Færsluflokkur: Ljóð
16.10.2007
Frelsisvon...
Frelsisvon.
Hugarvíl, þraut og pínu
er að finna á lífsins línu
Líka þrótt og viljafestu
og frelsisvon hina mestu.
josira
p.s. pælingarnar áðan hjá mér ( hér fyrir neðan ) voru svosem ekkert uppörfandi fyrir sálartetrið...en svona eru nú hlutirnir bara ...
Ljóð | Breytt s.d. kl. 15:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.9.2007
Litla rósin...
Vonina vekur lífsins ljós
lokkar og umvefur litla rós,
sem reisir sig úr rökkva í yl
og ilmandi lokar óttans hyl.
Hrakin var af lífsins vegi
og visnandi lá á þeim degi,
er daggardropi sendur var
vonina aftur til hennar bar.
Bjarmi lífs frá himnaþaki
hennar höfga endurvaki,
eilífur faðir, gjöfull gefur
lífsaflið aftur rósin hefur.
Hennar rætur rósemd fundu
fegurð lífsins aftur mundu.
myrksins ótta, þján og þraut
þróttur vonar, vék á braut.
Bænheyrð var hún, litla rós
rís hún aftur, vitund ljós
löngun hennar, nú lýsir bjart
bjargræði öðrum, ef líf er svart.
josira
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
22.9.2007
Lífsgleði...
Margt er það sem léttir lund,
eflir gleði, veitir stund.
Frá hugarangri, þraut og pínu
leiðsögn fá frá hjarta sínu.
Fylgja eftir hjartans rómi,
svo að sálarljósið ljómi.
Lifsins njóta hér og nú,
skulum bæði ég og þú
Hafa gaman af hinu og þessu,
þrautir kveðja og ganga til messu.
Moka mold, hlaupa og hjóla
taka stökk eða skoöa njóla.
Pissa úti uppí vind,
horfa á hund elta kind.
Sparka bolta, hengja upp lak,
fara í snúsnú og á hestbak.
Horfa á daggardropa detta,
sólina skína og magann metta.
Elska engil, dansa dátt
taka allt og alla í sátt.
Læra að ganga á lífsins línum
og fylgja eftir draumum sínum.
Sýna bæði þor og dug,
njóta allt sem fangar hug.
Horfa á fallegan fjallahring,
finna fegurðina allt um kring
Opna fyrir lífsins flæði,
fagna og þakka öll þess gæði.
josira
Ljóð | Breytt s.d. kl. 14:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.9.2007
Draumurinn...
Draumurinn.
Kemur kvöld, er hallar að degi
dásemd það er, satt það segi.
Svífandi um í draumalöndum,
frelsisfjötra leysi úr böndum.
Ber mig um víðann völl
veröld vitja, kot og höll
Hafið hitti, upp fjallið fór
farkostur minn, er vængjaður jór.
josira
Ljóð | Breytt s.d. kl. 02:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
14.5.2007
Daggardropinn...( ljóð )
Daggardropinn
Daggardropinn tær og fagur
fellur af himni, er endar dagur.
Dansandi hjúpar heitan svörð,
svalar og nærir lífssins jörð.
höf: josira
Ljóð | Breytt s.d. kl. 14:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.5.2007
Í öllu sem lifir...
Vorið er svo sannarlega komið og grundirnar gróa og sólin skín...Enn einar kosningar yfirstaðnar...og ekki urðu miklar sjáanlegar breytingar á yfirborðinu....En undir niðri er vitund þjóðarinnar að vakna og fræum hefur verið sáð, sem hlúð verður að og munu vaxa í átt til sólar með nýrri hugsjón framfara, náttúru- og umhverfismála, þökk sé Íslandsyninum Ómari Ragnarssyni, ljósbera hins lifandi lands...
Í síðustu bloggfærslu minni notaði ég setningarnar " Hálfnað verk þá hafið er " ásamt " þolinmæði þrautir vinnur allar " og finnst mér þær passa 100% við þessa nýju vaknandi þjóðarvitund...
Átakalust fuglinn flýgur og frjókorn upp úr moldu smýgur... ( meir um lífsspeki og heilræði )
Fyrir nokkrum árum samdi ég ljóð, um móðir jörð...
Í öllu sem lifir...
Við sjóndeildarhringinn himininn logar
logagylltan bjarma á skýin slær.
Og regnbogalitina til sín sogar
jörðin sem er okkur svo kær.
Móðir jörð sem allt hefur að gefa
sem við ætíð þörfnumst hér.
Hún fæðir, klæðir og umvefur alla
sem sannleikann skynja og til hennar kalla.
Í hjarta hvers manns var fræi sáð
og öll sú vitneskja, ef að er gáð.
Sem hver og einn þarfnast hverju sinni
í hlutverki sínu í lífsgöngunni.
Hvert spor, hver hugsun, hver gjörð
áhrif hefur á alheim og jörð.
Í öllu sem lifir er lífssins eldur
frá Almættinu sem um okkur heldur.
Ljóð | Breytt s.d. kl. 14:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tenglar
ÝMSAR JÓLAVEFSÍÐUR
- Jólin-Þjóðminjasafnið jólasíður Þjóðminjasafnið
- jólavefur Júlla á Dalvík fullt af fróðleik um jólin
- Jólavefur Valla, sem geymir marga aðra jólavefi fjölbreytur jólavefur
- jóla-og áramótavefkort ýmis önnur vefræn tækiæriskort
BLANDAÐAR ÁHUGAVERÐAR VEFSÍÐUR
- LJÓSMYNDAKEPPNI Canon og mbl.
- VILTU VITA MEIRA Leiðsögn með lestri .. Sigríður Svavars - Leiðbeining - heilun- fyrirbænir
- ÓMAR RUN - Ljósmyndir Magnaðar myndir
- MADDÝ - Ljósmyndir Meiriháttar myndasmiður
ÝMSAR VEFMYNDAVÉLAR
- Nýjar Íslands vefmyndavélar Frábærir tenglar hérlendis og erlendis
- Vefmyndavélar - Vegagerðin - Suðausturland
- Vefmyndavélar víðs vegar um Ísland
VEÐUR - FÆRÐ - LOFTSLAG
LANDSBYGGÐIN LIFI...
- BETRI BYGGÐ UM LAND ALLT...
- LANDAKORT.IS Frábær síða um Ísland; m.a. Góðar upplýsinga-og þjónustusíður-Vefsjár sveitafélaga-Fjölbreytt efni um ferðamál og ferðalög á Íslandi.
- ICELAND WORLDWIDE Iceland, the land of the midnight sun, is becoming a favorite with those who seek adventure and freedom. Be it nature, sagas, geology or people that interest you, Iceland is the place to go
ÍSLENSK TÍMARIT ALLT FRÁ 1696 -
- FRÁ FYRSTU TÍMARITUM LANDSSINS TIL DAGSSINS Í DAG Ýmislegt að skoða ..
FRÁ A-Ö...
- TRÚARBRÖGÐ HEIMSSINS...
- VÍSINDAVEFUR H.Í Að vita meira og meira .
- ALMENNINGSBÓKASÖFN LANDSINS
- WIKIPEDIA
- BÓKASÖFN LANDSINS
TÆKNI og VÍSINDI
FJÖLBREYTTIR ÞÆTTIR...
- ÍSLAND Í DAG
- KASTLJÓS
- N4 SJÓNVARPSSTÖÐ NORÐAN HEIÐA
- GAMLA ÍNN TV SJÓNVARPSSTÖÐIN
- HRINGBRAUT SJÓNVARPSSTÖÐ
MATSELD
- MATARBLOGG SOFFÍU gómsætir réttir af öllum stærðum og gerðum...
- UPPSKRIFTIR SOLLU
- MARGAR MATAR UPPSKRIFTARSÍÐUR Eflaust eitthvað gott að finna ..
- KÖKUR OG EFTIRRÉTTIR Án hveiti sykurs og ger
- GULUR,RAUÐUR,GRÆNN OG SALT Hráfæði
HJÁLPARSTOFNANIR...
Fibromyalga...vefjagigt
Blekking í þjóðfélaginu...
Blekking í þjóðfélaginu...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 2
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 123603
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2014
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði