Færsluflokkur: Tónlist
Framlag Íslands í Eurovision-keppninni 2012 með Gretu Salóme og Jónsa. Myndbandið er framleitt af Sagafilm í leikstjórn Hannesar Þórs og var frumsýnt hjá Vodafone 19. mars 2012 og á Vodafone.is
og hér er að sjá og heyra íslensku útgáfuna;
Erfitt er að gera upp á milli enska og íslenska textans, finnst mér.
Fleiri munu nú, að sjálfsögðu skilja ensku útgáfuna, en þá íslensku.
En íslenskan hefur þó ætíð sína sérstöðu, þetta sterka og sérstaka mál.
Og fiðlutónarnir fylla lagið einstakri fegurð.
Mundu eftir mér
Syngur hljótt í húminu
Harmaljóð í svartnættinu
Í draumalandi dvelur sá
Sem hjarta hennar á
Hann mænir út í myrkrið svart
Man þá tíð er allt var bjart
Er hún horfir mat það satt
Að ástin sigri allt
Og seinna þegar sólin vaknar, sameinast á ný
Þær sálir tvær sem áður skildu, ástin veldur því
Mundu eftir mér þegar morgun er hér
Þegar myrkrið loks á enda er
Við verðum eitt og því ekkert fær breytt
Og ég trúi því að dagur renni á ný
Minnist þess við mánaskin
Mættust þau í síðasta sinn
Hann geymir hana dag og nótt
Að hún komi til hans skjótt
Og seinna þegar sólin vaknar, sameinast á ný
Þær sálir tvær sem áður skildu, ástin veldur því
Mundu eftir mér þegar morgun er hér
Þegar myrkrið loks á enda er
Við verðum eitt og því ekkert fær breytt
Og ég trúi því að dagur renni á ný
Mundu eftir mér þegar morgun er hér
Þegar myrkrið loks á enda er
Við verðum eitt og því ekkert fær breytt
Og ég trúi því að dagur renni á ný
Því ég trúi því að dagur renni á ný
Já ég trúi því að dagur renni á ný
og enska þýðingin;
Never forget
She sings softly in the dark
A poem of sorrow in the black of night
In the land of dreams dwells the one
Who owns her heart
He stares into the dark night
He remembers the time when all was bright
Is she gone, was it true
That love conquers all?
And later, when the sun awakens, they reunite
Those two souls that once were parted, thanks to love
Remember me when the morning comes
When the darkness is finally gone
We will be one and nothing will change that
And I believe the day will rise again
She remembers when, under moonlight
They met for the last time
He dreams of her day and night
That she will come back to him soon
And later, when the sun awakens, they reunite
Those two souls that once were parted, thanks to love
Remember me when the morning comes
When the darkness is finally gone
We will be one and nothing will change that
And I believe the day will rise again
Remember me when the morning comes
When the darkness is finally gone
We will be one and nothing will change that
And I believe the day will rise again
Because I believe the day will rise again
Yes, I believe the day will rise again
josira
Lagið heitir Never Forget | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | Breytt 21.3.2012 kl. 20:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.1.2012
Megi það byrja með mér – Myndbandið
Okkar einlægi Páll Óskar, samdi lag fyrir UNICEF ásamt lagahöfundunum í Redd Lights eftir dvöl hans í Afríku.
Páll Óskar annar maður eftir Afríku (viðtal-Fréttatíminn)
Páll Óskar; ég er breyttur maður ( viðtal- DV)
Kvartar aldrei framar (viðtal-DV)
Við getum breytt heiminum; Páll Óskar og Halldóra (viðtal-Visir)
Unicef (fréttir um rauða nefið)
Framlag Páls Óskars og hugsun til hjálparstarfs Unicef er virðingaverð.
Og texti hans við lagið " Megi það byrja með mér "
finnst mér vera tímalaus og eiga við á öllum sviðum lífsins í bráð og lengd.
Að læra að þekkja sjálfan sig og takast á við kosti og galla sjálfs síns í gleði og sorg lífsins er mesta verkefni sérhvers manns.
josira
Tónlist | Breytt s.d. kl. 15:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.1.2012
Æskuljómar lands og þjóðar ...
með Ísold Ylfu í broddi fylkingar toppuðu áramótaskaupið 2011, með kraftmiklu og grípandi lokalagi sínu.
Texti lagsins er stórgóður og kallar á að draumurinn um hið nýja Ísland, fari að rætast. sem byggist á góðum mannlegum grunni, með kærleik í hjarta og framtíð bjarta þar sem raunsæ stjórnun, samkennd, mannfrelsi, friður og réttlæti á að ríkja, en óstjórn og svik að víkja.
Og munum eftir, að það er ungu afkomendurnir okkar og landsins æskuljómar, sem síðar munu halda um stjórnartauma lands og lýðs.
Eldri skrif mín um litlu afleggjarana okkar
Lokalagið 2011 ásamt áramótaskaupinu og eldri skaupum er hér að finna.
josira
Leikkona, söngkona og dansari | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | Breytt s.d. kl. 12:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Minna mann á barnæskuna í desembermánuðum, þegar tónar gamla kanaútvarpssins ómuðu í Reykjavík á allt annan máta, en þungu sálmalögin á gömlu gufunni, sem var auðvitað eina íslenska útvarpsrásin þá.
Og það voru sannkallaðar dýrðar- og hátíðastundir að komast í að horfa á svarthvíta kana -kapalsjónvarpið hjá einhverjum, en það voru nokkuð margir sem áttu sjónvarpstæki á höfuðborgarsvæðinu fyrir tíma fyrstu löglegu sjónvarpsstöðvarinnar rúv.
Þar sem sjónvörp voru á heimilum, söfnuðust saman ættliðirnir í stofurnar á góðum stundum og gólfrýmið nýtt til fullnustu. Og allir horfðu á ýmisskonar framandi myndaefni birtast á skjánum. Hasarmyndir, gamnamyndir, spennu - og gamanþættir, barnaefni, söng-og dansmyndir ásamt ýmsu fræðsluefni.
Tungumálið var ekki til fyrirstöðu. Það var nóg að fá að horfa á alla þennan fjölbreytileika, sem auðgaði ímyndunaraflið og jafnvel hvatti suma til aukins lesturs.
Löngunar til að fræðast og vita meir um heiminn, sem einhversstaðar var þarna úti langt í burtu frá Íslandsströndum. Já það eru breyttir tímar á litlu eyjunni, sem þótti vera á hjara veraldar, á mótum hins byggilega heims og héldu margir annarsstaðar frá, að við byggjum í snjóhúsum og værum hálfgerðir eskimóar. Þeir eru ekki margir áratugarnir síðan sýn heimssins var þannig á okkur.
Tímarnir breytast og mennirnir með. Ekki grunaði manni á sínum barnæskuárum, að svo miklar tækni-og framfaraþróun yrði á ekki lengri tíma en orðið hefur. Nú er litla eyjan orðin öllum sýnileg í heiminum á sekúntubroti ásamt upplýsingum frá landnámi til þessa dags, sem vilja um sögu hennar vita og fræðast. Sem og jörð og alheimur er hjá okkur í gegn um netheimana.
Hér er að lokum að finna nokkur gömul og góð jólalög til gamans.
The top 15 christmas songs
The Christmas Song - Nat King Cole
josira
Tónlist | Breytt s.d. kl. 13:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.12.2011
Búum til betri heim ...
Hátíð ljóssins nálgast nú óðum og einhvern vegin er það nú svo, að frá ári til árs þá hlakkar flestum til þessara hátíðisdaga, en alltof mörgum kvíður þó fyrir þeim og geta ekki notið þeirra sem skyldi, margra hluta vegna.
En flestir allavega hér á landinu okkar fallega geta þó notið ljósanna, sem tindra í skammdeginu og gefa birtu í hjartað.
Um allan heim eru jafnan friðarstundir haldnar og hátíð ljóssins fagnað á einhvern máta þó um ólíka trúarlega og eða aðra nálgun sé um að ræða og er oft gert vopnahlé þar sem stríð ríkir um tíma. Einhver lotning og kærleikur umlykur mannfólkið um stund. En síðan tekur við á ný hverdagsleikinn, strit og stríð.
Viss er ég um, að stór hluti mannkyns óskar eftir að friður og mannfrelsi fari að ríkja, en ófriður, fátækt og misrétti skuli víkja. Og að meiri jöfnun lífgæða sé landa og manna á milli.
Margur ljótleikinn í heiminum er og hefur því miður verið gerður í skjóli eða í nafni trúar og stjórnmála í gegnum aldirnar, sem og eru auðvitað mannanna verk. Þannig er nú það.
Komin er tími á að breytingar eigi sér stað jafnt og þétt, sem móta munu til framtíðar komandi kynslóða, betri heim.
Það má greina, að þær eru þó í raun hafnar og þá sérstaklega nú í kjölfar fjármála-heimskreppunar, sem skall á haustið 2008. Fólk lætur ekki rekast lengur í einhverjum hjörðum, það vill hreinsanir, umbreytingar og réttlæti á mörgum sviðum, það vill ekki stríð heldur frið og að gömul úrelt fjármála-trúar-og stjórnmálakerfi verði felld um koll.
Fólk er orðið æ upplýstara og er í auknum mæli farið að vakna til vitundar um mannlega stöðu sjálf síns, náttúrunnar og heimsmálanna og einnig meðvitaðara um hug sinn, sál og líkama, sem og kallar fram á breytta lífshætti, viðhorf og lífsgildi og gerir þátttöku þess virkari í þjóðfélags- og umhverfismálum almennt.
Breytingar hefjast innra með hverjum og einum. Hver og einn verður að taka á sínum málum, hreinsa til í eigin garði svo unnt sé að sá nýjum friðar-og ljóssins fræjum, sem munu vaxa, dafna og blómstra.
Tökum saman höndum, styðjum og styrkjum þá sem á þurfa að halda hverju sinni. Stöndum ætíð vörð um lítilmagnann. Sameinum þar, sem sundrung ríkir. Stöndum vörð um náttúruna. Njótum hverrar árstíðar og þökkum gjafir þeirra. Finnum frið og gleði í hjörtum okkar.
Og fögnum hátíð ljóssins, sem framundan er hér á norðurhveli jarðar.
" Hátíð ljóssins er að sjálfsögðu fögnuður yfir því að sólin tekur að rísa hærra og hærra með hverjum degi úr hyldýpi myrkursins. Ljósið sigrar myrkrið enn einn ganginn og við getum horft til þess að heimurinn lifir áfram. " (Þessi orð eru fengin af síðu natturan.is )
Ýmislegt annað er fróðlegt að lesa um í greinni um vetrar-og sumarsólstöður, ásamt trúarlegum siðum í hinum ýmsu löndum.
Hjálpum Þeim (Help Them) - Íslenskir Tónlistarmenn
josira
(p.s. á enn í vandræðum með síðustillingarnar, þær hoppa hér sjálfstætt um)
Tónlist | Breytt 6.12.2011 kl. 11:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.12.2011
Söngelskar systur, bræður og feðgin ...
Hér má sjá og heyra af nokkrum systrum, bræðrum, systkinum og feðginum sem syngja og-eða dansa saman. Gaman að vafra um veraldarvefinn, sjá og heyra sitthvað af slíku hæfileikaríku fólki.
Vilhjálmur; Bíddu pabbi
Dásemdar söngpar, feðginin Bubbi og Gréta Morthens ásamt Sólskuggum með lagið; Háskaleikur
Álftagerðisbræður; Laugardagskvöld
Systkinin KK og Ellen; I think of angles
Síðan var ég að leita eftir söngelsku systkininum Diddú og Páli Óskari saman, en það gekk ekki. Hér má finna ýmis brot af söng og leik Sigrúnar Hjálmtýsdóttur úr þætti hjá Hemma Gunn 1991.
Páll Óskar; Ást við fyrstu sýn
"Potato Salad" Triplets Dance! (þríburasystur dansa og syngja)
Los Vazquez Sounds; (þrjú systkin og systirin einungis 10 ára)
Marley brothers; - synir Bob Marley;
Jonas brothers;
Olsen brothers ;
josira
ps. langaði að bæta hér við nokkrum og í leiðinni að reyna að hemja þessar hliðarstillingar á síðunni, sem ég virðist ekkert ráða við hvernig þær haga sér, stökkvandi hér út og suður ...
Tónlist | Breytt 3.12.2011 kl. 09:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.12.2011
Bræðrabönd og bræðralag ...
Fann þessa flottu bræður spila saman. Ungir og upprennandi tónlistarmenn trúi ég. Bræðurnir Daði og Róbert Nikulássynir.
josira
Tónlist | Breytt s.d. kl. 11:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.5.2011
Íslands náttúra ...
Langaði að deila með ykkur á þessum sólríka degi, fallegum myndum og kynningu á landinu okkar fagra.
(á ensku reyndar)
josira
Tónlist | Breytt s.d. kl. 16:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Segir allt sem segja þarf ... um þjóðarástandið ... Meiriháttar að hlusta á þennan mann, sem kallaður er Maggi þeysari - Magnús Guðmundsson. sem eitt sinn var söngvari hljómsveitarinnar Þeyr og hefur enn skarpar skoðanir á stjórnmálum.
josira
Tónlist | Breytt 27.10.2010 kl. 23:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hér má sjá og heyra stutta útgáfu af óvæntu, en væntanlegu lengra útgefnu lagi sönggyðjunnar Elízu, sem nú minnir heiminn á sig, samhliða náttúru Íslands, með þessu eldsnjalla lagi, Eyjafjallajökull ;
josira
Tónlist | Breytt s.d. kl. 22:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tenglar
ÝMSAR JÓLAVEFSÍÐUR
- Jólin-Þjóðminjasafnið jólasíður Þjóðminjasafnið
- jólavefur Júlla á Dalvík fullt af fróðleik um jólin
- Jólavefur Valla, sem geymir marga aðra jólavefi fjölbreytur jólavefur
- jóla-og áramótavefkort ýmis önnur vefræn tækiæriskort
BLANDAÐAR ÁHUGAVERÐAR VEFSÍÐUR
- LJÓSMYNDAKEPPNI Canon og mbl.
- VILTU VITA MEIRA Leiðsögn með lestri .. Sigríður Svavars - Leiðbeining - heilun- fyrirbænir
- ÓMAR RUN - Ljósmyndir Magnaðar myndir
- MADDÝ - Ljósmyndir Meiriháttar myndasmiður
ÝMSAR VEFMYNDAVÉLAR
- Nýjar Íslands vefmyndavélar Frábærir tenglar hérlendis og erlendis
- Vefmyndavélar - Vegagerðin - Suðausturland
- Vefmyndavélar víðs vegar um Ísland
VEÐUR - FÆRÐ - LOFTSLAG
LANDSBYGGÐIN LIFI...
- BETRI BYGGÐ UM LAND ALLT...
- LANDAKORT.IS Frábær síða um Ísland; m.a. Góðar upplýsinga-og þjónustusíður-Vefsjár sveitafélaga-Fjölbreytt efni um ferðamál og ferðalög á Íslandi.
- ICELAND WORLDWIDE Iceland, the land of the midnight sun, is becoming a favorite with those who seek adventure and freedom. Be it nature, sagas, geology or people that interest you, Iceland is the place to go
ÍSLENSK TÍMARIT ALLT FRÁ 1696 -
- FRÁ FYRSTU TÍMARITUM LANDSSINS TIL DAGSSINS Í DAG Ýmislegt að skoða ..
FRÁ A-Ö...
- TRÚARBRÖGÐ HEIMSSINS...
- VÍSINDAVEFUR H.Í Að vita meira og meira .
- ALMENNINGSBÓKASÖFN LANDSINS
- WIKIPEDIA
- BÓKASÖFN LANDSINS
TÆKNI og VÍSINDI
FJÖLBREYTTIR ÞÆTTIR...
- ÍSLAND Í DAG
- KASTLJÓS
- N4 SJÓNVARPSSTÖÐ NORÐAN HEIÐA
- GAMLA ÍNN TV SJÓNVARPSSTÖÐIN
- HRINGBRAUT SJÓNVARPSSTÖÐ
MATSELD
- MATARBLOGG SOFFÍU gómsætir réttir af öllum stærðum og gerðum...
- UPPSKRIFTIR SOLLU
- MARGAR MATAR UPPSKRIFTARSÍÐUR Eflaust eitthvað gott að finna ..
- KÖKUR OG EFTIRRÉTTIR Án hveiti sykurs og ger
- GULUR,RAUÐUR,GRÆNN OG SALT Hráfæði
HJÁLPARSTOFNANIR...
Fibromyalga...vefjagigt
Blekking í þjóðfélaginu...
Blekking í þjóðfélaginu...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 7
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 123251
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2014
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði