Færsluflokkur: Vefurinn
17.9.2009
Atvinnuleysi og menntun...

Hef verið að husga um ungmennin okkar undanfarið...Hvar eru þau stödd núna í kreppunni og atvinnuleysinu...svona almennt...Og þá er ég aðallega að hugsa um aldurshópinn 16-20+ára.
Við vitum auðvitað að all mörg ungmenni þurfa að sækja námið í framhaldsskólana burtu frá heimilum sínum. T.d. sérstaklega þau sem búa á landsbyggðinni, sem og annarsstaðar.
Hvað skyldu mörg þessara ungmenna hafa hætt námi vegna aðstæðna fjöldskyldanna í þjóðfélaginu ? Eflaust margir foreldrar sem geta ekki stutt þau fjárhagslega til náms í burtu nú í þessu þjóðfélagsástandi. Og ákaflega litla atvinnu með skóla að fá fyrir þennan aldurshóp og sennilega barist um hvert aukastarf t.d. í verslunum og þjónustustörfum.Hvað ætli sé stór hópur ungmenna heima í iðjuleysi og bið vegna peningaskorts til menntunar.? Því eflaust er einhver hluti þeirra væntanlega á atvinnuleysisbótum og hugsanlega stór hluti þeirra frá 18-20 +ára. Og eru föst þar. Því atvinnubætur falla niður ef þau hefja nám t.d. í mennaskóla og fjölbrautaskóla, og þá er enginn framfærslueyrir. En fá þó lán frá LÍN http://lin.is/Forsida.html ef þau stunda iðnskólanám.
En ekki hafa allir huga þangað. Nú, börn eru á framfæri foreldra til 18 ára og hvað svo...?
Hvað tekur við ef þau eru flutt að heiman og farin að sjá um sig sjálf ? Og löngun þeirra liggur til mennta. Hvaða úrræði eru fyrir þau ungmenni, sem ekki geta notið aðstoðar foreldra vegna þeirra eigin bágs fjárhags eða annara aðstæðna ?Hvaða skilaboð er þjóðfélagið að senda til þessa unga fólks sem tekur við blessaðri framtíð þessa lands. Á hvaða grunni byggist þeirra líf.
Það er ekki þeim að kenna að þjóðfélagið sé eins og það er í dag og hræðilega ósanngjarnt að gjörðir annara, þ.e. þeirra er settu landið í forina, sem og hafa jafnvel úr milljónum úr að moða í dag.
Ákvörðunartökur þessara manna fara víða og hafa áhrif á svo ótrúlega marga þætti í þjóðfélaginu og inn í framtíðina og hart er það, að þau teygast jafnvel til menntunarmöguleika.

Þannig var að dóttir mín sem farin er að heiman og fetar sín spor sem einstaklingur nú, var við að gefast upp andlega að vera heima á atvinnuleysisbótum, nú á haustdögum.
Alveg búin að fá nóg af iðjuleysi og dofa og ákvað að venda sínu lífi við og hefja nám að nýju eftir nokkurt hlé. Lét hún vita hjá atvinnuleysissjóði og féllu bæturnar auðvitað niður. Ekki var peningur aflögu frá mér til að hjálpa henni, svo hún hringdi í Félagsþjónustuna í sínu bæjarfélagi til að panta tíma og til fara yfir sín mál þar.Hringdi hún í mig síðan, frekar niðurbrotin, því henni var tjáð í símasamtalinu að fyrst hún væri ekki sjúklingur eða í atvinnuleit ætti hún engan rétt að svo stöddu, á aðstoð, en henni var sagt að hún hefði getað sótt um námstyrk 2 mánuðum áður en skólinn byrjaði. En hún var of sein að sækja um núna, þannig að hún skildi sækja um fyrir vorönnina.
Og að hún ætti engan rétt á fjárhagsaðstoð samkvæmt ofansögðu ( sjúklingur eða í atvinnuleit ) og að hún hefði átt að hugsa fyrirfram um hvernig hún hefði ætlað að framfleyta sér. Og fyrst hún hefði ekki efni á skólagöngu, þá ætti hún bara að fá sér vinnu eða fara á atvinnuleysisbætur.
Svo mörg voru þau orð. Mér féllust hendur þegar hún sagði mér þetta og fékk sting í hjartað og tár í augun. Fann fyrir vanmættinum að geta ekki stutt hana og hjálpað henni með fjárhagslega. Ég kannaðist alveg við tilfinninguna að geta ekki verið eða farið i skóla. Ég hætti á sínum tíma í námi vegna svipaðra aðstæðna. Og tók 3 og 4 bekk í gaggó forðum daga, í kvöldskóla og vann á daginn og missti þar af leiðandi tengsl við mína jafnaldra og skólafélaga. Því ekki var til peningur í strætó til að komast í skólann. Er það bara ríkt fólk sem á rétt til að mennta sig? Þetta er spurning sem ég spurði sjálfa á þeim tíma og finnst við standa í sömu sporum og fyrir 35 árum...

En svo fór að ég kannaði betur með þátt Félagsþjónustunar vegna dóttir minnar og sé að ;
Félagsþjónusta í hverju bæjarfélagi er skylt að veita fjárhagsaðstoð til framfærslu einstaklinga sem ekki geta séð sér og sínum farborða án aðstoðar.
Heimilt er að veita einstaklingum og fjölskyldum aðstoð vegna sérstakra aðstæðna, m.a. vegna heimilisaðstoðar, náms eða óvæntra áfalla.
En kanna þarf til þrautar rétt til annarra greiðslna áður en leitað er eftir fjárhagsaðstoð, þar með talið frá almannatryggingum, atvinnuleysistryggingum, lífeyrissjóðum og sjúkrasjóðum stéttarfélaga.
Og létti mér mikið þegar ég sá að það er von fyrir ungmennin okkar, sem eru stödd á sjálfs síns vegum að stunda nám, með fjárhagsaðstoð Félagsþjónustunar. Þó svo að svörin segðu annað en dóttir mín fékk í símtalinu...
En eflaust er ekki öfundsvert að vera í sporum þeirra er vinna hjá Félagsþjónustunni og þurfa jafnvel að neita aðstoð. En væntanlega er hvert mál sérstakt og ætti að vera skoðað frá öllum hliðum í gegn um viðtal, áður en eitthvað er staðhæft í gegnum síma...
Josira.
Vefurinn | Breytt 28.9.2009 kl. 11:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.9.2009
Já margt býr í tönnunum...
Ráðamennirnir okkar ættu kannski að láta skoða tennurnar í sér og vita hvort eitthvað sé að plaga þau með sýn á ástandið og úrlausn mála...
Og svona í leiðinni er hér ein tillaga frá mér um vaxtarsprota til hins nýja Íslands ;
Lækna- og lærdómssetur fyrir lækna og tannlækna til lærdóms á fornum læknafræðum og vísindum. T.d. til AyurVeda fræðanna...Maya fræðanna ... Kínversku fræðanna...og Afírísku fræðanna...og áfram mætti telja. Og vera frumkvöðlar til að sameina það besta í vestrænum og austurleskum læknafræðum og vísindum. Skapa jafnvel alþjóðlegan vettfang á þessum sviðum.
( hef gengið með í maganum í mörg ár svo margt tengt hug, sál og likama )
Og held ég að hægt sé finna allar grunnorsakir sjúkdóma í fornum fræðum... en það er önnur saga og önnur samantekt sem síðar segist frá...en hér má lesa á bjagaðri ísl. þýðingu google ;
Sem er smá innsýn til Maya indjána.
Ég var svosum ekki lengi að snara þessum tannpisli fram núna, því ég er búin að vera að stúdera þetta aðeins í sumar, eftir að ég fékk á tilfinninguna að það hlyti að vera einhver samsvörun á milli tanna og líffæra og reyndist það vera, samkvæmt öllu því efni sem hægt er að skoða á vefnum
T.d. tenging til hjartasjúkdoma, beinþynningu, sykursýki.;og Tenging tanna við lífæri líkamans ; ásamt
frábær kort til að sjá og lesa þessi fræði ;
Það er auðvitað alveg hægt að
gleyma sér á google með þessar pælingar...
Og síðan með silfrið...
Gæti verið, að við séum að díla með einhverja áunna sjúkdóma í dag
![]() |
Græddu tönn í auga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vefurinn | Breytt s.d. kl. 12:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sagt er að fjöldskyldan sé hornsteinn íslensku þjóðarinnar.
En í raunveruleikanum er það svo sannarlega ekki. Heldur eru það tölur og útreikningar "snilldarlausn sem ráðamenn þjóðarinnar hafa að leiðarljósi og hagkerfið "góða" byggist á. Blekking, sem er leikur að tölum frambærilegar á hvítu blaði. Þeir ríku verða ríkari og þeir fátæku fátækari. Þjóðin er að festast í blekkingarvef, sem hún sjálf hefur ofið sér.Þetta er úr gömlum hugleiðingum mínum frá 2003...Og hvað hefur breyst ? þrátt fyrir allt það sem dunið hefur yfir íslensku þjóðina síðan...Margt smátt gerir eitt stórt, stendur víst einhversstaðar, en allavega nú, er varla að sjá teikn um að eitthvað smátt sé einu sinni að gerast með að hinn almenna þjóðfélagsþegn, heimili eða fyrirtæki og ekkrt sjáanlegt að séu á leiðinni að losna úr vefnum...Vefurinn virðist frekar stækka og þéttast og margir að bugast...
Því tölurnar og útreikningarir hagtölurnar góðu ráða greinilega hér ríkjum enn. Við þurfum sterkt afl strax, nú þegar, í gær...Einhvern, eitthvað sem tekur af skarið, Allavega virðist sem stjórnvöld og þingflokkar séu ekki alveg að höndla eða ráða við aðstæðurnar í þjóðfélaginu...
Fann t.d. eftir fallið mikla í haust og óstjórnina sem yfirtók allt, bæði fyrir og eftir áramót að ég vildi að í forsetaembættinu fælist sterkt og öflugt afl. Ég fann það þá, þegar þáverandi ríkisstjórn liðaðist í sundur, að ég vildi bara, að sett yrði strax þjóðarstjórn, En þó ekki með einhverjum skilgreindum meirihluta, heldur skipuð og valin af forsetanum, burtséð frá hvaða flokkum hverjir tilheyra. Heldur sé valið í hvert sæti af yfirvegun og útsjónarsemi um hverjir væru hæfastir í hvert verkefni fyrir sig. Og unnið yrði dag og nótt, þess vegna á vöktum ef þyrfti. Engann tíma mátti missa. Einn fyrir alla og allir sem einn, til bjargræðis þjóöar og lands. Og þess vegna kalla til fólk úr röðum hinna ýmsu starfstétta og jafnvel erlendis frá. Þannig er nú mín sýn á málið...
Sumir vilja að forsetaembættið sé lagt niður, en ég er ekki sammála því. En við gætum líka kallað embættið öðrum orðum ef við kjósum það frekar...
Ég fer ekki ofan af þvi, að sá eða sú sem gegnir forsetaembætti Íslands hverju sinni ætti að vera okkar þjóðhöfðingi, þjóðarráðgjafi, landsfaðir-og eða móðir og hafa meiri völd en fylgir embættinu nú. Og vera sameiningatákn fyrir þjóðina hérlendis og erlendis og vinna á sem heiðarlegastan hátt í þjóðarhag og vera hafinn yfir pólítískar stefnur.
Að forsetinn sé okkar fulltrúi, þjóðhöfðingi og sameiningartákn...
Ég varð fyrir miklum vonbrigðum er forseti okkar hann Ólafur skyldi þora að ekki taka af skarið um daginn og hlusta á þjóðina sjálfa í sambandi við icesave og nota vald sitt í hennar þágu.En ég get ekki dæmt hann fyrir sína ákvörðun að sinni fyrr, en allt er komið upp á yfirborðið með þá ákvörðun. Og þó allflestir tengja hann eða þau hjón í neikvæðri merkingju við útrásavíkingana, finnst mér samskipti þeirra meira allavega í upphafi vera tengd því að hrífast með þessum stórhuga mönnum líkt og margir aðrir sem og hverjir tóku sér far með flottu hringekjunni...
Og ekki gleymi ég því, þegar þingið fór frá svo mörgum lausum endum í jólafrí... auðvitað voru allir orðnir úrvinda af þreytu andlega og líkamlega, en þá átti bara annað teymi að halda áfram á vaktinni... Og mátturinn fór þverrandi á þessari svokallaðri björgun okkar...Ég fann fyrir reiði, sem ólgaði undir niðri hjá mér. Ég sá bara fyrir mér þegar allir lögust á eitt í sveitinni, að bjarga heyjum og helst í hús ef eitthvað var að gerast með veðrið. Eins var í fiskinum. Þar var lögð nótt við dag ef því var að skipta, að vinna aflann, svo að sem minnst færi i gúanóið. Og á vertíðunum hér áður fyrr, runnu ekki dagarnir saman, heldur vikurnar, þar til bannað var að vinna á sunnudögum. Og í sláturhúsavinnslunni þurfti líka allt að ganga sem smurð tannhjól, því hver töf kjötsins á leið til frystingar gat komið niður á gæðum.
Ég byrjaði snemma að vinna fyrir launum, líkt og flestir þegnar þessa lands. Byrjaði sem barnapía, barnung sjálf. Með barnaskólanum á veturna seldi ég vísir niðrí Austurstræti , bar út moggann áður en ég fór í skólann. Byrjaði hjá gamla ritsímanum um 11-12 ára hlaupandi með skeyti út og suður í miðbænum eftir skóla. Og beint í sveitina eftir síðasta próf á vorin. Ég vann í fiski í átta ár, síðar við matreiðslustörf, sláturhúsastörf ásamt þrifum og iðnaðarstörfum ýmisskonar...Og einhvern tíma tók ég meiraprófið og keyrði vörubíl. Þótti nokkuð dugleg, ósérhlífin og samviskusöm og reyndi ætíð eftir bestu getu, á meðan heilsan var í lagi, að skila öllum verkum eins vel af mér og ég gat. Átti svo börn og buru, einhvern tíma í öllu þessu samkrulli. Þannig að í hnotskurn var ég og er þessi venjulegi íslenski verkamaður og hefðbundna húsmóðir. Enda komin af alþýðufólki í báðar ættir og er stolt af Og vön því að verkin þarf að vinna, því ekki vinna þau sig sjálf.Ja hérna, ég ætlaði mér nú ekki að fara svona langt frá viðfangsefninu, sem ég lagði upp með...
Mér fannst bara ráðamenn þjóðarinnar einfaldlega ekki taka samtaka og sameineinuðum höndum um þjóðarreipið til björgunar og að draga þjóðarskútuna á flot aftur.
En allt á víst sinn tíma...Kannski verður öll þessi töf og oft á tíðum að manni finnst, margar rangar ákvarðanatökur ráðamanna til þess þegar upp verður staðið, að margt muni koma í ljós, sem ekki hefði orðið nema fyrir þennan seinagang og oft á tíðum illskiljanlegan forgang ýmissa mála.
En þolgæðið mitt er á þrotum og mér er nú alveg að fallast hendur og er að verða nóg boðið...
Hver forgangsröðunin er hjá ráðamönnum...
Hvað um stærstu loforðin um að slá skjaldborg um heimili og fyrirtæki og koma þjóðaskútinni á flot.
Hættum að týnast í orðaskrúði ólgandi hafi, talna og orða, sem stjórna hér öllu enn...
nafnávöxtun, meðalraunávöxtun, raunávöxtun, allrahanda ávöxtun, verðtrygging, vaxtakjör, greiðslubyrði, endurfjármögnun, uppgreiðslukosnaður, greiðslustaða, stimpilgjöld, fjármagnskosnaður, vísitölutrygging, vísitöluhækkun-lækkun, eignarstýring, fjárfesting í sjóðum, fjármálamarkaðir, áhættuþol, áhættustýringasvið, innherjar, fruminnherjar, gengisþróun...og mætti áfram telja...
þetta eru allt mannanna verk, við hljótum að geta leitað ráða hjá þjóðum sem öðruvísa vinna að uppbyggingu og jafnvægi og breytt áherslum til bjargræðis.
þessi orð fyrir neðan var ég reyndar búin að skrifa annarsstaðar en læt þau fljóta hér með...
Mér dettur í hug þegar kreista þarf kýli, verður stundum að bíða eftir að það sé tilbúið að taka á því, svo mest af greftrinum sé komin upp á yfirborðið, eða ef skera þarf mein í burtu, er það oft opið um óakveðinn tíma á meðan það er að hreinsa sig innanfrá og út. Og eftir því sem tíminn tifar, erum við meir og meir almúgurinn, að vakna til vitundar með svo margt sem við höfum látið reka á reiðanum, þar á meðal lagt traust okkar sennilega fullmikið í gegnum tíðina til ráðamanna svona almennt séð og leyft þeim að leika sér með það að eigin vild.
En þjóðin er að vakna, svefndrunginn er á förum og sjón að skýrast. Og líf að færast í dofna útlimi...Og er þjóðin mun uppgvöta sinn innri styrk, hinn andlega auð, mun hún sameinast, sem einn maður með nýjum formerkjum, breyttum áherslum til lífviðhorfa, lífshátta og sterkari en nokkru sinni fyrr. Og verður sú fyrirmynd, sem önnur ríki munu leita til og hafa að leiðarljósi. Þegar einar dyr lokast opnast aðrar.Allt sem á undan hefur gengið hefur hjálpað til að koma okkur þar, sem við erum í dag. Reynslunni ríkari, þó erfið sé hún. Og nú munum við taka þátt í mótun hins nýja Íslands, sem rísa mun úr öskunni, líkt og fuglinn Fönix förðum daga. Og væntanlega hefur þessi ferill það í för með sér að sérhver verður að vinna að sjálfum sér...
josira
Vefurinn | Breytt 24.9.2009 kl. 01:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Vísa til gamans á síðustu bloggfærsluna mína um hvernig ég sé tækifæri til að nýta þessar földu framtíðar - auðlindir, sem ég tel að við eigum í okkar íslensku jurtum og plöntum ...
Er ekki bara gyðjur náttúrunnar að hjálpa okkur í endurreisn landsins, með því að beina sjónum okkar til þessara plantna t.d. með þessum mikla vexti þeirra og yfirgangi þar sem þær eru staðsettar nú ...
http://josira.blog.is/blog/josira/entry/946691/
bæti hér við upplýsingum um fjallagrösin okkar, gleymdi að setja inn í færsluna á undan...
eitthvað fróðlegt um einstakar urtaveigar...
Og svo ég víki nú aðeins að þjóðrblóminu okkar fallega Holtasóleyjunni, þá er þessa visku að finna um hana á netinu...
Þessar uppl. er að finna á síðu hjá Lystigarði Akureyrar um Holtasóley
Og hér er algjörlega frábær síða sýnist mér, með mikla fræðslu, sem væntanlega má rekja til gamalla íslenskra grasalækninga. lækninga- og drykkjarjurtakveri Alexanders - 2
Og hér er önnur yndisleg síða sem ég var að finna, sem heitir viska og gleði og þar eru þessar fínu upplýsingar að finna um blómadropa...
Síðan nokkur orð á ensku...með annari merkingu...
(Dryas octopetala)
helps us understand the situation and walk towards it with the love as a guide. With this essence comes a Master from the Orion constellation. When working with crystals put a drop into a bowl of water and the energy will radiate this understanding out to the Christ consciousness grids. For artist putting a drop into a water that is used to wash an oil painting will help those who later look at the picture to see what lies hidden in it. This is also very good for depression.
Og ætli sé ekki lagi að minna aðeins lækningamáttinn, sem fífillinn okkar býr yfir...
kom mér virkilega á óvart yfir því öllu sem hann býr, las þetta si svona bjagað...
og endilega skoða kosti njólans, hann virkar á ótrúlega hluti, greinilega góð lækningajurt.
Svo þarf bara að fara að virkja manneskjur með vitneskju fornra og nýrra fræða og skapa víðtæka atvinnu á Íslandinu fagra.
josira
![]() |
Lúpínan erfið í Rauðhólum og Laugarási |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vefurinn | Breytt s.d. kl. 19:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það vakti mig til umhugsunar að sennilega eigum við
faldar framtíðar auðlindir í okkar íslensku jurtum og plöntum.
Mætti sega vannýttar auðlindir,
sem þyrfti að fara að huga að sem allra fyrst.
Fór að spá í þetta þegar ég las þessa á frétt mbl.is áðan ;
um að starfsmenn garðyrkjudeildar borgarinnar væru á varðbergi gagnvart útbreiðslu risahvannar. Þar sem hana er að finna á nokkrum stöðum í borginni og hún sé orðin áberandi í Laugarnesinu. Garðyrkjustjóri segir að þar verði hugsanlega eitrað gegn hvönninni þar sem hún sé komin langt út fyrir einkalóð.
Hvernig væri að myndum gerast stórtæk og taka undir myndarleg landsvæði fyrir ræktun ýmissa villtra jurta og plantna, já bara heilu akrana... Undir undir stjórn og handleiðslu manna sem vit hafa á og þekkingju á vexti, verkun og vinnslu jurta og plantna. Og til að fullnýta alla hluta jurtanna eins og hægt er. Þarna myndi skapast fullt af störfum. Allt frá frævinnu til pakkningar.
Og gera þetta að sérstakri og mikilli gæða-lækninga-útflutningsvöru til allra heimshorna. Vegna sérstöðu okkar ómengaða, hreina og fagra lands eru okkar villtu jurtir og plöntur, þó smærri séu, en víða annarsstaðar, sennilega harðgerðari og gefa þá væntanlega af sér sterkari, ómengaðri og betri afurð.
Við erum byrjuð að stíga þessi skref, en betur má ef duga skal...
Læknar fyrri tíma sóttu sínar lyfjablöndur til fornra uppskrifta sem ligga til náttúrunnar. Sem læknavísindi nútímans hafa hafa vaxið langt frá. En ég held að sá tími sé að renna upp að við komum til með að leita aftur í þessi vel geymdu-gleymdu sannindi... sem rekja má árþúsundir aftur í tímann.
En aftur að hvönninni ;
Hvönn hefur alla tíð haft orð á sér sem lækningajurt, meðal annars að hún sé góð fyrir blóðrásina, bæti meltingu og vinni gegn gigt.
Verður hvönn ein af stóru lækningajurtunum í framtíðinni?
11. des 2007
Ilmolía eimuð á Íslandi Í húsnæði Saga medica var í byrjun desember 2007 í fyrsta sinn eimuð ilmolía úr alíslenskum jurtum með það fyrir augum að hefja framleiðslu á afurðinni. Í þetta sinn voru fræ úr Ætihvönn eimuð. Það er Selma Júlíusdóttir sem er hvatamaður að þessari framleiðslu með fulltingi Saga Medica sem lætur vísindaþekkinguna í té. Það var spennandi stund þegar fyrsta olían byrjaði að renna úr þar til gerðum eimingarpotti sem er handsmíðaður á suður Indlandi og tók sex mánuði að koma til landsins.
Þau fylgdust grant með Selma og Steinþór Sigurðsson sem er sá sem hefur vísindalega yfirstjórn með verkinu. Ilmurinn lá í loftinu ásamt eftirvæntingunni. Steinþór segir að mjög sé misjafnt hvað mikið af olía komi af jafnmiklu magni af fræjum. Það eru til tvær gerðir af íslenskri Ætihvönn og önnur gefur mun meira af sér en hin. Við vitum ekki afhverju það stafar.
Selma Júlíusdóttir segir aðspurð að það hafi tekið fimm ár að ná þessum áfanga. Nú síðast var farið til Korsíu til að sjá hvernig menn þar í landi eima upp á gamla mátann. Í dag er á mörgum stöðum farið að eima í tölvukeyrðum búnaði og það kostar milljónir. Þessi gamla aðferð að vera með gufusuðupott þar sem jurtirnar eða fræin eru sett í þar til gert sigti ofan við vatnið og látin gufusjóða er aldagömul og gerir nákvæmlega sama gagn. Ég hef ekki fengið neinn stuðning til að gera þetta nema hjá Saga Medica og er að vona að þeir vilji koma að framleiðslu á ilmolíum.
Það er hægt að eima allt mögulegt og framleiða á þann hátt ýmsar gerðir af olíum til margvíslegra nota. Meira að segja væri hægt að nota tré sem verið er að grisja. Best er þá að nota tveggja til fimm ára tré en það hefur gefist best á Korsiku, segir Selma. Vaxtarumhverfi plöntunnar virðist skipta máli er kemur að styrkleika þeirra efna sem úr plöntunni fást og úr Hvönninni er hægt að nota bæði fræ og rót til að eima úr olíu. Selma segir það ekkert síðra að vera með ferskar jurtir en hér á landi höfum við ekki alltaf völ á því, þar sem sumarið hér sé ekki svo langt.
Við höfum trú á því að sterkari efni fáist í ilmolíur á Íslandi en víða erlendis, líklega af því að landið okkar er svo harðgert. Verkefnið er því gífurlega spennandi og vonandi verður hægt að framleiða heimsfrægar, góðar ilmolíur á hér á landi í framtíðinni, sagði Selma Júlíusdóttir.
Fréttin var skrifuð af blaðamanni Skessuhorns í byrjun desember 2007
Og til þeirra sem áhuga hafa á að kynna sér betur fræði ílmolíanna er
að finna hér Aromatherapyskóla Íslands
Hér má lesa meir um hvönnina ;
Til lækninga ;Liber Herbarum Minor (Íslenska) Hið ófullkomna uppsláttarrit um lækningajurtir
Grasagudda - lækningajurtir... vörur á íslenskum náttúrumarkaði
Um hvönnina í Látrabjargi og í Aðalvík og Hornströndum...
Hvönn frá Hrísey í náttúruvöru
Vitað er að hvannir voru seldar á mörkuðum á Norðurlöndum fyrir þúsund árum og hvannagarðar eru elstu matjurtagarðar sem heimildir eru um þar. Víkingarnir fluttu hvannafræ með sér suður á bóginn og þar sem jurtin blómstraði nálægt Mikjálsmessu á vori (8. maí) var hún talin njóta sérstakrar blessunar erkiengilsins og koma að gagni gegn nornum og göldrum....Hvannir voru taldar hafa lækningamátt og
geta unnið gegn sóttum og eituráhrifum, og mun nafn jurtarinnar á ýmsum erlendum tungumálum tengjast því, þar sem hún er þar kennd við engla...
.
Sögusögn er til um, að munkur hafi séð sýn með engli er sýndi honum hvernig hann
gæti notað plöntuna til lækningar við pláguna svarta dauða ..
Gaman væri að stúdera virkni þessarar blöndu :
(Úr bókinni "150 Jurtaréttir" eftir Helgu Sigurðardóttur) Lappar gera graut af söxuðum hvönnum og þorsklyfur, og eta svo.
Fyrstu 2 plönturnar sem upp koma í huga minn, með nýtingu fyrir utan Hvönnina eru t.d. harðgerðar, fljótar að vaxa og jafnvel oft erfiðar að ráða við og yfirtaka þær oft annan gróður...
Og alveg kjörnar að byrja með á stóra jurta og plöntu landsvæðinu okkar. Og eru þekktar fyrir lækningamátt og til matargerðar...
Og þá er ég að tala um Lúpínuna og Kerfilinn kerfill-krydd og 3 plantan væri
fjallagrösin okkar, þau eru öllu kurteisari og hægvaxnari...
spurningin með þau hvort þau hafi nú þegar lagt land undir fót og
séu komin í útflutning...gaman væri að vita...
En annars er hér allt sem ég vildi sagt hafa... Yndisleg þýðing hjá Google : hér er hluti af síðunni...
Margir fleiri nútíma Grasalæknar hafa girð rannsóknir á stjörnuspeki, náttúru og sambandið milli manns og alheimsins í stað vísindalegri formi Herbert oft kallað vísindaleg braut.
The rules for tradtional herbalism this were set forth by some of earth's most brilliant minds-all of them being philosophers, alchemists, physicians and astrologers. Reglur um tradtional Herbert þessu voru settar fram með nokkrum af mestu ljómandi hugur jarðar-allar þær verið heimspekingar, alchemists, læknar og astrologers.
In ancient times there were no dividing lines between a physician, an apothecary and an astrologer. Í fornöld voru engar átakalínur milli læknis, sem Lyfsali og Astrid. In order to achieve these skills, one devoted a lifetime of study to them all. Til að ná þessum hæfileika, trúr einni lífstíð af rannsókn á þeim öllum. Our founding fathers , most notably Thomas Jefferson were all alchemists, herbalists and astrologers. Stofnendum okkar, ekki síst Thomas Jefferson voru allir alchemists, Grasalæknar og astrologers.
There was a large group of herbal healers known as "Thompsonian herbalists" from colonial times. Það var stór hópur af Herbal healers þekktur sem "Thompsonian Grasalæknar" frá nýlendutímanum. Our native american ancestors also imparted much ancient knowledge to us , referencing the sun, moon, and many stars in their applications. Native okkar American forfeður imparted einnig mikið forna þekkingu til okkar, tilvísanir á sól, tungli og margar stjörnur í umsókn þeirra.
"Læknir án vitneskju um stjörnuspeki hefur ekki rétt til að kalla sig lækni." Sagði Hippókrates
( allt um hann, bjöguð þýðing ) og síðan ákaflega stutt á íslensku...
Years later Nicholas Culpeper ( bjöguð þýðing )
reminds us,the practice of medicine without astrology is like being a lamp without oil"
og eitthvað meira er að finna hér á ensku;
http://www.herbalcuisine.com/Angelica.html
margar tegundir lækninga jurta og plantna
Um að gera að fara á netheiminn og glugga í fræðin um Angelicuna... Ég var nú í fyrsta skipti í dag að uppgvöta þetta með þýðingarnar á Google ...Alveg frábær lausn fyrir okkur sem eru ekki með enskuna á hreinu... Þessi síða datt til mín t.d. í gegnum Angelica orðið : frá GalacticDiplomacy.Com
komin auðvitað töluvert frá angelicunni leitinni,
en svona getur maður flogið um í efnisheimum orðanna...
Merking orðssins Angel - Engill Ica Ljós = englaljós...
sæl að sinni josira
![]() |
Risahvönn ógnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vefurinn | Breytt s.d. kl. 21:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Vonargeisli kviknaði nú bara í hjarta mínu við hlustun...
Þetta viðtal þurfa allir sem einn að skoða,
hvert orð...of ef satt reynist...þá þarf að bregast við...NÚNA
Hér má sjá viðtal Sigmars í Kastljósi í gærkveldi við Gunnar Tómasson hagfræðings...
http://dagskra.ruv.is/sjonvarpid/4472013/2009/09/08/1/
Gunnar Tómasson, hagfræðingur
Myntkörfulánin eru ólögleg og þeir sem tóku slík lán eiga rétt á skaðabótum vegna þeirra. Ef ekki er gert ráð fyrir þessum skaðabótum í uppgjöri skilanefndanna og kröfuhafa gömlu bankanna tapa þeir Íslendingar sem tóku myntkörfulán samtals um 200 milljörðum króna.
Þetta fullyrðir hagfræðingurinn Gunnar Tómasson, sem í aldarfjórðung starfaði fyrir Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Gunnar vill að gjaldeyrishöftin verði afnuminn strax á morgun en jafnframt að sett verði neyðarlög sem felli verð og gengistryggingarákvæði allra lána úr gildi. Sigmar ræddi við Gunnar.
Afhverju var þessi maður ekki ráðin til vinnu ( Gunnar ) strax s.l. haust af ráðamönnum. !!!
Hefði örugglega fengið undanþágu vegna aldurs...
Í svona manneskjum liggur mannauðurinn okkar...
Þarna er greinilega maður með reynslu, hugvit og verkvit...
josira
Vefurinn | Breytt s.d. kl. 09:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
...Einhver skilaboð... þannig endaði síðasta bloggfærslan mín.
Byrja nú á því að velta fyrir mér nafni fjarðarins, sem steypireyðurinn valdi. Og finn reyndar síðu strax þar sem er talað um hnúfubak sem kom í heimsókn í Steingrímsfjörð í byrjun árs 2008já og sennilega voru þeir víst tveir. Gleymdi mér aðeins við að skoða þessa fróðleiksgóðu síðu Jóns Halldórssonar á Hólavík og fullt er þarna af fallegum myndum hans..
Hér má lesa um tákn hvala-höfrunga :
Að sjá sporð á hval standa upp úr sjónum er tákn um að erfiðleikar eða mótstaða að einhverju leyti sé á bak og burt.
Hvalur eins og sjávarverur tengjast andlegum eigindum og andlegri leit. Hann getur bæði verið heillatákn og áminnig til þín að treysa innsæi þínu og treysta á almættið og allt fari vel. Stundum getur hann líka verið fyrir því að þú takist of mikið á hendur og þurfir að leita hjálpar og treysta öðrum
Hvalinn þekkjum við úr sögunum okkar og er hann einn af verndarvættum er danakonungur hugðist senda hér til Íslands en byrjaði á því að senda galdramann einn af þeim vættum sem mætti honum var hvalur. Sögu þessa er að finna í Heimskringlu.
Höfrungur táknar innsæi og andlega eiginleika. Hann stendur líka fyrir lífsgleði og forvitini og áhuga á að kynnast umheiminum. Grikkir litu á höfrunga sem sendiboða guðanna.
Hvalur eins og sjávarverur tengjast andlegum eigindum og andlegri leit. Hann getur bæði verið heillatákn og áminnig til þín að treysa innsæi þínu og treysta á almættið og allt fari vel.
WHALE - is the record keeper. Through the rhythm and patterns of sound Whale teaches us to hear our inner voices, to be in touch with our personal truths, and thus to know the wisdom and feel the heartbeat of the universe
DOLPHIN - brings to us earth wisdom. Dolphin teaches us that in attuning to the rhythms and patterns of nature we can learn true communication with the wisdom of All That Is and share this wisdom with others. It is also about learning to breathe, we forget sometimes to breathe deeply and fully. Remember that to breathe is to live.
Dolphin: symbol of Harmony, Freedom, Communication, Trust The Dolphin can teach us much about playfulness, and harmony with others. Dolphins have a strong sense of community with each other as well as the world around them.
Dolphin - Joy, Harmony, Connection with self
Dolphin - Kindness, play, savior, guide, sea power, swift, intelligence, communication, breath control,
awareness of tone.
Learn from the dolphin: Wisdom (Intelligence), Harmonious balance in life, Communication as a healing voice, Trust in others via community spirit
Whale - Creativity, Intuition
Já það er greinilega margt sem við gætum lært af þessum sérstöku dýrum.
Er það líka ekki bara málið ...Að læra af fortíðinni...Lifa í nútíðinni og skapa betri framtíð á öllum sviðum, frá öllum hliðum...
Langaði mig aðeins þá að forvitnast um Steingrím þann er fjörðurinn heitir eftir. Þetta fann ég á wikipedia ...Steingrímur trölli... hér er saga um hann og eitthvað aðeins meira hér á vestfjarðarvefnum...sem ég er að koma inná í fyrsta sinn...núna í dag.
Þarna er greinilega mjög auðvelt að gleyma sér. Skrítið að ég skuli ekki vera búin að lesa mér til um t.d. strandirnar, en þangað liggur hluti af mínum ættboga...Ég hef nú hin síðari ár haft gaman af að stúdera aðeins tengsl við landnámsmennina í gegnum íslendingabókina okkar.
Ættfræðiáhuginn vaknaði hjá mér, þegar ég fór að kynnast þessu skemmtilega ættartengslaneti. Eða kannski fylgir það bara aldrinum. Svona í leiðinni og til gamans í þessum skrifuðu orðum skaust ég inná islendingabókina, til að athuga hvort ég væri skyld trölla, sem ekki reyndist vera nema af því leyti til, að tengingar koma saman þegar
Ingveldur nokkur Álfsdóttir ( frænka úr foröld ) Fædd (935) dóttir Álfs í Dölum. rituð Yngveldur í Sturlungu. Heimildir: Sturl. kvænist Þorvaldi aurgoða Halldórssyni (0960) nefndur Þorvaldur eyrgoði í Sturlungu, en faðir hans var Halldór Þórisson Fæddur (930) sonasonur Steingríms trölla...
Og þankar mína um hversvegna hvalurinn ( steypireyðurin ) staldraði við Steingrímsfjörð ! af öllum stöðum landssins...strange...liggja skilaboð kannski í nafninu...?
Auðvitað dettur manni fyrst í hug bara einn... Steingrímur Joð vorn fjármálaráðherra ...Og ég er ekki alveg að meðtaka hans björgunarvinnu fyrir þjóð vora og land...
En er einhver annar Steingrímur sem hægt væri að finna samsvörun með ? Það er svo sannarlega annar Steingrímur, sem kemur upp í huga minn nú, sá er Hermannson.
Skyldi ekki vera hægt að leita í smiðju þessa gamalreynda sjóaða stjórnmálamanns, fyrrv. margra ráðuneyta og fv. seðlabankastjóri ?
Hvernig skyldi hann hafa tekið á öllu því, sem yfir þjóðina hefur dunið síðasta ár. ? Hefði hann getað fundið ásættanlegar úrlausnir.? Er að finna landsföður og bjarvætt í honum ?
Ég bara spyr, fávís konan...
Hef einnig verið aðeins að hugsa um nýustu landnemana okkar, sporðdrekamóðurina með ungana tuttugu, hvort við gætum fundið einhvern tilgang með veru þeirra hér ! ( sporðdrekinn tengist reyndar til arna - og eða fönix en það er meira á bakvið það en nokkur orð.
En allavega er kannski fróðlegt að ath. með töluna 21 kemur hér strax inn á Dagskrá 21 sem er alþjóðlegur samningur Sameinuðu þjóðanna undirritaður af 179 þjóðum í Rio de Janeiro árið 1992 og flokkast undir Umhverfisfræði hjá wikipedia.
Annað táknrænt með spordrekann, hann er þekktur fyrir sínar stungur...Hér þarf nú heldur betur að stingá á ýmsum þjóðfélags-kýlum til hreinsunar. Og mér dettur þá í hug þegar kreista þarf kýli, verður stundum að bíða eftir að það sé tilbúið að taka á því, svo mest af greftrinum sé komin upp á yfirborðið, eða ef skera þarf mein í burtu, er það oft opið um óakveðinn tíma á meðan það er að hreinsa sig innanfrá og út.
Og eftir því sem tíminn tifar, erum við meir og meir almúgurinn, að vakna til vitundar með svo margt sem við höfum látið reka á reiðanum, þar á meðal lagt traust okkar sennilega fullmikið í gegnum tíðina til ráðamanna svona almennt séð og leyft þeim að leika sér með það að eigin vild. En þjóðin er að vakna, svefndrunginn er á förum og sjón að skýrast. Og líf að færast í dofna útlimi...
En nú er mál að fara að hætta þessu pári að sinni...
josira
Vefurinn | Breytt 9.9.2009 kl. 09:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Feðgar sátu klovega á hval... frétt á visir.is
Endilega að lesa fréttina og sjá myndbandið, sem er stórkostlegt að sjá og að upplifa traustið sem skepnan setur á björgunarmenna og þá sérstaklega á einn er merkilegt.
Sýnin var alveg yndislega mögnuð og gaf svo gott í hjartað. Það hlýtur að vera einhver vernd yfir okkur hér á landinu fagra. Mér fannst ég finna vonina vaxa á ný...
Hafið þökk fyrir björgunina kæru strandamenn...
Ég hef áður skrifað lítillega um heimsökn hinna ýmsu hvalategunda, sem hafa heimsótt okkur hin síðari ár og jafnvel dvalið hjá okkur um tíma...
set hér til gamans færslu um hvalina, háhyrningana og höfrungana ásamt öðru;
http://josira.blog.is/blog/josira/entry/791078/
Ég er viss um að eitthvað eru þau að færa okkur....Einhver skilaboð...
josira
p.s. búin að laga linkinn inná fréttina...
og bæti hér við myndbandi um free willi ( keikó okkar )
http://www.youtube.com/watch?v=_x3PQ5QhMJs
tekið held ég upp að hluta til hér við strendur Íslands
tileinkað björgunarmönnunum, sem hjálpuðu til með björgun steypireyðinnar
og til heiðurs söngvaranum sjálfum michael jackson.
og s
Vefurinn | Breytt s.d. kl. 03:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.9.2009
Sólin ljósberi lífssins...
Ég tilheyri stór-reykjvíkursvæðinu, svo ég var í þeim forréttinahóp að geta notið þessarar einstöku veðurblíðu á suðurhorninu.
Og var ég nú pínu undrandi þegar ég sá, að enginn var búin að taka undir þessa notalegu samantekt veðurfræðingssins, hans Trausta um sumarið.
Svo ég ákvað að leyfa minni upplifun að skjótast hér fram...
Var reyndar búin að skrifa nokkur orð um okkar yndislega íslenska sumar og fannst mér því alveg
upplagt að nota þá færslu hér við :
http://josira.blog.is/blog/josira/entry/919106/
josira
p.s. en skil vel að erfitt sé að reyna vera sólarmegin í lífinu
þegar ástandið er svo sorglega erfitt hjá svo
allt of mörgum hér á þessu annars frábæra landi okkar...
Allt eru þetta mannanna verk sem skapað hafa og skaðað þjóðfélagið svo sem það er í dag...
og get ég ekki neitað því að uggur er í manni með framvindu mála...
Og hvað verður ! þegar skammdegið fer að koma og hellist yfir okkur andlega og líkamlega...
Því haustið fallega er rétt handan við hornið og síðan tekur vetur konungur við...
Við verðum að vera bjartsýn um að hann verði okkur velviljaður
og staldri stutt við og sýni okkur mildi...
Þar sem okkar smáa, en sjálfstæða stórhuga þjóð býr, sem
mótast hefur af sambýli við náttúruöflin og harðri lífsbaráttu
gegnum aldirnar. Með að veganesti reynslu og þekkingu
genginna kynslóða, sem aldrei létu deigann síga.
Að gefast ekki upp þó að á móti blási, er setning
sem allflestir Íslendingar eiga að kannast við.
En nú erum við mörg við það að bugast vegna
fjárhagsáhyggna og ansi stutt í vonleysið.
þetta er tekið úr hugleiðingum mínum er ég skrifaði fyrir nokkrum árum.
http://www.hivenet.is/rosin/blekking.htm
og er ég renni hér yfir setningarnar, sé ég að ástandið er búið að vera svo lengi undirliggjandi, að það er í raun með ólíkindum, hvað við vorum blind á hvert stefndi...
Ég finn það nú þegar ég fer að pikka hér á lyklaborðið að það er svo margt sem mig langar að tjá mig um að ég held ég hætti að vera pennalöt og fari að leyfa hugleiðingum mínum að flögra aðeins um.
josira
![]() |
Sumarið hlýtt og sólríkt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vefurinn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.9.2009
Ástin er...
ástin er heit
ástin er köld
ástin er sæt
ástin er súr
ástin er mjúk
ástin er hörð
ástin gefur
ástin tekur
ástin er birta
ástin er myrkur
ástin blómstrar
ástin fölnar
ástin er sæla
ástin er sorg
ástin er gleði
ástin er kvöl
ástin er einföld
ástin er margföld
ástin fagnar
ástin hafnar
ástin er réttlát
ástin er ranglát
ástin elskar
ástin hatar
ástin er von
ástin er ótti
ástin nærir
ástin særir
ástin er líf
ástin er dauði
ástin er allt
ástin er ekkert
ástin er hin eilífa hringrás
höf: josira
Vefurinn | Breytt s.d. kl. 17:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tenglar
ÝMSAR JÓLAVEFSÍÐUR
- Jólin-Þjóðminjasafnið jólasíður Þjóðminjasafnið
- jólavefur Júlla á Dalvík fullt af fróðleik um jólin
- Jólavefur Valla, sem geymir marga aðra jólavefi fjölbreytur jólavefur
- jóla-og áramótavefkort ýmis önnur vefræn tækiæriskort
BLANDAÐAR ÁHUGAVERÐAR VEFSÍÐUR
- LJÓSMYNDAKEPPNI Canon og mbl.
- VILTU VITA MEIRA Leiðsögn með lestri .. Sigríður Svavars - Leiðbeining - heilun- fyrirbænir
- ÓMAR RUN - Ljósmyndir Magnaðar myndir
- MADDÝ - Ljósmyndir Meiriháttar myndasmiður
ÝMSAR VEFMYNDAVÉLAR
- Nýjar Íslands vefmyndavélar Frábærir tenglar hérlendis og erlendis
- Vefmyndavélar - Vegagerðin - Suðausturland
- Vefmyndavélar víðs vegar um Ísland
VEÐUR - FÆRÐ - LOFTSLAG
LANDSBYGGÐIN LIFI...
- BETRI BYGGÐ UM LAND ALLT...
- LANDAKORT.IS Frábær síða um Ísland; m.a. Góðar upplýsinga-og þjónustusíður-Vefsjár sveitafélaga-Fjölbreytt efni um ferðamál og ferðalög á Íslandi.
- ICELAND WORLDWIDE Iceland, the land of the midnight sun, is becoming a favorite with those who seek adventure and freedom. Be it nature, sagas, geology or people that interest you, Iceland is the place to go
ÍSLENSK TÍMARIT ALLT FRÁ 1696 -
- FRÁ FYRSTU TÍMARITUM LANDSSINS TIL DAGSSINS Í DAG Ýmislegt að skoða ..
FRÁ A-Ö...
- TRÚARBRÖGÐ HEIMSSINS...
- VÍSINDAVEFUR H.Í Að vita meira og meira .
- ALMENNINGSBÓKASÖFN LANDSINS
- WIKIPEDIA
- BÓKASÖFN LANDSINS
TÆKNI og VÍSINDI
FJÖLBREYTTIR ÞÆTTIR...
- ÍSLAND Í DAG
- KASTLJÓS
- N4 SJÓNVARPSSTÖÐ NORÐAN HEIÐA
- GAMLA ÍNN TV SJÓNVARPSSTÖÐIN
- HRINGBRAUT SJÓNVARPSSTÖÐ
MATSELD
- MATARBLOGG SOFFÍU gómsætir réttir af öllum stærðum og gerðum...
- UPPSKRIFTIR SOLLU
- MARGAR MATAR UPPSKRIFTARSÍÐUR Eflaust eitthvað gott að finna ..
- KÖKUR OG EFTIRRÉTTIR Án hveiti sykurs og ger
- GULUR,RAUÐUR,GRÆNN OG SALT Hráfæði
HJÁLPARSTOFNANIR...
Fibromyalga...vefjagigt
Blekking í þjóðfélaginu...
Blekking í þjóðfélaginu...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 123604
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2014
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði