Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
... sem teknar hafa verið af eignarhluta íbúða, þeirra skilvísu hin síðustu ár.
Er vart að trúa því að aðeins 1 blogg er að hér finna um þessa frétt.
Stór hluti þeirra er tóku íbúðarlán hér á árum áður, hvort sem var hjá bönkum eða íbúðarlánasjóði og lögðu fjármagn sitt á móti lánunum og eða áttu kannski 50-80% í íbúðunum (húsunum) hafa tapað að miklu leyti eignarhluta sínum.
Mér finnst það EKKI Í LAGI, að hægt sé að kalla það að bjóða afslátt eða veita verðlaun líkt og Arionbanki vill kalla gjafmildi sína, kannski með um + - 100.þús. lækkun til þeirra er náð hafa, að sýna skilvísi á lánum sínum hin síðustu ár.
Og svo á viðtakandi gjafarinnar góðu (sem er þessi líka góði afsláttur vegna skilvísinnar) að taka á móti henni með bros á vör í auðmýkt og þakka fyrir gjafmildina í skiptum fyrir eignamissinn (áður eignarhluti - peningur í fasteigninni)
LÁNA-stofnanir allar hafa eignað sér það fjármagn (milljónir) sem kaupendur íbúða áttu til og lögðu á móti lánunum og segja má að eignarhluti þessa fólks, sé horfinn, týndur og tröllum gefin eða réttara sagt hefur verið færður á silfurfati til lánadrottnanna í dulbúnum gjafaumbúðum tölulegra útreikninga þeirra.
Sögur af viðskiptum við lánastofnanir (hagsmunasamtök heimilanna)
Hversu lengi og hversu langt ætla bankarnir og aðrar lánastofnanir að ganga í að mergsjúga almenning í þessu blessaða landi. Er ekki tími til komin, kæra fólk, að við sjálf fólkið í landinu spornum við fótum og snúum vörn í sókn og förum að sýna samstöðu með því að vera samtaka og sjánleg með mótmælum.
Ekki eðlilegt hve bankakerfið hagkerfið hefur ráðið för ...
Enn eiga bankar og stofnanir landann
Byrjum á því að fara fram á breytingar á þessum hagkerfis útreikningum sem öllu stjórna og stýra hér. NÚNA STRAX.
Og að stjórnvöld sýni sóma sinn í, allavega eftir öll sín sviknu loforð um SKJALDBORG UM HEIMILIN um að setja lög NÚNA um leiðréttingu lána. Lækkun á höfuðstól, lækkun á vöxtum og verðtrygginguna af.
Og ekki gengur þetta öllu lengur með allar þessar hækkanir, sem dynja hér yfir látlaust. Fólk er bara orðið dofið, heyrist varla orðið neitt í neinum, t.d. í sambandi við hinar ýmsu hækkanir; s.b.r. Hiti, rafmagn, eldsneyti, fasteignagjöld og listinn er svo endalaust langur ...
Ég má til með að setja hér fram frásögn manns, sem ég rakst á hjá öðrum bloggara og ég er nokkuð viss um að margir munu kannast við að einhverju leiti af eigin raun.
21.5.2011 Í hvaða heimi lifir Steingrímur? - Ekki mikil eignabruni hjá venjulegu fólki!
(fengið af bloggsíðu Marinós G.Njálssonar)
Sæll Marinó og þakka þér fyrir ávallt góð skrif. Þegar ég les kommentinn frá sumumu af þínum gestum, hugsa ég til þess hvort þessir ágætu menn hafa bara yfirleitt verið á Íslandi seinustu árin. Það er með eindæmum að það skuli ávallt vera til fólk sem er tilbúið að halda því fram að hinn venjulegi Íslendingur skuli hafa eitt svo um efni fram að hann missti allt sitt í vitleysu annarra. Ef ég, samkvæmt því sem " sannur íslendingur" segir, væri í efrihluta milli-stéttarinnar svokölluðu, þá langar mig að rifja upp fyrir honum og Andrési Kristjánssyni hvernig mín upplifun á því að hafa verið í þessari millistétt.
Ég hef alltaf þurft að vinna eftirvinnu og helgarvinnu fram í eitt til að geta haft í mig og á. Þegar ég keypti mína fyrstu íbúð 1979, með víxillánum, uppáskriftum og öðru tilheyrandi stóð ég í þeirri trú að það sem ég væri að gera, væri samkvæmt mínum efnum. Myntbreytingin 1980/81 kom svo á stað óðaverðbólgu (150%) og viti menn, þessi litla 70fm íbúð (ábyggilega stórhýsi á þeirra mælikvarða) hvarf á tveimur árum. Ég stóð ekki með neitt eftir nema skuldir og fór í þrot. Ekki gafst ég upp. Árin liðu og ég náði að koma undir mig fótunum á ný og keypti annað stórhýsi uppá litlar 85fm árið 1988.
Árið 1991, kom aftur óðaverðbólga, og viti menn. Aftur var allt af mér hirt.
Árið 1997 keypti ég mér aftur íbúð. Nú var reysnin minni og hún bara 68fm. Alltaf átti ég fyrir því sem ég var að gera samkvæmt útreikningum míns banka. Allt gekk vel og árið 2004, lét ég verða af því að kaupa mér einbýlishús, sem ég meira og minna kom upp sjálfur. Nú var ég séður og keypti fyri utan borgina. Nánr tiltekið á Reykjanesinu. Eignarhlutinn minn í húsinu var næstum því 50% eftir að ég seldi íbúðina. Þess ber að gæta að ég var ekki að taka erlent lán, heldur aðeins 17.milljónir, sem mér fannst bara nokkuð hátt. Árið 2004 voru fasteignagjöl hjá mer aðeins tæp 140.000. Fasteignafjöldin fyrir árið í fyrra voru 267.000 og höfðu hækkað um 78% á aðeins 6 árum. Launin mín höfðu staðið í stað vegna þess að í góðærinu svokallaða mátti ekk hækka eitt né neitt vegna verðbólguáhrifa.
Nú er svo komið, að ég, sem er greinilega ekki sannur Íslendingur, er að missa allt eina ferðina einn. Samt átti ég fyrir þessu öllu samkvæmt bankanum. Eina lánið sem ég tók 17. milljónir og átti að vera ekkert mál fyrir mig að standa við það. Búin að borga tæpar 8 milljónir af láninu en eftir stendur 27 milljónir. Eignarhlutinn minn úr íbúðinni sem ég seldi, 9 milljónir er horfin og bankinn að taka húsið. Ég spyr mig í dag, af hverju var ég ekki bara " sannur íslendingur" og fór bara á féló og heimtaði styrki til að geta veirð til eins og þessir mætu menn eru að leggja til að "sannir Íslengar" séu, því greinilegt er, að þeim er illa við fólk sem vill reyna að hafa í sig og á með sómasamlegum hætti.
Það er andskoti hart að lesa svona fullyrðingar og mér er næst því að líkja svona fólki við, eins og flestir í ríksistjórninni eru, fólk sem aldrei hafa farið út fyrir garðinn sinn og unnið ærlegt handtak, heldur setið á jötunni á meðan almenningur í þessu landi þarf að blæða út. Það er engin afsökun að hafa verið á bleyju eða pela, það er nefnilega til nóg af okkar kynslóð í þessum hremmingum án þess að teljast " sannir íslendingar" samkvæmt ofangeindum kommentum. Reynslan mín í dag er sú, að það borgar sig að eiga ekki neitt og vera bara sem mest á styrkjum frá hinu opinbera, því greinilegt er að hér má engin eiga eitt né neitt nema örfáir.
Kveðja.
Sigurdur Hjaltested
Hvað ætli bankarnir, séu búnir að græða á vöxtum, verðbótum og verðtrygginga lána um áraraðir. ?
því blessuð hliðarsambúðin við bankanna byrjar strax í æsku og fylgir hún víst manni lífið allt.
Nýju bankarnir fengu lánin okkar með miklum afföllum við yfirtöku þeirra. !
Arion banki verðlaunar skilvísa (visir)
Arion banki tekur yfir íbúðalánasafn þrotabús Kaupþings (mbl)
"Íbúðalánasafnið, sem Arion banki yfirtekur, er metið á um 120 milljarða króna. Með yfirtökunni eflir Arion banki stöðu sína á íbúðalánamarkaði með íbúðalánasafn sem nemur um 200 milljörðum króna. Heildareignir bankans eftir yfirtökun nema rúmlega 900 milljörðum króna.
Samkomulagið felur í sér að Arion banki verður útgefandi sértryggðra skuldabréfa í stað Kaupþings. Sértryggðu skuldabréfin voru gefin út á árunum 2006-2008 til fjármögnunar á íbúðalánum. Arion banki mun þannig auka langtíma fjármögnun sína um rúma 120 milljarða króna. Sértryggðu skuldabréfin verða skráð í kauphöll síðar á þessu ári.Við yfirtöku Arion banka á íbúðalánum frá Kaupþingi í október 2008 og í janúar 2010 var veittur að meðaltali 21% afsláttur af verðtryggðum lánum sem endurspeglaði meðal annars stöðu lánasafnsins og væntingar um þær afskriftir sem framkvæma þyrfti."
Lán ÍLS til heimilanna nema tæpum 600 milljörðum (vísir)"Hefur sú fjárhæð hækkað úr rétt tæpum 380 milljörðum kr. frá árslokum 2007 eða um 220 milljarða króna á fjórum árum"
Kallar enn eftir upplýsingum um uppgjör bankanna (visir)
Ég hef núna fengið upplýsingar um það að það er búið að fjölga um níu þúsund á vanskilaskrá frá árinu 2008," segir Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins
Já og enn og aftur ...
Hver á hvað og hvað er hvurs ...
Maggi þeysari með sína mögnuðu rödd, hefur sitthvað um þessi mál að segja.
Eina jákvæða frétt var ég þó að lesa;
Bjartsýni landsmanna eykst; (mbl)
Já við erum sannarlega merkilega samsett þessi þjóð.
Ekki skil ég hvernig hægt er að vera bjartsýn í
allri þessari hringavitleysu og óstjórn
sem hér viðgengst.
Og
við ætlum seint að sjá að við sitjum á gulleggi.
Guðdómlegri gjöf, sem arfleifð okkar er.
Ísland hið góða og fallega
sem allt hefur að gefa okkur.
josira
(p.s er enn og aftur í veseni með línubil, buin að sitja hér um allt of langan tima opg reyna að laga - gefst upp vona að þetta sé læsilegt, þó allt sé í belg og biðu)
33.000 viðskiptavinir fá afslátt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 23:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.1.2012
Ægifegurð norðurljósanna ...
með dansandi litadýrð sinni, heilla og fanga manns hug og hjarta. Við Íslendingar erum ein af þeim þjóðum, sem svo lánsöm eru að fá að líta augum þessa dásamlegu dýrð himinhvolfsins við rétt skilyrði náttúrulögmálanna.
Og ekki laust við að sál manns fyllist af lotningu við andartaksins sjón og skynjun á síbreytilegri lögun og litum þessara fögru sköpunarkrafta náttúruljósanna í hvert skipti, sem maður fær að njóta þeirra.
Þessi einstaka mynd hér að ofan er tekin við Jökulsárlón af Stephane Vetter.
Myndin var valin í fyrsta sæti hjá
National Geographic 2011 í flokki "Beauty of the Night Sky"
Fegurð næturhimisins (mbl)
Þessa sérstöku mynd tók Olgeir Andrésson við Reykjanes
Af hverju stafa norður- og suðurljósin? (vísindavefurinn)
Sjást norðurljós í kvöld ? (stjörnufræðivefurinn)
Aurora Borealis (wikipedia)
Northern lights (myndir af vefnum)Norðurljósamyndir (af vefnum)
Beautiful Arora
Northern Lights, Galena , Alaska. Aurora Borealis
og ekki má gleyma suðurljósunum, sem minna er talað um.
Fegurð lands, ljóss og lita er allsstaðar að finna.
Hér er að sjá fallegt myndband frá Djúpavogi.
Sólroði við Djúpavog (Andrés Skúlason)
Norðurljós á Rangárvöllum við Hótel Rangá
Litadýrð norður-og suðurljósana minna einnig á litróf regnbogans.
Regnboginn ... og lífsins verkefni (eldri bloggfærsla mín)
Hvernig myndast regnboginn ? (vísindavefurinn)
Mikið megum við, sem höfum sjón vera þakklát fyrir og að geta notið þess.
josira
(er búin að vera í smá veseni með línubil, hætt við að reyna fleiri lagfæringar)
Vinir og fjölskylda | Breytt 18.1.2012 kl. 22:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.1.2012
Víða liggja leiðir forsetahjónanna ...
Það hefði eflaust verið gaman, fyrir Ólaf og Doritt að enda Kaupmannahafnar - hátíðarhaldanna saman.
En stundum þarf að skipta liði, því oft er forseta dagskráin ansi þétt.
Forsetahjónin Ólafur og Doritt hafa vel verið landi og þjóð til sóma í forsetatíð sinni. Hérlendis, sem og erlendis, alþýðleg, yndisleg og víðsýn ásamt því, að hafa staðið við hlið fólksins í landinu á ögurstundum.
Góðar manneskjur, verðugir þjóðhöfðingar, sem gjarnan mættu áfram sitja í forsetastól næsta kjörtímabil. En segja má þó, að viss eigingirni felist í þeirri ósk, því þau eru jú venjulegt fólk, sem eflaust hafa löngun til, að geta verið bara þau sjálf og notið meiri tíma saman með fjölskyldum sínum, en þau hafa getað leyft sér hin síðustu ár.
Og þegar þau hjón væru ekki lengur bundin skyldum og hefðum forsetaembættisins, myndi t.d. starfsorka og geta þeirra beggja til að sinna ýmsum málefnum í þágu þjóðarinnar nýtast enn betur ef hugur þeirra og vilji lægi í þá átt.
Ýmsir atburðir úr dagskrá forseta; http://www.forseti.is/Dagskraforseta/Urdagskra2012/
josira
Þurfti að sleppa hátíðarkvöldverði til að mæta á heimsþing | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 14:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
9.1.2012
Megi það byrja með mér – Myndbandið
Okkar einlægi Páll Óskar, samdi lag fyrir UNICEF ásamt lagahöfundunum í Redd Lights eftir dvöl hans í Afríku.
Páll Óskar annar maður eftir Afríku (viðtal-Fréttatíminn)
Páll Óskar; ég er breyttur maður ( viðtal- DV)
Kvartar aldrei framar (viðtal-DV)
Við getum breytt heiminum; Páll Óskar og Halldóra (viðtal-Visir)
Unicef (fréttir um rauða nefið)
Framlag Páls Óskars og hugsun til hjálparstarfs Unicef er virðingaverð.
Og texti hans við lagið " Megi það byrja með mér "
finnst mér vera tímalaus og eiga við á öllum sviðum lífsins í bráð og lengd.
Að læra að þekkja sjálfan sig og takast á við kosti og galla sjálfs síns í gleði og sorg lífsins er mesta verkefni sérhvers manns.
josira
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 15:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.1.2012
Janúar og þrettándagleðin ...
Síðasti dagur jóla eða þréttándin eins og við köllum hann, verður nú eitt árið enn, kvaddur í dag og í kvöld víða um land með tilheyrandi blysförum, álfabrennum, tónlist, söng, álfakóngum og drottningum ásamt álfum, púkum og jafnvel einstaka trölli, ásamt Grýlu, Leppalúða og jólasveinum.
Sagnir, þjóðtrú og siðir um þrettándann og nýjársnótt svipar oft saman, sagnir eins og að kýr öðlist mannamál og um vistaskipti álfa og huldufólks.
Og llitfagrir flugeldar lýsa upp skammdegið.
Og á meðan öll þessi gleði okkar fer fram, megum við ekki gleyma að gæta varúðar í meðferð flugelda og blysa, fara gætilega í hálkunni, athuga með færð og veður og alls ekki gleyma að huga að dýrunum okkar stóru og smáu líkt og á við um sérhver áramót. Flest þeirra hræðast ýlurnar og sprengingarnar í flugeldunum.
þrettándagleði 2012 ; Dagskrá víða um land
Þjóðsögur og ævintýri í stafrófsröð ( af síðu snerpu)
Jólatunglið er tunglið sem er í sama tunglmánuði og þrettándinn.
Það er gömul trú að sé tunglið vaxandi á jólum verði næsta ár gott en sé þessu öfugt farið og tunglið sé þverrandi megi búast við slæmu ári. Um slíka hjátrú vitna þessar gömlu vísur:
Hátíð jóla hygg þú að;
hljóðar svo gamall texti:
Ársins gróða þýðir það,
ef þá er tungl í vexti.
En ef máni er þá skerður,
önnur fylgir gáta,
árið nýja oftast verður
í harðari máta.
"Veður hefur alltaf verið til, a.m.k. hér á landi. Forfeðurnir voru fljótir að læra á veðrið. Til eru fjölmargar sagnir af veðurlýsingum, veðurnefnum, þjóðtrú og hjátrú tengdri veðrinu, viðureignasögum, óveðurssögnum og veðrahörkum, en einnig góðviðrislýsingum, breyttu veðurfari og áhrif þess á mannlífsgróandann."
Veðursteininn á Sólheimum í Grímsnesi
Mörsugur var janúar nefndur, að hluta til í gamla íslenska tímatalinu
Í fornri rómverskri trú og goðafræði er Janus guð upphafs og umbreytinga. Einnig hurða, hliða, endingar og tíma.
"Nú er janúar, fyrsti mánuður ársins, genginn í garð. Hann hófst með nýársdegi sem til forna var stundum kallaður áttidagur en það þýðir einfaldlega að hann er áttundi dagur jóla.
Janúarmánuður heitir eftir Janusi, rómverskum guði, sem var sérstakur fyrir þá sök að hann hafði tvö andlit. Sneri annað fram og hitt aftur en það er hagnýtt fyrir heimilisguð og vísar til þess að hann sér um heima alla og ekkert kemur honum á óvart.
Hann táknar þannig upphaf og endi alls, nútíð, fortíð og framtíð. Janus gætti dyra á híbýlum fólks og af nafni hans er enska orðið janitor dregið eða dyravörður. " (af síðu námsgagnastofnunar)
Gaman er að geta þess að hér á landi er öflug og breiðvirk starfsemi til uppbyggingar og endurhæfingu með nafni Janusar.
Hugmyndafræði merkis Janusar endurhæfingar
Fróðlegt er að vita eitthvað um aðra mánuði árssins.
og að endingu sitthvað um stjörnumerkin
josira
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 18:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.1.2012
Æskuljómar lands og þjóðar ...
með Ísold Ylfu í broddi fylkingar toppuðu áramótaskaupið 2011, með kraftmiklu og grípandi lokalagi sínu.
Texti lagsins er stórgóður og kallar á að draumurinn um hið nýja Ísland, fari að rætast. sem byggist á góðum mannlegum grunni, með kærleik í hjarta og framtíð bjarta þar sem raunsæ stjórnun, samkennd, mannfrelsi, friður og réttlæti á að ríkja, en óstjórn og svik að víkja.
Og munum eftir, að það er ungu afkomendurnir okkar og landsins æskuljómar, sem síðar munu halda um stjórnartauma lands og lýðs.
Eldri skrif mín um litlu afleggjarana okkar
Lokalagið 2011 ásamt áramótaskaupinu og eldri skaupum er hér að finna.
josira
Leikkona, söngkona og dansari | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 12:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.12.2011
Draumur fyrir fannfergi ?
Draumar eru eins misjafnir og mennirnir eru margir. Suma dreymir mikið á meðan aðrir segast aldrei dreyma neitt. Ég held samt að allflestum dreymi eitthvað sérhverja nótt, þó ekki sé ætíð munað eftir.
Stundum kemur fyrir, að mig dreymir það mikið, að ég vakna yfir mig þreytt. Er þá búin að vera á ferð og flugi um draumheima og farið ansi víða. Síðan koma rólegar og draumlitlar nætur. Oftast er ég minnug á hina ýmsu drauma mína. Og stundum kemur það fyrir að í gegn um þá hefur mér borist ýmis vitneskja. Stundum segi frá þeim, mínum nánustu og margt eitt hefur komið þar fram. Skemmtilega oft fæ ég t.d. að vita ef von er á nýjum meðlimum í fjölskyldunni. Jafnvel á fyrsta eða öðrum mánuði meðgöngu.
Undir morgun í gær 28 des. vaknaði ég við draum. Man ég aðeins bláendann á honum, en hann var á þá leið, að gamall bóndi, sem ég eitt sinn var ráðskona hjá í Fljótshlíðinni, Guðmundur á Kvoslæk, kom til mín og bað mig um að fara ásamt annari dóttir minni ( man ekki hvor þeirra var) austur og athuga hversu margar af kindunum hans hvítu hefðu skilað sér til byggða. (En Mundi gamli kvaddi þetta jarðlíf fyrir allmörgum árum síðan.) Fannst mér síðan, að við værum staddar mæðgurnar í réttum, þó ekki alveg viss, en þarna var allavega margt af fólki og fé saman komið.
Þegar ég var komin á ról í gærmorgun var ég eitthvað að hugsa um drauminn og ákvað að ath. með einhverja merkingu í honum og datt í hug að eitthvað hlyti það að vera í sambandi við kindurnar. Ekki fann ég draumráðningabókina mina, þannig að ég vatt mér á netið. Nafnið Guðmundur er fyrir góðu. og á síðu draumur.is er þetta að finna um sauðfé;
" Að dreyma sofandi kindur er fyrir söknuði. En ef þú átt í einhverjum erfiðleikum og þig dreymir sauðfé á beit, mun fljótlega birta til. Ein og ein kind er fyrir örðugleikum. Að rýja kindur er fyrir peningum. Margar hvítar kindur eru fyrir snjókomu."
Datt mér þá í hug að kannski færi að snjóa allverulega í Fljótshlíðinni eða fyrir austan fjall. En ég sé nú, að væntanlega hefur þetta átt við Suðurlandið allt, samkvæmt fannferginu nú síðasta sólarhring hér á höfuðborgarsvæðinu. Eða jafnvel á landinu öllu.
Síðan er þá kannski spurning um hversu lengi snjórinn verður eða hvort það verði snjóléttur eða snjóþungur vetur. (náði ekki að telja féð, vaknaði áður)
Í dag varð mér eitthvað hugsað til og mundi eftir að þann 16 mars er Gvendardagur svokallaður. Spurnig hvort hinn hvíti vetrarfeldur hjúpi landið fram í miðjan mars ?
En hver veit, það kemur ekki í ljós fyrr en með vorinu hvernig veturinn verður (varð) hjá okkur.
(lítið gamalt ljóð eftir mig)
Draumurinn.
Kemur kvöld, er hallar að degi
dásemd það er, satt það segi.
Svífandi um í draumalöndum,
frelsisfjötra leysi úr böndum.
Ber mig um víðann völl
veröld vitja, kot og höll
Hafið hitti, upp fjallið fór
farkostur minn, er vængjaður jór.
josira
Vinir og fjölskylda | Breytt 30.12.2011 kl. 00:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.12.2011
Rúnir ... að fornu og nýju
Eitthvað varð mér hugsað til rúna nú og ákvað til gamans, að setja hér inn nokkrar fróðlegar slóðir, sem ég fann tengdum þeim.
Rúnir hafa fylgt okkur íslendingum, svo og öðrum þjóðum öldum saman. Að vísu hafa þó einungis tæplega hundrað rúnaristur fundist á Ísland.
Ein sú elsta rúnarista, sem fundist hefur á Íslandi frá söguöld er spýtubrot, sem fannst í Viðey 1993 og er að öllum líkindum frá 10. eða 11. öld.
Hins vegar eru fjölmörg dæmi um rúnir og rúnanotkun í Íslendingasögunum, til dæmis í Egils sögu Skallagrímssonar og Sturlungasögu. Varla er hægt að draga aðra ályktun en að rúnir hafi verið álíka mikið notaðar á Íslandi á söguöld og annars staðar á Norðurlöndum.Rúnir voru að sækja á hug minn nú, þannig að ég ákvað til gamans að taka saman nokkrar slóðir tengdum þeim. (fengið af wikipediu)
(Engilfrísísk rúnaröð)
Af hverju hættu Íslendingar að nota rúnir
Saga rúnanna og merking þeirra
Á Víkingaöld notuðu menn rúnaletur og
var letrið rist á horn, tré og steina.
Í dag er eru ýmis handverk tileinkuð rúnum;
(hringir, hálsmen, nælur og fl.)
Hvernig lítur nafnið þitt út í rúnaletri ?
fyrstu spáspilin, sem ég eignaðist fyrir rúmum áratug,
sem og eru í miklu uppáhaldi hjá mér.
josira
(smá vesen með línubilin)
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 16:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.12.2011
Tími til kominn ...
að fá jákvæðar fréttir af atvinnuuppbyggingu á Vestfjörðum. Gleður mitt hjarta. Hvert og eitt starf er verðmætt.
Eldri bloggskrif mín um þessi mál.
josira
Sannkölluð vestfirsk stóriðja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tenglar
ÝMSAR JÓLAVEFSÍÐUR
- Jólin-Þjóðminjasafnið jólasíður Þjóðminjasafnið
- jólavefur Júlla á Dalvík fullt af fróðleik um jólin
- Jólavefur Valla, sem geymir marga aðra jólavefi fjölbreytur jólavefur
- jóla-og áramótavefkort ýmis önnur vefræn tækiæriskort
BLANDAÐAR ÁHUGAVERÐAR VEFSÍÐUR
- LJÓSMYNDAKEPPNI Canon og mbl.
- VILTU VITA MEIRA Leiðsögn með lestri .. Sigríður Svavars - Leiðbeining - heilun- fyrirbænir
- ÓMAR RUN - Ljósmyndir Magnaðar myndir
- MADDÝ - Ljósmyndir Meiriháttar myndasmiður
ÝMSAR VEFMYNDAVÉLAR
- Nýjar Íslands vefmyndavélar Frábærir tenglar hérlendis og erlendis
- Vefmyndavélar - Vegagerðin - Suðausturland
- Vefmyndavélar víðs vegar um Ísland
VEÐUR - FÆRÐ - LOFTSLAG
LANDSBYGGÐIN LIFI...
- BETRI BYGGÐ UM LAND ALLT...
- LANDAKORT.IS Frábær síða um Ísland; m.a. Góðar upplýsinga-og þjónustusíður-Vefsjár sveitafélaga-Fjölbreytt efni um ferðamál og ferðalög á Íslandi.
- ICELAND WORLDWIDE Iceland, the land of the midnight sun, is becoming a favorite with those who seek adventure and freedom. Be it nature, sagas, geology or people that interest you, Iceland is the place to go
ÍSLENSK TÍMARIT ALLT FRÁ 1696 -
- FRÁ FYRSTU TÍMARITUM LANDSSINS TIL DAGSSINS Í DAG Ýmislegt að skoða ..
FRÁ A-Ö...
- TRÚARBRÖGÐ HEIMSSINS...
- VÍSINDAVEFUR H.Í Að vita meira og meira .
- ALMENNINGSBÓKASÖFN LANDSINS
- WIKIPEDIA
- BÓKASÖFN LANDSINS
TÆKNI og VÍSINDI
FJÖLBREYTTIR ÞÆTTIR...
- ÍSLAND Í DAG
- KASTLJÓS
- N4 SJÓNVARPSSTÖÐ NORÐAN HEIÐA
- GAMLA ÍNN TV SJÓNVARPSSTÖÐIN
- HRINGBRAUT SJÓNVARPSSTÖÐ
MATSELD
- MATARBLOGG SOFFÍU gómsætir réttir af öllum stærðum og gerðum...
- UPPSKRIFTIR SOLLU
- MARGAR MATAR UPPSKRIFTARSÍÐUR Eflaust eitthvað gott að finna ..
- KÖKUR OG EFTIRRÉTTIR Án hveiti sykurs og ger
- GULUR,RAUÐUR,GRÆNN OG SALT Hráfæði
HJÁLPARSTOFNANIR...
Fibromyalga...vefjagigt
Blekking í þjóðfélaginu...
Blekking í þjóðfélaginu...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2014
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði