Færsluflokkur: Menning og listir
22.5.2008
Eurovision...upphitun...upprifjun
Til þeirra sem ætla að horfa á Eurovision í kvöld...er upplagt að horfa hér á stutta samantekt á fyrrum sigurlög frá árunum 1956-2007;
Fyrri hluti ca. 9 min. og Seinni hluti ca. 7 min
Læt fylgja hér með úr Idolinu í gær svona til gamans...
David Archuleta sem ég elska að hlusta á ...með "Imagine" eftir John Lennon...
og vinningshafinn David Cook...
Hér má sjá unga upprennandi söngstjörnur...
eigið skemmtilegt kvöld framundan...
josira
Óska Regínu, Friðrik og fylgdarfólki til hamingju með frábæran árangur.......sjáum þau fyrir okkur á laugardagskvöldið á verðlaunapallinum...
Menning og listir | Breytt 23.5.2008 kl. 11:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
12.12.2007
Var að búa til lítinn jólavef...
Í dag bjó ég til lítinn jólavef, sem þið eruð velkomin(n)að kíkja á...
http://www.simplesite.com/jolarosin
Hef lítið setið við tölvuna þessa dagana...Því blessað bakið hefur verið að stríða mér um tíma, en þetta er allt að koma...Kem svona rétt við og við í heimsókn hingað ...erfitt að sitja.
Og verið frekar langt niðri tilfinningalega vegna sérstaks missirs, sem ég hef verið að vinna mig frá. Hef þörf fyrir að skrifa um það, en ekki að svo stöddu...
En hátíð ljóss og friðar er rétt handan við hornið, svo verið velkomin(n) á nýju litlu jólasíðuna mína...það er eitt og annað þar að finna, að mestu eða nánast allt frá öðrum, sem ég safnaði saman...
En það er eitt sem mig langar að leita til ykkar með, fyrst ég er að vesenast í þessum vef-bloggsíðum mínum. Vitið þið hvernig á að skrifa texta við hlið myndar ?
Og svo vil ég endilega hvetja ykkur að heimsækja áhugaverðan nýjan bloggara:
hana Margréti Guðjónsdóttir, sem er með Astro-blogg...
...Hafið það sem allra best nú og ætíð og ekki gleyma ykkur í jólastressi...
josira
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 15:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
30.11.2007
Júdó...afmælishátíð og listasýning...
Heilmikið að gerast hjá mér á morgun...
Ætla að kíkja á 50 ára afmælishátíð Júdódeildar Ármanns, en fyrir ca 30 árum stundaði ég þessa frábæru íþrótt um tíma og þótti bara nokkuð liðtæk...eða þannig sko...og tók meira að segja þátt í fyrsta Íslandsmeistaramóti kvenna á Islandinu og lenti í 3 sætinu. bara gaman af því...Annars var ég alltaf kölluð Lukka í júdóinu... með úfið hár, síhlægjandi og líktist litlu lukkutrölli...
Munið þið eftir þeim ?
Eitthvað man ég eftir öðrum nöfnum, sem sumar af stelpunum voru kallaðar;
Tarsan, Mýsla, Trixý...
Gvöð hvað verður gaman að hitta liðið, ætli maður þekki ekki bara örfáa, því minnið er orðið svo gloppótt...
Og síðan verður stefnan tekin á sýninguna hennar Katrínar...
Gaman og skrítið að finna svona til gleði og tilhlökkunar fyrir morgundeginum......er ekki vön að vera að flandrast svona...út og suður...
josira
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 18:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.11.2007
Spil og spádómar...
Spil geta verið hin mesta skemmtun. Fyrir alla í öllum aldurshópum, heimafyrir, á vinnustöðum, á spilamótum. Allflestir kunna gamla Olsen-Olsen, Rommy, Veiðimann, Vist og svo áfram mætti telja...og sumir ráða í spilaspár...
Ég man þegar unglingsárin voru að renna upp og maður fór að vita af einhverjum spákonum, sem spáðu í venjuleg spil og fannst manni það æði spennandi. En einnig voru sumar með myndaspil, svokölluð Tarot...Gangvart þeim var ég mjög á varðbergi. Óttaðist þau á einhvern hátt...Gat ekki einu sinni hugsað mér að koma við þannig spilastokk, hvað þá að leita eftir lestri frá þeim...Samt höfðu þau einhverja dulmögnum yfir sér...Seiðandi aðdráttarafl í óttanum...Skrítið...
Áratugum seinna toguðu þau enn í mig og einn daginn ákvað ég að láta slag standa og skoða þau og snerta, sem og gerðist í búðinni Betra líf...Og það varð ekki aftur snúið...Ég keypti mér mín fyrstu Tarot-spil...yfir mig heilluð...og fleirri ólíkir tarot stokkar hafa bæst við síðan...Hef ég afskaplega gaman að skoða þau, spá í og spegluera, en ekki þýðir neitt fyrir mig að leggja einhverjar lagnir, mörg spil og lesa úr þeim, það eru aðrir færari en ég, sem fást við það...
Mér finnst gaman að draga eitt og eitt fyrir sjálfa mig og stundum fyrir aðra...Spilin eru full af leynardómum og dulrænni merkingu, sem felast t.d. í tölum Agný-blog og táknum ( symbol ). Ég hef reyndar allatíð haft mikinn áhuga á allskonar táknum, sem finna má, sjá og jafnvel dreyma...Ég held að tákn tengist almennt manninum meir, en við höldum...Held þar sé hinn mesta helgidóm að finna á mannsins þroskaleiðum...að þar sé að finna mikla fræðslu og djúpan sannleik.
Ég set hér til gamans hinar ýmsu slóðir um tarotspilin...Svosum engin ástæða að pára hér meir á blað að sinni, þegar svo óteljandi góðar og skilmerkilegar greinar er að finna annarsstaðar...
Hér má finna allt um merkingu tákna í tarotspilum...draumum...og ýmsan annan fróðleik...gaman að fletta upp hinum ýmsu orðum ; Tarot 1 og Tarot 2
Hér má finna tarot á vitund.is ; ásamt spámiðli ; og Tarotnámskeið hja´Liljunni ;
Hér er hægt að læra í gegnum bréfaskóla ;
Hér fást einnig tarotspil ásamt ýmsu öðru áhugaverðu, mæli með Gjafir jarðar ;
Frá Ísafirði, Orkusteinn.is má finna ; einnig upplýsingar úr,
Í Spádómsbókinni : Og hjá Félag íslenskra bókaútgefenda ,
Á Ensku : Hér má finna einar 600 tegundir tarotspila mörg alveg æðislega falleg...
og meira að skoða ;
http://www.tarothermit.com/infosheet.htm
http://www.sacred-texts.com/tarot/mathers/mtar01.htm
http://en.wikipedia.org/wiki/Tarot
Hér er líka áhugaverð síða, að ég held, sem ég var að finna : http://www.cafetarot.com/en/history.htm
Og á dönsku: http://www.annabella.dk/netbutik/tarot/tarotkort.html
Svona í lokin til skemmtunar ; Líflínu- og spádómsnúmerið þitt
Njótið komandi helgar úti eða inni...
Við eitthvað, sem gleður sálartetrið...
Brostu til heimssins og hann brosir til baka...
josira
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 18:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.11.2007
Einfaldlega frábær eftirherma...
Endilega að kíkja á hann Rick Miller...sem er einfaldlega frábær eftirherma...sjón er sögu ríkari...
Fínasta afþreying meðan Kari kaldi guðar á gluggunum...
josira
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 21:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.11.2007
Hver dagur...
Er dagurinn, daglega vaknar
veraldarvanda, ei saknar.
Því amstur, gærdags eftirlætur
eilíflega, í faðm hverrar nætur
Hver dagur, er nýr, ný sköpun, núið...Berum bjartsýni á borð í dag...reynum að sjá, heyra eða skynja eitthvað nýtt, eitthvað jákvætt, eitthvað skemmtilegt...eigið góðan dag sem og alla aðra...
Og svona til gamans....ég lofa ykkur, að ef þið gefið ykkur smá tíma til að hlusta, verðið þið ekki fyrir vonbrigðum...ef þið verið það, þá hljótið þið að vera með steinhjarta...
og 4 ára pianosnillingur og hefur gaman af ;
Child japanese girl playing the piano
og nú mun endanlega molna steinhjartað, sé það til...
Hin 6 ára Connie Talbot... magnaður söngur...frí gæsahúð...
og hlusta og sjá Cleopatru Stratan fædd 2002. ..
það er svo gaman að sjá og heyra hvað þessi kríli eru stórkostleg...
josira.
Menning og listir | Breytt 20.11.2007 kl. 11:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
30.10.2007
Söngur...gleði...glens...gaman...
Eftir að ég uppgvötaði www.youtube.com sem var nú bara rétt nú um daginn hefur hreinlega ný veröld opnast mér...Það sem er ekki hægt að finna þarna...Ég langar aðeins að deila með ykkur einhverju af því sem ratast hefur til mín :
Eitt magnað hér með þríburasystrum, sem bæði syngja, dansa og eru vægast sagt LIÐAMÓTALAUSAR á stundum......Held það sé ekki hægt að öðlast þessa fimi, þó æft væri stíft í heilsuræktinni í vetur...Verður að sjá til ENDA...
"Potato Salad" Triplets Dance! Ross Sisters...
Á mínum yngri árum þá; I just loved to; hlusta á Cat Stevens, en nafn hans í dag er Yusuf Islam, sem hann tók sér 1978 er hann gerðist islamtrúar.
Cat Stevens - Peace Train (live)
Hláturinn lengir lífið ...Hér má sjá og heyra yndislegan fjórburahlátur...
Quadruplets lagh....fjórburahlátur...
josira
Menning og listir | Breytt 1.11.2007 kl. 00:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
25.10.2007
Bergmálaði úr bloggheimi...
Fegurð raddar víða fer
ferðast á mörgum sviðum.
söng sig í tölvu mína hér
hugljúf frá öllum hliðum.
Bergmál úr bloggheim
barst til eyrna minna
máttugt úr barkaseim
sent til ykkar hinna.
Ég varð gjörsamlega heilluð af yndislegri rödd þessa drengs, Declan Galbraith... Írskur held ég...
Mátti til með að setja myndböndin hér og deila með þessum fallega gullfundi mínum á netinu svo endilega að hlusta og njóta ......
Declan Galbraith - Walking in the Air
Declan - Tell Me Why - a children's tribute
Danny boy sung by Declan Galbraith
josira
Menning og listir | Breytt 26.10.2007 kl. 18:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Tenglar
ÝMSAR JÓLAVEFSÍÐUR
- Jólin-Þjóðminjasafnið jólasíður Þjóðminjasafnið
- jólavefur Júlla á Dalvík fullt af fróðleik um jólin
- Jólavefur Valla, sem geymir marga aðra jólavefi fjölbreytur jólavefur
- jóla-og áramótavefkort ýmis önnur vefræn tækiæriskort
BLANDAÐAR ÁHUGAVERÐAR VEFSÍÐUR
- LJÓSMYNDAKEPPNI Canon og mbl.
- VILTU VITA MEIRA Leiðsögn með lestri .. Sigríður Svavars - Leiðbeining - heilun- fyrirbænir
- ÓMAR RUN - Ljósmyndir Magnaðar myndir
- MADDÝ - Ljósmyndir Meiriháttar myndasmiður
ÝMSAR VEFMYNDAVÉLAR
- Nýjar Íslands vefmyndavélar Frábærir tenglar hérlendis og erlendis
- Vefmyndavélar - Vegagerðin - Suðausturland
- Vefmyndavélar víðs vegar um Ísland
VEÐUR - FÆRÐ - LOFTSLAG
LANDSBYGGÐIN LIFI...
- BETRI BYGGÐ UM LAND ALLT...
- LANDAKORT.IS Frábær síða um Ísland; m.a. Góðar upplýsinga-og þjónustusíður-Vefsjár sveitafélaga-Fjölbreytt efni um ferðamál og ferðalög á Íslandi.
- ICELAND WORLDWIDE Iceland, the land of the midnight sun, is becoming a favorite with those who seek adventure and freedom. Be it nature, sagas, geology or people that interest you, Iceland is the place to go
ÍSLENSK TÍMARIT ALLT FRÁ 1696 -
- FRÁ FYRSTU TÍMARITUM LANDSSINS TIL DAGSSINS Í DAG Ýmislegt að skoða ..
FRÁ A-Ö...
- TRÚARBRÖGÐ HEIMSSINS...
- VÍSINDAVEFUR H.Í Að vita meira og meira .
- ALMENNINGSBÓKASÖFN LANDSINS
- WIKIPEDIA
- BÓKASÖFN LANDSINS
TÆKNI og VÍSINDI
FJÖLBREYTTIR ÞÆTTIR...
- ÍSLAND Í DAG
- KASTLJÓS
- N4 SJÓNVARPSSTÖÐ NORÐAN HEIÐA
- GAMLA ÍNN TV SJÓNVARPSSTÖÐIN
- HRINGBRAUT SJÓNVARPSSTÖÐ
MATSELD
- MATARBLOGG SOFFÍU gómsætir réttir af öllum stærðum og gerðum...
- UPPSKRIFTIR SOLLU
- MARGAR MATAR UPPSKRIFTARSÍÐUR Eflaust eitthvað gott að finna ..
- KÖKUR OG EFTIRRÉTTIR Án hveiti sykurs og ger
- GULUR,RAUÐUR,GRÆNN OG SALT Hráfæði
HJÁLPARSTOFNANIR...
Fibromyalga...vefjagigt
Blekking í þjóðfélaginu...
Blekking í þjóðfélaginu...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.5.): 1
- Sl. sólarhring: 32
- Sl. viku: 42
- Frá upphafi: 123690
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 21
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2014
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði