Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
frá þessu fallega gamla menningalandi. Sorglegt hvernig fátæktin er að leggjast yfir land og þjóð og fjólda þess fólks, sem á orðið varla ofan í sig og á. Atvinnulausir þar í landi teljast nú vera um 4,4 milljónir manna.
Erfitt er núna um vik fyrir okkur íslendinga, að rétta grísku þjóðinni hjálparhönd í neyð þeirra. Þó er eitt sem við getum gert og það er að biðja um í hug og hjarta og sjá fyrir okkur að ljós heilunar-og kærleika umvefji grísku þjóðina og fallega landið þeirra. Og að einhver lausn finnist eða fáist þeim til hjálpar.
"Aþena, höfuðborg Grikklands og stærsta borg landsins, á sér mikla sögu sem spannar allt að 3 þúsund ár aftur í tímann. Hún hefur verið kölluð vagga vestrænnar menningar og lýðræðisins og Parthenon-hofið á Akrópólishæð annálaðasta kennileiti hennar. Íbúar hinnar eiginlegu Aþenu eru um 750 þúsund en nær 4 milljónir ef Stór-Aþenusvæðið allt er talið með. Þótt fáar borgir eigi sér jafn sögulega arfleifð þá er Aþena í dag nútímaleg og iðandi stórborg, miðstöð fjármálalífs landsins, stjórnmála og menningarlífs og taldist árið 2008 vera 32. ríkasta borg heims." (fengið af vef mbl.is)
Einstaklega fallegar myndir er hér að sjá af hinu sérstaka Grikklandi.
Við megum vera þakklát fyrir það, sem við höfum hér á Íslandi, þó þröngt sé í búi hjá mörgum og þá sérstaklega nú í jólamánuðinum. En fámennið hér gerir okkur mun auðveldara fyrir, að halda utan um þá sem hér eiga bágt.
josira
![]() |
Grikkir sagðir horfa fram á mannúðarkreppu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 20:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Ég ákvað til gamans að setja hér inn nokkrar jólavefsíður. Í netheimum var ég t.d. að finna gömul falleg jólakort hjá Borgarbókasafninu þar sem hægt er, að velja sér jólakort og senda jólakveðjur rafrænt.
Á hinum jólavefsíðunum má nánast finna allt um það, sem viðkemur jólamánuðinum. Eins og t.d. jólaleiki, jólasögur, jólalög, jólaföndur, jólagjafir, jólabakstur, jólakort og jólamyndir o.m.fl. Tenglana er að finna hér til hliðar.
josira
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 19:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Minna mann á barnæskuna í desembermánuðum, þegar tónar gamla kanaútvarpssins ómuðu í Reykjavík á allt annan máta, en þungu sálmalögin á gömlu gufunni, sem var auðvitað eina íslenska útvarpsrásin þá.
Og það voru sannkallaðar dýrðar- og hátíðastundir að komast í að horfa á svarthvíta kana -kapalsjónvarpið hjá einhverjum, en það voru nokkuð margir sem áttu sjónvarpstæki á höfuðborgarsvæðinu fyrir tíma fyrstu löglegu sjónvarpsstöðvarinnar rúv.
Þar sem sjónvörp voru á heimilum, söfnuðust saman ættliðirnir í stofurnar á góðum stundum og gólfrýmið nýtt til fullnustu. Og allir horfðu á ýmisskonar framandi myndaefni birtast á skjánum. Hasarmyndir, gamnamyndir, spennu - og gamanþættir, barnaefni, söng-og dansmyndir ásamt ýmsu fræðsluefni.
Tungumálið var ekki til fyrirstöðu. Það var nóg að fá að horfa á alla þennan fjölbreytileika, sem auðgaði ímyndunaraflið og jafnvel hvatti suma til aukins lesturs.
Löngunar til að fræðast og vita meir um heiminn, sem einhversstaðar var þarna úti langt í burtu frá Íslandsströndum. Já það eru breyttir tímar á litlu eyjunni, sem þótti vera á hjara veraldar, á mótum hins byggilega heims og héldu margir annarsstaðar frá, að við byggjum í snjóhúsum og værum hálfgerðir eskimóar. Þeir eru ekki margir áratugarnir síðan sýn heimssins var þannig á okkur.
Tímarnir breytast og mennirnir með. Ekki grunaði manni á sínum barnæskuárum, að svo miklar tækni-og framfaraþróun yrði á ekki lengri tíma en orðið hefur. Nú er litla eyjan orðin öllum sýnileg í heiminum á sekúntubroti ásamt upplýsingum frá landnámi til þessa dags, sem vilja um sögu hennar vita og fræðast. Sem og jörð og alheimur er hjá okkur í gegn um netheimana.
Hér er að lokum að finna nokkur gömul og góð jólalög til gamans.
The top 15 christmas songs
The Christmas Song - Nat King Cole
josira
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 13:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hvers konar þjóðfélag er þetta orðið, sem við búum í ...
Móðir Ellu Dísar, borin út ( DV)
Ráðamenn, félagsmála- og heilbrigðiskerfið ættu að skammast sín, að hafa ekki hjálpað meir til með fjárhagsaðstoð til styrktar heimilisöryggi fjölskyldu Ellu Dísar. Bóluefnið orsök veikindana !
Ragna með dæturnar
Víða er eflaust þröngt í búi hjá öðrum fjölskyldum langveikra barna, sem stuðning vantar. Því miður hefur maður heyrt og lesið um oft á tíðum lítin fjárhagsstuðning opinberra aðilla þ.e. Ríkið og Tryggingastofnun til stuðnings og hjálpar þessum fjölskyldum og er það miður.
En í forgang finnst mér að nú þurfi huga að fjölskyldu Ellu Dísar, því yfir vofir missir heimilis, sem einnig er sniðið að þörfum litlu Ellu Dísar.
Sýnum samstöðu, kæru landsmenn og leggjum þeim mæðgum lið. Ef við gætum hvert okkar (eða hver fjölskylda) lagt inn á styrktarreiknig Ellu Dísar þó ekki væri nema t.d. 500-1000 kr.
Styrktarreikningur Ellu Dísar Laurens;
Reikningur: 0525-15-020106
Kennitala: 020106-3870
eða; í gegn um símanúmer til styrktar Ellu Dís
9073701(1000kr)
9073702(2000kr)
9073703(3000kr)
endilega deilið
Það mun safnast þegar saman kemur.
josira
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 14:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.12.2011
Söngelskar systur, bræður og feðgin ...
Hér má sjá og heyra af nokkrum systrum, bræðrum, systkinum og feðginum sem syngja og-eða dansa saman. Gaman að vafra um veraldarvefinn, sjá og heyra sitthvað af slíku hæfileikaríku fólki.
Vilhjálmur; Bíddu pabbi
Dásemdar söngpar, feðginin Bubbi og Gréta Morthens ásamt Sólskuggum með lagið; Háskaleikur
Álftagerðisbræður; Laugardagskvöld
Systkinin KK og Ellen; I think of angles
Síðan var ég að leita eftir söngelsku systkininum Diddú og Páli Óskari saman, en það gekk ekki. Hér má finna ýmis brot af söng og leik Sigrúnar Hjálmtýsdóttur úr þætti hjá Hemma Gunn 1991.
Páll Óskar; Ást við fyrstu sýn
"Potato Salad" Triplets Dance! (þríburasystur dansa og syngja)
Los Vazquez Sounds; (þrjú systkin og systirin einungis 10 ára)
Marley brothers; - synir Bob Marley;
Jonas brothers;
Olsen brothers ;
josira
ps. langaði að bæta hér við nokkrum og í leiðinni að reyna að hemja þessar hliðarstillingar á síðunni, sem ég virðist ekkert ráða við hvernig þær haga sér, stökkvandi hér út og suður ...
Vinir og fjölskylda | Breytt 3.12.2011 kl. 09:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.12.2011
Bræðrabönd og bræðralag ...
Fann þessa flottu bræður spila saman. Ungir og upprennandi tónlistarmenn trúi ég. Bræðurnir Daði og Róbert Nikulássynir.
josira
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 11:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
hjá framsýnum og stórhuga mönnum, sem hönd vilja leggja á plóg við eflingu atvinnutækifæra fyrir vestan.
Nú er komið að stjórnvöldum að sýna vilja sinn til framkvæmda og þá við að drífa sig til að gefa tilskilin leyfi svo hægt sé að koma verkefnunum af stað.
"Íslendingur, sem rekur matvælafyrirtæki í Noregi, vill leggja þrjá milljarða króna í laxeldi í Arnarfirði og fiskréttaverksmiðju á Bíldudal og skapa þannig yfir fimmtíu ný störf á Vestfjörðum. Félagið Arnarlax hefur undirbúið verkefnið í þrjú ár en aðalfjárfestirinn á bak við áformin fæddist og ólst upp á Bíldudal og heitir Matthías Garðarsson. Sem ungur maður á háskólaárum í fiskvinnslunámi settist Matthías að í Noregi og hefur síðan byggt upp stærsta fyrirtækið í sveitarfélaginu Leirfjord, með um áttatíu manns í vinnu.
Nú vill hann gera það sama á sínum æskuslóðum. Hann segist hafa verið í Noregi í 34 ár og kunna orðið talsvert í laxeldi og rekstri matvælavinnslu og hann vilji nú nýta þessa kunnáttu í þágu Bíldudals og Arnarfjarðar. " (úr frétt á visi.is; Vestfirðingur í Noregi vill reisa laxaréttaverksmiðju á Bíldudal
Mikið er gaman og jákvætt, að heyra af hugsjónum sem þessum. Nú þarf að hjálpast að og gera að drauminn að veruleika.
Um daginn var ég einmitt að skrifa um nauðsyn þess, að koma atvinnuhjólunum í auknum mæli af stað og láta bæði hugvit og verkvit berast og gerast á jákvæðan hátt fyrir land og þjóð.
Og þar á meðal, að efla þyrfti til muna, fiskeldi á hinum ýmsu fiskitegundum og hafa þar fjölbreytni í tegundavali, að leiðarljósi við strendur landssins og firði. Náttúrugjafir góðar ... til sjávar og sveita ...
Reynum að finna og sjá alla þá möguleika, sem hægt er að nýta eða útbúa til atvinnusköpunar um allt land.
Hér má skoða áhugaverðar síður; Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Landsbyggðin lifi.
josira
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 01:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.10.2011
Kærleiksrósin ...
Kærleiksrósin
Kærleiksrós í hjarta hvers býr
brennandi ljóssins loga knýr.
Kyndilberi þeirra geisla glóða,
sem glitra á hvern vegaslóða.
Vinir og fjölskylda | Breytt 22.10.2011 kl. 14:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.10.2011
10 boðorð jarðarinnar ...
Langaði að deila hér þessum fallegu orðum, tileinkuðum móðir jörð.
Gaman væri ef einhver gæti þýtt þau yfir á íslensku.
Ten Commandments of Mother Earth
I. Thou shalt love and honour the Earth
for it blesses thy life and governs thy survival.
II. Thou shalt keep each day sacred to the Earth
and celebrate the turning of its seasons.
III. Thou shalt not hold thyself above other
living things nor drive them to extinction.
IV. Thou shalt give thanks for thy food,
to the creatures and plants that nourish thee.
V. Thou shalt educate thy offspring for multitudes
of people are a blessing unto the Earth
when we live in harmony.
VI. Thou shall not kill, nor waste Earths
riches upon weapons of war.
VII. Thou shalt not pursue profit at the Earths
expense but strive to restore its damaged majesty.
VIII. Thou shalt not hide from thyself or others the
consequences of thy actions upon the Earth.
IX. Thou shalt not steal from future generations
by impoverishing or poisoning the Earth.
X. Thou shalt consume material goods in moderation
so all may share the Earths bounty.
~Author Unknown~
josira
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 00:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.10.2011
HPV veiran ... og bóluefnið Cervarix ...
Ég taldi mig hafa verið að skrifa bloggfærslu við þessa frétt um bólusetningu 12 ára stúlkna við HPV veirunni, en sé nú hún kom víst ekki inn;
Þannig að hér er slóðin ... Bóluefni til bóta eða ... bölvunar
(færslan hér á undan á síðunni minni)
josira
![]() |
Bólusetning gegn HPV að hefjast |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tenglar
ÝMSAR JÓLAVEFSÍÐUR
- Jólin-Þjóðminjasafnið jólasíður Þjóðminjasafnið
- jólavefur Júlla á Dalvík fullt af fróðleik um jólin
- Jólavefur Valla, sem geymir marga aðra jólavefi fjölbreytur jólavefur
- jóla-og áramótavefkort ýmis önnur vefræn tækiæriskort
BLANDAÐAR ÁHUGAVERÐAR VEFSÍÐUR
- LJÓSMYNDAKEPPNI Canon og mbl.
- VILTU VITA MEIRA Leiðsögn með lestri .. Sigríður Svavars - Leiðbeining - heilun- fyrirbænir
- ÓMAR RUN - Ljósmyndir Magnaðar myndir
- MADDÝ - Ljósmyndir Meiriháttar myndasmiður
ÝMSAR VEFMYNDAVÉLAR
- Nýjar Íslands vefmyndavélar Frábærir tenglar hérlendis og erlendis
- Vefmyndavélar - Vegagerðin - Suðausturland
- Vefmyndavélar víðs vegar um Ísland
VEÐUR - FÆRÐ - LOFTSLAG
LANDSBYGGÐIN LIFI...
- BETRI BYGGÐ UM LAND ALLT...
- LANDAKORT.IS Frábær síða um Ísland; m.a. Góðar upplýsinga-og þjónustusíður-Vefsjár sveitafélaga-Fjölbreytt efni um ferðamál og ferðalög á Íslandi.
- ICELAND WORLDWIDE Iceland, the land of the midnight sun, is becoming a favorite with those who seek adventure and freedom. Be it nature, sagas, geology or people that interest you, Iceland is the place to go
ÍSLENSK TÍMARIT ALLT FRÁ 1696 -
- FRÁ FYRSTU TÍMARITUM LANDSSINS TIL DAGSSINS Í DAG Ýmislegt að skoða ..
FRÁ A-Ö...
- TRÚARBRÖGÐ HEIMSSINS...
- VÍSINDAVEFUR H.Í Að vita meira og meira .
- ALMENNINGSBÓKASÖFN LANDSINS
- WIKIPEDIA
- BÓKASÖFN LANDSINS
TÆKNI og VÍSINDI
FJÖLBREYTTIR ÞÆTTIR...
- ÍSLAND Í DAG
- KASTLJÓS
- N4 SJÓNVARPSSTÖÐ NORÐAN HEIÐA
- GAMLA ÍNN TV SJÓNVARPSSTÖÐIN
- HRINGBRAUT SJÓNVARPSSTÖÐ
MATSELD
- MATARBLOGG SOFFÍU gómsætir réttir af öllum stærðum og gerðum...
- UPPSKRIFTIR SOLLU
- MARGAR MATAR UPPSKRIFTARSÍÐUR Eflaust eitthvað gott að finna ..
- KÖKUR OG EFTIRRÉTTIR Án hveiti sykurs og ger
- GULUR,RAUÐUR,GRÆNN OG SALT Hráfæði
HJÁLPARSTOFNANIR...
Fibromyalga...vefjagigt
Blekking í þjóðfélaginu...
Blekking í þjóðfélaginu...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring: 18
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2014
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði