Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Ljóð

Seiðandi söng, lóu á lyngi...

cosmos   

Augnablikið...

Augnabliksins njóta skal

er sólin skín um fjallasal.

Finna takt í náttúrutónum

njóta lita í öllum blómum.

Fiðrildi fagurt, gaukur hlær

blíður blærinn, sólgylltur sær.

Seiðandi söng, lóu á lyngi

ljúflega er, sem hjartað syngi.

Fegurðin i öllu býr

allstaðar, er hana að finna.

Eins og blóm að birtu snýr

þú,sálinni þarft að sinna.

 josira

 

 

293693669_59574a7640  EagleJourney 

indiandreambackground  3664~Dream-Catcher-Posters

  

Við þurfum að læra að lifa hér og nú,

sem sönnust við okkur sjálf og allt lífríki náttúrunnar…

og uppgvöta að við erum tengd orku jarðar og alheims…

cosmic_heart

Í hjarta hvers manns var fræi sáð,

það er undir hverjum og einum komið hvort,

hvernig eða hvenær það nærist, dafnar og blómstrar…

Í þessu fræi er öll sú vitneskja er hver og einn þarfnast hverju sinni.

Því í fræinu er innsti kjarni sérhvers manns,

hver sá hinn sami er og hver tilgangur vaxtar lífsblóms hans er…

dolphines

og ...

Umvefjum þá sem okkur þykir vænt um með ást og umhyggju...

Tíminn er dýrmætur...

Ekki bíða með neitt, sem hrjáir huga hverju sinni...

Ekki þjaka hug,líkama og sál til lengri tíma að óþörfu...

Ekki bíða...lífið er núna ...í dag...

 

 

natures

 Að næra og njóta...

Að hlægja og hrjóta...

Að mála og móta...

Að þæfa og þjóta...

og.s.fr.......

Lifið heil... í lukku en ekki í krukku...

josira.


Hestar...kraftur...frelsi...fegurð...

Bara orðið hestar fylla hug minn og hjarta einhveri tilfinningu um óendanleikan...

kraft, frelsi, fegurð, fimi, gleði, hreyfanleika, tryggðar-og vinabönd...og ómældar gleðistundir...

Oft hér á árum áður var gert létt grín af mér yfir hversu tengingar

voru sterkar til hestana. Að ég hugsaði um þá sem einhverja fjöldskyldumeðlimi...

Og þannig er það bara, tengslin verða þannig...

Ég veit að margir þekkja þessa tilfinningu, sem eiga og eða umgangast dýr

Það myndast einfaldlega einhver órjúfanleg bönd...

Og þegar kemur að kveðjustund eða vinuna-vininn þarf að fella

eftir marga ára samveru er sorgin oft ekki minni en þegar ástvinir fara. 

Hugsanir mínar núna ertu tengdar hestum, löngun til að fara á hestbak,

fara út í sumarið og njóta stundarinnar með þeim...

En einhvern veginn vantar löngunina...

Það er eitthvað tómarúm...

Ég sakna þeirra sem horfin eru...

Og lífið heldur áfam...

En fjársjóðinn, minningarnar... geymir maður í hug og hjarta

og þakkar fyrir allar samverustundirnar í gleði og sorg...

 gaedingarnir.jpg   
ég á Yrju minni, með Stíl og Punkt í taumi,
Þóra vinkona fyrir aftan...
Sælan.
 

Ef ríður þú góðum gæðingi,
geta þín leysist úr læðingi.
Lyftast munt á æðri svið
og sálarsæla tekur við.

Ef andartakið þú grípur
guðsgjöf, að launum hlýtur.
Á allan hátt, næmari verður
líkaminn er þannig gerður.

Veraldleg gæði gleymast þá
andans auð, vilt í ná.
Nálægðin nær tökum á þér
þegar tíminn, tímalaus er.

yrja_eg

ég og Yrjan mín á góðum degi...

Yrja.


Hryssan mín gráa,
hún djásnið mitt er.
Dásemd er í heimi hér,
hana sitja fangreista og fráa.

Með leiftrandi lund
fer um græna grund.
Djúpa dali, sanda lága.
leikandi læki og fjallvegi háa

Fótviss hún stígur
á tölti hratt.
Tignarleg sem tígur
niður fjallið bratt.

Yrja hún heitir
þetta magnaða hross.
Þó lengi þú leitir
ei finnur slíkt hnoss.

Kraumandi kraft, ótrúleg geta
frelsi í faxi verður að meta
Í fjallaferðum nýtur hún sín
elskulega merin mín

Þegar sest er í hnakkinn,
þá reisist makkinn
Forustuhross, mikið í reið
henni liggur gatan greið

En á lokuðum velli, frelsini týnir
og bestu hliðarnar ekki sýnir.
Þá þarf hana að hemja
og stöðugt við að semja.

Minningarnar sem koma fram hér
saman streyma um hjarta mér.
Tengdar urðum órjúfa böndum
í faðmi frelsis, á fjöllum og söndum

Kolsvart folald með hvíta sokka
í tagli og faxi fallega lokka.
Leiftrandi ljúfleik bar með sér,
strax á þeim degi, er fæddist hún mér.

En litur hennar breyttist brátt
frá svörtu yfir í grátt.
Galvösk ennþá, 17 vetra er,
hagaljómi hvar sem hún fer.

Móðurhlutverki að sér snéri,
og eignast hefur litla meri.
Litla dóttur, lítið djásn
dansadi lipur, til hennar sást.

( folaldið er Héla frá Miðhúsum )

trust 

Lukka frá Lyngbæ


Á Lyngbæ, í loga himnabláma,
blíðum blæ og nýjum mána.
Meðgöngu lauk hjá Yrju minni
er móðurleg mætti dóttur sinni.

Svo fagurrauðri með hvíta sokka
skjóttan feld og sveipfagra lokka.
Leyndist líka, stjarna á enni
alveg eins og hjá ömmu henni.

Heilluð ég horfði á nýkviknað ljós
lukkan mér færði, langþráða rós.
Þórisstaða-Þyrnir, faðirinn er
fasmikill og fagur svo af ber.

Blessunarorð frá brjósti mér sendi
er folaldasnoppan, snerti mína hendi.
Hjálpaði ég henni, lífsandanum að ná
í ljósaskiptunum, þar sem hún lá.

Lukka frá Lyngbæ , nafnið skal vera
vænleik og vilja, hefur til að bera.
Bærilega báða, foreldrakosti hefur
háfætt og háreist og góðganginn gefur.

Gæðinga gjöful hún Yrja mín er
einnig þau, vil ég telja upp hér.
Hléð, Stíll og Héla, svo glæsileg að sjá
sammæðra systkin, sem Lukka litla á.

 

gudda_kolla

dætur mínar, Guðrún og Kolbrún á hestum sínum
bræðrunum Punkt og Fiðring...
Fall Fiðrings...

  Ljúflingurinn lífsglaði, liggur nú nár
nöturlega í náttmyrkri, hlaut sín banasár.
Blindaður af bílljósum á veginum stóð.
Á sekúntubroti, slökknaði lífssins glóð.
 Gæðinginn góða, við grátum nú öll
menn og hestar um víðan völl.
Vænlega vininn, ei lengur sjáum

fyrr en á himnavöllunum háum.

Hestinn átti lítil ljós mær
milli þeirra, tenging svo kær.

josira

hér má sjá fallegt myndband um hesta...

 HORSES ~ Natures Greatest Gift:

 

 

 


Verndarengillinn sem færði mér vonina...

 

l_fee4bd544fcccaaad3daee4effe13d06_xibx 

Dag einn í vetur hjúfraði ég mér niður í stól,

inní stofu og var ákaflega langt niðri.

Yfirþyrmandi depurð, sorg og margþætt innri vanlíðan,

sem safnast hafði upp á töluvert löngum tíma,

var við það að yfirbuga mig... andlega og líkamlega.

 

Allt í einu fannst mér einhver standa mér við hlið,

( en ég var ein heima )

Ég hélt augunum lokuðum, en ég hafði verið grátandi.

Fannst mér ég þó horfa á bjarta veru, sem engill væri.

Skynjunin eða sýnin var mjög skýr.

 

Ég fann er hún snerti mig og á þeirri stundu var sem eitthvað

undursamlegt gerðist. Það er vart hægt að lýsa því með orðum...

vildi að ég gæti það með tónum...eða litum...

Það var sem við hefðum tjáskipti í huganum, en ekki upphátt í tali.

 

En samt þurfti ég ekkert að segja, því hún vissi allt...

Um líkama minn flæddi vellíðan, hlýja, kærleikur og það var sem öll

vanlíðanin hyrfi á brott. Ég fann að ég brosti og hjarta mitt fylltist

af þakklæti til þessarar dásamlegu veru og ég fann vonina vakna.

 

Hversu langan tíma sem þessi magnaða upplifun átti sér stað,

get ég ekkert sagt um, var það sekúnda !, mínuta ! hálftími !

Tíminn er svo afstæður... stundum er líkt og hann standi í stað eða

þá hreinlega að hann sé tímalaus...Svo allt í einu var hún farin...

en ég vissi að hún yrði mér ætíð nálæg, þyrfti ég hennar með...

 

Stuttu eftir að ég var búin að jafna mig og finna allan þennan léttleika

sem umvafði minn hug, sál og líkama, greip ég penna og blað og

skrifaði lítið ljóð, um verndarengilinn minn guðdómlega.

 

Þessa fallegu mynd hér fyrir neðan, fann ég á netinu...

angel-15  

 

Ljóshærður engill,

hún leit til mín

með tímalausum,

tindrandi augum.

 

Hún sagði ekki neitt,

því hún vissi allt

ekkert þurfti að segja.

 

Blíðlega, hún strauk

minn augnahvarm,

Sem votur var

af tárum sálar minnar.

 

Sorgin svo mikil,

máttvana ég var.

Svo buguð og brotin,

sem líflaust skar.

 

Kyssti hún mig

síðan, létt á kinn

og ljúfleika

um mig vafði.

 

Hjarta mitt fylltist

af gleði og von.

Er friðinn og kærleikann

frá henni fann.

 

Á þeirri stund

er stóð, hún hjá mér

mildi og ástúð

bar með sér.

 

Sérstök sæla

um mig rann

og raunir allar hurfu.

 

Ég viss var um það

að engill hún var.

Send af himni,

hjálp til min bar.

 

Hún sagði ekki neitt,

því hún vissi allt

ekkert þurfti að segja.

 

Hún ætíð verður

nú, mér við hlið,

englamærin bjarta.

Vekur von

og veitir styrk,

 

lífsgleði í mitt hjarta.

 

josira

 

Flest okkar hafa eflaust eitthvað fengið að heyra um engla, sem börn...

það var eitthvað blítt og gott sem fylgdi þeim frásögnum...

í gegnum barnsbænirnar og fallegu myndirnar...

verndartilfinning í hjartað...

 

print_guardian_angel_watching_over_children_bridge_litho

 

En svo dofnar oft yfir minningarnar í öllum lífshraðanum og þær fjarlægast.

Og við gleymum hversu gott er að geta leitað,

innra með okkur að ljósinu sem þar býr.

 

Sem gefur trú, von og kærleik

og tengist einhverju æðra og meira,

en við getum skilgreint eða skilið fullkomlega,

nema hver fyrir sig...

 

Ljósberi

 

Nú bið ég engla og vætti í guðdómlegri orku,

að umvefja landið okkar, vernda og blessa,

íbúa alla og náttúru þess.

Og hjálpa hverjum og einum að nálgast

sín andlegu auðævi...

 

josira

 

Við erum aldrei ein, hjálpin er nær en margur heldur...

og getur birtst á hina ýmsu vegu...

 

 


Komin tími til að...

 

Religious_7143354_std

setja niður örfá orð...tíminn flýgur áfram og sumarið skartar orðið sínu fegursta...gleðjumst með...

Lífsgleði.

Margt er það sem léttir lund,
eflir gleði, veitir stund.
Frá hugarangri, þraut og pínu
leiðsögn fá frá hjarta sínu.

Fylgja eftir hjartans rómi,
svo að sálarljósið ljómi.
Lifsins njóta hér og nú,
skulum bæði ég og þú

Hafa gaman af hinu og þessu,
þrautir kveðja og ganga til messu.
Moka mold, hlaupa og hjóla
taka stökk eða skoöa njóla.

Pissa úti uppí vind,
horfa á hund elta kind.
Sparka bolta, hengja upp lak,
fara í snúsnú og á hestbak.

Horfa á daggardropa detta,
sólina skína og magann metta.
Elska engil, dansa dátt
taka allt og alla í sátt.

Læra að ganga á lífsins línum
og fylgja eftir draumum sínum.
Sýna bæði þor og dug,
njóta allt sem fangar hug.

Horfa á fallegan fjallahring,
finna fegurðina allt um kring
Opna fyrir lífsins flæði,
fagna og þakka öll þess gæði.

höf;johanna s.r. ( josira )

4938523

satellite-image-of-iceland

null

indiandreambackground

Umvefjum þá sem okkur þykir vænt um með ást og umhyggju...

Tíminn er dýrmætur...

Ekki bíða með neitt, sem hrjáir huga hverju sinni...

Ekki þjaka hug,líkama og sál til lengri tíma að óþörfu...

Ekki bíða...lífið er núna ...í dag...

hugs

peace_hands

pic_respon3

tigerhug

cat_hug

ljós inní í daginn...josira


Langaði að senda ljós inní daginn...hérlendis og erlendis...

Ljósberi ljósberi lífssins...Sólin

Kvöldsól við Akrafjall 

Akrafjall í kvöldsólardýrð og sjáið ljósáruna kringum sólina...

Vitund vaknar, á þeim degi
er ljósið þú finnur, á lífsins vegi
Vegsemd slík, verðmæt er
varðveita skalt í jarðvist hér.

heil og sæl að sinni...josira

 


Orð í draumi...

 

DreamCatcher

Það kemur einstaka sinnum fyrir að eitt eða fleiri orð og stundum jafnvel setningar, óma í höfði mínu eftir svefn eða skjótast í gegnum hugann upp úr þurru. Oft finnst mér þau vera svo út í hött að ég læt þau, sem vind um eyru þjóta eða þá gleymi þeim...

Kannski halda þau áfram ferðalagi sínu um óséðar eða óheyrðar óravíddir og einhver annar fangar þau, sem hefur skilning og vitneskju um þau eða uppgötvar einhverjar leiðbeiningar frá þeim...

En í seinni tíð staldra þau oftar við í minni mínu og þá hef ég párað eitthvað um þau á blað svo úr verða einhverjar hugleiðingar um lífið og tilveruna eða lítið ljóð fæðist...eða pensilinn minn mótar strokur á striga sem eitthvað geyma...

 

Allsstaðar

Ef á öllum sviðum,
allsstaðar
andinn, birtu baðar.


Brátt eyðast þjóða-þjáningar,
og jarðarbúar, sem jafningar.
Jákvætt, í hendur haldast
hér, þroski þúsundfaldast.

                                                                                                                                        

Og stundum vekur áhugi minn löngun hjá mér, til að fara í leiðangur með þessum forvitnilegu orðum, ýmist huglægan eða þá ég nýti mér nútímann og fer á leitarvélarnar í netheiminum fyrir forvitnis sakir og það er oft með ólíkindum hvert þau ferðalög hafa leitt mig ...

 

Nú langar mig að segja frá orði, sem kom til mín einhvern tíma um daginn... Allavega, hefur það verið að trufla mig, svo ég settist við tölvuna áðan og sló það inn...Orðið er... PANGEA...  skrítið orð fannst mér...

 

Þetta var niðurstaðan, sem og mér finnst virkilega áhugaverð, svo ótrúlega margt sem finna má í þessu litla orði, sem vísar á móðir jörð og vekur mann sérstaklega einnig til umhugsunar um samstöðu manna og kvenna um víða veröld í dag til breyttra lífsviðhorfa og eflingu mannúðar og gagnkvæmrar virðingar menningasamfélaga. Og veitir okkur innsýn í ólik samfélög og líf og sögur fólks samtvinnast hvaðanæva úr heiminum í gegnum kvikmyndir og tónlist... 

                                                                                       

salt_pipar

Og minnir mig á setningu, sem eitt sinn ómaði í höfði mínu...sem og ég skrifaði niður...

Mikilvægi mannúðar, er menntun mannkyns...

Endilega kíktu á slóðirnar hér fyrir neðan, ef orðið Pangea hefur vakið áhuga þinn...   

http://en.wikipedia.org/wiki/Pangaea

 

Og hafi verið talað um þenna merka pangea-dag 10 mai í fréttum fór það framhjá mér...

 

http://www.pangeaday.org/takeAction.php

 

http://www.pangeaday.org/

http://travel.latimes.com/daily-deal-blog/?p=1855

 

http://afp.google.com/article/ALeqM5j5JSwQhGlsg6NEmvtbuoyWZqUAkg

storyteller..

 

athyglisverðar kenningar um þróun og vöxt jarðar...

         

Er ég var að vafra um og afla mér upplýsinga um pangea-orðið, flögraði hugur minn allt í einu til mikils manns, sem barðist fyrir réttlæti og lét lífið fyrir baráttu sína...og ég fór að rifja upp mínar barnæsku minningar um hann og það leiddi mig inn á þessar netslóðir;  

 

Þessi magnaði maður var Martin Luther King, Jr. smá uppl. um hann á íslensku; vísindavefurinn  og á ensku; wikipedia og hans frægasta ræða;

“ I Have a Dream”

er ógleymanleg þeim, sem hana hafa heyrt og finnst mér hún í rauninni tímalaus og spannar meiri sannleik en að tilheyra einu landi eða einum kynstofni...og finnst mér hún eiga hér vel við og hvatning enn á ný til; 

framtíðar...friðar...frelsis...réttlætis...mannúðar...hugsjóna...vonar...mannkærleika...til góðs...á öllum sviðum frá öllum hliðum...

Og mér varð einnig hugsað til frelsis- og friðarhöfðingjans Nelson Mandela, sem mun á þessu ári halda uppá 90 ára afmælið sitt,  smá uppl.um Nelson á íslensku; vísindavefurinn og á ensku; wikipedia

Í mörg ár hef ég borið leynda ósk í hjarta, en það er að fá að hitta þennan stórkostlega mann. 

En við eigum reyndar tvo meiriháttar daga saman. Yngri dóttir min er fædd 11 febrúar 1990 á deginum sem hann losnaði úr fangelsisvistinni og annar sonur minn á sama afmælisdag og Mandela þann 18 júli. Ég er fullt af stolti að þau skuli fá að eiga þessa daga með honum..

.

The Ubuntu Experience (Nelson Mandela Interview)

 

Skoðið hvað þetta litla orð getur verið stórt UBUNTU.

Og svona til gamans er afmælisdagur eldri sonar míns 21 september, sem er hinn alþjóðlegi friðardagur... þannig að fæðingardagar þeirra tengjast á einhvern hátt friðar-frelsis og mannúðarmálum.

Mér finnst það meiriháttar...

sæl að sinni Josira.

p.s.

var alveg að gefast upp á þessari færslu. vesen með vistun ...missti allt út ...en þolinmæði vinnur víst þrautir allar. svo nú sendi ég þetta...núna en ekki í gærkveldi þegar ég var að brölta hér..Eflaust kemur textinn eitthvað i belg og biðu ásamt myndunum.. er bara orðið allt of langt síðan ég bloggaði síðast...farin að gleyma aðeins ferlinu...en er allavega komin af stað aftur hér við tölvuna...

  

Í liðamótum brakar og...

Hurdler'sStretch

Morgunstund.

Er birtir af degi, við morgunskímu
gott er að fara úr fleti sínu.
Sinar og vöðva, varlega teygja
toga í tærnar og líkamann sveigja.

Í liðamótum, brakar og brestur
gigtin hjá mér, er daglegur gestur
geispa og gapi, enn um stund
saman þá vakna, líkami og lund.

null

josira


Að vakna...

Dag einn fyrir mörum árum síðan varð ég fyrir sterkri upplifun eða uppljómun um lífið og tilveruna, á nokkuð hverstaklegum stað...við eldhúsborðið heima hjá mér á miðjum degi...Og því fylgdi samsvörun í minni sál eða samhljómun...Langaði bara að deila þessari reynslu minni, hér með þér ...

HeavenEarth

Að vakna.

Æðri máttinn, þú finnur víða
vaknaðu, ekki lengur bíða.
Njóttu alls, sem lífið þér gefur
gjafmildi þess, sálina gleður.

Vitund vaknar, á þeim degi
er ljósið þú finnur, á lífsins vegi
Vegsemd slík, verðmæt er
varðveita skalt í jarðvist hér. 

 bla_lina_med_punkt.

Er vitundin vaknar sameinast hugur, sál og líkami... Allt hefur verið sagt áður, sem sagt er... Allt hefur verið til áður, sem til er...

cosmic_heart

Er ég sat við eldhúsborðið og hugsaði um lífið og tilveruna, dag einn fyrir margt löngu síðan var sem skyndilega ég upplifði að ég væri einungis einhver pínulítil minnsta fruma í líkama hins Guðdómlega Skapara alls sem er og að allt í alheimi væri það einnig. Að hver manneskja væri sem minnsta öreind í líkama Almættisins, sem og hver ögn í alheimi öllum.

Og að hver hugsun og hver gjörð hefur áhrif á framvindu Alls sem er. Líkt og ein minnsta neikvæða frumeind í líkama mannsins getur haft neikvæð áhrif á þá næstu svo úr verði meinsemd, sem viðkomandi þarf að vinna á. Eins er með hugsun og gjörðir. Rifrildi og úlfúð í fjölskyldu getur haft stórskaðleg áhrif á fjölskyldumeðlimi, andlega og líkamlega...  

Og enn stækkar meinsemdin, ef farið er útí þjóðfélög. Þar sem græðgi, hatur eða svartnætti ríkir í neikvæðum huga mannsins og lægri hvatir hans ráða ríkjum sem og birtast í formi allskonar fíkna t.d. eiturlyfja, drykkju, áhyggjna, ásamt ýmsum líkamlegum kvillum og afleiðingarnar verða, óhamingja, fátækt, sjúkdómar, ofbeldi, skuldir og í sumum þjóðfélögum eru stríðshörmungar afleiðingar margra ára og jafnvel margra alda trúarvaldabaráttu og valdagræðgi. Og neikvæð orka ræður ríkjum á öllum þessum stöðum…

Í kjölfar þessa alls reynir Móðir jörð að hrista af sér þetta þunga ok, svo úr verða náttúruhamfarir. Hún vill halda heilsu eins og hver manneskja vill. Því hún er enn ein lífveran í hópi allra hinna í þessum heimi...

Skilningur mannsins verður að opnast, að við mannkynið lifum hér og nú og erum tengd orku jarðar og alheims og þar með sömu vitundinni. Við erum ljóssins börn á andans leiðum, en í fjötrum hins jarðneska líkama, sem er um stund bústaður til þroska. Sem mun kenna okkur að andinn sé húsbóndi holdsins, en holdið ekki húsbóndi andans...

Og þegar við lærum að elska okkur sjálf og virða öðlumst við jafnvægi hugar, sálar og líkama og gefum það frá okkur út í samvitundina. Við berum öll í okkur öfl ljóss og myrkurs og þroski okkar felst í því að læra að þekkja muninn.  Oft þarf að upplifa hið svartasta sálarmyrkur á lífsgöngunni til að uppgvöta og finna lýsandi birtu ljóssins, sem kyndill kærleikans hið innra ber, ásamt krafti fyrirgefningarinnar...

Okkur mannkyni verður að lærast að skilja að við viðhöldum þessum drunga og sundrungu með hugsunum og atferli. Því allt þetta snýst um orsök og afleiðingu. Og hver uppsker eins og hann sáir...

Þennan sannleik má finna í flestum trúarbrögðum heims og kenningum, sem oft eru túlkuð mismunandi á mannlega vegu, en  hver og einn verður að veginum hið innra. sem og mun að lokum leiða til upprunans, tengingu æðra sjálfsins, til hins Guðdómlega Skapara...

Í vitund mannsins býr öll viska alheims, því að í hverjum lífsneista er frá Almættinu kemur, er Hann einnig. Allir eru af sama meiði, hinn hæsti og hinn lægsti, og eru því sama heildin...

Okkur mannkyni verður að lærast að skilja að við viðhöldum þessum drunga og sundrungu með hugsunum og atferli. Því allt þetta snýst um orsök og afleiðingu. Þannig að hver agnarögn hefur sínu hlutverki að gegna í lífhringrás Skaparans.

Og er við finnum leiðina bætum við í hið Guðdómlega ljós samvitundarinnar, með frið, kærleika og fyrirgefningu hér á Móðir jörð og um leið og allt það neikvæða, fær að víkja fyrir því jákvæða fær hún aftur að slá í takt við hljómkviðu og í jafnvægi alheims og verður lyft í ljósið þar sem henni er ætlaður staður og hún verður sú Guðdómlega Móðir, sem henni er ber að vera...

Þyrnum þakinn er oft vegur lífssins, en þegar sú þrautarganga er að baki, er yndislegt að anda að sér hinum höfga ilmi, er stígur upp frá rósinni og þá skynjum við fegurð kærleikans, sem er leið sannleikans...

Leiðin hið innra með okkur... Leiðin til ljóssins... Leiðin til sameiningar...Leiðin til Guðdómssins...

josira

p.s. hafði að hluta til birt þetta í öðrum skrifum hér fyrr, en færði það hingað...ásamt söngnum hans Heart Declan Galbraith. Sjáið og hlustið á þennan magnaða strák...

Declan - Tell Me Why - a children's tribute

 


Sól og máni...

 

bar3_anm_lina

Máni og morgunsól. 

Í óendanleikanum, birtuna vefur

vonina vængjar og ljósið gefur.

Glitrandi máni og morgunsól,

samstillt mætast lífssins hjól.

 

josira 

bar3_anm_lina

 

Fann þessa fróðlegu lesningu hér fyrir neðan, á netinu...endilega að kíkja á... 

moonsungoddess 

bar3_anm_lina 

The cycles of the Moon and Sun closely relate to each other. The image above shows how the EIGHT seasonal Sabbats (holidays/holy days) relate to the EIGHT phases of the Moon.

The Moon represents the Goddess/Divine Feminine, and the Sun represents the God/Divine Masculine. Understanding how these forces dance with each other in the Cosmos can help us learn about our own cycles, rhythms, and internal Feminine/Masculine aspects as well.

bar3_anm_lina

NEW MOON – WINTER SOLSTICE

The Winter Solstice is when the Sun’s power is at it’s weakest point. The day is short and the night is long. The New or Dark Moon is when the Moon’s power is at it’s lowest point. In both cases, this is a time when it seems that the outer world disappears and the inner world comes into focus. It’s a time of reflection and contemplation, rather than action.

WAXING CRESCENT – IMBOLC

The Waxing Crescent Moon is the time when the first signs of light are returning after the Dark Moon. Similarly, Imbolc occurs as the first signs of life return, heralding the end of the cold, dark winter and the anticipation of the coming of Spring. It’s an exciting time when we are focused on preparing ourselves for what is to come at we enter the next phase of the cycle.

FIRST QUARTER - SPRING EQUINOX

The First Quarter Moon appears half light and half dark. The Spring Equinox is also about the balance of light/dark. It is on this day (one of two per year) when the night and the day are exactly equal in length.

WAXING GIBBOUS – BELTANE

The Waxing Gibbous moon is almost full. It’s bright and beautiful, and represents a ripe, fertile woman soon to give birth. Beltane is a fertility festival that celebrates the union of the Goddess and God. At this time, all is growing and expanding, and the theme of is patience!

FULL MOON – SUMMER SOLSTICE

At the Summer Solstice, the sun is at it’s strongest, with the longest day and shortest night. The Full Moon is the moon at it’s strongest, radiating her light over the Earth all night long. This is the time when all of Nature is active and fully alive. It’s a time to take action, to celebrate, and joyfully appreciate the blessings in your life.

WANING GIBBOUS – LUGHNASAD

The Waning Gibbous (also called the Disseminating Moon) represents a need to pass on the wisdom and knowledge to those who will come after you. Lughnasad is the festival which represents the sacrifice of the Sun God, Lugh, and his need to pass on his essence by offering himself up for the survival of Humanity.

LAST QUARTER – AUTUMN EQUINOX

Once again, with the Last Quarter, the moon appears half light and half dark. The Autumn Equinox is the other time of the year when the night and day are exactly the same length. This is a time to give thanks, review the past year/moon cycle, and tie up loose ends.

BALSAMIC (WANING CRESCENT) – SAMHAIN

Samhain is the time when we honor our ancestors and beloved dead. The Waning Crescent moon, which represents the Crone, is also a time of dying and letting go. Both are the most appropriate time for divination, as the veil is very thin and messages from the Spirit world can easily be received. This is the time to gain clarity before resting and then beginning the next phase.
                                                                                         
Svo var ég að finna þessa síðu, ákvað að skella henni inná, virðist vera spennandi...Wink...http://www.sunreligion.net/

 

sæl að sinni...josira

p.s. velkomin(n) hér inná heimasíðu mína, sem er á ensku:

http://www.geocities.com/josira_1/philosophy.html

( gæti tekið smá tíma að hlaðast upp, ýmsar slóðir er þar að finna um ýmislegt )



Lífsgleði...

Eigum góðan dag...finnum eitthvað jákvætt...þó ekki væri nema lítið bros...Smile 

 

 

Lífsgleði.

Margt er það sem léttir lund,
eflir gleði, veitir stund.
Frá hugarangri, þraut og pínu
leiðsögn fá frá hjarta sínu.

Fylgja eftir hjartans rómi,
svo að sálarljósið ljómi.
Lifsins njóta hér og nú,
skulum bæði ég og þú

Hafa gaman af hinu og þessu,
þrautir kveðja og ganga til messu.
Moka mold, hlaupa og hjóla
taka stökk eða skoöa njóla.

Pissa úti uppí vind,
horfa á hund elta kind.
Sparka bolta, hengja upp lak,
fara í snúsnú og á hestbak.

Horfa á daggardropa detta,
sólina skína og magann metta.
Elska engil, dansa dátt
taka allt og alla í sátt.

Læra að ganga á lífsins línum
og fylgja eftir draumum sínum.
Sýna bæði þor og dug,
njóta allt sem fangar hug.

Horfa á fallegan fjallahring,
finna fegurðina allt um kring
Opna fyrir lífsins flæði,
fagna og þakka öll þess gæði.

josira


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

josira
josira

Orðin... Pára með penna á óskrifað blað, orðin um hugann renna. Með suð í eyra ég skrifa það, sem ég fæ að heyra. Hvaðan þau koma veit ég ei, en í höfði mínu óma. Líkt og eilífðin, sem gefur frá sér tóna og um himnasali hljóma.

Lítil síða lítur dagssins ljós... Hér hef ég hugsað mér að skrifa um allt og ekkert ... eða bara það sem mig langar til hverju sinni ... Vertu velkomin(n) kæri ferðalangur... í heimsókn hingað, þar sem þú hefur nú fundið vegaslóðan minn litla, í netheiminum stóra ...

 

Lyngrósin Ljóðin mín

Josiraice youtube ljóð og tónlist

Rósin Eldri heimasíða, sem ég get ekki uppfært lengur, en læt hana fylgja hér með.  (Hún virkar einungis í gegnum Internet Explorer)

Light Bearer -poem - josira 

Guðrún Lilja; mánadísin, mín eldri dóttir og Ljóðin hennar

Nýjustu myndböndin

Movie

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband