Færsluflokkur: Umhverfismál
17.12.2011
Pæling ... dæling ... mæling ...
Nokkur þankabrot um óróa á jarðskjálftamælum þessa dagana.
Eru niðurdælingar í gangi í Hellisheiðavirkjun ?
Ef svo er vitum við fyrir víst, hvort þessir manngerðu skjálftar geti ekki kallað á eitthvað meir, en við óskum eftir ?
Og er öruggt að niðurdæling brennisteinsvetnissins og annara efna komist ekki í tæri við það vatn, sem safnast síðan saman og nýtist sem neysluvatn ?
Hér er ýtarlegt yfirlit um grunnvatn á höfuðborgarsvæðinu.
eldri bloggfærsla mín;
16 okt. 2011; Manngerðir jarðskjálftar hérlendis og erlendis
Af vef veðurstofunnar;
Í september mældust margar skjálftahrinur við Hellisheiðarvirkjun í kjölfar þess að teknar voru í notkun nýjar niðurdælingarholur við virkjunina. Um 1500 skjálftar mældust, flestir litlir, um og innan við einn, en stærri skjálftar mældust einnig. Stærstu skjálftarnir fundust í Hveragerði og sá stærsti, 3,4 stig, sem varð 23. september, fannst einnig á höfuðborgarsvæðinu. Frumniðurstöður úrvinnslu benda til þess að skjálftarnir raðist á a.m.k. 2-3 sprungur og að stefna þeirra sé austan við norður. Skjálftar hafa áður mælst við borun og prófun á borholum síðustu misseri en aldrei annar eins fjöldi og nú. Fáir jarðskjálftar mældust úti á Reykjaneshrygg. Á Reykjanesskaga var mesta virkni á Krýsuvíkursvæðinu, yfir hundrað skjálftar, og aðallega fyrstu vikur mánaðarins.
Í október við Húsmúla í Henglinum mældust tæplega eitt þúsund jarðskjálftar. Flestir þeirra komu fram í skjálftahrinum dagana 2.-9., 15.-16. og 25.-26. október. Tveir stærstu jarðskjálftarnir þar voru að stærð 4 þann 15. október kl. 09:03 og kl. 09:45 og fundust þeir vel víða um sunnan- og vestanvert landið. Nokkrir aðrir skjálftar í þessum hrinum fundust einnig, aðallega í Hveragerði. Meginþorri jarðskjálftanna núna hefur framkallast vegna niðurrennslis á affallsvatni úr Hellisheiðarvirkjun í borholur á svæðinu.
Í nóvember (reyndar í síðustu viku, áður en hrinan i gær og dag koma fram) Á Suðurlandsundirlendi mældust þrír smáskjálftar og sex við Ingólfsfjall. Átta smáskjálftar mældust á Krosssprungunni, einn við Geitarfell og tveir við Hengil. Við Húsmúla voru staðsettir 128 skjálftar, allir undir Ml 2 að stærð.
Nýr upplýsingavefur Orkustofnunar um smáskjálfta vegna niðurdælingar ( hér er t.d. ekki að sjá neinar dagsetningar á niðurdælingu á affallsvatni !)
Talsmaður neytenda; Bótaábyrgð vegna ótímabærra jarðskjálfta
Ég vona að ráðamenn hér séu með á hreinu, að það sé og verði í lagi með þessar blessaðar niðurdælingar og að þær séu ekki að hrófla við náttúruöflum eða eyðileggingu vatns.
josira
Umhverfismál | Breytt 18.12.2011 kl. 00:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
hvort ætli skjálftadansinn sé samin af manna- eða náttúruvöldum, í þetta skiptið ?.
Ef um manngerð skjálftaspor er um að ræða, þá langar mig að fá að vita hversu lengi þessi blessuð niðurdæling jarðhitavatnsins mun standa yfir við Hellisheiðarvirkjun ! tímabundið ? eða svo lengi sem virkjunin er starfrækt ?
(lyktin er einnig alloft farin að verða hvimleið, er hana leggur frá heiðinni.)
Er vitað fyrir víst hvort manngerðir skjálftar þarna á heiðinni séu að létta á spennu í jarðsprungum (til góða) eða geta þeir triggerað eitthvað meira, en við óskum eftir eða munum ráða við. Ef skjálftadansinn ýtir við og eða vekur t.d. náttúruöflin að óþörfu !
Er ekki yfirmáta nóg að læra að virða og lifa við hlið okkar lifandi náttúru, heldur en að auki, að þurfa takast á við það, sem mannvit/vald skapar og getur jafnvel skaðað að óþörfu. Ég get ekki neitað því, að pínu uggur sækir að mér varðandi þessi mál.
Erum við kannski farin að ganga full nálægt náttúrinni með yfirráðum okkar og við að reyna að halda og valda stjórnartaumum á hennar mikla afli. Kannski er tímabært að staldra aðeins við og fara að skoða þessi mál ofan í kjöl ...
önnur skrif mín um jarðakjálfta á Hellisheiði má finna annarsstaðar hér á bloggsíðunni. (get hvorki gert copy-paste eða sett slóðir inn á þessari tölvu)
josira
Ég fór að kanna á Google hvort einhverjar umræður væru í gangi um hvort boranir í jörðina gætu komið af stað jarðhræringum og eru hugleiðingar um þau málefni greinilega mikið í gangi og það til margra ára. Hér neðar á síðunni má lesa um og sjá nokkrar slóðir ...
Ég held að mjög gaumgæfilega þurfi nú t.d. að skoða allar þær framkvæmdir sem standa yfir í Hellisheiðarvirkjun frá öllum hliðum þar, sem vitað er um og viðurkennt að jarðskjálftar eru þar tíðum af mannavöldum og fara hægt og sígandi stækkandi og vekur það virkilega orðið óhug margra.
Vitum við hvað getur farið í gang þarna niður í iðrum jarðar við þessi mannanna verk í okkar virka landi ! Einnig þarf að skoða hinar jarðvarmavirkjanirnar á landinu.
Manngerðir jarðskjálftar: "Það er alls ekki í lagi (visir.is)
Geta ekki hætt að dæla niður vatni ; (ruv.is)
Boranir eftir jarðefnum og ýmsar afleiðingar ...
http://www.youtube.com/watch?v=uzdLhAsuBQ
http://www.scientificamerican.com/article.cfm?id=geothermal-drilling-earthquakes
http://www.nytimes.com/2011/10/11/science/11qna.html?_r=3&ref=science
jarðskjálftar af mannavöldum ? Haiti
jarðskjálftar af mannavöldum ? Blackpool
josira
(p.s. eitthvað er nú skrítið bloggið núna, get ekki tengt linkana-slóðirnar þar sem ég vil hafa þá og stafagerðin hér er mjög sjálfstæð, breytir um gerð meðan ég er að pikka orðin inn ! ) nenni ekki að eltast við lengur að reyna að laga.
Umhverfismál | Breytt s.d. kl. 01:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.10.2011
Lifandi land
Vaknaði snemma í morgun með einhvern óróleikahnút í maganum. All oft nú undanfarið hefur mér verið hugsað til elskulegaa fallega landssins okkar, sem hefur verið að minna á sig, með titringi og skjálftum víða um land sérstaklega á síðustu vikum og mánuðum og fundið eiginlega til með því, sérstaklega varðandi Hellisheiði.
Mér líkar ekki sum þau mannanna verk, sem unnin eru þar. Mín tilfinning er að það er eitthvað ekki rétt við það. Í gegnum árin hef ég t.d oft hugsað um efnasamsetningu gufunnar, sem hleyft er þar út í andrúmsloftið og t.d. þá hvort einhver áhrif verða í samsetningu skýjafars.Og einnig hvernig jörðin er að bregðast við vatninu, sem hleypt er í borholurnar.
En væntanlega vita fræðingarnir betur; eins og segir í tilkynningu frá Orkuveitunni (vika 37 ) " Holur eru boraðar til að skila vatni frá Hellisheiðarvirkjun aftur ofan í jarðlögin. Vatnið virkar þá eins og smurning og dregur þá úr viðnámi í berginu sem getur þá komið á hreyfingu með tilheyrandi smáskjálftum (úr fréttatilkynningu frá Orkuveitu Reykjavíkur 13. september).
og vika 40 http://hraun.vedur.is/ja/viku/sidasta/ ; " Yfir 1500 jarðskjálftar voru staðsettir sjálfvirkt í vikunni, lang flestir við Hellisheiðarvirkjun "
Auðvitað veit ég að þarna er verið að beisla óhemju orku frá iðrum jarðar, sem eiga að vera okkur til góða á margvíslegan máta.
En varðandi þetta með vatnið á Heiðinni, þá líður mér á einhvern hátt svipað og þegar ég fékk að sjá sýn fyrir tæpum 20 árum í sambandi við olíu jarðarinnar. Fannst mér ég sjá jörðina vera líkt og gatasigti að innan eftir að þykkri olíunni er dælt upp á yfirborð hennar. og jarð- og berglög hrynja í kjölfarið saman og sú breyting og hreyfing kemur af stað neðanjarðarjarðskjálftum með víðtækum áhrifum. Finnst þetta hafa með jafnvægi jarðarinnar að gera. Þó sjó sé dælt ofan í borholurnar er það ekki sami eðlismassi.
En hvað veit ég svosum um þessi mál.
Töluverðan fiðring í jörðinni hef ég bæði skynjað og fundið í morgun.
og fór að skoða stöðuna á vedur.is
og örlitlu síðar.
Og eins og sjá má eru hreyfingar í kortunum. Vona ég að ekki sé í aðsigi stórar hamfarir. Við búum jú í lifandi landi, en reynum eftir fremsta megni, að hrófla ekki að óþorfu við líkama þess.
Við skulum vona og biðja þess að þetta sé einungis góð spennulosun í jarðflekunum.
Um daginn var ég eitthvað að hugsa um jarðhræringar- og eða eldgos og kom þá talan 20 upp í höfði mér. Hvað hún þýðir veit ég eigi.
Biðjum um ljóssins vernd og að landið okkar sé umvafið með heilunar-og kærleiksorku þess.
josira
Jarðskjálftar upp á 3,8 stig | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Umhverfismál | Breytt s.d. kl. 13:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Er í Kópavoginum.
Vona að stillt veður og fallegt gos, séu ekki að fara að breytast.
josira
Jarðskjálfti við gosstöðvarnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Umhverfismál | Breytt s.d. kl. 16:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
23.9.2009
Sjávarins svarta gull...
...Í samskiptum við þau olíuleitarfyrirtæki sem sýndu útboðinu áhuga, en sóttu hins vegar ekki um sérleyfi, kom fram að helstu ástæður fyrir því að þau sátu hjá að þessu sinni voru m.a. bágt efnahagsástand á útboðstímabilinu með tilheyrandi skorti á nýju fjármagni og mikil áhætta sem fylgir því að hefja rannsóknir á nýju svæði eins og Drekasvæðið er.
Mig minnir endilega, að olíuleitarfyrirtækjunum hafi fundist full háir skattar og gjöld vera grunnorsök minnkandi áhuga þeirra á ... ?
Einhverra hluta finnst mér þó að svarta gullið okkar sé frekar að finna neðar en Drekasvæðið og nær Færeyjum...
josira
Engin sérleyfi á Drekasvæðinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Umhverfismál | Breytt s.d. kl. 12:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.2.2009
Rafmengun...rafsegulsvið
Þegar ég fór að leita mér upplýsinga um rafsegulóþol,
fann ég ekki svo mikið um það á íslensku...
en þó ...hér fann ég
grein um Jón Borgarsson í Höfnum,
en hann býr til mælingar-prjóna
og flottar upplýsingar frá Garðai Bergendal
síðan rakst ég á virkilega áhugaverða vefsíðu...
( sem er reyndar á aðallega á ensku +
pínu á íslensku, sé maður þolinmóður að leita...)
en vefsíðan er frá frá Valdimar Gísla Valdimarssyni...
hann er rafeindavirkjameistari
en hér er á íslensku; einnig frá Valdimar...
grein sem birtist í tímariti Heilsuhringsins vor '96.
Vefsíðurnar fjalla um rafsegulsvið og hugsanleg
áhrif þess á heilsufar manna og dýra...
og hér má finna fleirri síður á íslensku...
fyrirlestur í norræna húsinu...
Eflaust væri hægt að fá svör við þessum spurningum:
sem hér eru fyrir neðan, hjá þessum mönnum,
sem hér eru nefndir að ofan, hafi fólk áhuga...
.
Veldur rafsegulsvið krabbameini?
|
Hvað er jarðára? Er hægt að mæla Hvaðan kemur rafsegulgeislun og hvað ber að varast? Hefurðu látið mæla rafsegulsvið heima hjá þér? Hvað er Getur rafsegulsvið haft áhrif á heilsu manna?
|
sæl að sinni...josira
Umhverfismál | Breytt s.d. kl. 20:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Tenglar
ÝMSAR JÓLAVEFSÍÐUR
- Jólin-Þjóðminjasafnið jólasíður Þjóðminjasafnið
- jólavefur Júlla á Dalvík fullt af fróðleik um jólin
- Jólavefur Valla, sem geymir marga aðra jólavefi fjölbreytur jólavefur
- jóla-og áramótavefkort ýmis önnur vefræn tækiæriskort
BLANDAÐAR ÁHUGAVERÐAR VEFSÍÐUR
- LJÓSMYNDAKEPPNI Canon og mbl.
- VILTU VITA MEIRA Leiðsögn með lestri .. Sigríður Svavars - Leiðbeining - heilun- fyrirbænir
- ÓMAR RUN - Ljósmyndir Magnaðar myndir
- MADDÝ - Ljósmyndir Meiriháttar myndasmiður
ÝMSAR VEFMYNDAVÉLAR
- Nýjar Íslands vefmyndavélar Frábærir tenglar hérlendis og erlendis
- Vefmyndavélar - Vegagerðin - Suðausturland
- Vefmyndavélar víðs vegar um Ísland
VEÐUR - FÆRÐ - LOFTSLAG
LANDSBYGGÐIN LIFI...
- BETRI BYGGÐ UM LAND ALLT...
- LANDAKORT.IS Frábær síða um Ísland; m.a. Góðar upplýsinga-og þjónustusíður-Vefsjár sveitafélaga-Fjölbreytt efni um ferðamál og ferðalög á Íslandi.
- ICELAND WORLDWIDE Iceland, the land of the midnight sun, is becoming a favorite with those who seek adventure and freedom. Be it nature, sagas, geology or people that interest you, Iceland is the place to go
ÍSLENSK TÍMARIT ALLT FRÁ 1696 -
- FRÁ FYRSTU TÍMARITUM LANDSSINS TIL DAGSSINS Í DAG Ýmislegt að skoða ..
FRÁ A-Ö...
- TRÚARBRÖGÐ HEIMSSINS...
- VÍSINDAVEFUR H.Í Að vita meira og meira .
- ALMENNINGSBÓKASÖFN LANDSINS
- WIKIPEDIA
- BÓKASÖFN LANDSINS
TÆKNI og VÍSINDI
FJÖLBREYTTIR ÞÆTTIR...
- ÍSLAND Í DAG
- KASTLJÓS
- N4 SJÓNVARPSSTÖÐ NORÐAN HEIÐA
- GAMLA ÍNN TV SJÓNVARPSSTÖÐIN
- HRINGBRAUT SJÓNVARPSSTÖÐ
MATSELD
- MATARBLOGG SOFFÍU gómsætir réttir af öllum stærðum og gerðum...
- UPPSKRIFTIR SOLLU
- MARGAR MATAR UPPSKRIFTARSÍÐUR Eflaust eitthvað gott að finna ..
- KÖKUR OG EFTIRRÉTTIR Án hveiti sykurs og ger
- GULUR,RAUÐUR,GRÆNN OG SALT Hráfæði
HJÁLPARSTOFNANIR...
Fibromyalga...vefjagigt
Blekking í þjóðfélaginu...
Blekking í þjóðfélaginu...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 7
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 123251
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2014
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði