfði mínu óma. Líkt og eilífðin, sem gefur frá sér tóna og um himnasali hljóma.

Lítil síða lítur dagssins ljós... Hér hef ég hugsað mér að skrifa um allt og ekkert ... eða bara það sem mig langar til hverju sinni ... Vertu velkomin(n) kæri ferðalangur... í heimsókn hingað, þar sem þú hefur nú fundið vegaslóðan minn litla, í netheiminum stóra ...

 

Lyngrósin Ljóðin mín

Josiraice youtube ljóð og tónlist

Rósin Eldri heimasíða, sem ég get ekki uppfært lengur, en læt hana fylgja hér með.  (Hún virkar einungis í gegnum Internet Explorer)

Light Bearer -poem - josira 

Guðrún Lilja; mánadísin, mín eldri dóttir og Ljóðin hennar

Nýjustu myndböndin

Movie

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 123254

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband