Færsluflokkur: Menning og listir
Framlag Íslands í Eurovision-keppninni 2012 með Gretu Salóme og Jónsa. Myndbandið er framleitt af Sagafilm í leikstjórn Hannesar Þórs og var frumsýnt hjá Vodafone 19. mars 2012 og á Vodafone.is
og hér er að sjá og heyra íslensku útgáfuna;
Erfitt er að gera upp á milli enska og íslenska textans, finnst mér.
Fleiri munu nú, að sjálfsögðu skilja ensku útgáfuna, en þá íslensku.
En íslenskan hefur þó ætíð sína sérstöðu, þetta sterka og sérstaka mál.
Og fiðlutónarnir fylla lagið einstakri fegurð.
Mundu eftir mér
Syngur hljótt í húminu
Harmaljóð í svartnættinu
Í draumalandi dvelur sá
Sem hjarta hennar á
Hann mænir út í myrkrið svart
Man þá tíð er allt var bjart
Er hún horfir mat það satt
Að ástin sigri allt
Og seinna þegar sólin vaknar, sameinast á ný
Þær sálir tvær sem áður skildu, ástin veldur því
Mundu eftir mér þegar morgun er hér
Þegar myrkrið loks á enda er
Við verðum eitt og því ekkert fær breytt
Og ég trúi því að dagur renni á ný
Minnist þess við mánaskin
Mættust þau í síðasta sinn
Hann geymir hana dag og nótt
Að hún komi til hans skjótt
Og seinna þegar sólin vaknar, sameinast á ný
Þær sálir tvær sem áður skildu, ástin veldur því
Mundu eftir mér þegar morgun er hér
Þegar myrkrið loks á enda er
Við verðum eitt og því ekkert fær breytt
Og ég trúi því að dagur renni á ný
Mundu eftir mér þegar morgun er hér
Þegar myrkrið loks á enda er
Við verðum eitt og því ekkert fær breytt
Og ég trúi því að dagur renni á ný
Því ég trúi því að dagur renni á ný
Já ég trúi því að dagur renni á ný
og enska þýðingin;
Never forget
She sings softly in the dark
A poem of sorrow in the black of night
In the land of dreams dwells the one
Who owns her heart
He stares into the dark night
He remembers the time when all was bright
Is she gone, was it true
That love conquers all?
And later, when the sun awakens, they reunite
Those two souls that once were parted, thanks to love
Remember me when the morning comes
When the darkness is finally gone
We will be one and nothing will change that
And I believe the day will rise again
She remembers when, under moonlight
They met for the last time
He dreams of her day and night
That she will come back to him soon
And later, when the sun awakens, they reunite
Those two souls that once were parted, thanks to love
Remember me when the morning comes
When the darkness is finally gone
We will be one and nothing will change that
And I believe the day will rise again
Remember me when the morning comes
When the darkness is finally gone
We will be one and nothing will change that
And I believe the day will rise again
Because I believe the day will rise again
Yes, I believe the day will rise again
josira
Lagið heitir Never Forget | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menning og listir | Breytt 21.3.2012 kl. 20:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.1.2012
Janúar og þrettándagleðin ...
Síðasti dagur jóla eða þréttándin eins og við köllum hann, verður nú eitt árið enn, kvaddur í dag og í kvöld víða um land með tilheyrandi blysförum, álfabrennum, tónlist, söng, álfakóngum og drottningum ásamt álfum, púkum og jafnvel einstaka trölli, ásamt Grýlu, Leppalúða og jólasveinum.
Sagnir, þjóðtrú og siðir um þrettándann og nýjársnótt svipar oft saman, sagnir eins og að kýr öðlist mannamál og um vistaskipti álfa og huldufólks.
Og llitfagrir flugeldar lýsa upp skammdegið.
Og á meðan öll þessi gleði okkar fer fram, megum við ekki gleyma að gæta varúðar í meðferð flugelda og blysa, fara gætilega í hálkunni, athuga með færð og veður og alls ekki gleyma að huga að dýrunum okkar stóru og smáu líkt og á við um sérhver áramót. Flest þeirra hræðast ýlurnar og sprengingarnar í flugeldunum.
þrettándagleði 2012 ; Dagskrá víða um land
Þjóðsögur og ævintýri í stafrófsröð ( af síðu snerpu)
Jólatunglið er tunglið sem er í sama tunglmánuði og þrettándinn.
Það er gömul trú að sé tunglið vaxandi á jólum verði næsta ár gott en sé þessu öfugt farið og tunglið sé þverrandi megi búast við slæmu ári. Um slíka hjátrú vitna þessar gömlu vísur:
Hátíð jóla hygg þú að;
hljóðar svo gamall texti:
Ársins gróða þýðir það,
ef þá er tungl í vexti.
En ef máni er þá skerður,
önnur fylgir gáta,
árið nýja oftast verður
í harðari máta.
"Veður hefur alltaf verið til, a.m.k. hér á landi. Forfeðurnir voru fljótir að læra á veðrið. Til eru fjölmargar sagnir af veðurlýsingum, veðurnefnum, þjóðtrú og hjátrú tengdri veðrinu, viðureignasögum, óveðurssögnum og veðrahörkum, en einnig góðviðrislýsingum, breyttu veðurfari og áhrif þess á mannlífsgróandann."
Veðursteininn á Sólheimum í Grímsnesi
Mörsugur var janúar nefndur, að hluta til í gamla íslenska tímatalinu
Í fornri rómverskri trú og goðafræði er Janus guð upphafs og umbreytinga. Einnig hurða, hliða, endingar og tíma.
"Nú er janúar, fyrsti mánuður ársins, genginn í garð. Hann hófst með nýársdegi sem til forna var stundum kallaður áttidagur en það þýðir einfaldlega að hann er áttundi dagur jóla.
Janúarmánuður heitir eftir Janusi, rómverskum guði, sem var sérstakur fyrir þá sök að hann hafði tvö andlit. Sneri annað fram og hitt aftur en það er hagnýtt fyrir heimilisguð og vísar til þess að hann sér um heima alla og ekkert kemur honum á óvart.
Hann táknar þannig upphaf og endi alls, nútíð, fortíð og framtíð. Janus gætti dyra á híbýlum fólks og af nafni hans er enska orðið janitor dregið eða dyravörður. " (af síðu námsgagnastofnunar)
Gaman er að geta þess að hér á landi er öflug og breiðvirk starfsemi til uppbyggingar og endurhæfingu með nafni Janusar.
Hugmyndafræði merkis Janusar endurhæfingar
Fróðlegt er að vita eitthvað um aðra mánuði árssins.
og að endingu sitthvað um stjörnumerkin
josira
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 18:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.10.2011
10 boðorð jarðarinnar ...
Langaði að deila hér þessum fallegu orðum, tileinkuðum móðir jörð.
Gaman væri ef einhver gæti þýtt þau yfir á íslensku.
Ten Commandments of Mother Earth
I. Thou shalt love and honour the Earth
for it blesses thy life and governs thy survival.
II. Thou shalt keep each day sacred to the Earth
and celebrate the turning of its seasons.
III. Thou shalt not hold thyself above other
living things nor drive them to extinction.
IV. Thou shalt give thanks for thy food,
to the creatures and plants that nourish thee.
V. Thou shalt educate thy offspring for multitudes
of people are a blessing unto the Earth
when we live in harmony.
VI. Thou shall not kill, nor waste Earths
riches upon weapons of war.
VII. Thou shalt not pursue profit at the Earths
expense but strive to restore its damaged majesty.
VIII. Thou shalt not hide from thyself or others the
consequences of thy actions upon the Earth.
IX. Thou shalt not steal from future generations
by impoverishing or poisoning the Earth.
X. Thou shalt consume material goods in moderation
so all may share the Earths bounty.
~Author Unknown~
josira
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 00:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Má til með að benda á þessa áhugaverðu vefsíðu um störf og hugsjónir manna landshornanna á milli.
" Meginmarkmið og framtíðarsýn Landsbyggðin lifi er að stuðla að myndun samstöðuhópa, þ.e. framfara-, velferðar- eða þróunarfélaga, helst í hverju sveitarfélagi landsins, og jafnframt að miðla og dreifa upplýsingum og mynda góð tengsl þeirra á milli þeim til uppörvunar og leiðbeiningar og góðum málum til framdráttar.
Landsbyggðin lifi - LBL, er hreyfing fólks á Íslandi sem vill örva og efla byggð um land allt.
Áhersla er lögð á að tengja fólk saman og hjálpast að við að mynda sterk heildarsamtök, samstarfsvettvang fyrir einstaklinga og hvers konar óháð áhugamannafélög sem hafa það á stefnuskrá sinni að styrkja og efla heimabyggð sína og stuðla þannig að samstiga þróun byggðamála um land allt bæði efnahags- og menningarlega "
josira
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 10:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
" Úr þetta er auðvitað einstakt í sinni röð, því að ekki verða smíðuð fleiri en þetta eina, og hefur ekki enn verið settur verðmiði á það en það þarf enginn að efast um að það verður dýrt. Þegar Romain Gerome lék þennan leik áður og notaði þá málm úr hinu sokkna skemmtiferðaskipi Títanik í eitt einasta úr var það selt á sem svarar 65 milljónum íslenskra króna.
Talsmaður úrframleiðandans telur að úrið með gosöskunni úr Eyjafjallajökli muni vekja athygli sömuleiðis."
Frétt þessa fann ég á Pressunni; Hratt flýgur stund
Ekki datt mér nú í hug, þessi úr-vinnsla, þó eitthvað listrænt gildi gosöskunnar hafði leitað á mig...
Eru gosefnin kannski til góða og nytsöm til listmunagerðar;
http://josira.blog.is/blog/josira/entry/1046735/
josira
Menning og listir | Breytt 29.4.2010 kl. 10:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.4.2010
Eru gosefnin kannski til góða ...
Við megum þakka máttarvöldunum fyrir í rauninni, hversu varfærnum höndum náttúran fer um okkur hér heima. T.d varðandi líf manna og dýra ásamt litlum skemmdum á mannvirkjum í eldgosunum á Fimmvörðuháli og Eyjafjallajökli. Hugur okkar allra er og hefur verið með fólkinu og skepnunum undir Eyjafjöllum og nágrenni þess hverja klukkustund þessa dagana og síðustu vikurnar.
Þegar hamfarirnar eru að baki og kyrrð komin á, munum við öll sem eitt leggja hjálparhönd, sem unnt er við hreinsun og lagfæringa þeirra svæða, sem öskufallið hefur hulið. Þjóðin hefur sýnt það, að á ögurstundum stendur hún ætíð saman.
Einnig er ég viss um að sjálfboðaliðar erlendis frá, munu koma í hreinsunina, líkt og eftir eldgosið í Vestmannaeyjum.
Um daginn ætlaði ég að pára á blað um eitthvað jákvætt í kjölfar eldgosanna. Ekkert varð úr því þá, þegar andinn kom yfir mig, þannig að nú munda ég mig í mitt fingrapikk og sendi orðin áfram nú, þarna út.
Þannig var að ég fór að hugsa um gosefnin, úr hverju þau væru. Hef lítið sem ekkert fundið á netinu, hvernig þessi aska er samansett, nema ég rak augun í orðið Andesit um daginn. Mundi það, en hef ekki enn fundið greinina þar sem á það var minnst. Og fyrst ég er andvaka og hugur minn leitar í þessar fyrrum hugsanir, þá ákvað ég að koma þessu frá mér.
En allavega þá líta þessar blessaðar hugmyndir eitthvað á þessa vegu;
Nr.1 Fá fólk á atvinnuleysisbótum, austur í þrif og hjálp við uppbyggingu á sveitabæjunum og löndum þess.
Nr.2 Fá landbúnaðar-vinnuvélar, sem standa og bíða eftir verkefnum austur og mannskap á þær,(sem eru á atvinnuleysisskrá með vinnuvélaréttindi). Eiga ekki bankar og stofnanir orðið fullt af vinnuvélatækjum, sem þeir hafa leyst til sín ? Ríkissjóður eða Viðlagasjóður gæti þá annars borgað laun fyrir aðra vinnuvéla-eigendur, sem eflaust eru einhverir á lausu ef þyrfti. Olíufélögin gætu svo gefið olíurnar á tækin.
Nr.3 Sá fyrir mér þrennt í stöðunni, gagnvart öskunni, sem liggur þarna yfir öllu sem leirteppi.
A. Moka henni til og safna á einn stað í hauga. Byrgja síðan með einhverjum netum, þannig að hún verði til friðs, sé ekki að fjúka um.
Því ég sá fyrir mér einhversskonar verkstæði-smiðju, þar sem sem mótaðir væru og og unnir mynjagripir t.d. styttur, vasar, myndir eða ker úr leir. (eða steyptir) Eitthver efni (Andesit !) notuð úr öskunni með einhveri annari blöndu. Bændurnir gætu þá unnið listmuni og selt úr þessum gosefnum, meðan landið væri að gróa upp og ná sér.
(þyrfti að kanna hvort einhver öskuefnanna væri unnt að nota.)
Einhversstaðar væri eflaust þá hægt, að nýta góða skemmu eða gamla hlöðu til þessa verkefnis og breyta með litlum tilkosnaði í leirmuna-verkstæði-smiðju.
B. Og í annan stað minnir mig að ég hafi heyrt, að gosefni almennt hafa reynst bara vel til að bæta jarðveginn, þegar búið er að plægja hann saman við þann gamla.
C. En eflaust þyrfti, að reyna að skola sem fyrst flúor efnunum úr, hvernig sem á allt er litið eða hvernig það yrði gert. Sjálfsagt væri hægt að tengja stórvirkt úðunarkerfi út á túnum og einhverjum högum. (dettur í hug vatnsúðunar-kerfi eins og eru á ökrum erlendis)
Nr.4 Spurning væri síðan hvort skepnurnar gætu farið á góð heimili í tímabundið fóstur um tíma, á meðan að uppbyggingu væri staðið. Og tún og hagar væru komin í gott stand að nýju.
Þetta er innlegg mitt að sinni til sveitarinnar fallegu, bænda og búaliðs undir Eyjafjöllum. Alveg sorglegt, að hugsa til þess að bændur þurfi kannski að leggja niður þar bú sín og ævistörf.
Iceland Volcano Eruption early 70's rare footage
Verum minnug þess hvílíku grettistaki var lyft í Vestmannaeyjum eftir gosið 1973 og bærinn varð blómlegur á ný með hjálp og elju margra mætra manna og kvenna, sem með von í hjarta og dugmiklar hjálparhendur lögðust á eitt og gerðu þann draum að veruleika, að byggð hæfist þar að nýju.
Í kjölfar þessara hugmynda minna (sýnar) fór ég á netið að afla mér einhverra upplýsinga um þetta orð Andesit, sem leitaði á mig (og er þá með e í endann á ensku.) Og það kom mér skemmtilega á óvart, að frá fornu fari hefur þetta efni verið notað. (hálfgert steypuefni, eflaust með blöndu annara efna) til notkunar t.d. í byggingar og styttur.
Hof Aþenu á Acropolis hæð
Seated man made of andesite Near Eastern, Anatolian, Neo-Hittite, Neo-Hittite or Aramaean, 10th8th century B.C.
Sun Gate in Tiahuanacu Bolivia
4000m above sea level, on the Altiplano in Bolivia, lies Tiahuanacu with the famous sun gate. No one knows for certain when this culture developed, from which culture it originated and, when and why it disappeared again. It is assumed that the Tiwanaku culture came from the Huari, a old peruvian culture. The culture site, located at the Titicaca Lake between Peru and Bolivia, was once a temple complex. The numerous images of presumed gods are proof of this. The complex and the stones are done with such a precision that it cannot be considered only a profane center.og annað ævagamalt handverk úr andesite að mér skilst ...
Í Suður-Afríku eru ýmsir nýmóðins hlutir steyptir úr andesite (örugglega ásamt einhverjum öðrum efnum)
og hugmyndir einhversstaðar annarsstaðar frá,
Þannig að mér sýnist nú margir möguleikar búa í þessum náttúrunnar nýju Íslands gjafarefnum.
Þökkum fyrir alla þá guðdómlegu ljóssins vernd, sem við höfum fengið hér á Íslandinu og höldum áfram að biðja fyrir landi og þjóð, sem og öðrum löndum og þjóðum og að alheimskærleikur og heilunarorka umvefji móðir jörð og allt hennar lífríki á þessum umbreytingartímum, sem við mannkyn erum að ganga í gegn um.
Í átt að nýjum og manneskjulegri þjóðfélögum, með auknu réttlæti, samkennd og raunsærri stjórnun, sem stuðlar einnig að mannfrelsi og friði.
josira
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 05:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég var alveg heilluð þegar ég sá þetta myndband af Búdda dansi kínverskra kvenna. Og að geta virkjað dansinn á svo stórkostlegan hátt er í raun undravert, því þær eru heyrnarlausar. Ég get vart ímyndað mér þjálfunina, sem hlýtur að liggja að baki...
josira
Menning og listir | Breytt 1.5.2010 kl. 08:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.10.2009
Hæfileikar sem koma á óvart...
Mæli með að hlusta og horfa á til enda...
Einstakur söngur ungs manns...
ég fékk allavega gæsahúð, já og reyndar af öllum hinum líka ...
Greg Pritchard
http://www.youtube.com/watch?v=P-ZjOEk4-dI&feature=fvw
10 ára söngdiva... Natalie Okri
http://www.youtube.com/watch?v=J7_k5tUeoUc
5 ára fiðlusnillingur... Elli Shoi
http://www.youtube.com/watch?v=s7ILP7bbd-g
WooW..algjörlega af guðsnáð gítarspilari...Tallan Latz... og blllúuuusssari
og aðeins meira um hann...
góðar stundir...
josira
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 18:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nú þegar þessi magnaði listamaður hefur kvatt sitt jarðarlíf, örmagna á sál og líkama, skilur hann eftir sig spor, sem aldrei mun fenna yfir...Gullsjóð orða, sem skína og lifa munu með okkur, samtíða ferðafólki hans og síðar til ókominna kynslóða...
Dánarorsök hans er ekki enn fullkomlega ljós.
Í mörg ár hef ég kallað hann misskilda Michael...
Í mínum hug og hjarta var hann maður kærleika, friðar, réttlætis og mikill barna-og dýravinur...
Óð hans til mannkyns og náttúru jarðar bar hann til okkar gegnum tónlist sína...
Heal the World... http://www.youtube.com/watch?v=beFTORlM6TU&feature=related
Manneskjur eru eins ólíkar og þær eru margar...og lífsleiðirnar margvíslegar, sem fólk fer eða lendir í...
Margir eru fyrir frægð og frama, aðrir kjósa venjulegt heimilislíf eða ganga sína leið einir...
Það er eflaust ekki öfundsvert að vera eign heimssins, eins og margar stjörnur eða þekkt fólk lendir í...
Að geta varla snúið sér við án þess að heimsbyggðin viti af því...
Og margir breytast og missa tök á raunveruleikanum...
Michael Jackson f.v. barnastjarna og síðar poppgoð var einn af þeim...
The Jackson 5 - Rockin' Robin 1972 RARE
Diana Ross and Michael Jackson in 1969 - RARE
og stutt var í leikarann..
.
young Michael Jackson acting VERY OLD
Þennan jafnaldra minn dáði ég og dýrkaði strax þegar við vorum börn og fannst mér unun að hlusta á þennan fallega og lífsglaða strák og sönginn hans...
Hann var alinn upp í showbisnessinum, strax frá unga aldri í stórum systkynahóp og bræðurnir Jackson 5 urðu heimsþekktir og síðar hans systir Janet.
I Want You Back - A Tribute to the Jackson 5
Michael var hluti af ævintýrinu sem hann lifði en einhversstaðar í lífshlutverki sínu, tapaði hann sjónar á sjálfum sér og rann saman við ævintýraveröldina...
Nokkrar ótrúlegar sögur af Michael...
http://www.mbl.is/mm/folk/frettir/2009/06/27/otrulegar_sogur_af_jackson/?ref=morenews
Michael Jackson "I've Gotta Be Me" (very rare) endilega að hlusta á textann, hann segir svo margt...
Flest munum við eftir honum syngja eitthvað af þessum lögum...
Og þegar ég heyrði textann í lagi hans hér fyrir neðan, sá ég hann í nýju ljósi...
Mín skynjun og skilnigur var sá að þarna hafi hann í raun,
verið að syngja um sjálfan sig og það sem hann þráði í sínu lífi..frelsi,ást og kærleik..
en lagið var aðallag myndarinnar Free Willy...sem við Íslendingar þekkum öll...
Michael Jackson Will You Be There ( saga Keiko-iceland )
Michael var löngu orðin brotinn andlega, með skerta sjálfsmynd og lifði í hálfgerðum einangruðum draumaheimi...
Og ýmsar getgátur um kynhneigð hans, heyra mátti...
Mér er ómögulegt að trúa því, sem haldið var fram um hneigð hans til barna, aðra en kærleik...
En ekki finnst mér það óhugsandi, að hugur hans hafi kannski leitað til ungra manna...
Og hafi svo verið, kann að vera, að hans líf hefði tekið aðra stefnu ef hann hefði viðurkennt það ( komið úr skápnum ) og getað lifað heill og sáttur...
Og að síðustu er hér að finna ógleymanlegan og einstakan söng okkar fremstu og bestu söngvara samtímans
í heiminum, taka sig saman og syngja ljóð og lag eftir Michael Jackson og Lionel Richie...
Og langar mig nú, að láta sameinaðan söng okkar fjölmörgu, frábæru íslensku tónlistarmanna
Hjálpum þeim (Help them) friðarljóð
hljóma og óma...og tileinka minningu Michaels...
josira
Krufningarskýsla ekki frágengin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 21:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
23.5.2008
Dásemdar söngfugla par...
Já við megum svo sannarlega vera stolt af Regínu, Friðrik og fylgdarfólki...þau hafa sungið sig inn í hjörtu okkar hér og úti hinum stóra heimi...Það geislar af þeim lífsgleðin og skemmtileg framkoma...
Hafið gaman af að kíkja á gömlu vinningshafana hér neðar á síðunni minni...( önnur bloggfærsla )
Og var að finna frábæra eurovision aðdáandasíðu hjá Dagrúnu Þórný...endilega skoðið hana...
Skoðið til gamans skemmtilega uppsetningu og upprifjun sem ég fann;
Kom skemmtilega á óvart | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menning og listir | Breytt 24.5.2008 kl. 13:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Tenglar
ÝMSAR JÓLAVEFSÍÐUR
- Jólin-Þjóðminjasafnið jólasíður Þjóðminjasafnið
- jólavefur Júlla á Dalvík fullt af fróðleik um jólin
- Jólavefur Valla, sem geymir marga aðra jólavefi fjölbreytur jólavefur
- jóla-og áramótavefkort ýmis önnur vefræn tækiæriskort
BLANDAÐAR ÁHUGAVERÐAR VEFSÍÐUR
- LJÓSMYNDAKEPPNI Canon og mbl.
- VILTU VITA MEIRA Leiðsögn með lestri .. Sigríður Svavars - Leiðbeining - heilun- fyrirbænir
- ÓMAR RUN - Ljósmyndir Magnaðar myndir
- MADDÝ - Ljósmyndir Meiriháttar myndasmiður
ÝMSAR VEFMYNDAVÉLAR
- Nýjar Íslands vefmyndavélar Frábærir tenglar hérlendis og erlendis
- Vefmyndavélar - Vegagerðin - Suðausturland
- Vefmyndavélar víðs vegar um Ísland
VEÐUR - FÆRÐ - LOFTSLAG
LANDSBYGGÐIN LIFI...
- BETRI BYGGÐ UM LAND ALLT...
- LANDAKORT.IS Frábær síða um Ísland; m.a. Góðar upplýsinga-og þjónustusíður-Vefsjár sveitafélaga-Fjölbreytt efni um ferðamál og ferðalög á Íslandi.
- ICELAND WORLDWIDE Iceland, the land of the midnight sun, is becoming a favorite with those who seek adventure and freedom. Be it nature, sagas, geology or people that interest you, Iceland is the place to go
ÍSLENSK TÍMARIT ALLT FRÁ 1696 -
- FRÁ FYRSTU TÍMARITUM LANDSSINS TIL DAGSSINS Í DAG Ýmislegt að skoða ..
FRÁ A-Ö...
- TRÚARBRÖGÐ HEIMSSINS...
- VÍSINDAVEFUR H.Í Að vita meira og meira .
- ALMENNINGSBÓKASÖFN LANDSINS
- WIKIPEDIA
- BÓKASÖFN LANDSINS
TÆKNI og VÍSINDI
FJÖLBREYTTIR ÞÆTTIR...
- ÍSLAND Í DAG
- KASTLJÓS
- N4 SJÓNVARPSSTÖÐ NORÐAN HEIÐA
- GAMLA ÍNN TV SJÓNVARPSSTÖÐIN
- HRINGBRAUT SJÓNVARPSSTÖÐ
MATSELD
- MATARBLOGG SOFFÍU gómsætir réttir af öllum stærðum og gerðum...
- UPPSKRIFTIR SOLLU
- MARGAR MATAR UPPSKRIFTARSÍÐUR Eflaust eitthvað gott að finna ..
- KÖKUR OG EFTIRRÉTTIR Án hveiti sykurs og ger
- GULUR,RAUÐUR,GRÆNN OG SALT Hráfæði
HJÁLPARSTOFNANIR...
Fibromyalga...vefjagigt
Blekking í þjóðfélaginu...
Blekking í þjóðfélaginu...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 7
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 123251
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2014
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði